Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Hvers vegna seldu sveitarfélögin hlut sinn í HS ?

Eitt heitasta mál málanna hefur lengi verið varðandi auðlindir landsins. Umræður eru heitar um eignarhald og nýtingu orkuauðlinda svo og eignarhald á fiskinum í sjónum.

Á sínum tíma byggðu sveitarfélögin á Suðurnesjum ásamt ríkinu upp gífurlega öflugt orkufyrirtæki þ.e. Hitaveitu Suðurnesja. Síðar komu önnur sveitarfélög inní HS.

HS hefur ávallt verið rekið af miklum dugnaði og höfðu sveitarfélögin sterk ítök í stjórn félagsins. Sveitarfélögin náðu því að eignast góðan hlut í HS. Sem dæmi átti Sveitarfélagið Garður rúmar 344 milljónir að nafnverði í HS. Þessi eign var að gefa í arð á bilinu 10-15 milljónir kr. á ári.

Á síðasta kjörtímabili komu upp aðstæður, þar sem sveitarfélagioð gat selt hlut sinn á rúmlega 7 földu gengi og fékk þannig rúma 2 milljarða í kassann við söluna, staðgreitt. Mjög eðlilegt að taka þessu tilboði.

Með þessum peningum átti öll rekstararstaða sveitarfélagsins að gjörbreytast. Á þremur árum hefur höfuðstóllinn ásamt vöxtum og verðbótum numið um 3 milljörðum. Þetta átt að skipta höfuðmáli og tryggja framtíð Garðsins um ókimna tíð.Að sjálfsögðu var stofnaður Framtíðarsjóður.

Það er svo önnur saga að þrátt fyrir þessu hagstæðu sölu er svo komið fyrir Sveitarfélaginu Garði að næstum er búið að þurrausa sjóðinn á þremur árum. Það er óskiljanlegt.

 


Hvernig er hægt að óska eftir að sala verði stöðvuð sem hefur farið fram?

Tugþúsundi hafa skrifað undir hjá Björk og Ómari þar sem skorða er á ríkisstjórnina að koma í veg fyrir sölu HS til Magma. Hvernig í óskupunum er hægt að stöðva sölu á einhverju sem þegar hefur farið fram. Það liggur fyrir að búið er að ganga frá öllum pappírum og það liggur fyrir að þetta er löglegur gjörnongur. Hvernig er þá hægt að stöðva söluna?

 


Brandaraferð Vinstri grænna um landið undir fyrirsögninni Ár uppbyggingar.

Rosalegir flottir brandarar hljóta að verða sagði á funarherferð Vinstri græna um landið. Alveg magnað að VG skuli hafa yfirskriftina á fundasyrpunni " Ár uppbyggingar."

Vinstri grænir hafa sagt stopp við allri atvinnuuppbyggingu í landinu. Það getur því ekki verið annað en þeir séu á einhverju brandarayfirferð.

Allavega er ég viss um að Suðurnesjamönnum finnst að mikil kokhreysti hjá Vinstri grænum að hafa uppbyggingu í sinni fyrirsögn.


mbl.is Vinstri grænir boða til félags- og stjórnmálafunda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki nóg að ríkið skattleggi hvern bensínlítra um 107 krónur ?

Nú hafa 40 þúsund Íslendingar skrifað undir mótmæli við fyrirhugaða vegatolla. Það hljóta að vera takmörk fyrir því hvað hægt er að leggja mikla skatta á bifreiðaeigendur. Sérstaklega munu fyrirhugaðir vegatollar koma illa við marga á landsbyggðinni. Margir á Suðurnesjum og Suðurlandi stunda sína vinnu á Reykjavíkursvæðinu og leggst því sérstakur aukaskattur á þá íbúa.

Nú tekur ríkið 107 krónur til sín af hverjum seldum lítra af seldu elsneyti. Samkvæmt lögum skal þessi skattur renna til vegaframkvæmda í landinu. Ríkið hefur ekki staðið við það heldur notað verulegan hluta af þessum skatttekjum til annarra verkefna.

Þjóðin verður að sýna að hún mun ekki sætta sig við fyrirhugaðar hugmyndir um aukna skattheimtu með vegatollum.

Fjöldi undirskrifta bendir einmitt til þess að þjóðin ætli að segja við stjórnvöld, hingað og ekki lengra.


Friðrik Sophusson næsti formaður Sjálfsæðisflokksins?

Þeir hjá DV gerast nú ansi spaugsamir. Blaðið er með bollalggingar um að margir Sjálfstæðismenn séu að velta fyrir sér að nauðsynlegt sé að Bjarni verði látinn hætta sem formaður og séu að leita að nýjum leiðtoga. Það sé helst horft til þess að fá Friðrik Sophusson til að taka að sér embættið. Ótrúlegt að DV skuli reyna að koma svona umræðu af stað. Friðrik er búinn með sitt tímabil í leiðtogahlutverki Sjálfstæðisflokksins og reyndist sérlega vel. Ég hef ekki orðið var við neina hreyfingu í þá átt að koma Bjarna frá. Flestir álíta að Bjarni hafi vaxið mjög sem formaður.

Næsta kenning DV verður sennilega að mikil hreyfing sé innan Sjálfstæ'ðisflokksins að fá Davíð Oddsson að nýju í formannsembættið. Davíð var frábær formaður, en hans tími er liðinn, en Davíð nýtur sín vel sem ritstjóri Morgunblaðsins. Eftir að Davíð tók við ritstjórn Morgunblaðsins hefur blaðið haft mikil áhrif í stjórnmálaumræðunni.

 

 


Var ÁLA tríóið lamið til hlýðni? Steingrímur fullvissar Jóhönnu að allir séu með ESB.

Það lítur út fyrir að órólega tríóið í VG hafi verið lamið til hlýðni. Steingrímur J. er kokhraustur og segir þremenninga styðja ríkisstjórnina. Jóhanna forsætisráðherra segir Steingrím J. hafa fullvissað sig um stuðning allra þingmanna VG. Í því felist m.a. stuðningur við aðlögunarferli í ESB.

Er ekki kominn tími til að ÁLA tríóið hætti þessum uppákomum fyrst engin alvara er á bak við. Öðru hvoru er reynt að blekkja kjósendur og VG félaga með alls konar uppákomum en áfram sigla Vinstri grænir hraðbyri í fang ESB.


Tólf nefndarmenn fá 460 milljónir. Launajöfnunarstefna Jóhönnu í verki?

Fyrir nokkrum mánuðum birist Jóhanna Sigurðardóttir,verkstjóri Vinstri stjórnarinnar, ábúðarfull á blaðamannafundi og fór fögrum um þá launajöfnunarstefnu sem hún hefði ákveðið að ætti að gilda í landinu. Enginn skyldi hafa hærri laun en forsætisráðherrann þ.e. 935 þús. kr. á mánuði.

Það vekur því furðu að sjá fréttir um að nefndarmenn í skilanefndum gömlu bankanna skuli vera með uppí rúmar 60 milljónir á ári fyrir þá vinnu. Er þetta jöfnunarstefnan í reynd?

Fyrir nokkru var upplýst að ríkisstofnanir og jafnvel ráðuneytin sjáls hefðu á engan hátt hlustað á Jóhönnu. Á þessum stöðum væru margir með hærri laun en forsætisráðherrann.

Tal Jóhönnu og yfirlýsingar um launajöfnuðinn í þjóðfélaginu er eins og annað frá henni innantómt blaður.


Skýrslur,áætlanir og nefndir eru ær og kýr vinstri manna,en ekkert gerist.

Ekki kemur það nú á óvart að hin tæra vinstri stjórn hafi eitthvert bákn til að útbúa pappírsflóð um sóknaráætlun til næstu tíu ára með tilheyrandi kostnaði. þetta er svo sem í anda gömlu Sovét kommanna að gera 5 ára áætlanir og nú kemur frétt um að fyrirmynd vinstri stjórnarinnar sé komin frá Malasískum yfirvöldum.

Vinstri menn lifa fyrir að láta gera skýrslur um allt milli himins og jarðar, skipa nýjar og nýjar nefndir til að skoða málin. Gera áætlanir til margra ára. Það versta er við þetta hugðarerfni vinstri manna að ekkert meira gerist. Áfram er sama stöðnunin þótt reynt sé að blekkja fólk með fallegum áætlunum.

En þetta pappírsfargan lýsir vel hugsunarhætti og vinnubrögðum vinstri manna.


mbl.is Ekki fyrsta 2020 áætlunin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýjustu hugmyndir Jóns Gnarr að stofna sjóð til að bjarga ísbjörnum. Er ekki allt í lagi?

Það nýjasta í ísbjarnarmáli Besta flokksins er að stofna sjóð til að standa undir kostnaði við að bjarga ísbjörnum sem hugsanlega koma til Íslands og flytja þá í Húsdýragarðinn. Þetta er sem sagt nýjasta útgáfan af því hvernig standa á við eitt helsta kosningaloforð Jóns Gnarr.

Merkilegt að borgarstjóri og hams meirihluti skuli eyða tíma og fjármunum í svona bollaleggingar.

Á sínum tíma var óskað eftir læknisvottorði frá Ólafi F.Magnússynis fyrrverandi borgarstjóra hvort hann væri hæfur að heilsufarsástæðum til að gegna starfi á vettvangi borgarstjóra.

Kannsi þyrfti á þessum vinnubrögðum að halda á þessu nýbyrjaða kjörtímabili. Reyndar er Dagur B.Eggertsson læknir,en spurning hvort hann getur gefið hlutlausa umsögn.


Segjast styðja ríkisstjórnina nema efnahagsstefnuna, ESB og vinnubrögðin.

Vinstri grænir er dularfull samkoma fólks. Það hlýtur að teljast einkennilegt svo ekki sé meira sagt þegar þrír þingmenn VG segjast styðja ríkisstjórnina nema efnhagsstefnuna, ESB og vinnubrögðin.

Hvað er það eiginlega sem þremenningarnir eru styðja ef þeir standa ekki að stærstu málum hverrar ríkisstjórnar?

 


mbl.is Fleiri að efast um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 829243

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband