Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Öryggi farþega og áhafnar númer eitt,tvö og þrjú.

Auðvitað hljóta allir að geta tekið undir og fagnað því að skipstjórar Herjólfs meta öryggi farþega og áhafnar fyrst og fremst þegar tekin er ákvörðun hvort sigla eigi í Landeyjahöfn. Við hljótum að vera sammála að ekki er hægt að tefla í neina tvísýnu. Það vita allir að Landeyjahöfn þarf á verulegum breytingum að halda eigi hún að geta þjónað hlutverki sínu sem heils árs höfn. Það vita það allir að gert var ráð fyrir að smíða þyrfti nýtt og hentugra skip til að annast þessar ferðir milli Eyja og Landeyjahafnar.

Gagnrýnin á því alls ekki að beinast gegn skipstjórum Herjólfs eða Eimskip sem rekur skipið. Frekar ber að fagna því að fyllsta öryggis sé gætt.

Mér fanns flott að lesa það sem haft er eftir Magnúsi Jónassyni fyrrverandi framkvæmdastjóra Herjólfs þar sem hann segist hafa full trú á að Landeyjahöfn verði í ramtíðinni sú mikla samgöngubót sem tilefni stóð til. Magnús bendir einnig á að núverandi Herjólfur er orðin eldri en þeir tveir Herjólfar sem voru forverar hans. Það sé því fyllilega kominn tími á nýtt skip.

Það er örugglega til góðs að skipa þann starfshóp sem Ögmundur samgönguráðherra hefur skipað um siglingar Herjólfs í Landeyjahöfn. Það er af hinu góða að Elliði bæjarstjóri stýrir þeim hóp.

Það er alveg á hreinu að menn komast yfir þessa  byrjunarörðugleika og Landeyjahöfn verður sú mikla samgöngubót og lyftistöng fyrir Eyjamenn eins og stefnt var að.

 


mbl.is Skipstjórar Herjólfs fái vinnufrið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers vegna vill Jóhanna ekki aukin viðskipti við Kína?

Ég skrifaði um það nýlega að það vekur furðu að Jóhanna vill ekki tala við forsætisráðherra Kína. Jóhanna hefur enga skýringu gefið á því. Nú kemur hér frétt á mbl. að einnig hafi verið væntanleg 100 manna viðskiptanefnd. Hvað er eiginlega að gerast? Höfum við ekki þörf fyrir að auka viðskipti okkar á sem flestum sviðum.´Er ekki aðalmálið til að Ísland nái sér á strik að skapa meiri útyflutningstekjur. Það er fáránlegt að vilja ekki taka á móti ráðamönnum og viðskiptamönnum frá stórveldinu Kína.

Það hlýtur að vera mjög eðlilegt að álykta að Jóhanna vilji ekki rugga bátnum með viðræðum við Kína vegna ESB. Samfylkingin virðist halda að heimurinn sé bara ESB að Ísland eigi enga aðra möguleika á viðskiptum nema við þá blokk.

Jóhanna forsætisráðherra hlýtur að þurfa að gefa skýringu á því hvers vegna hún hunsar mögulega aukningu á viðskiptum við Kína.


mbl.is 100 manna viðskiptasendinefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er hægt að hugsa sér meira óréttlæti?

Stundum verður maður alveg rasandi hvernig dómstólar dæma. Hvernig í óskupunum er hægt að neita bótakröfu manns sem lagði sig í hættu til að bjarga vinnufélaga sínum. Hvað gerir fólk þegar það sér vinnufélaga sinn í bráðri hættu öskrandi af sársauka. Auðvitað reyna menn að bjarga félaganum. Nú gerist það í framhaldinu að björgunarmaðurinn verður öryrki og líf fjölskyldu hans gjörbreytist.

Í fyrstu lýsti vinnuveitandinn honum sem hetju en neitar svo að bæta honum tekjumissinn og allt tjónið. Þetta er mikill og stór mínus fyrir Norðurál að standa svona að málum.

Enn fáránlegra er að dómstólar skuli standa með Norðuráli og Sjóvá og neita að maðurinn eigi rétt á bótum.

Vonandi tekur Hæstiréttur öðruvísi á málinu.

Maður hefði haldið að fyrirtæki eins og Norðurál teldi það sjálfsagðan hlut að bæta þeim aðila sem hugsaði fyrst og fremst um að bjarga vinnufélaga sínum heldur en koma fjölskyldu hans erfitt fyrir.

Þetta er ekki rós í hnappagat álfyrirtækisins. Skömm þeirra er mikil.


mbl.is Fær ekki bætur fyrir að hjálpa vinnufélaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhanna neitar að tala við forsætisráðherra Kína af ótta við að móðga ESB.

Óneitanlega vekur það mikla athygli að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra skuli ekki hafa tíma til að ræða við forsætisráðherra Kína. Nú hafa menn lagt áherslu á það á síðustu árum að auka mjög samskiptin við Kína. Viðskiptalegir hagsmunir eru gífurlega miklir og því mikið í húfi að hafa góð samskipti milli þjóðanna.Það er svo margt sem við getum boðið stórveldi Kína uppá af okkar vörum og ekki síður að selja þem okkar reynslu og þekkingu. Það er því fáránlegt að Jóhanna skuli ekki geta gefið sér tíma til að efla þessi samskipti.

Óneitanlega dettur manni í hug að þessi neikvæði tónn Jóhönnu stafa af ótta við ESB. Núna mitt í samningaviðræðum við ESB vill Jóhanna ekki eiga það á hættu að móðga ESB með Kína snakki.

Eins og við vitum er Samfylkingin tilbúin að leggja allt í sölurnar til að komast í ESB klúbbinn.

Afstaða Samfylkingarinnar í ESB málum skaðar okkar hagsmuni. það er furðulegt að vilja sýna Kínverjum lítilsvirðingu í stað þess að reyna að efla á allan hátt möguleikana á auknum viðskiptum við stórveldið.


Við þurfum engar undanþágur fyrir þennan sjávarútveg okkar segir Össur. Verðum bara að komast í ESB.

Margir hafa óttast að Samfylkingin væri reiðubúin að fórna nánast hverju sem er til að komast í ESB klúbbinn. Framkoma og talsmáti Össurar utanríkisráðherra meðal forystumanna ESB hefur styrkt marga Íslendinga í þeirri trú að það eitt skipti Össur og Samfylkinguna máli að komnast undir pilsfald ESB.

Yfirlýsing Össurar um að við Íslendingar þurfum engar sérstakar undanþágur í sjávarútvegsmálum er slík að hrollm setur að mörgum. Svona yfirlýsingar eru ekki líklegar til að styrkja samningsstöðu okkar nema síður væri. Það kemur berlega í ljós að Össur er tilbúinn að fórna hverju sem er til að komast inn hjá ESB. Össuri virðist líða alveg óskaplega vel innanum þessa toppa hjá ESB,þar sem hann getur slegið um sig með bröndurum. Hvaða máli skiptir þá þessi sjávarútvegur á Íslandi.

Það sem er þó furðulegast af öllu er að Vinstri grænir skuli sitja þegjandi undir öllu þessu. Hvernig í óskupunum stendur á því að VG lætur þetta yfir sig ganga. Ef VG stöðvar ekki nú þegar þessa vitleysu í Össuri held ég þeir missi endanlega það litla traust sem sumir bera enn til VG.

 


mbl.is Undrast orð ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er bankahrunið um heim allan Geir H.Haarde að kenna? Steingrímur J. hlýtur að halda það.

Hvergi nokkurs staðar hefur stjórnmálamaður verið ákærður fyrir að bera ábyrgð á hruninu utan Íslands. Steingrímur J. og fleiri gamlir pólitískir andstæðingar Geirs H.Haarde settu á svið pólitískan farsa þar sem kenna á Geir um hrun bankanna á Íslandi.

Hvernig stendur á því að bankar hrundu um allan heim. Varla er nú hægt að halda því fram að Geir hafi stjórnað atburðarráinni þar.

Gott er að draga fram að einmitt vegna aðgerða Geirs og hans stjórnar er nokkuð víst að það tókst að koma í veg fyrir gjaldþrot íslensku þjóðarinnar. Ísland er mun betur sett en Grikkland og Írland,þrátt fyrir að þau lönd eru innan ESB.

Sagna mun dæma Steingrím J. og félaga hart fyrir einstakar pólitískar ofsóknir í garð Geirs H.Haarde.


mbl.is „Þetta er pólitískur farsi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingin stefnir í 11-12% fylgi haldi Jóhanna áfram.

Í haust verður Landsfundur Samfylkingarinnar haldinn. Jóhanna Sigurðardóttir hefur gefið það út að hún ætli sér áfram formannssætið. Það hefur farið hrollur um margab Samfylkingarmanninn. Stuðningsmenn gera sér grein fyrir að mikill meiri hluti þjóðarinnar er búin að fá sig fullsaddan á vinnubrögðum Jóhönnu. Undir stjórn Jóhönnu er Samfylkingin að færast svo til vinstri að fyrrum eðalkratar hafa lítinn áhuga að fylgja flokknum.

Hatrammar árásir og níð Jóhönnu um Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn útilokar að þeir flokkar hafi nokkurn áhuga að vinna með Jóhönnu.

Undir forystu Jóhönnu er Samfylkingin á leiðinni í að verða lítiil vinstri flokkur eins og Alþýðubandalagið var lengst af.

Þetta er svo sem hið besta mál og mun þýða að margir fyrrum wstuðningsmenn Samfylkingarinnar eiga eftir að styðja Sjálfstæðisflokkinn


mbl.is Annir hjá forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landsbankinn sýnir einstakan rausnarskap. Afskrifar 20 milljarða hjá útgerðarmanni og gefur honum hlutabréf.

Það verður að segjast eins og er að mikið kemur Landsbankinn á óvart. Samkvæmt fréttum RÚV í kvöld hefur Landsbankinn afskrifað 20 milljarða hjá Guðmundi í Brim og til viðbótar leyft honum að halda allri eign sinni í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. Útgerðarmaðurinn mun eiga þriðjung í því ágæta fyrirtæki.

Það hlýtur að vera mikið fagnaðarefni fyrir alla viðskiptavini Landsbankans að hann skuli taka svona á málum. Nú geta viðskiptavinir Landsbankans sem skulda litlar upphæðir í samanburði við þessar risaupphæðir útgerðarmannsins að eiga niðurfellingu skulda sinna vísa.

Svona eiga bankar að vera. Ekki að láta svona smámuni eins og nokkra tugi milljarða vera að þvælast fyrir sér. Og auðvitað eiga menn að fá að halda sínum hlutabréfum í góðum fyrirtækjum.

Landsmenn eiga Landsbankann og hljóta að fagna þessari frábæru stefnu. Ekki verður því trúað að Landsbankinn hafi einhverja aðra starfshætti þegar kemur að minni spámönnum. Það sama hlýtir að gilda fyrir alla í bankanumk sem allir Íslendingar eiga.

Þetta er frábær stefna hjá Landsbankanum. Er það ekki ?


Sumir Samfylkingarþingmenn að gefast uppá ekki gera neitt stefnu Vinstri grænna.

Kristján Möller fv. samgönguráðherra sendir Ögmundi núverandi samgönguráðherra tóninn og segir lítið sm ekkrt gert í að koma framkvæmdum í vegagerð áfram. Að sjálfsögðu hlýtur það að fara í taugarnar á framsýnum Samfylkingarmönnum að horfa uppá afturhaldsstefnu og algjöra ekki gera neitt stefnu Vinstri grænna í öllum málum.

Það breytir engu þótt ríkisstjórnin hafi lofað vegaframkvæmdum æi tenglsum kjarasamninga. Ögmundi finnst ekkert þurfa að standa við samninga. Ekki gera neitt ræður hans för.

Nú hefur það komið fram að skattar og önnur gjöld á bifreiðar landsmanna nema um 50 mi9lljörðum. Til allra vegaframkvæmda er eingöngu varið um 16 milljörðum. Það er því fáránlegt að halda fram að ríkið fái ekki nægar tekjur frá bifreiðaeigendum til að standa undir framkvæmdum.

Vonandi fara fleiri og fleiri Samfylkingarþingmenn að sjá að það mun ekki gerast neitt í vegaframkvæmdum á meðan Ögmundur situr í stól ráðherra samgöngumála.


Ekki hægt að breyta Jóhönnu,Steingrími J. og Ögmundi ?

Auðvitað er það góðra gjalda vert að ætla að breyta störfum þingsins og ásjónu þess gagnvart almenningi.Það verður þó að segjast að ekki eru nokkrar líkur á að það takist á meðan hrokagikkir eins og Jóhanna,Steingrímur J. og Ögmundur sitja á þingi. Þessum þingmönnum finnst allt í lagi að traðka á rétti annarra þingmanna og leyfa sér að gefa þingmönnum rangar upplýsingar eða leyna upplýsingum,

Á meðan þetta fólk situr á þingi mun lítið breytast til batnaðar. Héðan af er ekki hægt að breyta Jóhönnu,Steingrími J. og Ögmundi.


mbl.is Nýr svipur verður settur á þingstörfin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 829240

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband