Neyddi einhver Jón Bjarnason til að sitja í ríkisstjórn sem sækir um aðild að ESB?

Vinstri grænir töluðu mjög skýrt fyrir síðustu kosningar og reyndar allar kosningar þar áður einnig að það kæmi ekki til greina að sækja um aðild að ESB.

Margir kusu örugglega VG vegna þess að þeir voru sannfærðir um að flokkurinn myndi aldrei svíkja þetta loforð.

Annað hefur komið í ljós. Það er alveg sama hversu Jón Bjarnason segir að það hafi verið sér þungbært þá er hann ráðherra í ríkisstjórn sem sendir inn aðildarumsókn í ESB.

Ögmundur sagði sig úr ríkisstjórninni vegna samvisku sinnar varðandi Icesave. Ef Jón Bjarnason hefur þá einlægu sannfæringu að það sé ekki gott fyrir Ísland að sækja um ESB á hann að sjálfstögðu ekki að sitja í ríkisstjórn sem sendir inn umsókn. ´Tal Jóns um hversu þetta allt sé honum þungbært virkar ekki.

 

 


mbl.is ESB-umsóknin þungbær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Öll aðkoma Vg að þessari ESB umsókn er óbætanlegt klúður fyrir flokkinn. Reyndar rak það smiðshöggið á að slátra trúverðugleika allra íslenskra stjórnmálaflokka í bráð og lengd. Var hann þó ekki of mikill fyrir.

Árni Gunnarsson, 29.10.2009 kl. 21:30

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er skárra að hafa Jón Bjarnason í ríkisstjórninni en að hafa hann þar ekki. Þeir, sem helzt vilja varpa honum þar á dyr, eru yfirráðasjúkir Samfylkingarmenn, sem sjá hann sem eina fyrirstöðuna gegn því að komast í EYB, Evrópuyfirráðabandalagið. Jón sjálfur greiddi atkvæði gegn því að sækja um að láta innlimast í Evrópubandalagið. Það er því alveg óþarfi fyrir okkur fullveldissinna að agnúast út í hann. Ég vona, að hann eigi svo það spil í bakhendinni að hóta úrsögn úr stjórninni, ef þar að kæmi, að einhverjir í hans eigin þingflokki hygðust greiða atkvæði með hinum EYBingjunum um að láta þetta evrópska stórríki gleypa okkur.

Jón Valur Jensson, 30.10.2009 kl. 10:25

3 identicon

Áður en menn hafa uppi stór orð ættu menn að gera sér grein fyrir að landsfundur VG ályktaði mjög skýrt fyrir síðustu kosningar um að þrátt fyrir að flokkurinn stæði gegn aðild að Evrópusambandinu, væri flokkurinn lýðræðisflokkur og að þjóðin ætti að eiga kost á því að kjósa um aðild að Evrópusambandinu. Þannig var ekkert svikið með því að sækja um aðild - þetta var stefna flokksins samkvæmt æðsta valdi hans, landsfundi.  

Kjartan Jónsson (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 828283

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband