30.1.2013 | 22:08
Vantraust á Steingrím J.
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins eiga ekki að hika við það að leggja fram vantrauststillögu á Steingrím J.Sigfússon. Steingrímur barðist hart fyrir að koma hinumsvokallaða Svavarssamningi á. Sá samningur hefði kostað íslenska skattborgara 300 milljarða. Steingrímur J. dró upp þá mynd að allt myndi hrynja hér á Íslandi ef Icesave samningur yrði ekki samþykktur. Steingrímur J. hótaði þjóðinni. Sem betur fer tók forsetinn,frjáls félagasamtök og meirihluti kjósenda í taumana og felldi alla samninga.
Viðbrögð Steingríms J. við niðurstöðu EFTA dómstólsins eru þannig að það hlýtur að verða flutt vantrauststillaga á hann.
Steingrímur J. talaði manna mest um ábyrgð þegar hann ákvað að kæra Geir H.Haarde fyrir Lnadsdómi m.a. vegna Icesave málsins.
Nú hefur komið í ljós að Neyðarlögin,sem Geir hafði forystu um á sínum tíma björguðu þjóðinni frá algjöru hruni.Steingrímur J. greiddi ekki atkvæði með neyðarlögunum.
Alþingi hlýtur að samþykkja vantrauststillögu á Steingrím J. ráðherra.
Vantraust snýst um stöðumat | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.1.2013 | 11:56
Skaðabætur frá Bretum?
Ólafur Ragnar,forseti,heldur merki og málstað Íslands hátt á lofti erlendis. Ekki gera Jóhannaa og Steingrímur J. það. Þetta er flott hjá forsetanum.
Nýlega hellti Ólafur Ragnar sér yfir Gordon Brown vegna hryðjuverkalagnna sem Bretar settu á okkur. Það var grátlegt að horfa uppá viðbrögð forystumanna Samfylkingarinnar. Jóhanna forsætisráðherra gagnrýndi Ólaf Ragnar í stað þess að taka undir. Oddný G.Harðardóttir,formaður þingflokksins,var grátklökk yfir ósvífni Ólafs Ragnars.
Bretar sköðuðu okkur Íslendinga verulega með setningu neyðarlaganna. Nú hljóta menn að fara af stða með kröfu um bætur frá Bretum.
Forsetinn vekur heimsathygli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.1.2013 | 20:52
Allt í plati hjá Guðbjarti?
Eins og kunnugt er hefur Samfylkingarfólk síðustu dagana verið að kjósa um sinn formann. Valið stendur milli Guðjarts og Árna Páls. Erfitt mál fyrir Guðbjart hefur verið klúður hans vegna launahækkunarloforðs til forstjóra spítalans,sem hann varð svo að bakka með. Hjúkrunarfræðingar sendu inn uppsagnabréf í framhaldinu. Í miðjum formannskosningum kom Guðbjartur brosandi með útspil sem átti að leysa deiluna hið snarasta. Hjúkrunarfræðingar sáu fram á verulega kjarabót þannig að hægt væri að vinna áfram við Landsspítalann.
Nú gerist það að allt hið meinta góða útspiol Guðbjarts var bara plat.
Nú er spurning hvort trixið nægir honum til að ná formannsembættinu í Samfylkingunni.
Veita engan hópafslátt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.1.2013 | 12:01
Davíð og Ólafur Ragnar sigurvegarar.
Þau eru aumkunarverð núna Jóhanna og Steinrímur J. Nú koma þau fram og segja að ekki megi horfa í baksýnisspegilinn. Nú ekki að leita að sökudólgum. Hvar stæði þjóðin hef'ðu Svavars samingurinn verið samþykktur? Steingrímur J. neitar að það hafi verið mistök. Það hefði kostað skattgreiðendur a.m.k. 300 milljarða. Þó aðrir Icesavesamningar hefðu ekki kostað eins mikið hefði það samt orðið þjóðinni erfiður róður. Jóhanna og Steingrímur J. héldu því mjög stíft fram að við yrðum að samþykkja. Annars yrði Ísland Kúba norðursins.
Davíð Oddsson barðist hart frá upphafi gegn því að íslenskur almenningur ætti að borga fyrir gjörðir Landsbankans. Þjóðin á honum mikið að þakka. Ólafur Ragnar forseti stóð sig vel með því að vísa málinu til þjóðarinnar í tvígang. Þessir tveir eiga heiður skilinn.
Því miður hlustaði Bjarni formaður Sjálfstæðisflokksins ekki á Davíð fyrrverandi formann. Það voru mikil mistök hjá Bjarna að leggja til að samningurinn yrði samþykktur. Sem betur fer hlustaði grasrót flokksins ekki á Bjarna í þessu máli. Mikill meirihluti Sjálfstæðismanna sagði nei við öllum tilraunum til að pína skattgreiðendur til að borga skuldir Landsbankans.
Þetta mál hefur veikt Bjarna á sama tíma og afstaða Sigmundar Davíðs formanns Framsóknarflokksins hefur styrkt hann mjög.
28.1.2013 | 17:17
Landsdómur??
Nú tala forystumenn Samfylkingar og Vinstri grænna um að ekki eigi að leita sökudólga vegna dómsins í dag. Nú á íslenska þjóðin að gleyma því að Jóhanna og Steingrímur J. ætluðu að pína í gegn Icesave saminga án þess að leita áltits þjóðarinnar. Hefðu þau ráðið ferðinni hefðu Íslendingar þurft að greiða tugi milljarða. Lífskjör hefðu versnað mjög.Nú á ekki að leita sökudólga. Nú biðja þau um miskunn. Það var annað hljóð í Steingrími J. þegar samþykkt var að ákæra Geir H.Haarde fyrir Landsdóm. Þá voru rök Steingríms J. og fleiri að einhver þyrfti að bera ábyrgð.
Hvers vegna gildir það ekki núna???
Ætlið þið að biðjast afsökunar? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.1.2013 | 14:14
Jóhanna ætti að þakka þjóðinni og forsetanum.
Alveg er þetta stórkostlegt. Nú hefur Ísland unnið fullnaðarsigur og þá segir Jóhanna og Steingrímur J.að ekki eigi að leita sökudólga. Auðvitað þarf að upplýsa þjóðina hvesu há upphæð hefur sparast við það að forsetinn og kjósendur tóku völdin af Jóhönnu og Steingrími J. og sögðu NEI við Icesaves smingunum. Halda Jóhanna og Steingrímur J. að þjóðin gleymi því svo glatt.
Það hefði verið næri hjá forystu ríkisstjórnarinnar að viðurkenna nú afglöp sín og biðja þjóðina afsökunar og í leiðinni að þakka forsetanum og þjóðinni fyrir að hafna undirlægjuhætti Jóhönnu og Steingræims J. við Hollendinga og Breta.
Eigum ekki að leita sökudólga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.1.2013 | 15:34
Jón og Bjarni senda Vinstri græna á Þjóðminjasafnið.
Steingrímur J. og það sem eftir er af Vinstri grænum róa nú lífróður til að eiga von um að fá þingmenn kjörna í næstu kosningum. Enginn flokkur í sögu þjóðarinnar hefur orðið uppvís að eins miklum svikum á loforðum og VG. Flokkurinn sveik eitt af grundstefnumálum sínum þ.e. að Ísland ætti ekki að ganga í ESB.
V instri grænir berjast nú við að verða flokkur með yfir 5% fylgi,en það þarf til að koma mönnum á þing.
Bjóði Jón Bjarnason og Bjarni Harðarson fram vinstra framboð í vor.sem hefur það höfuðmarkmið að fylgja stefnu VG um andstöðu við ESB er það alveg ljóst að Steingrímur J. og félagat geta farið að dunda við að setja gögn flokksins í kassa og afhenda Þjóðminjasafninu.
VG sveik stefnuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.1.2013 | 22:33
Samfylkingin -Liðin tíð.
Nú eru Jóhanna Sigurðardóttir með hugmyndir um nafnabreytingu á Samfylkingunni svona til að reyna að rugla fólk svolítið. Reyndar liggur nafnabreytingi alveg fyrir. Rétta nafnið er Samfylkingin-Liðin tíð.
Þetta pasar ljómandi við nafnið á útibúi Guðmundar og Róberts,Björt framtíð.
Samfylkingin-Liðin tíð.
Deilt um Jafnaðarmannaflokk Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.1.2013 | 20:27
Flott hjá Ólafi Ragnari forseta.
Nú held ég að flestir ef ekki allir séu ánægðir með hvernig Ólafur Ragnar,forseti,lét Gordon Brown fyrrur forsætisráðherra Breta heyra það. Auðviða eigum við aldrei að gleyma því að Gordon Brown setti á okkur hryðjuverkalög í nafni Bresku þjóðarinnar. Hann setti okkur þar á mekk með al Qaeda og Talibönum.
Þetta er slík ósvífni að ekki er til orð yfir það. Auðvitað skaðaði þtta okkur Íslendinga mjög. Fuðulegt að við skulum ekki hafa farið fram á skaðabætur frá Bretum.
Þó að Gordon Brown sé í systurflokki Jóhönnu og Össurar eigum við að taka undir með hörku ræðu Ólafs Ragnars,forseta.
Forsetinn ræðst að Gordon Brown | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.1.2013 | 20:40
VG ætlar í ESB. Steingrímur J.segist eiga samleið með Samfylkingunni.
Hafi einhverjujm andstæðingum aðildaumsóknar að ESB dottið í hug að kjósa Vinstri græna í næstu kosningum í þeirri trú að VG segði NEI geta þeir hinir sömu hætt hið snarasta við þá hugsun. Steingrímur J. gefur núna út VG eigi áfram samleið með Samfylkingunni eftir kosningar.
Bæði formannsefni Samflingarinnar Árni Páll og Guðbjartur hafa lýst því yfir að Samfylkingin fari ekki undir nokkrum kringumstæðum í ríkisstjórnarsamstarf við flokk nema aðildarferlinu verði haldið áfram við ESB.
Sem sagt Steingrímur J. er strax tilbúinn að segja það umbóðalaust að VG eigi samleið með Samfylkingunni og muni áfram gleypa aðlögunina að ESB.
Nú slátraði Steingrímur J. endanlega Vinstri grænum.
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar