Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
31.3.2011 | 20:16
Skiptir sjávarútvegurinn engu máli í huga Jóhönnu?
Auðvitað er það atvinnuskapandi að auka opinberar framkvæmdir,en það kostar heilmikla peninga úr ríkissjóði. Það verður að afla þeirra peninga með verðmætasköpun. Það er ekki hægt að ganga lengra í skattpíningu.
Merkilegt að Jóhanna forsætisráðherra skuli ekki einu einasta orði minnast á sjávarútveginn. Vitað mál er að allir í greininni halda sér höndum vegna hinnar miklu óvissu sem ríkir þar. Þetta bitnar harkalega á mörgum sjávarútvegsplássum.
Það er alveg furðuleg pílitík að ætla á þessum tímum að gera atlögu að kollvarpa öllum sjávarútvegi landsins. Væri nú ekki nær að létta af óvissunni þannig sú atvinnugrein færi á fullt í fjárfestingum og skapaði þannig tekjur fyrir þjóðfélagið. Sjómenn segja að það sé að auka fiskveiðar án þess að stofninn sé hættu. Það myndi skapa þjóðfélaginu tug milljarða tekna.
Stórframkvæmdir á borð við álver,gagnaver,kísilverksmiðju, heilbrigðisþjónustu fyrir útlendinga mun skapa þjóðfélaginu verðmæti til að standa undir kaupmáttaraukningu og framkvæmdum hins opinbera.
Það er dónaskapur hjá forsætisráðherra að minnast ekki einu orði á sjávarútveginn.
![]() |
Auka framkvæmdir um 50% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.3.2011 | 13:08
Brandara mánaðarins á Álfheiður Ingadóttir.
Það gerast oft skondnir hlutir á Alþingi. En varla verður um það deilt að Álfheiður Ingadóttir,þingmaður Vinstri grænna á brandara mánaðarins ef ekki ársins. Álheiður sat í forsetastól og sú tilneydda til að biðja Guðlaug Þór að gæta að virðingu sinni og Alþingis.
Þeir sem þekkja til orðavals Álheiðar hljóta að líta á þetta sem mikinn brandara. Að Álheiður sé farin að biðja aðra að gæta að virðingu Alþingis.
Á sínum tíma var því haldið fram að Álfheiður hefði beitt sér mjög til að leiðbeina og hjálpa þeim aðilum sem stóðu að mótmælunum við Alþingishúsið.
Það er því merkilegt að nú skuli þessi þingmaður senda kollega sínum tóninn og fara fram á að Alþingi sé sýnd virðing. Auðvitað eiga þingmenn að gæta að virðingu,en það hlýtur alveg eins að gilda um þingmenn VG og annarra flokka.
![]() |
Gæti að virðingu sinni og þingsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.3.2011 | 10:46
Eru bjartari tímar framundan fyrir álver í Helguvík?
Það er virkilega ánægjulegt að sjá að lífeyrissjóðirnir hafa tekið frumkvæði að því að vilja koma inní virkjunarframkvæmdir til að tryggja orku til álvers í Helguvík. Það er orðið meira en nauðsynlegt að framkvæmdir við álver í Helguvík komist á fullt skrið. Atvinnuástandið hér á Suðurnesjum kallar á að framkvæmdir verði settar á fullt. Þjóðfélagið kallar á aðgerðir til að koma atvinnulífinu á fullt skrið. Það gengur ekki að 15 þúsund manns sé án atvinnu og til viðbótar eru svo allir þeir sem hafa flúið land vegna ástandsins. Eigi að vera hægt að skapa atvinnu og kjarabætur verður atvinnulífið að fara á fulla ferð.
Það er því mjög jákvætt að lífeyrissjóðirnir skuli snúa sér að því að vilja setja fjármagn í jafn þjóðhagslega nauðsynlega framkvæmd og uppbygging álvers í Helguvík er.
Það er búið að vinna að svo mörgum jákvæðum þáttum hér á Suðurnesjum til að bæta mannlífið að það er mikið fagnaðarefni ef lífeyrissjóðirnar koma okkur til hjálpar með að sú þróun geti haldið áfram á svæðinu. Möguleikarnir hér á Suðurnesjum eru miklir til að skapa góð búsetuskilyrði og vel launuð störf.
![]() |
Lífeyrissjóðir í viðræðum við OR og Magma Energy |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.3.2011 | 10:24
Ekkert 1.apríl gabb hjá Herjólfi í Landeyjahöfn.
Spaugstofan og fleiri hafa gert mikið grín að vandræðaganginum með Landeyjahöfn. Margir landsmenn hafa einnig hneykslast þessi lifandis ósköp á öllum kostnaðinum við byggingu Landeyjahafnar, sem lítið hafi verið hægt að nota. Hinir sömu hneykslast lítið á kostnaðarsömum vegaframkvæmdum á landsbyggðinni,þar sem halda verður vegum opnum hluta ársins með kostnaðarsömum snjómokstri.
Það er alveg á hreinu að Landeyjahöfn verður mikil samgöngubót fyrir Eyjamenn og aðra landsmenn í framtíðinni. Menn finna lausnir á þeim vandamálum sem hafa komið upp og siglingar milli Eyja og Landeyjahafnar verður framtíðin.
Nýtt skip er nauðsynlegt. Reyndar held ég að menn ættu að halda gamla Herjólfi og nota hann til flutninga í Þorlákshöfn. Það gengur ekki að vera með farþegaskip og nota það jafnframt í fiskflutninga.
En það er ágætt að hefja siglingar ekki að nýju 1.apríl. Rétt að byrja á öðrum degi.
![]() |
Herjólfur ekki í Landeyjahöfn á föstudag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.3.2011 | 17:34
Er ekki allt í lagi? Hvað vinnst með því að fjölga borgarfulltrúum?
Er brýnasta hagsmunamálið að fjölga borgarfulltrúum í Reykjavík. Hvað á að vinnast með því að fjölga borgarfulltrúum úr 15 í 23 til 31? Til viðbótar hefur svo geimveran í borgarstjórastól talað um að það þyrfti fleiri en einn borgarstjóra.
Væntanlega þurfa svo viðbótarborgarfulltrúar og viðbótarborgarstjórar að fá viðbótaraðstoðarmenn.
Er það nú brýnasta málið að stækka og stækka báknið í yfirstjórninni en skera og skera niður í grunnþjónustunni.
Það er ekki allt í lagi að láta sér detta svona vitleysu í hug, hvað þá að koma með tillögur um það.
![]() |
Borgarfulltrúum verði fjölgað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mikil er skömm þeirra þingmanna sem ákváðu að ákæra Geir H.Haarde fyrrverandi forsætisráðherra og draga hann fyrir landsdóm. Fáránleikinn og pólitískur hefndarhugur skín í gegn hjá þeim þingmönnum sem samþykktu ákæruna. Nú hefur komið í ljós að saksóknari telur sig ekki geta haldið áfram með málið nema að fá alls konar gögn og að lögum um landsdóm verði breytt. Það stóð ekki í þingmönnum að taka ákvörðun um að draga Geir H.Haarde fyrir landsdóm þótt alls konar gögn hafi vantað.
Á sama tíma og þessir þingmenn taka ákvörðun um að draga Geir H.Haarde fyrir landsdóm styðja þeir ríkisstjórn þar sem ráðherrar hafa orðið uppvísir að því að brjóta lög.Énginn ráðherra segir af sér. Vinstri stjórnin fékk á sig ógildingardóm vegna þjóðaratkvæðagreiðslu. Enginn ráðherra telur sig bera ábyrgð. Þingmennirnir sem samþykktu sjá ekker athugavert við að ráðherrarnir voru tilbúnir að skattleggja þjóðina um hundruði milljarða til að borga löglausar kröfur Breta og Hollendinga vegna Icesave. Þjóðin kolfelldi svo lögin. Enn sitja ráðherrarnir sem fastast.
Hefur einhver af bankamönnunum og útrásarvíkingunum sem settu þjóðina á hliðina verið ákærður. Nei,öðru nær. Þeir eru margir enn á fullu í viðskiptalífinu. Svo langt gengur fáránleikinn að sumir þeirra reka og stjórna 365 fjölmiðlarisanum og geta þannig haft áhrif á umræðuna.
Ef einhver manndómur væri í þeim þingmönnum sem stóðu að því að samþykkja að draga Geir H.Haarde ættu þeir hinir sömu að biðjast afsökunar og draga ákæruna til baka.
![]() |
40 þúsund skjöl frá Geir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.3.2011 | 10:55
Hvernig væri að hlusta á Sjálfstæðismenn og lækka álögur á bensínið.
Sjálfstæðismenn hafa bent á leið til að koma til óts við heimili landsins og atvinnulífið með því að lækka álögur á eldsneytið. Tillögur Sjálfstæðismanna ganga út á það að hver lítri af bensíni lækki um 28 krónur. Þetta mun þýða meiri ráðstöfunartekjur heimila. Þetta lækkar vísitöluna og kemur til með að lækka skuldir heimilanna um milljarða.
Það verður athuglisvert að fylgjast með afgreiðslu þessarar tillögu á þingi.
![]() |
Verðbólga eykst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.3.2011 | 00:20
Össur utanríkisráðherra segist hafa fullt umboð til að lýsa yfir stuðningi við aðgerðir í Líbíu.Vinstri grænir bera ábyrgð á hernaðaraðgerðum.
Það hefði einhvern tíma þótt saga til næsta bæjar að Vinstri grænir væru orðnir NATO sinnar og styddu hernaðaraðgerðir bandalagsins. Össur utanríkisráðherra segist hafa haft fult umboð til að lýsa yfir stuðningi Íslands við aðgerðir NATO. Forysta vinstri grænna hefur sem sagt lagt blessun sína á málið.Það þýðir lítið núna fyrir VG að ætla að þykjast vera á móti.
Vinstri grænir eru í ríkisstjórn með Samfylkingunni og bera fulla ábyrgð á gjörðum Össurar.
![]() |
Tvískinnungsháttur hjá VG |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.3.2011 | 18:13
Tók Össur einn ákvörðun um að samþykkja aðgerðir NATO í Líbíu eða var Jóhanna með í ráðum.
Um fátt var meira rætt á sínum tíma heldur en þátttaka Íslands í Íraksstríðinu. Vinstri menn töpuðu sér gjörsamlega vegna þess að þeir töldu að þáverandi forsætisráðherra og utanríkisráðherra hafa tekið eina ákvörðun um stuðning við Íraksstríðið.
Hvað er nú að gerast? Össur hefur samþykkt að NATO taki við stjórn aðgerða í Líbíu. Nú þarf ekki að leggja málið fyrir ríkisstjórn, nú þarf ekki að ræða málið á Alþingi, nú er ákvörðun tekin áður en Utanríkismálanefnd ræðir málið.
Já, nú er annað hljóð í Össuri. Og nú situr Steingrímur J. og Ögmundur í ríkisstjórn, sem hefur lýst yfir þátttöku í stríði.
![]() |
Verið að grafa undan vægi SÞ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.3.2011 | 16:07
Jón Gnarr,borgarstjóri, sá um að slátra Orkuveitu Reykjavíkur.
Enn einu sinni ætlar blaðrið í geimverunni sem situr í stól borgarstjóra að verða Reykvíkingum dýrkeypt. Staða OR hefur vissulega verið erfið, en að Jón Gnarr skuli setja það´á sína síðu að OR sé gjaldþrota fyrirtæki er með ólóikindum. Ætli hann búist við að margir erlendir aðilar láni fyrirtækinu eftir slíkar yfirlýsingar.
Og hvert verður framhaldið? Jú, Besti flokkurinn er þegar farinn að boða að hækka verði orkugjöldin.
Já,grínið og gamanið með Jón Gnarr og Besta flokkinn verður Reylkvíkingum ansi dýrkeypt.
![]() |
Vilja ekki lána Orkuveitunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
-
gumson
-
nkosi
-
addi50
-
baldher
-
kaffi
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
artboy
-
gattin
-
carlgranz
-
diesel
-
gagnrynandi
-
einarbb
-
ellidiv
-
eyglohardar
-
ea
-
fhg
-
gesturgudjonsson
-
gretarmar
-
gudbjorng
-
lucas
-
dramb
-
gylfig
-
fosterinn
-
smali
-
helgi-sigmunds
-
helgimar
-
helgigunnars
-
himmalingur
-
hjorturgud
-
ibvfan
-
jakobk
-
johannp
-
jonmagnusson
-
jonsnae
-
kolbrunerin
-
ladyelin
-
lotta
-
liljabolla
-
altice
-
ludvikludviksson
-
maggij
-
iceland
-
redlion
-
rynir
-
heidarbaer
-
sigurjon
-
sv11
-
sigurdurkari
-
siggith
-
steffy
-
stebbifr
-
eyverjar
-
svanurg
-
tibsen
-
vefritid
-
nytthugarfar
-
nautabaninn
-
hector
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
iceberg
-
tbs
-
doddidoddi
-
valdivest
-
malacai
-
annabjorghjartardottir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
eeelle
-
gauisig
-
elnino
-
zumann
-
gp
-
morgunblogg
-
minos
-
daliaa
-
johannesthor
-
stjornun
-
jonlindal
-
bassinn
-
kuldaboli
-
kristjan9
-
maggiraggi
-
odinnth
-
omarbjarki
-
oskareliasoskarsson
-
skari
-
siggus10
-
siggisig
-
steinn33
-
valdimarjohannesson
-
thjodarheidur
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 829242
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar