Nota þjónustu sveitarfélagsins en greiða ekki gjöld.

Ég hef síðustu daga verið að glugga í tekjublað Frjálsrar verslunar og Mannlífs. Einnig hef ég skoðað tekjur fólks í Vestmannaeyjablaðinu Fréttum og í Sunnlenska.

Margt vekur athygli við slíka skoðin. Fólk sem berst þó nokkuð á borgar sama og engin gjöld til síns sveitarfélags. Eflaust lifir þetta fólk af fjármagnstekjum og þetta er því löglegt en spurningin er um siðferðið.

Það er ansi hart fyrir sveitarfélagið að þurfa að veita alls konar þjónustu en fá ekki nánast neitt útsvar frá viðkomandi.

Til viðbótar er svo talið að tugum milljarða sé skotið undan skatti,þar sem bæði ríki og sveitarfélög verða af tekjum.

Það vekur einnig athygli að sjá að sumir forystumenn sveitarfélags í sveitarfélagi á Suðurlandi sem ég þekki vel til virðast eingöngu hafa tekjur af sínum nefndarstörfum sem þeir inna af hendi hjá sveitarfélaginu. Skrítið að stunda jafnvel eigin atvinnurekstur í þó nokkuð stórum stíl og fá engar tekjur fyrir það.Sveitarfélagið verður þannig af þó nokkrum tekjum en þarf að veita þjónustuna og halda við sínum vegum og stofnunum. Vel má vera að ákveðnir menn sé svo miklir höfðingjar að þeir vinni í sjálfboðavinnu,en skrítið er þá að þeir sjálfir rukki fyrir þjónustuna.

Jóhanna forsætisráðherra hefur boðað að hún ætli að sækja 40 milljarða til þeirra sem koma sér udan að greiða það sem þeim ber til samfélagsins. Vonandi tekst það. Hagur sveitarfélaga mun þá vænkast.

Það er samt skrítinn hugsunaháttur hjá fólki að vilja nota alla þjónustu sveitarfélagsins en reyna svo á allan hátt að koma sér undan að greiða til þess og það jafnvel forystumenn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Guðjónsson

Hvaða þjónustu veita sveitarfélögin ?? Sum reka skóla og fá greitt fyrir það úr ríkissjóði.Raunverulega sér fræðsluskrifstofan um það eins og hún hefur gert í áratugi.Síðast en ekki síst kennararnir. Sveitarfélög fá fasteignagjöld af eignum óháð innkomu eigenda þeirra.Fasteignagjöld eru iðulega mánaðrlaun ( eftir skatta ) Þau reka sundlaugar en vilja gjarnan rukka kostnaðarverð. Þá hafa þau undanfarið verið í fararbroddi í bruðli og bílífi. S.k. stjórnendabílífi en ekki er óalgengt að 1800 manna sveitarfélag borgi 200 milljónir á ári í yfirstjórn.Sér hver heilvita maður að þetta er bullrekstur. Ætti miklu heldur að skera hressilega niður skatta til sveitarfélaga. Útsvarið niður í 4 % og þá myndu þau fara að reka sig af viti. Í dag eru þau aðallega í braski ( með lóðir ).

Einar Guðjónsson, 10.8.2009 kl. 21:05

2 Smámynd:

Já það er líka undarlegt að vera í stjórnunarstöðu í sveitarfélagi og hafa lögheimili sitt annars staðar og borga þannig ekki gjöld til sveitarfélagsins sem skaffar manni atvinnu og jafnvel húsnæði.

, 10.8.2009 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband