Hvað sóttu margir um stöðuna hjá Jóhönnu? Varla hefur staðan verið veitt án þess að auglýsa eða hvað?

Ég hélt að Einar Karl hefði fengið vinnu hjá Landsspítalanum. Það voru allavega síðustu fréttir af manninum að búin hefði verið til staða þar handa honum.

Nú kemur frétt að hann sé orðinn upplýsingafulltrúi hjá Jóhönnu forsætisráðherra. Eitthvað hefur það farið framhjá fjölmiðlum hversu margir sóttu um stöðuna. Það getur ekki verið að jafn sómakærmanneskja og Jóhanna er ráði í toppstöðu án auglýsingar. Vel má vera að Einar Karl sé ágætlega hæfur tilo að gegnga stöðunni en það eru örugglega fleiri.Ég er sannfærður um að mikill fjöldi hefði sótt um þessa stöðu.

Miðað við alla gagnrýni Vinstri manna um vinavæðingu hjá öðrum finnst manni furðulegt að sjá svona stöðuveitingar.

Guðjón Arnar fékk bitling í gær. Einar Karl fékk bitling í dag. Hver ætli fái bitling á morgun.


mbl.is Einar Karl ráðinn upplýsingafulltrúi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er upplýsingafulltrúi ekki trúnaðarmanneskja forsætisráðherra?

Slíkar stöður hafa alltaf og munu alltaf vera póltískt skipaðar.

Karma (IP-tala skráð) 1.9.2009 kl. 16:03

2 Smámynd: Sigurður Jónsson

Er þá Einar Karl eini Samfylkingarmaðurinn sem kom til greina? Kannski hefðu fleiri haft áhuga.

Sigurður Jónsson, 1.9.2009 kl. 16:38

3 identicon

Sigurður ! Mannstu hvað margir sóttu um er Kristján var ráðinn í tíð Geirs ?

Ágúst J. (IP-tala skráð) 1.9.2009 kl. 17:11

4 identicon

Ææ, mér finnst nú að þessi stjórn hafi nú ekki mikið lært á hruninu hvað svona ráðningar varðar. Auðvitað á að auglýsa. En eins og gamall maður sagði: "Það er sami rassinn undir þeim öllum". Já þeim er allt leyfilegt þangað til aðrir komast að stjórnvelinum þá snýst dæmið við. Þetta er hin heilaga hringrás pólítíkurinnar.

Baldvin Baldvinsson (IP-tala skráð) 1.9.2009 kl. 19:09

5 identicon

Varla ertu að halda því fram að það eina sem trúnaðarmanneskja ráðherra eigi fram að færa sé að koma úr réttum flokki (í þessu tilfelli Samfó)?

Þú veist mæta vel að ráðamenn ráða til sín fólk sem það þekkir og treystir í trúnaðarstörf.

Annað á auðvitað að gilda um aðrar stöður. Þær ber skilyrðislaust að auglýsa.

Karma (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 828279

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband