Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Ömurlegt að svona fólk skuli vera til.

Það eru skelfilegar fréttir sem berast frá frændþjóð okkar Norðmönnum. Það er ömurlegt að svona fólk eins og þessir morðingjar skuli vera til.Að heyra fréttir að hægri ofsatrúarmenn skuli hafa ætlað eyða hugsanlegum framtíðarforingjum Verkamannaflokksins er lýsir svo ömurlega hugsunahætti öfgafólks. Sem betur fer virða flestir skoðanir annarra og bera virðingu fyrir þeim þó þeir séu ekki sammála.

Það er rétt sem fram hefur komið að þjóðir heims verða að standa enn betur saman til að reyna að uppræta hryðjuverk eins og þetta.

Atburður eins og sá sem gerist hjá nágrönnum okkar í Noregi snertir okkur hér á Íslandi. Hugur okkar er með fólkinu í Noregi.


mbl.is Reynt að eyða framtíð Noregs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Írland,Ítalía,Grikkland,Portúgal og Spánn. Allt að hrynja. Davíð og Geir að kenna?

Samfylkingin og Vinstri grænir hafa lagt mikla áherslu á að reyna koma því inn hjá þjóðinni að efnhagshrunið á Íslandi væri Davíð Oddssyni fv.Seðlabankastjóra og Geir H.Haarde fv. forsætisráðherra að kenna. Reynt var að telja fólki trú um að hrunið og kreppan á Íslandi væri eingöngu hér.

Það vekuir því nokkra undrun að nú kemur Steingrímur J. og aðrir forystumenn Vinstri stjórnar fram og hafa miklar áhyggjur af efnahagsástandinu í mörgum löndum og telja það geta haft neikvæð áhrif á stöðu okkar.

Hvernig getur þetta eiginlega verið? Ekki eru Davíð og Geir að stjórna þessum ESB löndum, þar sem allt er að hrynja?


Fær þjóðin að kjósa um tillögur stjórnlagaráðs?

Það verður fróðlegt að fylgjast með hvernig þingmenn taka á tillögum stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá.Það er nauðsynlegt að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs áður en Alþingi fær tillögurnar til umfjöllunar. Þjóðin verður að fá að segja sitt álit.

Flestir þingmenn tala um aukin bein áhrif almennings á hin ýmsu mál. Það sýndi sig í Icesave málinu að þjóðarviljinn var annar heldur en meirihlutavilji Alþingis.Nú reynir á það hvort hugur fylgi máli hjá þingmönnum þegar þeir segjast styðja íbúalýðræði.


mbl.is Drög að nýrri stjórnarskrá lögð fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fylgist Össur með fréttum af ESB ?

Össur utanríkisráðherra var aldeilis brosmildur og kátur með forystumönnum ESB ríkja á dögunum. Össur sló um sig og sagði Íslendinga ekki þurfa á neinum undanþágum að halda í sjávarútvegi. Svo sannfærðir eru Samfylkingarmenn um að Ísland gangi í ESB að Merkel kanslari bauð okkur velkomna í bandalagið þegar Jóhanna heimsótti hana.

Margir spyrja í ljósi frétta af hrikalegri stöðu margra ESB landa hvað vil viljum eiginlega með því að ganga í klúbbinn. Er það virkilega eftirsóknarvert að sækjast eftir inngöngu með svo miklum látum eins og Össur boðar. Er eitthvað unnið fyrir okkur að ganga í klúbbinn þegar allt er að hrynja hjá ESB.

Hvað vinnst með upptöku Evru? Ekki er staða margra landa innan ESB þannig þrátt fyrir Evru.

Kannski verða svörin hjá Vinstri stjórninni í þessu eins og öðru, ykkur kemur það bara ekkert við. Svei mér þá, það lítur út fyrir að Össur fylgist ekki með fréttum af ESB ástandinu.


mbl.is Evran veikist gagnvart dal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ykkur kemur það ekki við.

Vinstri stjórnin boðaði breytta tíma í pólitíkinni. Ekkert pukur lengur, all skyldi vera uppi á borði. Allt sem gert væri af hálfu stjórnvalda væri faglega unnið og gagnsætt. Einhverjir trúðu að þetta yrði raunin.

Vinnubrögð vinstri stjórnarinnar hingað til hafa ekki verið samkvæmt þessu. Nýjasta dæmið er salan á Byr. Þegar spurt er út í söluna svara ráðamenn. Ekki gefið upp, ykkur kemur þetta ekkert við.Þannig eru svör forystumanna til almennings í landinu.

Þegar formaður fjárlaganefndar var spurð hvers vegna öll þessi leynd væri varðandi söluna var svarið, það hlýtur að vera ástæða fyrir því. Formaðurinn hefði alveg eins getað svarað, af því bara.

Þetta eru stjórnmálamennirnir sem boðuðu að allt ætti að vera gagnsætt.

 


Kaupum ekki lambakjöt.

Fréttir berast nú að því að framundan sé gífurleg hækkin á lambakjöti. Rætt er um að sú hækkun geti orðið allt að 25%. Óskiljanlegt er hvernig bændum getur dottið í hug að ætla að skella slíkri hækkun á neytendur sem er umfram allar aðrar hækkanir. Forseti ASÍ hefur skorað á neytendur að sniðganga lambakjötið ætli bændur sér að ráðast á þennan hátt á afkomu almennings.

það er vissulega ástæða að taka undir þetta. Almenningur verður að sýna samstöðu og gera bændum grein fyrir því að neytendur muni ekki láta bjóða sér þetta. Sem betur fer er framleitt margt annað kjöt en lambakjöt. Svínakjöt er t.d. frábært á grillið. Svo er kjúklingar hin besta matvara að maður tali nú ekki um nautakjötið.

Sem sagt, nú þarf almenningur að standa saman og láta ekki bjóða sér 25% hækkun á lambakjöti. Sýnum forystu sauðfjárbænda að almenningur lætur ekki bjóða sér þetta. Almenningur greiðir nú þegar fúlgur fjár til sauðfjárbænda í formi ríkisframlaga. Við segjum NEI við 25% hækkun á lambakjöti.


Gæfuspor fyrir Garðinn.

Á sínum tíma var rekinn mikill áróður fyrir því hversu gott væri fyrir sveitarfélögin að hefja samstarf við Fasteign. Sveitarfélögin seldu eignir sínar inní félagið og leigðu síðan af fasteignafélaginu. Nú hefur komið í ljós að þetta hefur reynst mörgum sveitarfélögum ansi dýrkeypt. Má þar nefna sveitarfélögin Álftanes,Reykjanesbæ og Sandgerði.

Sem betur fer tókum við sem höfðum forystu fyrir sveitarférlaginu Garði á þeim tíma að fara ekki þessa leið. Við gátum á engan hátt séð hvaða stórkostlegi ávinningur væri að því að selja eignirnar og leigja síðan.

Alveg er ég sannfærður um að þessi ákvörðun okkar á sínum tíma er eitt mesta gæfuspor sem Garðurinn hefur stigið á seinni árum. Sveitarfélagið Garður skuldar nú mjög lítið og á sínar stofnanir. Möguleikar garðsins til að standa sig vel í áframhaldandi uppbyggingu og góðri þjónustu eru því mun betri en flestra annarra sveitarfélaga.


Vilja menn endilega hafa kreppu?

Svekkjandi er að sjá að lítið sem ekkert er að gerast í uppbygging álversins í Helguvík. Á meðan eru fleiri hundruð atvinnulausir á Suðurnesjum og á felir stöðum. Ef kraftur væri settur í framkvæmdina myndi það skapa mörg hundruðö störf. Ekkert gerist. Áhugi ráðamanna í Vinstri stjórninni er lítill til að berjast í því að koma málinu áfram.Furðuleg er afstaða ráðamanna að  vilja frekar borga milljarðana í atvinnuleysisbætur heldur en stuðla að atvinnuuppbyggingu. Hugsið ykkur. Búið er að greiða 80 milljarða í atvinnuleysisbætur frá hruni.

Hvar eru stjórnarþingmenn Suðurkjördæmis? Ekki vantaði brosið og myndir í fjölmiðlum af skóflustungunni í Helguvík.Þá brostu þau breytt Björgvin G. Sigurðsson og Oddný Harðardóttir. En hvað hafa þau gert síðan? Hafa þau lamið í borðið og sett Vinstri grænum stólinn fyrir dyrnar? Eða var það þeim nóg að fá mynd af sér með skóflu og bros.? Fyrir þá sem ganga atvinnulausir var það ekki nóg. Hvað með stöðu fyrirtækjanna sem gerðu ráð fyrir vinnu við álverið? Nú blasir við að engin verkefni eru framundan hjá iðnaðarmönnum á svæðinu. Vilja stjórnarþingmenn Suðurkljördæmis endilega viðhalda kreppuástandinu hér og gera það enn verra?

Ég held að það sé í fyrsta skipti síðustu 20 árin a.m.k sem engar framkvæmdir eru í Garðinum og vegum sveitarfélagsins. Það er ömurleg staða. Ekkert að gerast í gangstéttarframkvæmdum eða vegaframkvæmdum. Engar byggingar á vegum sveitarfélagins. Lítið sést um viðhaldsframkvæmdir.Aðeins unglingar að slá gras,mála götur og sópa. Íbúum fækkar og hús standa auð. Iðnaðarmenn sjá fram á verkefnin verða ansi lítil.

Auðvitað þarf sveitarfélagið að koma inní á svona tímum. Fjárhagsstaða Garðsins hlýtur að vera það góð eftir að hafa fengið um þrjú þúsund milljónir aukalega í kassann við sölu bréfa í Hitaveitu Suðurnesja að hægst sé að koma af stað framkvæmdum til að koma í veg fyrir að allt lognist útaf.

Það þarf að grípa til róttækra aðgerða bæði af hálfu stjórnvalda og sveitarfélaga. Tækifærin eru til staðar á Suðurnesjum.

 


Fagnaðarefni hvernig stjórnvöld tryggja samgöngur um þjóðveg eitt. Nú hlýtur að verða settur kraftur í að tryggja samgöngur við Landeyjahöfn allt árið.

Það er mikið fagnaðarefni að sjá hversu skjótt stjórnvöld og Vegagerðin bregðast við til að halda þjóðvegi eitt opnum eftir að brúin við Múlahvísl hvarf. Auðvitað geta menn ekki ráðið við náttúruöflin en menn geta ráðið því hvernig brugðist er við vandamálinu. Auðvitað gengur það ekki að þjóðvegur eitt sé lokaður á kafla. Þess vegna ber að fagna viðbrögðum stjórnvalda.

Í sambandi við þessu snöggu viðbrögð varð mér hugsað til Landeyjahafnar og samgangna við Vestmannaeyjar.Ég skrapp til Eyja um síðustu helgi. Þvílíkur lúxus að geta notað Landeyjahöfn. Þetta er svo mikil breyting til hins betra fyrir Eyjamenn og alla landsmenn. Með Landeyjahöfn má segja að Vestmannaeyjar séu komnar í beint vegasamband við þjóðveg eitt.

það er því eðlilegt að Vestmannaeyingar geri þá kröfu til stjórnvalda og Vegagerðarinnar að brugðist sé skjótt og öruggt við þeim vandamálum sem upp hafa komið varðandi Landeyjahöfn. Það hlýtur að vera krafa okkar allra að þessa samgönguleið tryggi öruggar samgöngur milli Eyja og lands allt árið.Stjórnvöld verða að setja allt á fullt til að tryggja samgöngurnar.

Það þarf að gera nauðsynlegar ráðstafanir varðandi Landeyjahöfn til að tryggja að höfnin sé opin og það hlýtur að þurfa strax að huga að nýju skipi.

Það er krafa okkar að stjórnvöld sjái til þess að allir landsmenn geti notað þjóðveg eitt hvar sem þeir búa á landinu. Varðandi Múlakvísl er mikið rætt um að það ferðaþjónustan tapi miklu við þetta áfall og þess vegna sé nauðsynlegt að það taki sem stystan tíma að opna hringveginn að nýju.

Ferðaþjónustuaðilar í Eyjum eiga líka allt sitt undir að hægt sé að sigla til Landeyjahafnar alla daga ársins.


mbl.is Fyrstu metrar brúar verða til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú geta Vinstri grænir látið virkjanamálin þvælast mánuðum saman í alls konar nefndum og ekkert gerist.

Jæja. loksins er rammaáætlun um verndun og nýting vatnsafls og jarðvarma komin upp á borðið.Nú mun fara af stað alls konar athugun og skoðun á þessari niðurstöðu. Leitað verður ótal umsagna, settar verða á stað fleiri nefnir og síðan starfshópar til að skoða álit nefndanna. Á meðan líður tíminn og ekkert gerist. það er það sem Vinstri grænir. Halda menn að svona rammaáætlun muni einhverju breyta um afstöðu VG til virkjanamála. þeir vilja ekki neina virkjun. Vinstri grænir vilja ekki neina atvinnustarfsemi sem byggist á því að það þurfi að virkja.

Aðalatvinnusköpunin verður allur sá fjöldi sérfræðinga,nefnd, ráða og starfshópa, sem þarf að skoða,yfirfara og meta rammaáætlunina með tilheyrandi kostnaði fyrir ríkissjóð'.Annað mun ekki gerast í virkjanamálum og atvinnuuppbyggingu þeim tengdum á meðan Vinstri grænir sitja í ríkisstjórn.

 


mbl.is Ýmsir þættir hafa áhrif á virkjanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 829240

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband