9.11.2011 | 12:36
Stóra hrotumálið rætt á Alþingi.
Það er oft ansi mikið hvassviðri í kringum Ólínu Þorvarðardóttur þingkonu Samfylkingarinnar. Ólína lítur stórt á sig og sem fyrrverandi skólameistari tekur hún alvarlega á málum sofi menn undir hennar málflutningi hvað þá ef menn hrjóta.
Á Alþingi í gær ræddi Ólína sérstaklega um ósvífni Árna Johnsen að hafa sofið og hrotið undir ræðu sinni. Árni mótmælir þessu harðlega. Já, þau eru mörg málin sem rædd eru á þingi. Nú má spyrja að því hvort ræða Ólínu hafi verið svona leiðinleg eða löng að þingmenn hafi alls ekki getað haldið sér vakandi.
Auðvitað er það þá mjög ámælisvert af Árna Johnsen að hafa hrotið og þar með haldið vöku fyrir öðrum þingmönnum undir ræðu Ólínar.
Já, virðing Alþingis er sífellt að aukast.
8.11.2011 | 23:47
Össur efnahagsráðgjafi ESB í Brussel. Segir hrun evrunnar styrkja hana.
Mikil er trú Samfylkingarinnar á ESB og evruna. Össur segir að vandræðin með evruna og margra landa í ESB verði eingöngu til að styrkja evruna. Össur hefur sem sagt þennan mikla hæfileika að sjá það sem enginn annar sér.
Nú geta hinir háu herrar í Brussel andað léttar. Á Íslandi finnst snillingur einn mikill, sem segir vandræðin með evruna og allt ófremdarástandið í mörgum ESB löndum eingöngu vera af hinu góða. Þetta styrkir evruna segir Össur. Nú hljóta aðalkallarnir í Brussel að gera allt sem hægt er til að fá Össur til starfa fyrir ESB. Þeir hafa örugglega ekki vitað að bjargvættur ESB væri Össur litli á Íslandi.Nú er sem sagt búið að redda ESB. Grikkir,Ítalir,Spánverjar og Írar geta andað léttar.
Við verðum bara að vona að höfðingjarnir í Brussel hafi ekki fengið þýðingu á rannsóknarskýrsunni þar sem Össur sagðist ekkert vit hafa á efnahagsmálum.
Það sem er þó merkilegast af öllu að Össuri hefur tekist að sannfæra forystu Vinstri grænna að evran styrkist við þetta allt saman og draumalandið felist í ESB aðlögun og inngöngu.
![]() |
Evran sterkari fyrir vikið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.11.2011 | 20:31
Guðmundur Andri og Hallgrímur eru haldnir Davíðs þráhyggju.
Guðmundur Andri Thorsson og Hallgrímur Helgason eru ágætis rithöfundar og hafa náð ágætlega langt á því sviði. Stundum eru þessir fínu gæjar að skipta sér af þjóðmálunum og skrifa pistla í blöðin til að koma sínu á framfæri við þjóðina. Gallinn við nánast alla þeirra pistla er Davíðs Oddssonar þráhyggja á hæsta stigi. Þeir sjá Davíð nánast í öllu sem þeir fjalla um. Allt sem miður fer og miður hefur farið í þjóðfélaginu er Davíð að kenna. Rithöfundarnir ganga svo langt að halda því fram að Davíð slái jólasveininum við. Davíð kíkir inn um gluggann hjá öllum Sjálfstæðismönnum til að fylgjast með þeim og tuska þá til fari þeir ekki í einu og öllu sem hann segir. Ég held að Guðmundur Andri og Hallgrímur trúi þessu.
Framundan er formannskjör í Sjálfstæðisflokknum. Guðmundur Andri skrifar heilmikla grein í Fréttablaðið í gær og kemst að því að það skipti engu máli hvort Bjarni eða Hanna Birna verði formaður. Það er Davíð sem stjórnar. Davíð sendir þeim tölvupóst, sms skilaboð eða tekur upp síminn og gefur dagskipan. Davíð stjórnar öllu og öllum í Sjálfstæðisflokknum segja Þeir kollegar Guðmundur Andri og Hallgrímur.
Þessir ágætu rithöfundar virðast svo illa haldnir af vinnubrögðum og foringjaræði vinstri flokkanna að þeir yfirfæra það á Sjálfstæðisflokkinn.
Ég tel fullvíst að hvorki Guðmundur Andri eða Hallgrímur hafi nokkurn tímann setið landsfund Sjálftæðisflokksins. Þeir hafa því enga hugmynd um að á fundinum er tekist á um mörg mál, en það er komist að niðurstöðu með atkvæðagreiuðslu. Sama á við um val á forystu flokksins.
Því miður eru litlar líkur á að þeir félagar læknist af Davíðs þráhyggjunni.Mikið held ég Davíð Oddsson sé ánægður að þeir haldi að hann geri stjórnað mönnum og málefnum í Sjálfstæðisflokknum.
Guðmundur Andri og Hallgrímur myndu sannfærast að svo er ekki gæfist þeim kostur á að hlýða á umræður á landsfundi Sjálfstæðisflokksins,
8.11.2011 | 12:36
Baráttujaxlinn Árni Johnsen hafði betur.
Árni Johnsen er ótrúlegur baráttujaxl. Árni vinnur að ýmsum málum,sem öðrum dettur ekki í hug að eyða orku sinni í. Árni er ótrúlega hugmyndaríkur og býr yfir miklum krafti og eljusemi.Eitt dæmi um hans verk er hugmyndin að því að reisa Þorláksbúð við hlið Skálholtskirkju. Margir hafa haft horn í síðu þessarar framkvæmdar og viljað hætta við svo nálægt kirkjunni.
Nú liggur fyrir að Árni og hans fólk hafði betur og Þorláksbúð verður við hlið Skálholtskirkju.Já, Árni er hreint órúlegur að ná sínu fram.
Eflaust væri það ekki heppilegt að allir þingmenn væru eins og Árni Johnsen og væru að vasast í öllum þessum málum. En það er gott að til skuli vera eitt eintak af Árna Johnsen.
![]() |
Þorláksbúðarfélagið fékk byggingarleyfi síðasta föstudag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.11.2011 | 20:28
Hvað kom fyrir Steingrím J.? Hann sagði já.
Hvað er nú eiginlega að gerast? Steingrímur J. sagði já við Vaðlaheiðagöngum og gefur grænt ljós. Satt best að segja töldu flestir að orðið já væri gjörsamlega horfið úr orðaforða Steingríms J. Hann og félagar hans í VG hafa hingað til sagt nei við öllu sem til framfara horfir.
Auðvitað á að drífa í þessari framkvæmd og borga hana upp á næstu 25 árum með veggjaldi.Þetta verður mikil samgöngubót fyrir norðlendinga og aðra landsmenn sem, eiga þarna leið um.
Vonandi verður áframhald á þessari grundvallarbreytingu á Steingrími J. Við fáum kannski fleiri já í framhaldinu. Ekki er líklegt að þessi já breyting nái til Ögmundar.
![]() |
Framkvæmdin sjálfbær |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.11.2011 | 17:21
Unga fólkið flýr velferðarstjórn Jóhönnu.
Jóhanna Sigurðardóttir,forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar,heldur því blákalt fram að verulega hafi dregið úr atvinnuleysi á Íslandi. Jóhanna hikar ekki við að halda því fram að kreppan sé að baki og allt á uppleið. Þið hafið það fínt þótt þið segið annað er inntakið í boðskap Jóhönnu.
Það skyldi þó aldrei vera að atvinnuleysið hefði aðeins minnkað á pappírnum vegna brottflutnings unga fólksisn til Noregs og fleiri landa.
Það ætti að vera vinstri stjórninni mikið áhyggjuefni að mikill fjöldi ungs fóls sér þann eina kost að yfirgefa landið og setjast að í Noregi eða öðrum löndum. Hér er verið að höggva stórt skarð í framtíð Íslands.
Það ætti að vera Jóhönnu og vinstri stjórn hennar áhyggjuefni að margt ungt fólk hefur ekki orðið vart við norrænu velferðarstjórnina á Ísland. Unga fólkið sér ekki að nein jákvæð uppbygging geti átt sér stað á Íslandi með Vinstri grænir geta sett stopp á allt sem gæti skapað störf og betri framtíð.
Vonandi koma sem flestir aftur til Íslands þegar við verðum laus við vinstri stjórnina.
![]() |
Fjöldi barna og unglinga meðal brottfluttra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.11.2011 | 12:53
Tveir nýir stjórnmálaflokkar?
Eins og staðan er núna í pólitíkinni virðist flest benda til þess að tveir nýir stjórnmálaflokkar verði til á næstunni. Fyrir liggur að Guðmundur Steingrímsson í samstarfi við Besta flokkinn munu mynda nýjan stjórnmálaflokk.Einnig kom það alveg skýrt fram hjá Lilju Mósesdóttur í Silfri Egils í gær að hún er á fullu að undirbúa stofnun nýs flokks.
Það verður spennandi að fylgjast með framvindu mála og velta fyrir sér hvaða áhrif þessi nýju öfl munu hafa á gamla fjórflokkinn. Guðmundur Besti boðar miðjuflokk,sem aðallega ætlar að berjast fyrir inngöngu Íslands í ESB. Samkvæmt skoðanakönnunum nú mun þetta framboð taka mest frá Samfylkingunni enda um hreinan systurflokk að ræða. Margir vilja halda því fram að helsti plottmeistari landsins Össur Skarphéðinsson standi á bak við hugmyndina hjá Guðmundi Besta. Það er allavega alveg ljóst að þessi flokkur á ekki að vera fíflaflokkur ens og hjá Jóni Gnarr geimveru.Auðvitað mun það fara mikið eftir hverjir skipa forystuna hvort flokkurinn bær forystu.
Lilja Mósesdóttir hefur verið mikil baráttukonu fyrir illa stödd heimili landsins og bent á ýmis úrræði, sem fyrrum félaga hennar í Vinstri grænum hlustuðu ekki á. Samkvæmt því sem fram kom hjá Lilju í gær hefur hún legið yfir stefnumálum allra stjórnmálaflokkanna og hyggst taka það besta úr stefnu hvers um sig og gera að sínum hjá nýja framboðinu. Spurning hvort það skilar henni atkvæðum.
Eitt er alveg ljóst að gífurleg þreyta er hjá mörgum og vonleysi með gömlu flokkana í þeirri mynd sem þeir eru nú. Auðvitað hafa þeir möguleika á að stooka upp spilin. Reyndar kom í ljós eftir landsfundi Samfylkingar og Vinstri grænna að þar er allt við það sama. Gömlu lummurnar enn boðnar á borð. Sömu gömlu þreyttu andlitin sitja áfram sem formenn flokkanna. Það eru því ekki miklar líkur á að þessir flokkar nái til kjósenda.
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins er framundan. Þar gefst gott tækifæri til sýna landsmönnum á spilin sem flokkurinn vill nota inní franmtíðina. Þar gefst einnig tækifæri til að velja formann,sem boðar ný og breytt vinnubrögð. Sjálfstæðisflokkurinn getur náð sínum fyrr styrk ef rétt er spilað.
6.11.2011 | 14:18
Agnes og Tryggvi Þór eiga ekki Sjálfstæðisflokkinn.
Hvað er eiginlega athugavert að landsfundarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins geti haft val um það hver gegna á formennsku í flokknum. Þeir sem telja að þeir einir hafi vit og eigi flokkinn láta nú í sér heyra.Agnes Bragadóttir hamast gegn Hönnu Birnu í Moggagrein og Tryggvi Þór sér engan tilgang með framboði Hönnu Birnu.
Varla búast þau við að Hanna Birna komi fram á sviðið og tali fyrir allt annarri stefnu en Sjálfstæðisflokkurinn hefur markað sér. Hanna Birna hefur einmitt sagt að formaður og þingflokkur eiga að framfylgja þeirri stefnu sem lansfundur markar. Rétt að spyrja hvort Bjarni og Tryggvi Þór hafi gert það t.d. í Icesave.
Auðvitað snýst formannskosningin fyrst og fremst um það hvern við viljum hafa í brúnni. Ég er einn af þeim sem hef meiri trú á að Hanna Birna innleiði ný og breytt vinnubrögð í Sjálfstæðisflokknum. Ég hef meiri trú á að Hanna Birna nái frekar að koma boðskap Sjálfstæðisflokksins á framfæri heldur en Bjarni Benediktsson. Ég hef trú á því að Hanna Birna geti gert mikið gagn fyrir Ísland nái hún formennsku og verði leiðtogi í næstu ríkisstjórn.
Bæði Bjarni og Hanna Birna eru glæsilegir stjórnmálamenn. Það hlýtur að vera mikið styrkleikamerki fyrir Sjálfstæðisflokkinn að geta valið milli svo hæfileikaríkra stjórnmálamanna. Þó ég hafi meiri trú á Hönnu Birna líkar mér mjög vel við Bjarna.
![]() |
Sér engan tilgang með framboði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.11.2011 | 13:52
Þingmenn óttast ný og breytt vinnubrögð.
Það kemur sko alls ekki á óvart að meirihluti þingflokks Sjálfstæðisflokksins ætli sér að styðja Bjarna Benediktsson í formannsslagnum. Hanna Birna hefur boðað ný og breytt vinnubrögð nái hún kjöri. Það getur hinn gamaldags og íhaldssami meirihluti þingmanna Sjálfstæðisflokksins alls ekki hugsað sér.
Það sýndi sig best í Icesave málinu að meirihluti þingflokks Sjálfstæðisflokksins er alls ekki í takt við grasrót flokksins. Hvernig gat meirihluti þingflokksins tekið ákvörðun um að styðja Icesave samninginn,sem var þvert á samþykkt síðasta landsfundar. Það sýndi sig líka í skoðanakönnunum að 70-80% kjósenda Sjálfstæðisflokksins voru á annarri skoðun en þingflokkurinn.
Sjálfstæðisflokkurinn fær á landsfundinum nú í nóvember einstakt tækifæri til að hlusta á grasrótina með breyttum vinnubrögðum. Þjóðin þarf á því að halda. Það hefur sýnt sig að gömlu vinnubrögðin sem við trúðum svo mörg á hafa ekki dugað og munu ekki duga.
Með því að velja Hönnu Birnu til forystu skapast einstakt tækifæri til að hefja nýja sókn. Í næstu Alþingiskosningum þarf svo að velja að stórum hluta nýtt fólk í forystu á framboðslistum. Þannig mun Sjálfstæðisflokkurnn ná sínum fyrri styrk.
![]() |
Bjarni með stuðning meirihluta þingmanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.11.2011 | 20:24
Sjálfstæðisflokkurinn á möguleika á miklli fylgisaukningu.
Það er fagnaðarefni að Hanna Birna Kristjánsdóttir hafi tekið þá ákvörðun að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins. Það er hreint og beint nauðsynlegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að fá Hönnu Birnu fyrir formann. Hanna Birna hefur sýnt það í störfum sínum að hún stendur fyrir önnur vinnubrögð en tíðkast hafa um langa hríð. Sjónarmið Hönnu Birnu eiga miklu fylgi að fagna meðal almennings,sem vill sjá ný vinnubrögð í stjórnmálum. Hinn gamalreyndi ritstjóri Styrmir Gunnarsson hefur sagt að átti stjórnmálaflokkarnir sig ekki á nýjum tíma og að auka verði lýðræðið með beinni þátttöku allra flokksfélaga sé tími þeirra liðinn. Sjálfstæðismenn eiga því að hlusta á Hönnu Birnu. Bæði Samfylkingin og Vinstri grænir hafa áfram valið til formennsku fulltrúa sem tilheyra foringja-og flokksræðinu.
Nú reynir á þá fulltrúa sem kosnir eru á Landsfund Sjálfstæðisflokksins. Ætla þeir að grípa tækifærið sem nú gefst til að hefja stórsókn undir forystu Hönnu Birnu eða ætla landsfundarfulltrúar að hjakka áfram í sama farinu.
![]() |
Hanna Birna býður sig fram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
-
gumson
-
nkosi
-
addi50
-
baldher
-
kaffi
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
artboy
-
gattin
-
carlgranz
-
diesel
-
gagnrynandi
-
einarbb
-
ellidiv
-
eyglohardar
-
ea
-
fhg
-
gesturgudjonsson
-
gretarmar
-
gudbjorng
-
lucas
-
dramb
-
gylfig
-
fosterinn
-
smali
-
helgi-sigmunds
-
helgimar
-
helgigunnars
-
himmalingur
-
hjorturgud
-
ibvfan
-
jakobk
-
johannp
-
jonmagnusson
-
jonsnae
-
kolbrunerin
-
ladyelin
-
lotta
-
liljabolla
-
altice
-
ludvikludviksson
-
maggij
-
iceland
-
redlion
-
rynir
-
heidarbaer
-
sigurjon
-
sv11
-
sigurdurkari
-
siggith
-
steffy
-
stebbifr
-
eyverjar
-
svanurg
-
tibsen
-
vefritid
-
nytthugarfar
-
nautabaninn
-
hector
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
iceberg
-
tbs
-
doddidoddi
-
valdivest
-
malacai
-
annabjorghjartardottir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
eeelle
-
gauisig
-
elnino
-
zumann
-
gp
-
morgunblogg
-
minos
-
daliaa
-
johannesthor
-
stjornun
-
jonlindal
-
bassinn
-
kuldaboli
-
kristjan9
-
maggiraggi
-
odinnth
-
omarbjarki
-
oskareliasoskarsson
-
skari
-
siggus10
-
siggisig
-
steinn33
-
valdimarjohannesson
-
thjodarheidur
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.5.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 828892
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar