Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
6.4.2011 | 23:41
75% Sjálfstæðismanna ætla að segja NEI við Icesave.
Eftir því sem dagarnir líða og staðreyndirnar eru lagðar á borðið varðandi Icesave fjölgar þeim stöðugt sem ætla að segja NEI á laugardaginn. Merkilegt er að sjá í skoðanakönnun Stöðvar 2 að 75% Sjálfstæðismanna ætla að segja NEI. Þetta er mjög athyglisverð niðurstaða þar sem formaðurinn og margir af forystumönnum segjast ætla að segja já.
Það er liðin sú tíð að stjórnmálaforingjar geti gefið út tilskipun um það hvað fólk eigi að gera. Það er reyndar einna helst að það þekkist í Samfylkingunni að allir geri eins og þeim er sagt. Sem betur fer skoðar grasrótin í Sjálfstæðisflokksins málin og metur kosti og galla og greiðir svo atkvæði eftir sinni sannfæringu.
Forystumenn flokksins hefðu að sjálfstögðu átt að muna eftir mjög einaðri afstöðu síðasta Landsfundar Sjálfstæðisflokksins,sem hafnaði því alfarið að við ættum að greiða löglausar kröfur Breta og Hollendinga. Það er fráleitt að íslenskur almenningur þurfi næstu áratugina að taka á sig skuldbindingar sem einkabanki stofnaði til. Hvers vegna í óskupunum ættu Íslendingar að taka alla ábyrgðina á sig varðandi Icesave. þessir Icesave reikningar voru stofnaðir með fullu samþykki Breta og Hollendinga.
Íslenskur almenningur mun segja NEI á laugardaginn.
![]() |
57% ætla að segja nei |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.4.2011 | 17:41
Vilhjálmur Egilsson tryggir að þjóðin segir NEI við Icesave.
Launþegum er nóg boðið að hlusta á hótanir Vilhjálms Egilssonar að atvinnurekendur ætli ekki að skrifa undir fyrirliggjandi kjarasamning nema að þjóðin segi já við Icesave. Halda menn í röðum atvinnurekenda virkilega að almenningur láti hóta sér á þennan hátt.Svarið er Nei.
Samkvæmt því sem maður heyrir og sér í fkjölmiðlum er dæmið algjörlega að snúast við NEI atkvæðum í vil. Allar líkur er á að þjóðin segi NEI með yfirgnæfandi meirihluta.
Stóran þátt í þeirri niðurstöðu á Vilhjálmur. Þjóðin lætur ekki hóta sér.
![]() |
Segir framgöngu SA tilræði við lýðræðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.4.2011 | 11:11
Hvers vegna fáum við ekki að vita hvað Icesave nefndin kostar?
Vinstri stjórnin sagðist hafa það að leiðarljósi sínu að allt ætti að vera uppi á borði og gagnsætt. Það vekur því óneitanlega furðu að ráðherrar þessarar sömu ríkisstjórnar neita að gefa upplýsingar um hver kostnaðurinn er við Icesave nefndina. Steingrímur J. segir að fyrst verði að upplýsa málið á Alþingi en það verði ekki gert fyrir laugardaginn 9.apríl n.k.
Hvers vegna fá kjósendur ekki að vita um kostnaðinn áður en gengið verður til kosninga um Icesave? Getur það virkilega verið svo að Jóhanna og Steingrímur J. óttist að þjóðin muni hneykslast á kostnaðinum við nefndina og nei atkvæðum fjölgi.
Getur það virkilega verið svo að leyna eigi kostnaðinum fram yfir laugardaginn af hræðslu við kjósendur. Það er í litlu samræmi við þau vinnubrögð sem vinstri stjórnin boðaði ym upplýsingar til fjölmiðla og almennings.
Fyrst ætluðust Jóhanna og Steingrímur til að Alþingi staðfesti Icesave samninginn án þess að þingmenn fengju að lesa hann hvað þá að þjóðin ætti að fá að vita um innihaldið. Þau Jóhanna og Steingrímur J. virðist enn við sama heygarðshornið. Almenningi kemur ekkert við hvað Icesave nefndin kostar, allavega alls ekki áður en atkvæði er greitt.
Við segjum NEI við svona vinnubrögðum.
![]() |
Gengur gegn lýðræðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fram hefur komið að frá því Alþingi samþykkti fyrir sitt leytri Icesave samninginn hafi gengisþróun verið þannig að samningurinn hafi nú þegar hækkað um tugi milljarða. Verð-i samningurinn samþykktur á laugardaginn verðum við að greiða í erlendri mynt en ekki íslenskum krónum. Með því að samþykkja samninginn er mikil áhætta tekin. Verði gengisþróun okkur óhagstæð verðum við að greiða mörgum tugum ef ekki hundruðum milljarða meira. Við verðum þá að greiða samninginn næstu 35 árin. Viljum við virkilega skuldbinda okkur á þann hátt inní framtíðina? Okkur ber engin lagaleg skylda til að fallast á kröfur Breta og Hollendinga.
Við hljótum að segja NEI á laugardaginn.
5.4.2011 | 17:57
Varalitaða geimveran talar um skemmdarverk Davíðs.
Varla finnst sá aðili sem talar jákvætt um tillögur meirihlutans í Reykjavík. Jón Gnarr borgarstjóri lemur hausnum við steininn ásamt félögum sínum og hlustar ekki á eitt eða neitt.Í stað þess að hlusta á rök foreldra og fleiri talar borgarstjóri um pólitísk skemmdarverk.
Nú gengur vitleysan svo langt hjá geimverunni að hann kennir Davíð Oddssyni um gagnrýnina á meirihlutann í Reykjavík.
Mikið væri það gott fyrir Reykvíkinga að þjóðin segði NEI við Icesave á laugardaginn því Jón Gnarr hefur lýst því yfir að verði Icesave samningurinn felldur muni hann flytja til Grænhöfðaeyja.
![]() |
Pólitísk skemmdarverk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.4.2011 | 14:57
Atvinnurekendur hóta með Icesave.
Ég átti erfitt með að trúa þvi sem Gylfi æðstiprestur ASÍ sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hann sagði að atvinnurekendur myndu ekki skrifa undir nýjan kjarasamning nema að þjóðin samþykkti JÁ í Icesavekosningunni á laugardaginn. Er það virkilega rétt að atvinnurekendur hóti kjósendum. Er það ást þeirra á lýðræðislegum rétti allra kosningabærra manna að taka afstöðu án hótana. Ég ´´a erfitt með að trúa að atvinnurekendur hugsi virkilega svona. Íslendingar eru alveg fullfærir um að meta það hver og einn hvað sé hagstæðast fyrir þjóðina. Réttur okkur er að kynna okkur málin og taka afstöðu og una svo úrslitunum.
Kjósendur á Íslandi láta ekki atvinnurekendur kúga sig til að kjósa eins og þeir vilja.
Megum við kannski búast við því að Gylfi ASÍ postuli segi að launþegar fái engar kjarabætur nema þeir kjósi Samfylkinguna og ESB aðild.
Svona málflutningur atvinnurekenda að ætla að hræða launþega til hlýðni þýðir það eitt að menn herðast í að segja NEI á laugardaginn.
![]() |
Margir ræða um Icesave á Facebook |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Talið er að Tryggvi Þór Herbertsson,þingmaður,hafi verið sá aðili sem sannfærði Bjarna formann Sjálfstæðisflokksins að við ættum að segja já við Icesave. Tryggvi Þór er oft mjög rökfastur,glöggur og skemmtilegur, en í þessu Icesave máli er furðulegt að hann skuli beita sér fyrir samþykkt Icesave laganna. Tryggvi Þór talar um að við verðum að kyngja ælunni. Það er fráleitt að við berum lagaæega skyldu til að greiða skuldir sem einkabanki stofnaði til.
Auðvitað hefðu Bretar og Hollendingar farið í mál við okkur teldu þeir möguleika að sigra á þeim vettvangi.
Það er alveg ótrúlegt að forystumenn Sjálfstæðisflokksins skuli leggja til að við tökum á okkur alla þá óvissu og skuldbindingar sem fylgja því að segja já. Svo gæti hæglega farið að við yrðum að greiða Icesave næstu 35 árin. Er eitthvað vit í slíku. Samkvæmt þróun gengis frá áramótum hefur skuldin samkvæmt Icesave lögunum þegar hækkað um tugi milljarða. Við hljótum að segja Nei við kröfum Breta og Hollendinga.
Vitað mál er að Samfylkingin leggur áherslu á að fá samþykki fyrir Icesave til að styggja ekki Breta og Hollendinga vegna umsóknar í ESB. Samfylkingin er tilbúin að kaupa þann aðgöngumiða dýru verði.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur í gegnum tíðina haft að kjörorði: Gjör rétt, þol ei órétt. Það á vel við um Icesave. Segjum NEI á laugardaginn.
![]() |
Bretar og Hollendingar sagðir óttast dómstólaleiðina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.4.2011 | 17:20
ASÍ vill að lágmarkslaun verði 200 þús.árið 2014. Í dag þarf einstaklingur 290 þús.kr.til að geta framfleytt sér.
Kjör hinna lægst launuðu á Íslandi eru til háborinnar skammar. Vinstri stjórnin sem kallar sig velferðarstjórn er að gera útaf við millistéttina með álögum,þannig að stærsti hópur launþega verður í lágtekjuhópi þegar upp er staðið.
ASÍ ætlar að setja sér það markmið að lágmarkslaun verði orðin 200 þúsund árið 2014. Hefur forysta ASÍ látið reikna út hver verður framfærsluþörf einstaklings á þeim tíma. Það er lítil reisn yfir kröfum ASÍ.
Auðvitað segir krónutala ekki allt. Ef ríkið draga verulega úr skattheimtu kæmi það til móts við alla launþega. Hækkun persónuafsláttar er mesta og besta kjarabótin fyrir þá lægst launuðu.
En það gengur ekki að lágmarkslaun séu langt undir þeirri tölu sem það kostar einstaklinginn að geta framfleytt sér. Á meðan slík staða er ríkjandi er ekki hægt að tala um velferð.
![]() |
Lágmarkslaun verði 200 þúsund árið 2014 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.4.2011 | 15:23
Framsóknarstefnan þjóðinni dýr.
Vandræði og slæma stöðu Íbúðalánasjóðs má fyrst og fremst skrifa á Framsóknarflokkinn. Flokkurinn lagði höfuðáherslu á að auka lánin í 90% sem varð til þess að keyra upp fasteignamarkaðinn með hækkun fasteignaverðs,sem svo stóðs ekki. Allt hrundi og margir sitja uppi með verulegan skaða.
Íbúðalánasjóður lánaði bönkunum peninga, sem leyddi til enn meiri vitleysu á fasteignamarkaðnum.
Nú verður ríkissjóður að dæla inn peningum í Íbúðalánasjóð, sem skattgreiðendur þurfa að standa undir. Já,Framsóknarstefnan reynist þjóðinn ansi dýr.
![]() |
34,5 milljarða halli á Íbúðalánasjóði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.4.2011 | 14:06
Á að banna að auglýsa maltöl?
Hafa menn virkilega trú á að bann viðö auglýsingum á léttöli eða bjór hafi einhver áhrif. Mikið er um auglýsingar á erlendu stöðvunum, sem geta alveg eins haft áhrif á fólk. Á að ritskoða allar slíkar útsendingar og banna ef bjórflaska sést. Hvað með útsendingar frá íþróttaleikjum? Þar sjást oft auglýsingar um bjór. Á að klippa það út eða banna?
Hvað með maltölið okkar góða. Eflaust dettur einhverjum í hug dökkur bjór þegar maltöl er auglýst. Halda menn virkilega að fólk hópist í ríkið til að kaupa sér sterkan bjór sjái þeir maltöl auglýst.
Á ekki að banna auglýsingar á CocaCola. Eflaust dettur einhverjum í hug sem sér CocaCola auglýsingu að rétt væri að skreppa í ríkið og fá sér vodka til að blanda í CocaCola.
Svona bönn eins og nú eru ráðgerð eru fáránleg. Nær væri að eyða orkunnu í að byggja upp fgorvarnarstarf í skólum landsins um skaðsemi drykkju áfengis í óhófi.
![]() |
Bannað að auglýsa léttbjór |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
-
gumson
-
nkosi
-
addi50
-
baldher
-
kaffi
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
artboy
-
gattin
-
carlgranz
-
diesel
-
gagnrynandi
-
einarbb
-
ellidiv
-
eyglohardar
-
ea
-
fhg
-
gesturgudjonsson
-
gretarmar
-
gudbjorng
-
lucas
-
dramb
-
gylfig
-
fosterinn
-
smali
-
helgi-sigmunds
-
helgimar
-
helgigunnars
-
himmalingur
-
hjorturgud
-
ibvfan
-
jakobk
-
johannp
-
jonmagnusson
-
jonsnae
-
kolbrunerin
-
ladyelin
-
lotta
-
liljabolla
-
altice
-
ludvikludviksson
-
maggij
-
iceland
-
redlion
-
rynir
-
heidarbaer
-
sigurjon
-
sv11
-
sigurdurkari
-
siggith
-
steffy
-
stebbifr
-
eyverjar
-
svanurg
-
tibsen
-
vefritid
-
nytthugarfar
-
nautabaninn
-
hector
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
iceberg
-
tbs
-
doddidoddi
-
valdivest
-
malacai
-
annabjorghjartardottir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
eeelle
-
gauisig
-
elnino
-
zumann
-
gp
-
morgunblogg
-
minos
-
daliaa
-
johannesthor
-
stjornun
-
jonlindal
-
bassinn
-
kuldaboli
-
kristjan9
-
maggiraggi
-
odinnth
-
omarbjarki
-
oskareliasoskarsson
-
skari
-
siggus10
-
siggisig
-
steinn33
-
valdimarjohannesson
-
thjodarheidur
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 829242
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar