Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
30.6.2011 | 11:49
Jóhanna brýtur lög og segir ósatt. Er hennar tími ekki liðinn?
Hvað þarf þjóðin lengi að sitja uppi með forsætisráðherra, sem fengið hefur dóm fyrir að brjóta jafnréttislögin. Forsætisráðherra sem er uppvís að því að segja þinginu ósatt. Hvað meira þarf til svo hún yfirgefi ráðuneytið.Svo þykist þessi sama Jóhanna vera þess umkomin að dæma aðra harkalega og setja siðareglur.
Tími Jóhönnu er liðinn. Þjóðin þarf á því að halda að hún yfirgefi stól forsætisráðuneytisins.
![]() |
Vinnubrögð gagnrýnd harkalega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.6.2011 | 20:17
Litlar arðgreiðslur frá Landsvirkjun með Vinstri græna í ríkisstjórn.
Fjölmiðlar segja nú frá nýrri skýrslu sem unnin hefur verið fyrior Landsvirkjun, þar sem fram kemur að arðgreiðslur frá Landsvirkjun til ríkisins gætu numið mörgum tugum milljarða á ári. Forstjóri Landsvirkjunar líkir þessari framtíðarsýn sem samsvarandi olíusjóði Norðmanna.
Allt er þetta þó undir því komið að Landsvirkjun auki sína framleiðslu. Allt er þetta einnig undir því komið að Landsvirkjun geti selt orku sína til fyrirtækja sem vilja fjárfesta hér á landi. Allt er þetta undir því komið að það verði virkjað í landinu.
Þessi spá um gífurlega möguleika Landsvirkjunar til að skapa þúsundir nýrra starfa og fyrir ríkið að fá tug milljarða árlega í kassann munþví miður ekki verða að veruleika á meðan Vinstri grænir sitja í ríkisstjórn.
Vinstri grænir hafa mrag oft lýst því yfir að þeir eru á móti að virkja. Vinstri grænir hafa marg oft lýst því yfir að þeir eru á móti öllu sem byrjar á einka.
Það verða því litlar framfarir í landinu á meðan Vinstri grænir sitja í ríkisstjórn. Það verður lítið um raunhæfar kjarabætur og atvinnuuppbyggingu á meðan Vinstri grænir sitja í ríkisstjórn.
Eina von þjóðarinnar um bjartari framtíð er að Vinstri grænir verði ekki næstu áratugina í ríkisstjórn.
Það á að gefa afturhaldsöflunum í VG frí frá landsstjórninni.
![]() |
Allt að 112 milljarðar á ári |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.6.2011 | 16:55
Einn ráðherra og formaður þingflokks Samfylkingar senda frumvarp Jóns Bjarnasonar í ruslafötuna.
Í ruslafötuna með kvótafrumvarp sjávarútvegsráðherra segir einn af ráðherrum Samfylkingarinnar og formaður þingflokks Samfylkingarinnar tekur undir það.Þau segja að semja verði nýtt frumvarp og leggja fram í haust.
Hvers konar vinnubrögð eru þetta eiginlega hjá þessari vesælu vinstri stjórn? Sem betur fer er til kynsamlegt fólk innan Samfylkingarinnar sem sér að kollsteypa í sjávarútvegsstefnunni er ekki til hagsbóta fyrir þjóðina.
Merkilegt fannst mér að ekki skyldi vera full samstaða innan bæjarstjórnar Garðs að skora á Alþingi að hverfa frá því að samþykkja frumvarp sjávarútvegsráðherra. Fram kom á fundinum að eitt fyrirtæki í Garðinum myndi missa 1280 tonn af kvóta sínum eða 16% næði frumvarp Jóns B jarnasonar fram að ganga. Það voru eingöngu bæjarfulltrúar D-listans sem samþykktu tillöguna.
Merkilegt að N-listinn skuli ekki treysta sér að standa með sjávarútvegsfyrirtækjum Garðsins og þar með sveitarfélöginu öllu. Oddný G. Harðardóttir er guðmóðir N-listans og hefur örugglega áhrif enn á sitt fólk.Ég hefði búist við að hún sem þingmaður úr sjávarplássi tæki undir með Árna Páli,ráðherra og Þórunni þingflokksformanni Samfylkingarinnar og legði til að nýtt frumvarp yrði útbúið en það sem liggur fyrir færi í ruslafötuna. Svo virðist ekki vera miðað við hvaða afstöðu N-listi hennar í Garðinum tók.
![]() |
Segir breytingar á kvótakerfinu óraunhæfar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.6.2011 | 11:42
Á leiðinni í ESB í boði Vinstri grænna?
Alveg er það með hreinum ólíkindum að Vinstri grænir skuli stefna leynt og ljóst að því að koma Íslandi í ESB.Það hreinlega gengur ekki hjá forystu VG hvorki Jóns Bjarnasonar eða annarra að segjast vera alveg óskaplega á móti ESB en halda svo áfram á fullu í aðlögun og samningum um að ganga inn. Ríkisstjórnin tekur á móti alls konar framlögum frá ESB til að liðka fyrir og auka líkurnar á að þjóðin samþykki inngöngu. Hver hefði trúað því að VG þægi erlent fjármagn til að liðka fyrir ákveðinni niðurstöðu að Ísland gangi í ESB.
Nú liggur það fyrir að meirihluti þjóðarinnar er á móti aðild að ESB. Hvers vegna halda þá Vinstri grænir áfram að berjast fyrir inngöngu þvert á fyrri stefnu sína.
![]() |
Aðildarviðræður hafnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.6.2011 | 00:36
Lásu Egyptar gamlar ræður Steingríms J. ?
Fregnir herma að fjármálaráðherra Egyptalands hafi fengið þýddar gamlar ræður Steingríms J. um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Eftir að hafa lesið ræður Steingríms J. um AGS hættu Egyptar snarlega við að taka lán frá AGS. Fjármálaráðherra Egypta mun hafa fengið mikinn hroll og vægt áfall þegar hann las hástemmdar yfirlýsingar Steingríms J. hvernig færi fyrir þjóðum sem fengju lán frá AGS. Það voru ekki fallegar lýsingar og fjármálaráðherra Egypta vildi alls ekki verða til að leiða slíkar hörmungar yfir sína þjóð og hætti við lántökun.
Sem betur fer fyrir Egypta fengu þeir ekki sendar nýjustu ræður Steingríms J.þar sem hann dásamar AGS og þar séu sko aldeilis góðir gæjar á ferðinni, sem hafi það eitt markmið að vilja hjálpa okkur Íslendingum á allan hátt. Steingrímur J. dásamar hugmynd AGS að hækka virðisaukaskattinn á nauðsynjavörum úr 7% í 20%. Það muni koma heimilum landsins vel sérstaklega þeim llægst launuðu. Þar verður markmiðinu að norræna velferðarkerfinu náð.
Hætt er við að Egypski fjármálaráðherrann hefði átt í veulegum vandræðum með að átta sig á að Steingrímur J. hinn fyrri og Steingrímur J. hinn síðari er einn og sami maðurinn.
![]() |
Hættir við að leita til AGS |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.6.2011 | 14:33
Er eðlilegt að eyðileggja metárið í ferðaþjónustu ?
Það bara gengur ekki að flugmenn og Icelandair skuli ætla að eyðileggja fyrir þjóðinni þá miklu möguleika sem bundnar eru við metár í ferðamennsku. Svona verkfall hefur gífurlega neikvæð áhrif og það mun taka langan tíma að vinna upp tjónið.
Nú er það svo að flugmenn teljast vart til lægst launuðu hópa í landinu. Það fer því illa í aðra landsmenn að hálaunahópar telji nauðsynegt að grípa til verkfallsaðgerða á meðan lægst launuðu hjóparnir semja án verkfalla.
Vel má vera að deilan snúist að einhverju leyti um atvinnuörggi og að fleiri flugmenn verði að vera á launum allt árið en hafi ekki bara vinnu á sumrin. Auðitað getur maður skilið þá baráttu en einnig er auðvelt að skilja afstöðu Icelandair að erfitt er að vera með fullt á flugmönnum á launaskrá þegar minna er að gera á vetrarmánuðum.
Eitt er þó aæveg skýrt,hvorki flugmenn eða Icelandair hefur leyfi til þess að skaða ferðaþjónustuna á þann hátt sem nú er verið að gera. Þjóðin á heimtingu á því að aðilar nái samningum án þess að beita úreltum vinnubrögðum me verkfallsaðgerðum. Það er of mikið í húfi til a hægt sé að líða það.
![]() |
Sex flug felld niður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.6.2011 | 11:52
Mjólkin hækkar bensínið lækkar.
Blekið er ekki þornað á undirskrift kjarasamninganna þegar tilkynningar á hækkunum á landbúnaðarvörunum dynja yfir. Það sjá flestir að kauphækkunin verður ansi fljót að fara samkvæmt þessu. Smá huggun að bensínverð virðist vera að lækka. Reyndar spurning hvað olíufélögin gera hér,kannski segja þau ekki hægt að lækka,þar sem afgreiðslufólkið var að fá launahækkun.
Nú dettur mönnum virkilega í hug að hækka virðisaukaskattinn á helstu nauðsynjavörum eins og landbúnaðarafurðum úr 7% í 20 %. Lúxusvörur eiga svo að lækka úr 25,5% í 20 %. Því er haldið fram að þetta komi sér vel fyrir heimilin. Hvernig á þetta að geta komið vel út fyrir þá lægst launuðu? Hvernig í óskupunum er hægt að fá það út?
Ég skil ekki enn hversvegna verkalýðsforystan leggur ekki höfuðáherslu á að fá breytingar á skattleysismörkunum. Hækkun á þeim myndi koma þeim lægst launuðu að lang mestum notum. Kauphækkun uppá 4% hefur ansi litla kjarabót í för með sér ef allt hækkar um 5-15%.
![]() |
Mikil lækkun á olíumarkaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.6.2011 | 21:10
Besti flokkurinn að verða versti flokkurinn.
Besti flokkurinn hefur nú tapað helmingnum af stuðnigi sínum samkvæmt nýjustu skoðanakönnun. Það hlýtur að vera sögulegt met hjá stjórnmálaafli að á aðeins einu ári að hafa tapað öðrum hverjum stuðningsmanni
Reyndar þarf þetta ekki að koma á óvart. Það hefur sýnt sig að Jón Gnarr er ekki sá borgarstjóri sem íbúar Reykjavíkur vilja. Það þarf allt annað en geimveru til aðm stjórna. Vinnubrögð Bestaflokksins einkennast af hroka og vitleysisgangi.
Það er því eðlilegt að kjósendur í Reykjavík horfi til Sjálfstæðisflokksins enda nálgast flokkurinn nú óðum að ná hreinum meirihluta. Reykvikingar tresysta Hönnu Birnu best af leiðtogunum og vildu öruuglega geta verið í þeim sporum að geta valið hana sem fyrst til að gegna borgarstjórastarfinu.
Því miður verður það Reykvíkingum dýrkeypt að hafa valið Besta flokkinn og Jón Gnarr til forystu. Reyndar er það með ólíkindum að Dagur B.Eggertsson og Samfylkingin skuli fá þetta fylgi. Það eru jú Dagur og Samfylkingin sem bera ábyrgð á að Jón Gnarr og Besti flokkurinn stýra borginni.
![]() |
Hanna Birna nýtur mest trausts |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.6.2011 | 17:33
Allir standa við undirskrift nema ríkisstjórnin.
Óskup er það nú gott að vinnufriður skapist næstu þrjú árin. Aftur á móti hljóta vinnubrögð vinstri stjórnarinnar að vera mjög ámælisverð. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar sátu á löngum fundum með aðilum vinnumarkaðarins og lofuð ákveðnum hlutum til að hægt væri að ganga frá samningum.
Það merkilega er að ráðherrar virðast telja það sjálfsagðan hlut að skrifa undir samninga og yfirlýsingar, en það sé engin ástæða að standa við undirskriftina. Ríkisstjórnin ætlast til að aðrir standi við sitt en að hún þurfi alls ekkert að gera það.
Að sjálfsögðu hrynja þessir samningar ef ríkisstjórnin ætlar að halda áfram að halda öllu í óvissu og kyrrstöðu. Náist ekki að hressa atvinnulífið munu launþegar standa jafnilla eða verr eftir nokkra mánuði. Ætli ríkisstjórnin þrátt fyrir aðvaranir bæði innanlands og utan að keyra wbretingar á sjávarútvegssetfnunni í gegn munu launþegar standa enn verr en nú efrtir nokkra mánuði.
Við skulum vona að ríkisstjórnin átti sig á að hún þarf líka að standa við sína undirskrift.
![]() |
Hefði sett allt upp í loft |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.6.2011 | 13:08
Hvaða sprengju varpar Ólafur Ragnar í Alaska ?
Það hefur verið næsta víst að á ferðum sínum erlendis hefur Óalfur Ragnar,forseti,varpað sprengjum sem vakið hafa athygli í fjölmiðlafréttum erlendis. Svo hefur það verið einhver hópur hér heima sem þurft hefur að leggja dag við nótt til að leiðrétta yfirlýsingar Óalfs Ragnars og talað um að erlendir fjölmiðlar hafa mistúlkað orð forsetans. Reyndar merkilegt að þetta skuli nánast alltaf gerast í ferðum Óalfs Ragnars.
Menn bíða því spenntir eftir að fylgjast með hvaða sprengju Ólafur Ragnar lætur falla í Alaska.
![]() |
Ólafur Ragnar í Alaska |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
-
gumson
-
nkosi
-
addi50
-
baldher
-
kaffi
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
artboy
-
gattin
-
carlgranz
-
diesel
-
gagnrynandi
-
einarbb
-
ellidiv
-
eyglohardar
-
ea
-
fhg
-
gesturgudjonsson
-
gretarmar
-
gudbjorng
-
lucas
-
dramb
-
gylfig
-
fosterinn
-
smali
-
helgi-sigmunds
-
helgimar
-
helgigunnars
-
himmalingur
-
hjorturgud
-
ibvfan
-
jakobk
-
johannp
-
jonmagnusson
-
jonsnae
-
kolbrunerin
-
ladyelin
-
lotta
-
liljabolla
-
altice
-
ludvikludviksson
-
maggij
-
iceland
-
redlion
-
rynir
-
heidarbaer
-
sigurjon
-
sv11
-
sigurdurkari
-
siggith
-
steffy
-
stebbifr
-
eyverjar
-
svanurg
-
tibsen
-
vefritid
-
nytthugarfar
-
nautabaninn
-
hector
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
iceberg
-
tbs
-
doddidoddi
-
valdivest
-
malacai
-
annabjorghjartardottir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
eeelle
-
gauisig
-
elnino
-
zumann
-
gp
-
morgunblogg
-
minos
-
daliaa
-
johannesthor
-
stjornun
-
jonlindal
-
bassinn
-
kuldaboli
-
kristjan9
-
maggiraggi
-
odinnth
-
omarbjarki
-
oskareliasoskarsson
-
skari
-
siggus10
-
siggisig
-
steinn33
-
valdimarjohannesson
-
thjodarheidur
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.9.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 829241
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar