21.11.2016 | 00:20
Kjósendur höfnuðu Samfylkingunni
Stefnu og frambjóðendum Samfylkingarinnar var gjörsamlega hafnað ðí síðustu kosningum. Samfylkingin rétt skreið yfir 5% markið og var nálægt því að hverfa af Alþingi. Samfylkingin er rústir einar. Oddný G. Harðardóttir viðurkenndi að kjósendur hefðu hafnað flokknum og sagði af sér. Varaformaðurinn Logi er nú formaður og kemur fram á sjónarsviðið sem sigurvegari og talar digurbarkalega um þátttöku í ríkisstjórn. Það hlýtur að vera ömurlegt fyrir kjósendur sem höfnuðu gjörsamlega Samfylkingunni að sjá nú Loga formann og Oddnýju fyrrverandi mæta til að líma saman vinstri stjórn. Einu sinni var Samfylkingin stór með yfir 30% fylgi. Nú er Samfylkingin örflokkur,sem getur varla gert tilkall til þátttöku í ríkisstjórn.
Þjóðin hafnaði Samfylkingunni gjörsamlega.Þjóðin var ekki að kjósa Samfylkinguna til að stjórna landinu.
Fulltrúar flokkanna fimm ná vel saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.11.2016 | 20:38
Henda Píratar prinsippum fyrir valdastóla?
Viðræður Vinstri flokkanna um myndun ríkisstjórnar hefjast á morgun 21.nóvember. Fróðlegt verður að fylgjast með Pírötum, sem fengu fylgi sitt út á að vilja breyta ýmsu.
Píratar sögðu að það væri ófrávíkjanleg krafa að stjórnarskránni yrði kollvarpað og kjörtímabilið yrði mjög stutt t.d. 12 mánuðir og þá kosið að nýju samkvæmt nýrri stjórnarskrá.
Nú er þetta ekki lengur neitt atriði. Nú segja Píratar að það megi svo sem alveg slaka á þessu,bara að eitthvað verði unnið í málinu á kjörtímabilinu.
Píratar sögðu að það væri ófrávíkjanleg krafa að ráðherra væri ekki jafnframt þingmaður í ríkisstjórn.
Nú er það ekki lengur neitt atriði hvað varðar ráðherra annarra flokka.
Píratar segja sem sagt.Allt í lagi að falla frá grundvallarstefnunni,ef við komumst í ríkisstjórn.
Er von á góðu?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.6.2015 | 20:57
Á minnihlutinn að ráða?
Oft verður maður undrandi á umræðunni og störfum á Alþingi. Við eru að kjósa á fjögurra ára fresti þingmenn til setu þar. Meirihluti er myndaður um ríkisstjórn. Á ekki lýðræðið að virka þannig að meirihluti þingmanna geti komið sínum málum áfram og í framkvæmd. Núverandi fulltrúar vinsri flokkanna og Píratar vilja alls ekki líta þannig á málin.Þeir telja að minnihlutinn eigi að ráða. Þeir beita öllum ráðum til að koma í veg fyrir að vilji meirihlutans nái fram að ganga t.d. með málþófi. Hvaða glóra er t.d. í því að stjórnarandstöðunni takist að stöðva virkjanaframkvæmdir í neðri hluta Þjórsár. Það er örugglega vilji meirihlutans að fara í þær framkvæmdir. Er það lýðræði að koma í veg fyrir það?
Vill ekki fótumtroða minnihlutann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.6.2015 | 13:42
Hagur allra að semja
Eru hjúkrunarfræðingar og BHM fólk bættara með að setja verðbólguna á fulla ferð? Er það hagur þjóðarinnar að semja um 40-50% kauphækkun á einu bretti? Vilja þessir hópar ekkert gefa fyrir stöðugleikann? Hvers vegna eiga þessir starfshópar að fá mun meiri kauphækkanir en aðrir hópar í þjóðfélaginu?
Það er oft talað um forgangsröð. Vissulega eiga heilbrigðisstéttir að njóta góðra kjara. Vissulega þarf að jafna launamun kynjanna. En það vandamál er ekki hægt að leysa á einu bretti. þetta er áratuga vandamál.Jóhanna Sigurðardóttir ætlaði sem forsætisráðherra að jafna launamun kynjanna. Gerðist það á hennar vakt? Svarið er stórt nei.
Þegar talað er um forgangsröð,hvað má þá hópur eftirlaunaþega segja sem verður að sætta sig við að hafa til ráðstöfunar 170 þúsund krónur á mánuði. Það heyrist ekki mikið í forystumönnum stéttarfélaga að leiðrétta verði þetta óréttlæti. Það heyrist ekki heldur mikið í stjórnmálamönnum að þessi mál verði sett í forgang.
Það eru nokkrir dagar til stefnu að ná samningum við hjúkrunarfræðinga og BHM. Fyrir liggur frá fjármálaráðherra að búið er að bjóða 20% launahækkun.Það hlýtur að vera hægt að nálgast lausn út frá þeirri tölu. Það er krafa almennings að hægt verði að ná samningum án þess að raska stöðugleikanum.
Boðið 20% launahækkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.6.2015 | 13:21
Svört framtíð hjá Guðmundi Steingrímssyni
Í nýjustu skoðunakönnuninni eru þau merkilegu tíðindi að Björt framtíð þurrkast út.Flokkurinn sem ætlaði að boða ný vinnubrögð féll á prófinu. Guðmundur Steingrímsson og Robert Marshall hafa raunverulega ekkert nýtt fram að færa. þeir eru bergmál af Árna Páli og öðrum í Samfylkingunni.
Innan raða Bjartrar framtíðar er þingmaður Óttarr Proppe, sem talar á allt annan hátt.Það er hlustað á hann. Vinnubrögð og málflutningur Óttars hafa ekki átt upp á pallborðið hjá Gumundi formanni Bjartrar framtíðar.
Áhersla Guðmundar og eftirherma af ESB þjónkun Samfylkingarinnar hrífur ekki kjósendur.
Nú er bara spurning hvort þeir Guðmundur Steimngrímsson og Róbert Marshall hefji leit að nýjum flokki til að starfa í. Kannski verða þeir Píratar fyrir næstu kosningar.
19.6.2015 | 14:50
Verða bara tveir flokkar á Alþingi Píratar og Sjálfstæðisflokkur?
Niðurstaða nýjustu skoðunarkönnunar er um margt merkilegt. Pírartar halda áfram stórsókn sinni.Sjálfstæðisflokkurinn bætir verulega við sig í fylgi. Vinstri flokkarnir og Framsókn halda áfram að tapa.mBjört framtíð þurrkast út.
Með sama áframhaldin stefnir í að það verði bara tveir flokkar sem fái kjörna fulltrúa á Alþingi þ.e. Píratar og Sjálfstæðisflokkur.
Þetta er skelfilegur dómur fyrir vinstra liðið. Flokkarnir hafa hamast og hamast en þeim fækkar og fækkar semtreysta sér til að kjósa þau.
Óánægjan er svo mikil að vinstri kjósendur sjá það eina ráð að hópast til Pírata. Til flokks sem enginn veit fyrir hvað stendur.Reyndar er maður svo sem ekkert undrandi miðað við að fylgjast með framgöngu Árna Páls,Steingríms J. og Guðmundar Steingrímssonar í umræðum á Alþingi. Eðlilegt að þeir verði færri og færri sem geta hugsað sér að þetta fólk ráði þjóðfélaginu.
Svo er spurning,hvers vegna Framsókn mistekst svona hressilega að halda sínu fylgiEf til vill á framganga og málflutningyur Gunnars Braga,utanríkisráðherra og Sigurðar Inga landbnúnaðar- og sjávarútvegsráðherra stóran þátt í tapinu.
Sjálfstæðisflokkurinn er augljóslega í sókn. Málflutningur og framganga Bjarna Benediktssonar vegur þar örugglega þyngst. Fleiri og fleiri kjósnedur sjá að Bjarna og hans fólki er best treystandi til að stjórna landinu.
18.6.2015 | 17:22
Forsætisráðherra flottur
Það er eðlilegt að það liggi vel á Sigmundi Davíð forsætisráðherra og hann syngi ættjarðarlög. Gott að hann fékk frið fyrir öfgafullum mætmælum til að syngja. Reyndar er það nú komið fram að mótmælendur voru ekki 3000 heldur var það heildartala gesta að sögn lögreglunnar. Þessir öfgafullu skemmdarvargar á Austurvellio voru sem sagt mun færri heldur en fréttastofa RUV og fleiri sögðu.
Auðvitað getur Sigmundur Davíð leyft sér að syngja glaður í bragði. Ríkisstjórn hans er að gera marga góða hluti. Atvinnulífið er að taka við sér,skuldaleiðrétting til margra heimila,skattar,vörugjöld og tollar að lækka.kaupmáttur hefur verið að aukast. Afnám hafta er í augsýn,sem þýðir að ríkissjóður geta lækkað sínar skuldir verulega í framhaldinu. Þá munu skapast tekjur til að styrkja innviðina s.s. heilbrigðiskerfið.
Eigi einhver kröfuspjöld að vera uppi fyrir framan Alþingishúsið aðra daga en 17.júní á að standa á þeim: "Aldrei aftur vinstri stjórn á Íslandi".
Sigmundur söng við Stjórnarráðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.6.2015 | 16:22
Baulað á þjóðsönginn.Er ekkert heilagt?
Hingað til hafa allir Íslendingar borið mikla virðingu fyrir Þjóðsöngnum. Á landsleikjum og við önnur hátíðleg tækifæri þegar þjóðsöngurinn er spilaður og/eða sunginn stendur fólk upp í virðingarskyni. Að það skuli gerast á þjóðhátíðardegi okkar 17.júní að fjöldi fólks baular,púar og framkvæmir annars konar hávaða á meðan þjóðsöngurinn er fluttur er ótrúleg lítilsvirðing.Það er eitthvað mikið að hjá þessu fólki sem hagar sér þannig. Sem betur fer er þetta örlítill minnihluti af okkar ágætu þjóð. Lang flestir fordæma framkomu þessa hóps á Austurvelli í dag.
Púað á Sigmund Davíð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.6.2015 | 13:09
Er ekki allt í lagi með mótmælendur?
Öllum er að sjálfsögðu heimilt að mótmæla hverju sem er. En að velja 17.júní þjóðhátíðardag okkur til að efna til mótmæla á Austurvelli er forkastanlegt.Er þessu fólki ekkert heilagt. Þetta er okkar þjóðhátíðardagur og það eru ekki síst börnin sem hlakka til dagsins og vilja njóta hans með fjölskyldunni.Það á ekki að skemma daginn með mótmælum.
Flestir aðrir dagar eru ágætir til mótmæla en skömm þeirra sem standa fyrir mótmælum á 17.júní er til skammar fyrir þá.
Við erum með ríkisstjórn í landinu sem fékk meirihluta þingmanna. Það ber að virða.Eftir tvö ár kjósum við aftur. Þannig virkar lýðræðið hjá okkur. Fámennir hópar eða minnihlutinn á Alþingi verða að sætta sig við það að geta ekki ráðið allavega út kjörtímabilið. Líklega þurfa vinstri menn ap sætta sig við að vera í minnihluta mun lengur en þetta kjörtímabil.
Kjósendur eru að átta sig á að núverandi ríkisstjórn stendur sig mjög vel.
Fyrstu mótmælin á 17. júní? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.6.2015 | 15:01
Katrín næsti forseti og Björn Valur formaður VG?
Katrín Jakobsdóttir formaður VG útilokar ekki framboð til forseta Íslands. þetta kemur fram í viðtali í DV um helgina. Það er ekkert skrítið að Katrín vilji grípa tækifærið og losna úr formannsembætti hjá Vinstri grænum. Það hlýtur að vera hryllilegt að gegna þar formennsku en það er Prúðmennið Steingrímur J.Sigfússon sem spilar sig áfram formann. Hann er gjammandi og nöldrandi á Alþingi,þannig að málefnalegur málflutningur Katrínar fellur í skuggann. Styeingrímur J. er enn andlit VG. Auðvitað þurfum við sem eru ekki í VG ekki aráta það. VG mun aldrei ná sér upp á meðan prúðmenni-ð Steingrímur J. er í forsvari.
Katrín á sennilega ágætan stuðning til að geta náð langt í forsetaframboði. Nú er Björn Valur Gíslason varaformaður VG. Hann verður þá væntanlega formaður Vinstri grænna. Það verður flott að fá hann sem formann VG og Steingrím J. sem andliti flokksins.
Þetta er reynbdar4 að verða svolítið merkilegt ef það er bein leið fyrir formenn kommaflokksins að verða svo forsetar landsins. Hægri menn verða nú að hefja leit að framvbærilegum einstaklingi í framboð. Eða finnst mönnum Ólafur Ragnar kannski orðinn svo hægri sinnaður að rétt væri að skora á hann í eitt kjörtimabil enn?
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar