Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Byrjað að hrynja úr Skjaldborginni. Heimilt að setja fleiri á hausinn.

Jæja Sparisjóður Vestmannaeyja getur fagnað að ná sinni milljón frá eldri borgara vegna fjárhagsvandræða öryrkja.

Reyndar er furðulegt ef Alþingi setur lög sem svo standast ekki. Nú er það spurningin hvernig stjórnvöld ætla að bregðast við. Varla hefur hugmyndafræðin verið sú með Skjaldborginni að hún þýddi að ,arkmiðið væri að hjálpa einum við að sleppa frá gjaldþroti en í staðinn væri tveir aðrir settir á hausinn.

Það getur ekki gengið að almenningur þurfi að horfa uppá að bankarnir afskrifi hundruði milljóna og milljarða hjá stóru nöfnunum en litli maðurinn skal sko borga.

Hvernig ætli tryggingarnar séu hjá stjórnmálamönnunum sem fengið hafa meira en 100 milljónir að láni í bönkunum.

'i framhaldi af þessu máli Sparisjóðs Vestmannaeyja hlýtur sú krafa að koma upp að bankastofnunum verði gert skylt að birta lista yfir afskriftir sínar á síðustu mánuðum.

Almenningur getur ekki unað slíkum dómi eins og nú er birtur.


mbl.is Lög afnámu ekki sjálfskuldarábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Icesave bjargaði Ólafi Ragnari.

Tíkin sem kennd er við pólitík er oft undarleg. Fyrir nokkrum mánuðum var svo komið hjá Ólafi Ragnari,forseta,að traust þjóðarinnar var gjörsamlega horfið. Kjósendur voru búnir að fá yfir sig nóg af dekri hans við auðmenn og útrásarvíkinga. Rannsónknarskýrslan vekur einmitt athugli á hversu stór hlutur forsetans hafi verið í atburðum sem leiddu til hruns í efnahagslífi íslensku þjóðarinnar.

Ef pólitískiskir vindar hefðu ekki snarlega breyst hjá Ólafi Ragnri væri staða hans nú verulega slæm eftir útgáfu skýrslunnar.

En stundum breytist allt á svipstundu í pólitíkinni. Icesave kom Ólafi Ragnari til hjálpar. Eftir að hann sendi Steingrímslögin í þjóðaratkvæðagreiðslu breyttist allt á svipstundu.

Ólafur Ragnar var orðin hetja í augum margra. Hann bjargaði Íslandi frá algjörri niðurlægingu varðandi Breta og Holland.

Allar líkur eru á því að Icesave skuldbindingar verði mun lægri heldur en Jóhanna og Steingrímur ætluðu að keyra í gegn.

Rannsóknarskýrslan mun því lítil áhrif hafa á vinsældir Ólafs Ragnars. Hefði Icesave ekki komið til væri sennilega stutt í að hann hefði þurft að hreinsa skrifborðið sitt á Bessastöðum.


mbl.is Dró upp fegraða og drambsama mynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og hvað svo? Verða það sömu andlitin og sömu nöfnin sem stýra öllu viðskiptalífinu áfram.

Þá er þessi stóri dagur að kvöldi kominn. Það er alveg magnað að hafa hlustað á hvernig eigendur og forráðamenn bankanna hafa hagað sér og hreinlega rænt bankana að innan. Lánin og upphæðirnar til eigin nota í lúxus eða fyrirtæki sín og tengdra aðila eru með ólíkindum. Þessum aðilum virðist hafa tekist að blekkja allt og alla eins og kom greinilega fram í svörum Geirs H.Haarde fyrrverandi forsætisráðherra.Mkikið af þessum lánum var án nokkura trygginga öðrum en pappírnum sjálfum sem tilheyrðu þeim.

Þá vekur það athygli hversu gífarleg há lán sumir stjórnmálamenn hafa fengið frá bönkunum.Þessi listi sem er birtur er bara yfir þá sem fengu að láni meira en 100 milljónir.

Auðvitað er eðlilegt að spurt sé hvort við lærumeitthvað af öllum þessum óskupum. Er eitthvað sem bendir til þess? Eðlilegt er að margir efist. Enn er verið að ræða um að Baugsmenn geti haldið sínum fyrirtækjum,Ólafur Ólafsson heldur sínu, Pálmi heldur Iceland Express. BjörgólfurThor er enn virkur í viðskiptalífinu, Magnús Kristinssin heldur áfram rekstri og fleiri og fleir mætti nefna.

Samhliða þessu er talað um stórfelldar afskriftir uppá tugi eða hundruði milljarða.

Jón Ásgeir ræður áfram yfir fjölmiðlaveldi sínu.

Verður niðurstaðan virkilega sú að við munum áfram sjá sömu andlitin og sömu nöfnin, sem aðalpersónurnar í viðskiptalífinu,bankakerfinu, útrásinni og fjölmiðlunum.

Við byggjum ekki upp nýtt og betra Ísland á þann hátt.


Össur telur Davíð Oddsson ofurmenni.

Alveg er hreint ótrúlegt að lesa það sem haft er eftir Össuri einni helstu málpípu Samfylkingarinnar.

Af því að Davíð Oddsson nefndi á sínum tíma að ef eihvern tímann hefði verið nauðsyn á þjóðstjórn þá væri það nú á tíma hrunsins.

Össur afgreiðir þetta strax útaf borðinu,þar sem hann telur að Davíð sé að undirbúa valdarán með þessu tali sínu.

Maður bara spyr,hvernig átti Davíð að geta sett af stað valdarán. Ekki hefur hann nú neinn her á bak við sig.

Ótrúlegt hvaða ofurtrú Össur og fleiri Samfylkingarmenn hafa á Davíð Oddssyni.´

Miðað við þær ásakanir sem koma fram á Davíð og hans embættisstörf held ég að hann komi til að hafa nóg að gera að svara og útskýra sína hlið þegar hann kemur heim frá útlandinu.

En það er auðvitað gott fyrir Davíð að eiga aðdáendur eins og Össur.

 

 


mbl.is „Valdarán Davíðs Oddssonar"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björgvin hefði líka getað spurt, þótt vinnubrögð IngibjargarSólrúnar hafi verið með ólíkindum.

Auðvitað er það með svo miklum ólíkindum að Björgvin G. Sigurðsson,bankamálaráðherra, hafi ekki haft neina hugmynd um hvað var að gerast í bankakerfinu. Það getur varla verið að yfirmaður banka og eftirlitsstofnana hafi ekkert vitað um hvað var að gerast.

Auðvitað er það einnig verulega gagnrýnisvert að þáverandi formaður Samfylkingarinnar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skuli hafa valið Björgvin sem ráðherra en treysti honum svo ekki til að fá upplýsingar og hafa hann með í ráðum.

Auðvitað er fáránlegt að Davíð Oddsson, þáverandi Seðlabankastjóri, skuli ekki hafa haft neitt samráðvið bankamálaráðherrann.

En svo spyr maður. Átti Björgvin ekki semyfirmaður bankamála að bera sig eftir björginni. Bar honum ekki að krefjast þess af Ingibjörgu Sólrúnu að hann fengi allar upplýsingar og væri hafður með í ráðum.

Auðvitað hlýtur það að hafa verið einstaklega niðurlægjandi fyrir Björgvin að lesa um hrunið og hvernig komið var fyrir bönkunum og fjármálaeftirlitinu í fjölmiðlum bara eins og við hin.


mbl.is Átti að upplýsa Björgvin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Davíð og Ólafur Ragnar fá á baukinn. Enginn vill bera ábyrgð.

Þá hefur rannsóknarskýrslan verið opinberuð. Eflaust á mikil umræða eftir að fara fram um innihald hennar á næstu dögum.

Eftir að hafa hlustað á blaðamannafund nefndarinnar áðan held ég að það setji hroll að mörgumk hversu þjóðfélag okkar er rotið.

Ótrúlegt að bankafurstarnir skuli hafa getað hreinsað upp alla sjóði og afhent sjálfum sér og skilið erftir sviðna jörð.

Ótrúlegt hversu stjórnvöld hafa brugðist gjörsamlega sínu eftirlitshlutverki.

Það hlýtur að vera mjög alvarlegt fyrir fyrrverandi ráðherra eins og Geir Haarde og Árna Mathiessen að fá það álit framan í sig að hafa sýnt vanrækslu í starfi.

Það hlýtur að vera alvarlegt fyrir Björgvin G.Sigurðsson þingmann og fyrrverandi ráðherra að fá það álit framan í sig að hafa sýnt vanrækslu í ráðherrastarfi.

Samkvæmt kynningu rannsóknarnefndarinnar kemur það álit fram að Davíð Oddsson hafi sýnt vanrækslu í starfi sem Sewðlabankastjóri.

Nefndin fjallar um hlut Ólafs Ragnar Grímssonar,forseta,hvað varðar daður sitt við útrásarvíkinguna og dregur ekki upp fallega mynd af hans þætti.

merkilegt er einnig að heyra að nefndin yfirheyrði 147 aðila og enginn telur sig bera neina ábyrgð á því hvernig allt hrundi.

Aðalatriðið verður auðvitað hvort við lærum eitthvað af öllu þessu. Verður þjóðfélagið eins rotið áfram og það hefur verið. Það er stóra spurningin. Eiga t.d. sömu aðilar í viðskipta og bankakerfinu að fá allt afskrifað, þannig að þeir geti byrjað sama leikinn á ný.

Munu stjórnmálaflokkarnir eitthvað læra af þessu?


mbl.is Bankarnir blekktu markaðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er ég hissa. Sparisjóður Vestmannaeyja ræðst á öryrkja og aldraða. Hvernig væri að upplýsa um afskriftir.

Já, mikið er ég undrandi á þeirri ágætu stofnun gegnum árin sem Sparisjóður Vestmannaeyja er. Nú skal ráðist gegn lögum sem sett voru til að hjálpa fólki í verulegum vandræðum. Og málið sem er notað er sem fyrsta mál er með ólíkindum. Að ætla að níoðast á öryrkja og háöldruðum aðila. Varla hægst að leggjast lægra.

Hvernig væri nú að Sparisjóður Vestmannaeyja upplýsti landsmenn um það hvort ekki hefði þurft að afskrifa einhverjar upphæðir og hjá hverjum það hefði verið gert.

Eigum við virkilega að horfa uppá það að eingöngu þeir sem skulda tugir milljóna,hundruði milljóna eða milljarða fái sínar skuldir afskrifaðar. En almenningur með litlu upphæðirnar skal hundeltur.

Vilja menn endilega fá uppreisn í landinu.


mbl.is Í mál á hendur ábyrgðarmönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott mál hjá Árna Páli.

Alveg er ég sannfærður um að ekki einn einasti sem keypti bíl með myntlörfuláni hafði hugmyndaflug til að láta sér detta í hug þá gífurlegu hækkun sem varð á lánunum.

Bílalánin eru að fara óskaplega illa með tugir þúsunda manna semtrúðu bílalánafyrirtækjunum að sveiflan gæti aldrei orðið mikil þótt tekið væri í erlendri mynt. Fólki var talin trú um að þessi bílalán væru mjög hagstæð. Annað kom svo í ljós. Það er því mjög óeðlilegt að lántakandinn sitji uppi með allan skaðann sem varð vegna algjörs forsendubrests.

Það er því mjög gott hjá Árna Páli,félagsmálaráðherra, aðtaka á þessum málum með hagsmuni lántakenda í huga. Það er eðlilegt að reyna samningaleiðina fyrst við fyrirtækin en gangi það ekki verður að setja lög.

Standi Árni Páll við sín stóru orð mun það hafa mikil áhrif ájákvæðan hátt til hjálpar tug þúsunda heimila.


mbl.is Lög sett um bílalán náist ekki samkomulag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú ætti Samfylkingin ætti að endurflytja Borgarnesræðu sína þar sem Bónusveldið er dásamað.

Gott hjá Steingrími J.að láta ekki Baugsveldið hræða sig til að þegja. Það er komin tími til aðgerða gegn þessum svokölluðu auðmönnum,útrásarvíkingum og bankamönnum.

Hvernig væri nú annars að Samfylkingin birti aftur lofræðurnar sem fluttar voru í Borgarnesi um hið góða Baugsveldi.


mbl.is Bakkar ekki með nein ummæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki má gagnrýna heilagan Jón Ásgeir.

Baugsmenn hafa haft þá stefnu í gegnum tíðina að telja almenningi trú um að þeir séu hafnir yfir alla gagnrýni. Almenningur á að vera þakklátur þeim feðgum fyrir að þeir skuli dreifa matvörum úr Bónus til alþýðunnar.

Þeir Bónusfeðgar telja sjálæfum sér og vilja að aðrir trúi því að það sé sama hvað þeir geri það megi alls ekki gagnrýna þá.

leyfi stjórnmálamaður sér að gagnrýna Baugsveldið þá kallast það ofsóknir.

Almenningur er sem betur fer farinn að sjá í gegnum allan blekkingavefinn.Hvers vegna hrundi allt?

Ætli ástæðan liggi ekki ansi nálægt Jóni Ásgeiri og félögum. Bankar voru tæmdir innanfrá til nota fyrir helstu eigendur. Allir sjóðir sem þessir aðilar komust í tæri við voru tæmdir.

Jón Ásgeir ætti frekar að undrast hversu hógværir stjórnmálamenn eru gagnvart honum. Jón Ásgeir ætti frekar að undrast að ennþá skuli vera til það fólk sem flykkist í Bónus og verslar þar.

 


mbl.is Biður Steingrím að gæta orða sinna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 829270

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband