Jóhanna gerir ekki annað en hóta stjórnarslitum. Hættið skrípaleiknum.

Alveg er það gjörsamlega óþolandi að heyra Jóhönnu forsætisráðherra hóta stjórnarslitum ætli þingmenn að voga sér að greiða atkvæðio öðruvísi en henni þóknast. Það er varla að ástæðulausu að fleiri og fleiri þingmenn hafi efaemdir um að rétt sé að Alþingi samþykki ríkisábyrgð á Icesave.

Það er ekki aðalatriðið fyrir hagsmuni Íslands að Jóhanna forsætisráðherra. Aðalatriðið er að við samþykkjum ekki samning sem dæmir þjóðina svo hart að hún mun ekki ráða við dæmið á næstu árum.Þeir þingmenn sem vilja staldra við sýna ábyrgð og taka þjóðarhagsmuni fram yfir það hvort Jóhanna geti áfram verið forsætisráðherra.

Við hinir almennu borgarar erum hætt að botna í þessu spili um að reyna finna einhverjar leikfléttur og orðalag svo hægt sé að fá stjórnarþingmenn til að samþykkja ríkisábyrgðina.Við venjulegir borgarar þessa lands eigum erfitt með að skilja að vikum saman geti Alþingi verið að velta þessu fyrir sér en ráðamönnum dettur ekki í hug að óska eftir nýjum viðræðum við Breta og Hollendinga.

Hvað gerir það til að segja að Svavar Gestsson hafi ekki valdið verkefninu og Alþingi geti ekki samþykkt.Hættið skrípaleiknum og fellið samninginn og óskið eftir nýjum.

Verði það til þess að Samfylkingin slíti stjórnarsamstarfinu hljóta að vera til aðrir möguleikar á að mynda starfhæfa ríkisstjórn. Æskilegast væri auðvitað að mynduð yrði þjóðstjórn og að allir forystumenn flokkanna kæmu að viðræðum við Breta og Hollendinga.

Allavega er þessi skrípaleikur Jóhönnu með öllu óþolandi fyrir þjóðina.

 


mbl.is Financial Times fjallar um Icesave-deiluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið rétt hjá þér. Það er með ólíkindum hvað ríkisstjórnin getur þjarkað og eytt tíma í að fjalla um þennan samning sem meirihluti þjóðarinnar gerir sér grein fyrir að best sé að henda út í hafsauga. Það á að taka þetta snarlega út úr myndinni og byrja gera hér eitthvað af viti. Skyldi Jóhanna með þessu vera að forðast að takast á við alvöru vanda okkar íslendinga, þ.e.a.s. hvað skal gera til bjargar heimilunum og þeim sem standa okkur næst.....við íslendingar sjálfir!

assa (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 00:11

2 identicon

Jóhanna hefur engan foringjahaefileika. Hún tuldrar eitthvad nidur í bringu sér. Thad er alveg ömurlegt ad horfa upp á. Oft var thörf en nú er naudsyn fyrir sterkan leidtoga.

Ég gaeti ekki verid meira sammála ordum Davíds Oddssonar fyrr í vetur ad thad tharf ad tala kjark í thjódina.

S.H. (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 05:59

3 Smámynd: Haraldur Hansson

Þegar Jóhanna tók við formennsku í Samfylkingunni (gegn vilja sínum) tók hún greinilega ekki bara við embætti Ingibjargar Sólrúnar heldur fékk hún stálhnefann í arf líka.

Það verður fróðlegt að sjá hvort stálhnefinn verði notaður til að afbaka lýðræðið á þingi eins og gert var 16. júlí þegar ESB umsókn var þröngvað í gegn með pólitísku ofbeldi.

Haraldur Hansson, 11.8.2009 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 828257

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband