Eru reiðhjól,hestvagnar og hundasleðar lausnin ?

Svei mér þá,ætla hækkanir á eldsneyti aldrei að taka enda. Bensínlíterinn að nálgast 200 krónur. Það fer að verða hreint ómögulegt fyrir marga að nota fjölskyldubílinn. Sums staðar erlendis er reynt að stuðla að því að fólk geti farið á eyðsluminni bifreiðar með því að greiðslum til að hægt sé að skipta úr eyðslufrekum í eyðsluminni.

Stjórnvöld hér hljóta að íhuga á hvern hátt þau geti stuðlað að slíkri þróun. Framtíð okkar hlýtur að felast í rafmagnsbifreiðum eða twin bílum. Enn eru þessar gerðir bíla allt of dýrar til að það sé spennandi kostur.Þjóðhagslega hlýtur það vera hagkvæmt að stefna að slíku. Við eigum nóg af rafmagni.

En kannski væri það eftir öðru að stjórnvöld bentu okkur á að nota reiðhjól,hestvagna nú og svo hundasleða á veturna.þetta er örugglega í anda stefnu Vinstri grænna.

Ég held samt að flestir myndu nú frekar kjósa að nota einkabílinn,en stjórnvöld geta ráðið miklu um að þróunin verði í átt að eyðslugrönnum bifreiðum og bifreiðar sem nýta aðra orku en bensín og olíu.


mbl.is Bensínlítrinn hækkar um 4 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þetta er slæmt mál með bensínið,það hækkar og hækkar,í sambandi við sparnað þá finnst mér íslendingar yfir höfuð frekar slappir eða reyndar mjög slappir að nota almenningsvagna og reiðhjólin sem er í leiðinni ókeypis líkamsrækt! Ef ég byggi á Rvík svæðinu myndi ég nota bæði og nota bara bílinn í neyð,en þar sem ég bý út á landi o g þarf að keyra 30 km í vinnuna þá get ég það ekki.

eggert birgisson (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 13:45

2 Smámynd: Riddarinn

Það er ekki nægur hvati fyrir Stjórnvöld að fá rafmagnsbíla þegar þeir eru að mjólka þetta mikið út úr hverjum olíu og bensínlíter .

Stjórnvöld hafa ekki hingað til verið að hugsa um að koma almenningi vel og lækka okkar gjaldlið í bensínkostnaði með því að skipta út í sjálfbæra innlenda orku sem rafmagnið er hérlendis með því að stuðla að almennri eign á Rafmagnsbílum.

Augljóst að ef svo væri þá myndu tollar og gjöld af rafmagnsbílum verða lækkuð til muna svo almenningur hefði kannski ráð á þessum bílum.

Riddarinn , 6.8.2009 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband