Refsað fyrir að fylgja stefnuskrá VG.

Forysta Vinstri grænna virðist enn mjög óhress með að enn skuli einhverjir fylgja flokknum. Forystan hefur allt þetta kjörtímabil unnið á fullu við að ýta þeim út sem héldu að fara ætti eftir samþykktri stefnu Flokksins. Jón Bjarnason er einn þeirra sem stó-ð í þeirri trú að hann hefði verið kosinn á þing til að framfylgja stefnu VG um að vera á móti ESB aðlögun. Búið er að reka Jón úr ríkisstjórn. Forystu VG finnst þetta ekki nóg,nú er gefið í og Jón einnig rekinn úr nefndum Alþingis.

Já,Steingrímur J. og félagar eru alveg á fullu við að reyna að losna við það litla fylgi sem enn er til staðar. Það er í sjálfu sér hið besta mál að Vinstri grænir hverfi af sviðinu eftir næstu kosningar.


mbl.is Jón úr utanríkismálanefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingin gefst upp.

Samfylkingin hefur nú gefist upp á viðræðunum við ESB. Samfylkingin finnur að þjóðin er gjörsamlega á móti þessari ESB vitleysu. Samfylkingin þorir ekki að fara í kosningar með ESB aðlögunina á fullu. Þess vegna er nú allt sett á ís. Auðvitað ber að fagna uppgjöf Samfylkingarinnar. Ný ríkisstjórn sem tekur til starfa eftir kosningar hlýtur að láta það verða eitt af sínum fyrstu verkum að spyrja þjóðina hvort hún vilji halda áfram með ESB aðlögunina.Mikill meirihluti þjkóðarinnar fagnar örugglega uppgjöf Samfylkingarinnar í ESB málinu.
mbl.is Viðurkennt að málið sé í ógöngum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er slæmt að lífeyrissjóðir eigi hlut í Landsvirkjun?

Alveg er stórkostlegt að sjá hvernig Vinstri grænir álykta um hugmyndir Sjálfstæðisflokksins,sem aldrei hafa verið settar fram. Ég var á fundinum í Valhöll. Bjarni formaður svaraði spurningu um Landsvirkjun og taldi það vel koma til greina að lífeyrissjóðirnir eignuðust hlut í Lnadsvirkjun. Lífeyrissjóðirnir eru eign okkar allra. Bjarni tók það skýrt fram að allt annað gilti um að selja einkaaðilum Landsvirkjun. Það væri ekki á dagskrá Sjálfstæðisflokksins. Vinstri grænir hirða ekkert um að segja sannleikann í þessu máli freklar en öðru.

Það hlýtur að vera af hinu góða að lífeyrissjóðirnir fjárfesti í jafn sterku fyrirtæki og Landsvirkjun er.Er eitthvað athugavert við að sjóðir launþega fái þannig góða ávöxtun á sínum peningum. Merkilegt hvernig VG leggst alltaf gegn öllu sem horfir til bóta fyrir launafólk.


mbl.is Vara við einkavæðingu Landsvirkjunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var Jóhanna og Samfylkingin ekki í stjórn?

Ótrúlegt að hlusta á Jóhönnu Sigurðardóttur í fréttatíma Sjónvarpsins. Jóhanna sagði það hafa verið erfitt að taka við eftir stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.Stoppum nú aðeins.Er Jóhanna að segja okkur að Samfylkingin hafi ekki verið í ríkisstjórm þegar allt hrundi. Er Jóhanna að segja okkur að hún hafi ekki verið í ríkisstjórn og á vaktinni þegar allt hrundi. Ætlar Jóhanna og Samfylkingin að strika það út úr sögunni að Samfylkingin fór með stjórn bankamála og fjármálaeftirlitsn þegar allt hrundi. Ætlar Jóhanna kannski að segja okkur að Björgvin G.Sigurðsson hafi aldrei verið til.

Það er með ólíkindum hvernig Jóhanna og Samfylkingin ætlar að halda því fram að hún eigi engan þátt í hruninu. 


Flott ef Samfylkingin kýs Guðbjart.

Við sem ekki tilheyrum Samfylkingunni hljótum að vonast til þess að Guðbjartur velferðaráðherra verði kosinn sem formaður flokksins. Guðbjartur sýndi af sér fáheyrtb dómgreindarleysi þegar hann ætlaði að hækka laun forstjóra Landsspítalans um 30 % með einu pennastriki. Hvað hélt hann að allar umönnunarstéttirnar myndu taka því þegjandi. Þrátt fyrir að Guðbjartur hafi viðurkennt afglöp sín og afturkallað hækkununa hefur þetta hans útspil þau áhrif að allir kjarasamningar eru í uppnámi.

Guðjartur sýndi enn eitt dómgreindarlesyið þegar hann ætlaði að hækka svo um munaði smokka,bleyjur og hjólastóla. Velferðarráðherrann sjálfur.

Miðað við þetta er óskup eðlilegt að álykta að meirihluti Samfylkingarfólks muni sýna sama dómgreindarleysið og kjósa Guðbjart sem formann.


Gleðileg jól.

Sendi ykkur öllum mínar bestu óskir um gleðileg jól. Það er fallegt jólaveður hér í Garðinum þótt það séu rauð jól í þetta sinn.

Loksins vinnufriður í Garði.

Nýr meirihluti í Garðinum er staðreynd með samstarfi D og L lista. Vonandi er þetta endapunkturinn á því losaralega ástandi sem ríkt hefur í bæjarmálum Garðs á þessu kjörtímabili. Bæjarfulltrúar geta nú snúið sér að því að vinna að þeim fjölmörgu málum sem þarf að sinna.
mbl.is Nýr meirihluti í Garði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæsilegt að fá Geir Jón í baráttuna.

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi verður halið 26.janúar n.k. Sjálfstæðisflokkurinn stendur best að vígi hér af öllum kjördæmum landsins undir forustu Ragnheiðar Elínar. Það skiptir miklu að á framboðslistann veljist gott og heiðarlegt fólk, sem hefur gömlu gildi Sjálfstæðisflokkins sem sitt markmið. Það er því fagnaðarefni að Geir Jón Þórisson skuli gefa kost á sér á framboðslistann. Geir Jón hefur mikla reynslu í gegnum störf sín og á auðvely með að tala við fólk. Hann er svo sannarlega á mannlegu nótunum bæði i orðum og gjörðum. Við þurfum svona mann á þing, Geir Jón er hógvær maður og leitar eftir stuðningi í 5.eða 6.sæti. Vissulega er möguleiki á að flokkurinn fái 5 eða 6 menn kjörna í kjördæminu,en það liggur ekki á borðinu. Ég tala því fyrir því að við eigum að kjósa Geir Jón í 3 eða 4 sæti og tryggja þannig að hans rödd muni örugglega heyrast í þingsalnumn á næsta kjörtímabili.
mbl.is Geir Jón í framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú reynir á D-listann í Garði.

 Það er með hreinum ólíkindum ástandið í  bæjarmálum Garðs á þessu kj0rtímabili.Sjálfstæðisflokkurinn vann stórsigur í kosningunum 21010 og fékk hreinan meirihluta. Þráttv fyrir það hélt flokkurinn ekki meirihluta og myndaður var nýr meirihluti. Síðan hefur allt verið á brauðfótum og við legið að nýi meirihlutinn félli. Nú gerist það og D-listinn aftur kominn með sinn meirihluta. Nú reynir æan D-listann að skapa frið um stjórn bæjarins.Það er nóg komið af vitleysunni. Bæjarfullrúar þurfa að snú asér að því að stjórna sveitafrélaginu og takast á við þau mörgu mál sem þarf að leysa. Nýbúið er að samþykkja starfslokasamning við fyrrverandi bæjarstjóra, sem nú stefnir á þingmennsku. Það hlýtur því að verða samstaða um það innan allrar bæjarstjóra að mnúverandi bæjarstjóri,Magnús Stefánsson,gegni embættinu til loka kjörtímabilsins.

Ábyrgð bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins er mikil. Þeir verða að sýna Garðmönnum að þeir hafi verið traustsins verðir í síðustu kosningum.

 


mbl.is Meirihlutinn í Garði fallinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klónaðar Jóhönnur í forystu Samfylkingar?

Mörgu Samfylkingarfólki var örugglega mikip létt þegar Jóhanna gaf út yfirlýsingu að hún ætlaði að hætta í stjórnmálum. Einhverjir sáu möguleika á að Samfylkingin næði að rétta sinn hlut í næstu kosningum. Nú yrði horfið frá öfga vinstri stefnu og opnað fyrir möguleika á öðru en hanga aftaní Steingrími J.

Nú hefur sigurbegari ptófkjösrins í Reykjavík Sigríður Ingibjörg talað. hels af öllu vil ég starfa áfram með VG. Ég get helst ekki hugsað mér að starfa með Sjálfstæðisflokknum. Þá vitum við það. Sigríður Ingibjörg bergmálar skoðanir og hroka Jóhönnu Sigurðardóttur. Það verður því lítil breyting á Samfylkingunni verði Sigríður Ingibjörg formaður Samfylkingarinnar.

Oddný G.Harðardóttir var sigurvegari prófkjörsins í Suðurkjördæmi. Jóhanna Sigurðardóttir tók Oddnýju upp á sína arma og Oddný bergmálar mjög skoðanir Jóhönnu. Það er einnig rætt um að Oddný gæti orðið formaður Samfylkingarinnar.
Það eru því miklar líkur á því að þó Jóhanna hætti í vor muni hennar skoðanir og talsmáti áfram hljóma í eyrun landsmanna í gegnum annaðhvort Sigríði Ingibjörgu eða Oddnýju,


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband