21.11.2012 | 17:53
Meirihluti númer þrjú í Garðinum?
Enn einu sinni er Garðurinn í fréttum fjölmiðla. Allt stefnir í þriðja meirihlutann á kjörtímabilinu. Sjálfstæðismenn eru þar með á ný að komast í meirihluta í samstarfi við fulltrúa L-listans. Segja má að það sé eðlilegt að Sjálfstæðismenn séu við völd,þar sem þeir hlutu afgerandi stuðning í síðustu kosningu, L-listinn fékk einnig ágæta kosningu. Aftur á móti fékk N-listi Oddnýjar og félaga skell í síðustu kosningum,það er því alveg á hreinu að kjósendur höfnuðu þeim.
Nú reynir á D og L lista að skapa góðan og sterkan meirihluta sem getur unnið saman út kjörtímabilið. Það skiptir einnig miklu máli að Magnús Stefánsson núverandi bæjarstjóri verði áfram í sinni stöðu. Magnús er topp embættismaður og almenn ánægja er með hans störf.Mikill meirihluti Garðmanna gerir þá kröfu að ófremdarástandi í bæjarmálunum ljúki nú og að festa skapist við stjórn bæjarins. Garðurinn er gott sveitarfélag og á alla möguleika á að blómstra í framtíðinni.
Staðfestir að viðræður séu í gangi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.10.2012 | 21:41
Björn Valur vill upphefja virðingu.
16.10.2012 | 14:52
Hvaða þingmenn? Við þurfum mann eins og Geir Jón á Alþingi.
Geir Jón fv.yfirlögregluþjónn var flottur í Valhöll í hádeginu í dag. Húsfyllir var að hlusta á Geir Jón fara yfir atburðarrás mótmælanna á sínum tíma við Alþingishúsið og víðar.Geir Jón kom inná að ákveðnir þingmenn hefðu verið í nánum samskiptum við hluta mótmælenda og þingmenn hefðu hreytt ónotum í þingmenn. Geir Jón fullyrti að nöfn þessara þingmanna væru skráð í fundargerðarbækur forsætisnefndar Alþingis. Geir Jón furðaði sig á að fjölmiðlar hafi ekki gengið hart eftir því upplýsa hvcað stæði í fundargerðinni og þar með nöfn þingmanna,sem hvöttu mótmælendur til sinna verka.Það hlýtur að vera krafa að upplýst verði hvaða þingmenn áttu í hlut.
Erindi Geir Jóns var fróðlegt og upplýsandi og fékk hann mikið lófaklapp fundarmanna.
Geir Jón bauð sig fram þegar kosið var til nýs embættis 2.varaformannns hjá Sjálfstæðisflokknum.Geir Jón fékk mikinn stuðning þótt það dygði ekki til að sigra. Framundan er prófkjör Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi. Við kjósendur í Suðurkjördæmi eigum að skora á Geir Jón að gefa kost á sér í prófkjörinu 26.janúar n.k. Það væri mikill styrkur fyrir Alþingi að fá liðsmann eins og Geir Jón í sínar raðir.Hann býr að mikilli reynslu og hefur öfgalausar skoðanir á mönnum og málefnum. Vonandi verður Geir Jón við áskorun um að gefa kost á sér á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Hefðu tekið yfir þingið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.10.2012 | 11:45
Hvernig væri að hlusta á vilja kjósenda.
Samfylkingin talar oft og títt um að vilji þjóðarinnar eigi að ráða. Samfylkingin gefur sig út fyrir að vilja íbúalýðræði umfram aðra flokka. Samfylkingin gefur sig út fyrir að vilja þjóðaratkvæðagreiðslur um málin. Samfylkingin gefur sig út fyrir að vilja hafa allt upp á borðum. Allt er þetta voða fallegt á pappír. En gallinn er sá að Samfylkingin fer ekkert eftir þessu sjálf.
Það liggur t.d. alveg ljóst fyrir að meirihluti þjóðarinnar er á móti þessu ESB brölti. Þjóðin hefur engan áhuga á inngöngu í ESB. Hvers vegna er þá haldið áfram í aðlögunarferli að ESB? Hvers vegna láta þingmenn Vinstri grænna þetta ganga áfram?
Auðvitað á þjóðin að fá að segja sitt álit í atkvæðagreiðslu um það hvort halda eigi áfram ferlinu í ESB. Auðvitað er það vitað að Samfylkingin hlustar ekki á vilja þjóðarinnar,en Vinstri grænir eru þeir sem mestu ábyrðina bera á ESB ferlinu. Það er á þeirra hendi að stoppa vitleysuna.
Mikill meirihluti andvígur aðild að ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.10.2012 | 21:25
Menn eins og Pétur nauðsynlegir á Alþingi.
Pétur H. Blöndal stefnir á 2. sætið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.10.2012 | 12:35
Eimreiðar og gondólar.
Stefán hernaðarandstæðingur og innanbúðarmaður hjá Vinstri grænum var í spjallþætti á ÍNN í morgun. Þar var m.a. rætt um ESB og umsókn okkar Íslendinga um aðild. Stefán sagði þetta furðuleg vinnubrögð þar sem tímanum væri eytt í að opna kafla og loka sem varðaði eimreiðar og gondóla. Það væri furðuleg forgangsröðun en ekki væri rætt um þau mál sem varðaði okkur Ísolendinga.
reyndar er það með ólíkindum að Vinstri stjórnin skuli eyða tíma og fjármunum í umsókn sem allir vita að mikill meirihluti þjóðarinnar er á móti.
Vinstri grænir bera höfuð ábyrgð á aðildaferlinu í ESB.
12.10.2012 | 09:59
Sjálfstæðismenn vilja Björn Val í framboð.
Óvíst með Björn Val | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.10.2012 | 18:17
Róbert Marshall sáttasemjari ?
Róbert til liðs við Bjarta framtíð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.9.2012 | 20:19
Flott að fá Hönnu Birnu í forystuna.
Hanna Birna stefnir á 1. sætið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.9.2012 | 12:52
Kjósendur vilja ekki VG og því síður Björn Val.
Orðljótasti þingmaður Alþingis hefur nú látið í sér heyra. Merkilegt að Björn Valur skuli ímynda sér að hann hafi eitthvað að segja um næstu ríkisstjórn. Sé eitthvað á hreinu í pólitík þá er það öruggt að Björn Valur verður ekki áfram þingmaður. Björn Valur er fremstur í flokki þeirra sem dregið hafa virðingu Alþingis niður á núu punkt með sinni ömurlegu framgöngu.
Reyndar þarf hvorki hann eða aðrir þingmenn VG munu hafa nokkuð um það að segja hvernig næsta ríkisstjórn verður. Vinstri grænir munu missa allt sitt fylgi. Svo hressilega hafa þeir svikið öll sín stærstu stefnumál.Dekur Vinstri grænna við ESB og svikin loforð er næg ástæða að kjósendur hafa endanlega yfirgefið VG.
Vill ekki ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar