Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Vinstri grænir: Hlýðið foringjanum eða farið burt.

Það hefur ekki farið framhjá neinum að mikil óeining hefur verið í liði Vinstri grænna. Atli og Lilja treystu sér ekki að starfa lengur í þingflokki VG og töluðu m.a. um foringjaræði. Ekki væri hlustað á rök þeirra sem væru á móti Steingrím J.

Guðfríður Lilja hefur verið ein af þeim sem leyft hefur sér að hald uppi gagnrýni. Þetta getur forystan ekki liðið. Guðfríður Lilja var því sett af sem þingflokksformaður VG og einn af hinum þægu settur í embættið.

Furðuleg skilaboð VGn varðandi jafnréttismálin að víkja konu úr embætti sem er að koma úr fæðingaorlofi. Kannski er verið a senda Guðfríðu Lilju þau skilaboð að hlýði hún ekki egti hún farið á eftir Atla og Lilju.


mbl.is Ótrúleg vinnubrögð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hollendingar hóta. Okkar svar,drögum umsóknina í ESB til baka.

Eins og við vissum lagði Samfylkingin svona mikla áherslu á að samþykkja Icesave til að komast í ESB. Það er eins og það skipti Samfylkinguna engu máli hversu dýr sá aðgöngumiði er,bara ef það tekst að komast í klúbbinn ESB.

Nú segja Hollendingar útilokað að Ísland fáiinngöngu í ESB vegna þess að við felldum Icesave.

Rétta svarið hjá okkur er að draga umsóknina um ESB til baka. Hættum þessu rugli og öllum þeim kostnaði sem því fylgir. Við höfum ekkert að gera í ESB þegar Hollendingar svara lyðræðislegri niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu okkar með hótunum.

Það hlýtur að sannfæra mikinn meirihluta þjóðarinnar að við höfum ekkert að gera í klúbb ESB. Ísland með öll sín góðu fiskimið, vatnið og orkuna á ekki að þurfa að örvænta þótt við stöndum áfram utan ESB.


mbl.is Hóta að standa í vegi aðildar að ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það fer Birni Vali Vinstri grænum illa að tala um að aðrir rugli.

Ansi fer það nú einum mesta rugludallinum sem situr á Alþingi illaað tala um að aðrir rugli. Björn Valur hefur nú ekki efni á því að tala um að aðrir rugli. Annar eins rugludallur og Björn Valur hefur örugglega ekki setið á Alþingi. Hvað sem manni finnst um skoðanir Ólafs Ragnars á málunum,held ég að fáir geti leyft sér að tala um að hann rugli.

Menn eins og Björn Valur ættu að gera eitthvað annað heldur en sitja á Alþingi.


mbl.is Forsetinn ruglar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðisflokkurinn þarf að stokka upp spilin.

Það er mikið áfall fyrir forystu Sjálfstæðisflokksins að hafa tekið allt aðra afstöðu í Icesave málinu heldur en mikill meirihluti allra breyttra Sjálfstæðismanna. Að sjálfsögðu er þessi eindregna niðurstaða gegn samningnum mikið áfall fyrir ríkisstjórnina og vandséð er hvernig Jóhanna og Steingrímur J. eigi að geta haldið áfram. Það getur aldrei orðið trúverðugt að þau túlki málstað Íslands miðað við það sem þau hafa sagt.

Það er einnig verulega slæmt að sú gjá skuli hafa myndast milli forystu Sjálfstæðisflokksins og meirihluta þingflokksins eins og raun ber vitni.

Sjálfstæðisflokkurinn þarf að stokka upp spilin. Innan flokksins er mikið um hæfa forystumenn eins og t.d. Hönnu Birnu fv. borgarstjóra og Ásdísi Höllu fv. bæjarstjóra í Garðabæ. Þá hefur Unnur Brá þingmaður einnig styrkt verulega sína stöðu.

Auðvitað þarf að efna til þingkosninga sem fyrst, en Sjálfstæðismenn verða áður að huga að endurnýjun innan sinna raða.


mbl.is Fráleitt að Sjálfstæðisflokkurinn sé að klofna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Ísland.

Niðurstaðan í Icesave kosningunni er stór sigur fyrir Ísland. Þjóðin ákvað að segja afgerandi NEI við ósanngjörnum samningi. Niðurstaðan hlýtur að vera gífurlegt áfall fyrir þá þingmenn sem sögðu já Alþingi og unnu þannig þvert á vilja mikils meirihluta landsmanna.

Það verður vandséð hvernig Jóhanna og Steingrímur J.ætla að fylgja eftir þessari synjun þjóðarinnar. Þau hafa talað þannig að það er útilokað að þau geti haldið uppi málstað Íslendinga. Staða Bjarna formanns Sjálfstæðsisflokksins er jafnframt mjög erfið.

Eðlilegast er í framhaldinu að boðað verði til kosninga og nýir fulltrúar valdir á Alþingi og í framghaldinu ný ríkisstjórn til að berjast fyrir málstað Íslands.


mbl.is Afgerandi nei við Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tryggjum afgerandi NEI kosningu.

Það er stórkostlegt að á Íslandi skuli lýðræðið vera svo hátt skrifað að við getum gengið að kjörborðinu í dag til að taka mikilvæga ákvörðun um framtíð landsins. Við fáuum í dag tækifæri til að segja okkar álit á því hvort almenningur eigi að taka að sér að borga skuldir einkabanka eða ekki. Við fáuum í dag tækifæri til þess aðtaka afstöðu hvort við ætlum að láta hóta okkur og kúga okkur til að samþykkja löglausar kröfur Breta og Hollendinga eða ekki. Það liggur fyrir að 70% þingmanna vildu samþykkja IVesave 3 og taka þar með gífurlega áhættu. Við fáum í dag tækifæri til að sýna þessum 70% þingmanna að leiðsögn þeirra í þessu máli er röng. Við segjum NEI.

Við viljum ekki kaupa aðgönumiða að ESB með því að taka á okkur óraunhæfar skuldbindingar sem almenningur á engan þátt í að hafa stofnað til.

Við verðum að tryggja í dag að kosningin verði afgerandi NEI.


mbl.is Mjög mikill kjörsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eva Joly helsti ráðgjafi ríkisstjórnarinnar mælir með NEI.

Það sýnir hversu fráleitur málstaður já sinna í Icesave er að Eva Joly einn helsti ráðgjafi Vinstri stjórnarinnar  skuli hvetja Íslendinga til að segja NEI í kosningunum á morgun.
mbl.is Írar horfa til Icesave-kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við þurfum ekki samning salan á Iceland keðjunni dugar fyrir Icesave.Nei á laugardaginn.

Ef það er rétt að salan á Icelandverslunarkeðjunni  dugi fyrir Icesave sannar það enn betur að við eigum ekki að samþykkja Icesave lögin. Það er engin ástæða til að segja já.

Auðvitað eiga eignir gamla Landbankans að notast í Icesave.

  AlmenningurÍslandi á ekki að þurfa  neina að taka á sig skuldir einkanka. Með jái er tekin óþarfa áhætta.

Eftir þessa fréttir er enn meiri ástæða að segja NEI .


mbl.is Icesave gæti horfið með sölu á Iceland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórn Jóhönnu glataði tækifærunum.

Nú talar Jóhanna forsætisráðherra um ár hinna glötuðu tækifæra og kennir því um að Icesave þvælist fyrir. Jóhanna tekur undir hótanir atvinnurekenda og segir allt verða fínt og flott hlýði þjóðin og segi já við Icesave.

Hefur Jóhanna virkilega trú á því að þjóðin trúi hinni endalausu tuggu hennar. Heldur hún virkilega að ástand mála hér væri betra hefði Icesave eitt verið samþykkt. Heldur hún virkilega að ástand mála væri betra ef Icesave 2 hefði verið samþykktur. Heldur hún virkilega að almenningur trúi því að allt verði flott og fínt ef þjóðin samþykkir Icesave 3.

Hvers vegna hafa tækifærin glatast undir stjórn Jóhönnu? Ekkert hefur verið gert í atvinnuuppbyggingu. Ráðaleysi og vitleysa hafa ráðið ferðinni hjá Jóhönnu. Skattpínig er það eina sem sjórn Jóhönnu hefur náð saman um.

Jóhanna getur ekki  hótað þjóðinni. Það eina sem betur bjargað þjóðinni er að fá nýtt fólk á þing.

Við tryggjum framtíð Íslands best með því að segja NEI á laugardaginn. Það verður það kjaftshögg sem Alþingi þarf að fá.


mbl.is Ár hinna glötuðu tækifæra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forgangsröð RUV furðuleg. Sýnt beint frá brúðkaupi en ekki frá handbolta.

RUV hefur dálítið furðulega forgangsröðun á hlutunum. Ekkert mál að sýna beint frá breska kóngafólkinu, en það var aldeilis ekki hægt að sýna beint frá stórmóti handboltans á dögunum.

Ætli RUV telji Íslendinga svona spennta að sjá kóngafólkið?


mbl.is Konunglega brúðkaupið í beinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 829242

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband