Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
6.4.2010 | 17:01
Sterk auglýsing fyrir málstað sjómanna.
Sjómanna-og vélstjórafélag Grindavíkur birtir í dag á baksíðu Fréttablaðsins sterka auglýsingu,sem hlýtur að vekja athygli og spurningar um réttlæti þess að Vinstri stjórnin skuli ætla að leggja niður sjómannaafsláttinn í skattakerfinu.
Í auglýsingunni segir: " Sjómenn vinna við hættulegaraðstæður fjarri heimilum sínum oft svo vikum skiptir.
Á meðan þingmaður með lögheimili norður í landi en býr hjá mömmu sinni í Grafarvogi,heldur fullum skattfríðindum í dagpeningaformi,ræðst ríkisstjórnin á sjómannaafsláttinn."
Auðvita sjá það allir að það gengur ekki að þingmenn komist upp með að fara svona kringum lögin til að sleppa við skatta á meðan Vinstri stjórnin ræðst á fríðindi sjómanna.
Árás Vinstri stjórnarinnar á sjómenn er með ólíkindum. Ég hélt að Vinstri stjórnin ætti nú manna best að sjá að það er sú stétt sem kemur með að hafa kvað mest að segja í endurreisn landsins.
Það er því miður svo með þessa fyrstu tæru Vinstri stjórn okkar að hún virðist leggja aðal áherslu á að gera allt sem hún getur til að ráðast á allt og alla.
5.4.2010 | 18:28
Lilja sér ljósið í Sjálfstæðisflokknum.
Lilja Mósesdóttir þingmaður Vinstri grænna segir oft mun meira að viti en samflokksmenn hennar. því mi'ður virðist hún eiga erfitt með að ná eyrum Steimngríms J.og annarra í forystu VG,þannig að flokkur hennar fetar oftast rangan stíg í stjórnmálunum.
Sjálfstæðisflokkurinn lagði á sínum tíma fram tillögu um að skattaur af viðbótarséreignasparnaði yrði skattlagður við innlögn. Þetta myndi gefa ríkinu strax 75 milljarða í tekjur og sveitarfélögunum 40 milljarða. Síðan væru árvissar tekjur ríkisins 8 milljarðar og sveitarfélögin fengju 4 milljarða.
Sjálfstæðisflokkurinn taldi að með þessu væri hægt að komaí veg fyrir hinar miklu skattahækkanir Vinstri flokkanna.
Á þetta vildi Vinstri stjórnin alls ekki hlusta.
Nú tekur Lilja Mósesdóttir þetta upp. Því miður er það full seint því vinstri stjórmnin hefur hækkað alla skatta.Nú vill Lilja ná í þessa peninga til að koma í veg fyrir niðurskurð.
Hitt hefði nú verið mun vænlegri leið sem Sjálfstæðisflokkurinn boðaði að koma í veg fyrir skattahækkanir. Það hefði hresst verulega uppá allt efnahagskerfið hefðu menn hlustað á tillögur Sjálfstæðismanna. Þá væri atvinnuleysið ekki eins mikið og almenningur hefði haft meira fjármagn til að nota i þjónustu og til að versla, sem hefði svo þýtt meiri skatttekjur fyrir ríkissjóð og sveitarfélag.
Það er i sjálfu sér ágætt að Lilja skuli sjá ljósið hjá Sjálfstæðisflokknum. Hún og fleiri í Vinstra liðinu hefðu kannsi átt að hlusta fyrr. Það hefði orðið betra fyrir þjóðina að fara eftir hungmyndum Sjálfstæðismanna.
5.4.2010 | 13:00
Breytist hugsunarháttur þingmanna ef landið verður eitt kjördæmi?
Björgvin G.Sigurðsson,þingflokksformaður Samfylkingarinnar og þingmaður Suðurkjördæmis telur að hugsunarháttur þingmanna muni breytast verði landið allt gert að einu kjördæmi. Verði það gert muni þingmenn hætta öllu poti fyrir sína heimabyggð og kjördæmi.
Ég hélt nú reyndarað í dag ættu þingmenn fyrst og fremst að hugsa um hag landsins þótt þeir væru kjörnir fyrir ákveðið kjördæmi. Svo er það spurning hvort það yrði til bóta fyrir landsbyggðina ef landið væri allt gert að einu kjördæmi.
Verði landið gert að einu kjördæmi er ég ansi hræddur um að flokksforystan muni ráð ansi miklu um val framboðslistans og hlutur Reykjavíkursvæðisins verði ansi mikill á hverjum lista. Ætli landbyggðarsjónarmið ættu þá mikið uppá pallborðið?
Það er alls ekki gott að þingmenn fjarlægist kjósendur sína sem myndi gerast eef landið verður eitt kjördæmi. Ef eitthvað er að núverandi fyrirkomlagi kjördæmaskipunar er það þau eru of stór. Þingmenn eiga erfitt með að sækja fundi og vera í nánu sambandi við kjósendur sína.Það væri því mun nær að gera þá breytingu að fjölga kjördæmum heldur en að gera landið að einu kjördæmi.
En þessi hugsunarháttur Björgvins í Samfylkingunni kemur ekkert á óvart. Samfylkingin vill færa valdiðö frá fólkinu. Þetta er alveg í samræmi við þeirra hugsun að betra sé fyrir Ísland að vera lítill hreppur en ESB heldur en standa utan við bandalagið.
2.4.2010 | 13:02
Viljum við afhenda ESB fiskimiðin til að stunda ofveiði ?
Áhugi ESB þjóða að fá okkur Íslendinga í bandalagið á sér örugglega þá skýringu helsta að þjóðirnar sjá fram á að geta nýtt sér hin gjöfulu fiskimið okkar. Eins og frétt mbl greinir frá sýna rannsóknir að ESB þjóðir hafa stundað ofveiði. Þeir þurfa þess vegna að fá aðgang að öðrum fiskimiðum.
Það er fáránlegt að okkur íslendingum skuli detta í hug að ætla að fórna okkar aðal atvinnuvegi til að geta setið í kjöltu ESB. Furðulegt að heill stjórnmálaflokkur beins og Samfylkingin skuli leggja allt kapp á að koma okkur þar inn. Enn furðulegra er þó að Vinstri grænir standi við hlið Samfylkingarinnar í þessu máli. Þetta mál er keyrt áfram þrátt fyrir smá kattavæl í einstökum þingmönnum VG.
Sorglegt að við skulum vera að eyða hundruðum milljörðum í umsókn í ESB til að geta afhent ESB þjóðunum okkar dýrmætustu eign þ.e. yfirráðin yfir fiskimiðunum.
![]() |
Útvegsstyrkir ESB leiða til ofveiði samkvæmt nýrri rannsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.4.2010 | 11:34
Kattasmölun. Ný revía í Borgarleikhúsinu eftir Hallgrím Helgason.
Það var skemmtilegt að sjá í dag fréttatilkynninguna frá Borgarleikhúsinu um nýja revíu sem sýna á seinna í mánuðinum.Hallgrímur Helgason er auðvitað rétti maðurinn til að semja svona revíu.Hann þekkir alla innviði Samfylkingarinnar og ábyggilega einnig innansveitarkrónikuna hjá Vinstri grænum.Þetta verður því örugglega hárbeitt ádeila hjá Hallgrími.Það hlýtur einnig að vera kærkomið tækifæri fyrir byltingarsinnann að geta skrifað um eitthvað annað en Davíð Oddsson. Ekki skemmir það svo að Hörður Torfason hefur samið nokkur skemmtileg ádeilulög um hina tæru Vinstri stjórn og ástandið á kattaheimilinu.
Samkvæmt fréttatilkynningunni verður viðtal við þá félaga Hallgrím og Hörð í fréttum sjónvarpsins í kvöld.
En sem sagt frábært framtak að setja upp þessa sýningu.
31.3.2010 | 15:30
Ekkert Diet Coce nætu mánuði ?
Samkvæmt fréttum fjölmiðla virðist Jóni Ásgeiri og Ingibjörgu tekist að skrapa saman 1 milljarði króna til að bjarga 365 miðlum. Miðað við afkomu hinna ýmsu fyrirtækja Jóns Ásgeirs er með ólíkindum hvernig hann getur skrapað saman 1 milljarði.
Annars vorkenni ég honum alveg skelfilega. Hann hlýtur að hafa þurft að skrapa svo hressilega saman að hann getur ekki leyft sér að drekka Diet Coce næstu mánuðina. Í frægu viðtali sagði Jón Ásgeir að hann gerði nú ekki meiri kröfur til lífsins en eiga fyrior Diet Coce.
Hvað verður nú um blessaða manninn þegar hann á ekki lengur fyrir Diet Coce. Auðvitað er samt skiljanlegt að hann fórni drykknum fyrir að geta áfram ráðið yfir 365 miðlum.
29.3.2010 | 17:23
Gamli kattaforinginn malar af ánægju að sitja í kjöltu Jóhönnu.
Einu sinni fyrir langa löngu var Steingrímur J. hress köttur og fór sínar eigin leiðir. Hann lét í sér heyra og lét ekki kúga sig. Eftir að aldurinn færðist yfir hann þráði hann ekkert heitar en fá að sitja í finum stól. Svo vel unir hann nú að sitja í kjöltu Jóhönnu sem öllu vill ráða í Kattholti að hann vill bara mala en alls ekkert vera að hvæsa og setja upp kryppu.
Hann má alls ekki til þess hugsa að villikettirnir á VG heimilinu geri einhvern usla og uppreisn. Það má ekki gerast hugsar Steingrímur kattaforingi, þá fer ég á vergang.
Við verðum bara að leyfa henni Jóhönnu að ausa yfir okkur svívirðingum.
![]() |
Stjórnarsamstarfið ekki í hættu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.3.2010 | 14:30
Stærstu mistök Framsóknar að halda að hægt væri að vinna með Jóhönnu.
Ég var um helgina að lesa viðtal við Sigmund Davíð formann Framsóknarflokksins í DV. Það kemur alveg greinilega fram að Sigmundur Davíð studdi minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna af þeirri einföldu ástæðu að hann hélt að hægt væri að vinna með þeim og tekið yrði tillit til sjónarmiða Framsóknarflokksins.
Hann komst fljótt að því að Jóhanna Sigurðardóttir er ekki á þeim buxunum að taka tillit til annarra. Eftir að hún var búin að plata Sigmund Davíð uppúr skónum mátti hann eiga sig og hún gaf öllum hans ábendingum og skoðunum langt nef.
Jóhanna er þannig pólitíus að hún telur að hún ein hafi rétt fyrir sér og aðrir verði að hlýða. Þess vegna voru vonbrigði Sigmundar Davíðs mikil þegar hann sá að ekkert tillit var tekið til hans. Hann sat uppi með að hafa leitt þessa ógæfusömu Vinstri stjórn til valda.
Það eru stærstu mistök Framsóknarflokksins.
29.3.2010 | 13:28
Leggst eitthvað vel í Vinstri græna annað en skattahækkanir ?
Vinstri grænir eru mesti afturhaldsflokkur sem nokkurn tíma hefur verið uppi á Íslandi. Það eru því engar stórkostlegar fréttir að niðurskurður í ríkiskerfinu leggist illa í VG.
Það eina sem virðist leggjast vel í VG er að hækka skatta og auka ríkisforsjá.
Atvinnuuppbygging og framfarir eru algjört eitur í beinum Vinstri grænna.
![]() |
Uppstokkun ráðuneyta leggst illa í Vinstri græna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.3.2010 | 20:04
Ætli þingflokksfundur VG byrji á Kattadúettnum?
Nú er svo komið að hroki og yfirgangur Jóhönnu verkstjóra Vinstri stjórnarinnar gengur fram afþingmönnum VG. Formaður Samfylkingarinnar líkir þingflokki við ketti og að erfirtt sé að smala slíkum hóp saman. Reyndar má Jóhanna eiga það að hún kallar Vinstri græna ekki villiketti.
Auðvitað sjá það nú flestir að friðurinn á Vinstri heimilinu er ekki lengur til staðar hafi hann nokkurn tíma verið til. það sjá það fleiri og fleiri að hroki og yfirgangur Jóhönnu er slíkur að það getur ekki nokkur stjórnmálaflokkur unnið með henni.
Hvers vegna eiga Vinstri grænir að vera eins og þæg lömb við Jóhönnu. Er samstaða Jóhönnu fólgin í því að allir séu eins og þæg lömb sem auðvelt er að smala saman. Fyrst allir í VG eru ekki til í tangó með Jóhönnnu er þeim líkt við ketti.
Eflaust mun Jóhanna reyna að fá Steingrím J til að syngja með sér kattadúettinn eitthvað áfram,en ég trúi ekki að sumir þingmenn VG hafi lengur geð í sér að vera bakraddir.
![]() |
VG ræðir ummæli forsætisráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
-
gumson
-
nkosi
-
addi50
-
baldher
-
kaffi
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
artboy
-
gattin
-
carlgranz
-
diesel
-
gagnrynandi
-
einarbb
-
ellidiv
-
eyglohardar
-
ea
-
fhg
-
gesturgudjonsson
-
gretarmar
-
gudbjorng
-
lucas
-
dramb
-
gylfig
-
fosterinn
-
smali
-
helgi-sigmunds
-
helgimar
-
helgigunnars
-
himmalingur
-
hjorturgud
-
ibvfan
-
jakobk
-
johannp
-
jonmagnusson
-
jonsnae
-
kolbrunerin
-
ladyelin
-
lotta
-
liljabolla
-
altice
-
ludvikludviksson
-
maggij
-
iceland
-
redlion
-
rynir
-
heidarbaer
-
sigurjon
-
sv11
-
sigurdurkari
-
siggith
-
steffy
-
stebbifr
-
eyverjar
-
svanurg
-
tibsen
-
vefritid
-
nytthugarfar
-
nautabaninn
-
hector
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
iceberg
-
tbs
-
doddidoddi
-
valdivest
-
malacai
-
annabjorghjartardottir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
eeelle
-
gauisig
-
elnino
-
zumann
-
gp
-
morgunblogg
-
minos
-
daliaa
-
johannesthor
-
stjornun
-
jonlindal
-
bassinn
-
kuldaboli
-
kristjan9
-
maggiraggi
-
odinnth
-
omarbjarki
-
oskareliasoskarsson
-
skari
-
siggus10
-
siggisig
-
steinn33
-
valdimarjohannesson
-
thjodarheidur
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.9.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 829271
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar