Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
10.4.2010 | 12:45
Össur aðalmálpípa Samfylkingarinnar verulega særður.
Ingibjörg Sólrún fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi utanríkisráðherra skaut mjög förstum skotum að Össuri og öðrum forystumönnum SF nú á dögunum. Ástæðan var fáránleikinn í kringum umsókn Íslands í ESB. Auðvitða sjá allir vitleysuna og peningaeyðsluna.
Svo fast var skotið hjá Ingibjörgu Sólrúnu að Össur liggur eftir verulega særður. Sama má raunar segja um alla Samfylkinguna. Almenningur gerir sér betur og betur grein fyrir því að aðildaviðræður við ESB er ekki málið sem nú er númer eitt hjá íslensku þjóðinni.
![]() |
Fast skot á Össur? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.4.2010 | 23:20
Er loksins eitthvað jákvætt að gerast ?
Mikið skelfing er það gott ef sú stund er upp runninn að frysta á fleiri eignir heldur en hjá embættismanninum Baldri Guðlaugssyni.
það er með öllu gjörsamlega óþolandi að sömu aðilar og settu þjóðina á hausinn og hafa fengið eða eru að fá tugi milljarða afskrifaða valsi svo um og kaupi og stjórni meirihluta alls viðskiptalífs áÍslandi áfram.
Á það virkilega að líðast að þessi sömu aðilar stjórni og reki einhverja stærsu fjölmiðlaflóru landsins.
Og svo leyfa þessir menn að brúka kjaft ef þeir eru gagnrýndir og sannleikurinn lagður á borðið og ganga svo langt að krefjast skaðabóta.
Það er í okkar höndum að koma í veg fyrir að þetta fólk ráði áfram öllu á Íslandi. Þess vegna var útspil Vilhjálms Bjarnasonar í Útsvarsþættinum í kvöld frábært þegar hann afþakkaði að þiggja gjafabréf frá Iceland Express.
![]() |
Eignir auðmanna frystar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.4.2010 | 21:25
Flott hjá Vilhjálmi.
Einum skemmtilegasta sjóvarpsins í vetur lauk í kvöld. Garðbæingar sigruðu með stæl í Útsvarinu. Lið þeirra hefur hreint og beint verið ótrúlega öruggt og sterkt.
Athygli vakti að Vilhjálmur Bjarnason sagði nei takk við verðlaununum sem voru gjafabréf frá Iceland Express.
Það þarf í sjálfu sér ekki að koma á óvart því Vilhjálmur hefur verið einn helsti baráttumaður litla mannsins gegn hinum svokölluðu auðmönnum og útrásarvíkingu.
Vilhjálmur hefur sagt að þessir aðilar hafi rænt bankana innanfrá.
Það er því skiljanlegt að hann taki ekki við gjöfum frá þessum aðilum, sem rústuðu Íslandi.
![]() |
Afþakkaði gjafabréf í Útsvari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.4.2010 | 13:45
Jóhanna verkstjóri segir brandara.
Jóhanna Sigurðardóttir,formaður Samfylkingarinnar,hefur verið þekkt fyrir margt annað en að vera mikill húmoristi. Eftir því var t.d. tekið fyrir nokkru á fundi Samfylkingarinnar að Jóhanna reyndi að segja brandara og slá á létta strengi. Enginn hló eða brosti,því enginn skyldi húmorinn. meira að segja fór húmorinn illa í Vinstri græna hvað varðaði kattasmölun o.fl.
Enn einu sinn reynir Jóhanna að segja brandara og nú er það um forvera sinn hana Ingibjörgu Sólrúnu. Jóhanna talar um svartsýni Ingibjargar þegar hún segir sína skoðun á ESB.
Ingibjörg Sólrún er mikill stjórnmálamaður og skynjar að við erum að henda peningum útí loftið með öllu þessu ESB brölti.
Ingibjörg skynjar að það er betra fyrir þjóðina að fresta öllu tali um aðild að ESB um óákveðinn tíma og að við Íslendingar snúum okkur að þarfari verkefnum. Það er það sem mikill meirihluti þjóðarinnar vill.
Jóhanna viðurkennir ekki staðreyndir og heldur bara áfram að berjast við allt og alla.
![]() |
Ingibjörg Sólrún of svartsýn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.4.2010 | 12:44
Er hann ráðinn vegna afreka í Svavarsamningnum ?
Helsti skattahækkunarðostuli landsins er að láta af störfum sem aðstoðarmaður Steingríms J. fármálaráðherra.
Í staðinn er innanbúðarmaður hjá Vinstri grænum ráðinn. Merkilegt er að það skuli sérstaklega tekið fram að hann hafi verið aðstoðarmaður Svavars Gestssonar í Icesavesamningnum fræga,sem hefði kostað Íslendinga marga tugi milljarða í greiðslur umfram það sem nú stefnir í.
Merkilegt að telja það sérstaklega til meðmæla að hafa verið aðstoðarmaður Svavars í einhverju mesta klúðursmáli Íslandssögunnar.
Nei, venjulegt fólk skilur ekki hugsunaganginn hjá forystu Vinstri grænna.
![]() |
Huginn tekur við af Indriða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.4.2010 | 11:55
Húrra,við erum ekki verst.
Jæja,þá er svo komið fyrir okkar ágæta landi að það þykir merkileg frétt að skuldaálag Grikklands er orðið meira en á Íslandi. Við erum ekki lengur verst.
Og þetta gerist í Grikkandi þrátt fyrir að sú ágæta þjkóð er í Evrópu og gjaldmiðillinn er Evra.
Já, ríkisstjórnin hlýtur að bjóða sjálfri sér upp á tertu í tilefni þessara merku fréttar.
![]() |
Skuldaálag Grikklands í fyrsta sinn orðið meira en á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.4.2010 | 10:55
Hvers vegna þurfa Eyjamenn að greiða veggjöld ?
Spurningin um hvort taka eigi upp veggjöld skýtur alltaf upp kollinum öðru hvoru.Út af fyrir sig er ekkert óeðlilegt að þetta sé rætt. Við sjáum víða erlendis að ámörgum stöðum eru innheimt veggjöld.
En þá kemur auðvitað upp spurningin hvort þessi veggjöld eigi fyrst og fremst að beinast gegn landsbyggðinni. Á þá ekki alæveg eins að rukka inn veggjöld milli Reykjavíkur og Hafnafjarðar.
Sumir benda á að nú þegar séu innheimt veggjöld í Hvalfjraðargöngunum. Það er ekkert óeðlilegt við þa'ð þar sem vegfarendur eiga val um aðra leið án þess að greiða veggjald. Á því er grundvallarmunur eða að innheimta veggjald þar sem aðeins er um þann eiga möguleika að ræða til að aka um.
Sem gamall Vestmannaeyingur vil ég benda á að Eyjamenn hafa aðeins um einn þjóveg að velja ætli þeir að notfæra sér bíl sinn til að aka um vegi landsins.
Hvers vegna þurfa Eyjamenn að greiða veggjald þegar þeir ætla að nota þjóðvegi landsins. Gjald fyrir bílinn með Herjólfi er ekkert annað en veggjald. Rök Hvergerðinga á móti veggjaldi eru að innheimta slíks gjalds gangi þvert á stefnu stjórnvalda um suðvestursvæðið sem eitt atvinnu-og búsetusvæði.
Hvergerðingar segja einnig að innheimta veggjalda muni skekkja búsetuskilyrði.
Frá 1.júlí n.k. verða vestmannaeyjar enn meiri hluti af suðvestsursvæðinu með tilkomu bættum samgöngum í Bakkafjöru.
Miðað við skoðanir Hvergerðinga og fleiri á innheimtu veggjalda eiga Vestmaeyingar hiklaust að krefjast þess að ókeypis verði fyrir bifreiðar á þjóðvegi Eyjamanna til fastalandsins.
![]() |
Mótmæla áformum um veggjöld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.4.2010 | 21:04
Hvernig verður forsíða Fréttablaðsins í fyrramálið?
Fréttablaðið hefur talið okkur trú um að það flytji hlutlausar frétt af mönnum og málefnum. Fréttablaðið hefur talið okkur trú um að helsti eigandi blaðsins Jón Ásgeir og fjölslylda hans hafi engin áhrif á ritstjórnarstefnu blaðsins eða fréttaflutning.
Það verður því fróðlegt að sjá hvernig Fréttablaðið tekur á málum Jóns Ásgeirs sem verið hafa til umfjöllunar í dag. Mun Fréttablaðið slá þessu spillingartali og málsókn á forsíðu í fyrramálið.
Mun leiðari Fréttablaðsins fjalla um spillingarvef Jóns Ásgeirs og félaga í Glitni.
Það verður spennandi að sjá hvernig hið hlutlausa Fréttablað tekur ámálum Jóns Ásgeirs.
7.4.2010 | 16:41
Á sínum tíma talaði Jón Ásgeir um stærsta bankarán sögunnar. Hvað ætli hann kalli þetta núna?
Á sínum tíma var Jón Ásgeir aldeilis stóryrtur þegar bankinn féll og talaði um stærsta bankarán sögunnar. Allt var þetta samkvæmt skilgreiningu Jóns Ásgeirs honum Davíð Oddssyni að kenna. Það var hann sem setti bankann á hausinn. Af hverju ætli sé þá verið að höfða núna mál gegn Jóni Ásgeiri og Pálma Haraldsssyni. Furðulegt ef aðeins var um persónulegar og hatrammar árásir á Jón Ásgeir að ræða.
Um langan tíma hafa Baugsmenn spilað sem dýrðlimnga og það væru bara illa innrættir menn eins og Davíð Oddsson og fleirI Sjálfstæðismenn sem væru svo vondir við þá.
Ætli einhverjir sem hafa hingað til haldið uppi vörnum fyrir Baugsveldið og Jón Ásgeir séu nú ekki farnir að efast um heiðarleikann og að eingöngu vondir menn væru að eyðileggja allt fyrir þeim.
![]() |
Skaðabótamál gegn Glitnis-mönnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.4.2010 | 09:26
Oddný, er ekki allt í lagi ?
Í gærkvöldi las ég smá greinarstúf í Fréttablaðinu eftir Oddnýju Sturludóttur,borgarfulltrúa. Fyrirsögnin á pistlinum er Doði í Reykjavík. Borgarfulltrúinn fjallar þar um mikið atvinnuleysi ío Reykjavík og kennir meirihluta Sjálfstæðisflokksins um að ástandið skuli ekki vera betra.
Oddný borgarfulltrúi segir að jafnaðarmenn vilji. Aðgerðir strax.
Ekki veit ég hvort Oddný er svona mikill grínisti eða hvort hún er að skjóta hressilega á samflokksmenn sína í ríkisstjórninni.
Oddný borgarfulltrúi hlýtur nefnilega að vita að í landinu er ríkisstjórn sem hefur það sem aðalmarkmið að halda öllum framkvæmdum niðri og að í landinu er algjör kyrrstaða.
Auðvitað líða sveitarfélögin fyrir þessa stefnu eða réttara sagt stefnuleysi hinnar tæru Vinstri stjórnar.
Vonandi er að Oddný borgarfulltrúi sé undir rós að gagnrýna ráðherra Samfylkingarinnar. Það sjá nefnilega allir hversu fráleitt það er af Oddnýju borgarfulltrúa að ætla að kenna Sjálfstæðisflokknum um mikið atvinnuleysi í Reykjavík.Það skrifast fyrst og fremst á reikning Samfylkingar og Vinstri grænna.
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
-
gumson
-
nkosi
-
addi50
-
baldher
-
kaffi
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
artboy
-
gattin
-
carlgranz
-
diesel
-
gagnrynandi
-
einarbb
-
ellidiv
-
eyglohardar
-
ea
-
fhg
-
gesturgudjonsson
-
gretarmar
-
gudbjorng
-
lucas
-
dramb
-
gylfig
-
fosterinn
-
smali
-
helgi-sigmunds
-
helgimar
-
helgigunnars
-
himmalingur
-
hjorturgud
-
ibvfan
-
jakobk
-
johannp
-
jonmagnusson
-
jonsnae
-
kolbrunerin
-
ladyelin
-
lotta
-
liljabolla
-
altice
-
ludvikludviksson
-
maggij
-
iceland
-
redlion
-
rynir
-
heidarbaer
-
sigurjon
-
sv11
-
sigurdurkari
-
siggith
-
steffy
-
stebbifr
-
eyverjar
-
svanurg
-
tibsen
-
vefritid
-
nytthugarfar
-
nautabaninn
-
hector
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
iceberg
-
tbs
-
doddidoddi
-
valdivest
-
malacai
-
annabjorghjartardottir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
eeelle
-
gauisig
-
elnino
-
zumann
-
gp
-
morgunblogg
-
minos
-
daliaa
-
johannesthor
-
stjornun
-
jonlindal
-
bassinn
-
kuldaboli
-
kristjan9
-
maggiraggi
-
odinnth
-
omarbjarki
-
oskareliasoskarsson
-
skari
-
siggus10
-
siggisig
-
steinn33
-
valdimarjohannesson
-
thjodarheidur
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.9.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 829270
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar