Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Á líka að kjósa um kvóta í landbúnaði, um laxveiðiárnar, um leigu landeigenda og fleira ?

Ég er einn af þeim sem tel að ýmislegt megi laga og bæta í núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi,en ég kem ekki auga á hvernig eigi að kjósa um málið. Á að spyrja kjósendur, viljið þið taka kvótann af núverandi aðilum sem hafa hann til umráða. Eflaust gætu menn fengið þá niðurstöðu að rétt væri að hirða kvótann af mönnum sem hafa fjárfesta í honum. En er það rétt? Hvað myndi vinnast með því annað en leggja flestar útgerðir í rúst. Það er gjörsamlega fráleitt að ætla að efna til slíks klofnings og stríðs meðal þjóðarinnar eins og Samfylkingin vill.

Ef Samfylkingin ætlar þessa leið ín sjávarútveginum, á þá ekki alveg eins að kjósa um hvort hirða eigi kvótann af bændum í landbúnaðinum. Það hefur nefnilega farið ansi hljótt að þar er einnig kvótakerfi, sem gengur kaupum og sölum. Er það kerfi þá ekki alveg eins óréttlátt.

Hvað með aðila sem eiga heilu laxveiðiárnar og leyfa mönnum að óta þar veiðiréttinn og úthluta mönnum kvóta. Ætlar Samfylkngin að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu og spyrja kjósendur hvort þeir vilji ekki hirða árnar af aðilum sem eru að græða stórfé áað leyfa öðrum að nýta veiðiréttinn.

Hvað með landeigendur, sem eru að selja land eða innheimta lóðarleigu í eigin vasa. Samfylkingin hlýtur að vilja setja það í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort ekki sé rétt að ríkið hirði landið af landeigendum.

Maður skilur ekki alveg hvað Samfylkingunni gengur til að ætla að efna til alls herjarátaka milli landsmanna.

Það er mjög hættulegur hugsunagangur sem kemur fram í hugmyndafræðis Samfylkingarinnar þ.e. að fyrirtæki megi ekki græða. Raunveruleg er Samfylkingin að boða breytingu ásamt Vinstri grænum að allt færist smátt og smátt undir ríkið. Halda menn virkilega að það verði betra fyrir íslensku þjóðina að drepa niður allt einstaklingsfrelsi og framtak einstaklingsins.

Ég held ekki.


mbl.is Samfylkingin vill þjóðaratkvæði um fiskveiðistjórnunarkerfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstri stjórnin í stríði við allt og alla.

Forystumenn Vinstri stjórnarinnar telja sig vera boðbera samvinnu og sátta í þjóðfélaginu. Sú stefna birtist reyndar fáum. Nýlega litu Samtök atvinnulífsins svo á að Vinstri stjórnin hefði rofið sáttmálann um stöðugleikann með samþykkt skötuselsfrumvapsins.

Nú telur forysta ASÍ á sér brotið með stofnun Vinnumarkaðsstofnunar. Forseti ASÍ sgir þáaldrei muni sætta sig við þetta.

Merkilegt að stjórn sem segist vilja frið og sátt í þjóðfélaginu skuli hafa fengið bæði Samtök atvinnulífsins og ASÍ upp á móti sér. Í stað samstarfs og friðar er Vinstri stjórnin í stríði við allt og alla..


mbl.is Harðorður í garð félagsmálaráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýi vegurinn til Vestmannaeyja. Bylting í samgöngumálum.

Nýi þjóðvegurinn til Vestmannaeyja er í augsýn. Í dag er auglýst ferðaáætlun og verðskrá,en nýi vegurinn verður tekinn í notkun þann 1.júlí n.k.

Þrátt fyrir að Eyjamenn hefðu viljað hafa áætlunina eitthvað öðruvísi verður hér um gífurlega byltingu að ræða í samgöngumálum. Segja má að loksins núna árið 2010 s´ðeu Eyjamenn að komast í alvöru í tengsl við þjóðvegakerfi landsins. Það munu skapast gífurlegir möguleikar við þessa breytingu. Auðvelt verður fyrir Eyjamenn aðskjótast á fastalandið og jafnvel stunda þar vinnu.

Fyrir ferðaþjónustuna í Eyjum á þetta að geta orðið gífurleg lyftistöng.

QAð sjálfsögðu þarf að útbúa þannig afsláttarkerfi að þeir sem vilja notfæra sér nýja veginn oft þurfi lítið sem ekkert að greiða fyrir ferðina.

Að sjálfsögðu ber svo að stefna að því að Eyjamenn sjálfir hafi umsjón með skipinu,því heimamenn eru best fallnir til að stýra fjölda ferða og sjá um reksturinn.

Þrátt fyrir að fresta hafi þurft að byggja nýtt skip berður að halda baráttunni áfram. Það mun birta upp í efnahagsmálum þjóðarinnar ekki síst fyrir verðmætasköpunina í Vestmannaeyjum. Það er því raunhæft að halda baráttunni áfram fyrir nýju skipi.

Það er stórkostlegt að þessi bylting í Samgöngumálum með siglingu í Landeyjahöfn skuli verða að veruleika eftir örfáa daga. Hamingjuóskir til Eyjamanna og okkar allra.


mbl.is Sumaráætlun Herjólfs birt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjór og nektarbúllur aðaláhugamál sumra þingmanna.

Á sínum tíma vakti það verulega athygli,hneykslun og reiði þegar þingmenn ætluðu að ræða hvort leyfa ætti sölu bjórs og léttvíns í matvöruverslunum þegar allt var hrunið á Íslandi. Mörgum fannst að þingmenn hefðu um eitthvað þarfara að ræða.

Sumir þingmenn virðast lítið hafa lært af þessu. Eitt aðalbaráttumálið nú er að banna nektardans. Eflaust hið besta mál en eftir stendur hvort önnur mál ættu nú ekki að hafa forgang svo sem vandi heimilanna og að atvinnulífið komist á skrið.

Einnig hafa nú risið upp þingmenn sem telja helsta og brýnasta verkefnið vera að banna alfarið bjórauglýsingar í fjölmiðlum. Eflaust einnig hið besta mál,en er þetta nú brýnasta vandamálið sem þingmenn standa frammi fyrir.

Auðvitað hefði dagskrá Alþingis átta að vera vandi heimila og fyrirtækja og tillögur til úrbóta. Önnur mál hefðu getað beðið á meðan.

Vikur til eða frá hvort við fáuum að kaupa bjór í matvöruverslunum, sjá nektardans eða horfa á bjórauglýsingar getur ekki ráðið úrslitum fyrir hinn venjulega borgara landsins.

Almenningur hefur áhuggjur af allt öðrum málum. Þingmenn ættu að vera með almenningi í þeimk áhyggjum.


Á fyrst að fella niður skuldir og skattleggja svo niðurfellinguna?

Margar fjölskyldur hafa beðið mánuðum saman eftir því að stjórnvöld gerðu eitthvað raunhæft til hjálpar. Nú síðast hefur félagsmálaráðherra talað um niðurfellingu skulda. Nú hafa margir búist við að loks færi eitthvað jákvætt að gerast. En hvað? Í kjölfarið koma fréttir um að niðurfelling skulda verði reiknuð sem tekjur og skattlagðar samkvæmt því.

Sem sagt aðili sem fær niðurfelldar skuldir uppá 10 milljónir króna á svo að greiða skatt af 5 milljónum. Væntanlega verður skattaskuldin ekki síður íþyngjandi heldur en skyldin var áður.

Ef úrræði félagsmálaráðherra eru í þessum dúr kemur það vart til að hjálpa mörgum.


mbl.is Niðurfærsla skulda ekki skattskyld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðismaður ekki gegnt stöðu bankamálaráðherra síðustu 20 árin.

Margir vilja kenna Sjálfstæðisflokknum einum um hrunið á Íslandi.Það sé engum örðum um að kenna. Vissulega ber Sjálfstæðisflokkurinn mikla ábyrgð á því hvernig fór,en fráleitt er að ætla að hann eigi einn að bera alla ábyrgð.

Það hefur t.d.lítið farið fyrir því að síðustu 20 árin hefur Sjálfstæðisflokkurinn aldrei haft bankamálaráðherra landins. Lengst af var aðili úr Framsóknarflokknum sem gegndi þeirri stöðu. Í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar var það Samfylkingin sem mannaði stöðu bankamálaráðherra og í hinni tæru Vinstri stjórn er það utanflokkamaður.

Það má því segja að öll bankavitleysan hafi átt sér stað á vakt Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar.

 

 


Ragnar Reykás í tæru Vinstri stjórninni?

Það lítur út fyrir að Ragna Reykás, eigi sæti í ríkisstjórninni. Upphefð fyrir hann að vera orðinn ráðherra.

Fram að þessu hefur viðskiptaráðherra lagt mikla áherslu á að við verðum að ganga frá Icesave svo lánalínur opnuðust. Okkur hefur hingað til verið talin trú um að það gæti reynst okkur erfitt og myndi stöðva alla uppbyggingu í landinu, ef við fengjum ekki lán frá AGS og Norðurlöndunum.

Nú kemur þessi sami ráðherra fram á sviðið og segir að það kunni að vera mun hagstæðara fyrir okkur að fresta öllum lántökum næstu mánuði.

Þetta minnir óneitanlega á Ragnar Reykás.Blaðinu bara gjörsamlega snúið við.

Er nema eðlilegt að stjórnin sé að tapa stuðningi hjá þjóðinni.


mbl.is Hugsanlega hagstæðara að fresta lántökum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hin tæra Vinstri stjórn bannar verkfall.

Já, hver hefði nú trúað því að fyrsta tæra Vinstri stjórnin sem kallar sig sérstakan vin launþega skuli nú setja lög á hóp sem berst fyrir kjörum sínum.

Það hefur nú ekki gengið svo lítið á hjá Vinstri flokkunum þegar Sjálfstæðisflokkurinn hefur gripið til svona ráðstafana.

Auðvitað er það alveg rétt að það má ekki gerast að öll uppbygging ferðaþjónustu verið stór sköðuð með því að stöðva allt flug,þannig að það var kannski lítið annað hægt að gera til að höggva á hnútinn heldur en að setja lög.

Vinstri flokkarnir muna þetta eflaust þegar þeir verða næst í minnihluta og Sjálfstæðisflokkurinn bannar verkfall með lögum.

 

 


mbl.is Verkfallið bannað til 30. nóvember
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kokhraustur þrátt fyrir falleinkunn Vinstri stjórnarinnar.Steingrímur J. telur lítið að marka álit kjósenda.

Alveg var stórkostlegt að heyra í Steingrími J. þegar hann var beðinn að segja álit sitt á niðurstöðu skoðunarkönnunar,sem sýnir að Vinstri stjórnin nýtur stuðnings minnihluta þjóðarinnar.Það er eins og Steingrímur J. geti hreinlega ekki skilið að þjóðin hefur fullan rétt á því að kjósa það sem hún vill. Við þurfum ekki að taka upp kerfi þar sem aðeins einn flokkur er í framboði og ekkert val.

Auðvitað er skoðanakönnun ekki hinn endanlegi dómur en gefur ákveðnar vísbendingarhvernig landið liggur. Þarf einhver að vera undrandi á því að þjóðin sé að missa allt traust á Vinstri stjórninni?

Reyndar er merkilegt hve stór hópur er enn tilbúinn að kjósa Vinstri græna,sem eru á móti öllu sem lýtur að atvinnusköpun og framförum.

Það skiptir engu máli hversu Steingrímur J.reynir að yggla sig og skammast útí Sjálfstræðisflokkinn þá hefur hann nú um 18 mánaða skeið fengið tækifæri til að standa við öllu stóru orðin.

Þjóðin er að hafna verkstjórn Jóhönnu og Vinstri stjórninni í heild sinni.


Orð,fleiri orð,og enn fleiri orð en ekkert gerist hjá Vinstri stjórninni.

Í eitt og hálft ár hefur almenningur hlustað á orðagjálfrið hjá Vinstri stjórninni umskjaldborg um heimilin og eitthvað þyrfti að gera til bjargar illa stöddum heimilum.

En hvað, ekkert gerist. Hvernig á því nokkur að hafa einhverja meiri trú á orðagjálfri félagsmálaráðherra núna.

Það er því ósköp eðlilegt að sérílagi fylgi Samfylkingarinnar skuli hrynja. Margir bundu miklar vonir við Vinstri stjórnina, en sjá nú að undir stjórn Jóhönnu gerist hreinlega ekki neitt til að koma þjóðinni uppúr vandræðunum.


mbl.is Ríkisstjórnin á að segja af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 829271

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband