Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Er Steingrímur J. að sjá ljósið? Segir skattalækkun auka umsvifin.

Merkilegt að Steingrímur J. skattpíningarráðherra skuli nú segja að átakið Allir vinna skuli skila ríkissjóði meiri tekjum en ella. Þarna gat almenningur nýtt sé skattafslátt með framkvæmdum.

En hvers vegna sér Steingrímur J. ekki að sama lögmálið gildir almennt um skatta. Sjálfstæðismenn hafa ávallt haldið því fram að lausnin á efnahagsvandanum sé ekki skattpíning heldur einmitt skattalækkun. Það mun örva hagkerfið. Hafi almenningur og fyrirtæki meira milli handanna fer atvinnulífið á fullt. Verslun og þjónusta eflast og ríkissjóður fær meira í kassann.

Skattpíningarstefnan drepur allt.

Óskandi er að Steingrímur J. hafi nú loksins séð ljósið, að skattpíningarstefna hans er röng en stefna Sjálfstæðismanna um lægri skatta er rétt.

 


mbl.is Skattalækkun eykur umsvif
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki benda á mig segir velferðaráðherra og vísar vandamálinu til sveitarfélaganna.

Alveg er hún mögnuð þessi blessaða tæra vinstri stjórn. Velferðaráðherrann segir að auðvitað sé þetta ferlegt með hvað fjárhagsaðstoð til einstaklinga sem á þurfa að halda sé lág. Guðbjartur velferðaráðherra segir að sveitarfélögin verði að hækka fjárhagsaðstoðina.

Ríkið á sem sagt að vera í því að hækka sína skatta og þjónustu og henda svo fleiri og fleiri verkefnum yfir á sveitarfélögin. Flest sveitarfélög eiga í miklu basli með sinn rekstur og geta tæpast bætt við útgjöld sín.

Þetta er svipað og þear þingmenn settu lög um einsetningu grunnskóla eftir að sveitarfélögin tóku við skólanum. Þá gerði ríkið kröfur á sveitarfélögin að byggja og settu fram alls konar kröfur um þjónustu í grunnskólum landsins. Svo er nú komið að mörg sveitarfélög eru hreinlega að kikna undan gífurlegri fjárfestinu í skólahúsnæði og sífellt auknum rekstrarkostnaði grunnskólanna.

Margir spyrja, verður þetta ekki nákvæmlega eins með málefni fatlaðra. Eftir að ríkið hefur komið málefnum fatlaðra frá ríkinu mun ekki standa á auknum kröfum þannig að sveitarfélögin sitja uppi með kostnað án þess að fá flutning tekna frá ríkinu.


mbl.is Vill að sveitarfélög hækki fjárhagsaðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendingar næst svartsýnastir í heiminum um efnhagshorfur. Það er tær vinstri stjórn á Íslandi.

Það kemur örugglega fáuum á óvart að Íslendingar eru næst svartsýnasta þjóðin í heiminum varðandi viðhorf til efnahagshorfa á nýju ári. Auðvitað eru Íslendingar almennt svartsýnir að það muni rofa eitthvað til að viti undir þessari tæru Vinstri stjórn. Við höfum fengið smjörþefinn af vinnubrögðum hinnar tæru vinstri stjórnar á síðustu misserum. Eftir að almenningur hefur fengið að kynnast á eigin skinni vinnubrögðum og aðferðum vinstri stjórnar getur enginn verið uppfullur af bjartsýni á framtíðina. Með Vinstri stjórn eykst svarysýnin á framtíðina.

 


mbl.is Ísland í 2. sæti yfir svartsýnustu þjóðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott sjónvarpsefni. Verður bein útsending frá þingflokksfundi Vinstri grænna?

Svona fyrst eftir áramótin er oft ansi rólegt yfir öllu. Reyndar er nóg um að vera í fótboltanum og heilmikið um beinar útsendingar. Það eru samt ekki allir sem hafa áhuga á sparki í sjónvarpinu. Enn eru níu dagar í handbolann, þannig að það vantar smá líf og fjör. Vinstri grænir ætla að bæta úr þessu með því að halda þingflokksfund. Svo hressilegur ágreiningur er hjá vinstra liðinu að hugsast getur að um klofning geti orðið að ræða með tilheyrandi hurðaskellum.

Það væri því áhugavert að RUV eða Stöð 2 sýndu beint frá þessum fundi Vinstri grænna. Gæti orðið hið besta sjónvarpsefni. Alveg er ég viss um að aðilar myndu fást til að kosta útsendinguna. Alcoa myndi örugglega gera það eins og að kosta Kryddsíldina.

 


mbl.is Mikill átakafundur hjá VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fátæktin og biðraðir eftir mat rímar ekki við norrænu velferðarðatstjórnina.

Það er mikið rétt sem Ólafur Ragnar forseti segir að biðraðir þúsunda eftir mat og fátæktin á Íslandi rímar illa við yfirlýsingar forystumanna Samfylkingar og Vinstri grænna að hér sé norræn velferðarstjórn.

Almenningur er hreinlega að kikna undir sífelldri skattpíningu hinnar hreinræktuðu Vinstri stjórnar,þannig að fátækt fer vaxandi.

Gott hjá Ólafi Ragnar að senda sínum fyrri félögum smá pillu.


mbl.is Fátæktin er smánarblettur á þjóðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúlegt að enn skuli 37% styðja hina tæru Vinstri stjórn.

Alveg er það hreint ótrúlegt að enn skuli 37% þjóðarinnar styðja þessa tæru Vinsri stjórn. Ef kosið verður fljótlega er líklegt að þjóðin sitji áfram uppi með Vinstri stjórn með þátttöku Besta flokksins. Um áramótin gaf Jón Gnarr það út að Besti flokkurinn hygðist bjóða fram til Alþingis.

 

 

 

 

T


mbl.is Ríkisstjórnin með 37% fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða dýrategund er Össur?

Ein helsta skemmtun Samfylkingarinnar er að kalla þingmenn Vinstri grænna ýmsum tegundanöfnum á dýrum. Mikla athygli vakti á sínum tíma tal Jóhönnu um villikettina í VG. Kristján Möller ræddi um það þegar hann yfirgaf Vinstri stjórnina að heimilisketti hefði verið fótrnað fyrir villikött.

Nú reynir Össur að toppa þessa dýraumræðu enda amenntaður á því sviði með því að tala niður til Lilju þingmanns VG og ræða um Hryssu og fölöld.

Gaman væri að velta fyrir sér hvaða dýrategund fólki dettur helst í hug þegar rætt er um Össur. Einhverjum gæti dottið í hug dýrategund sem byrjar á A.  Öðrum gæti dottið í hug dýr, eins og n... í flagi.

Og þeir sem hafa enn meira hugmyndaflug gætu látið sér koma til hugar að Össur væri eins og öskur a.. á Alþingi.

Furðulegt að samstarfsmenn VG skuli stunda þessa  iðju að niðurlægja þingmenn VG


mbl.is Segir Össur sýna VG fyrirlitningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjarni stóð sig best í Kryddsíldinni. Misheppnaður brandari hjá Jóhönnu.

Eins og oftast var Kryddsíldin á Stöð 2 hin besta skemmtun. Setji fólk sig í hlutlausa gírinn og meti frammistöðu forystumannanna er ekki nokkur vafi að Bjarni formaður Sjálfstæðisflokksins stóð sig lang best. Bjarni setti gagnrýni sína fram á einfaldan og skíran hátt. Bjarni benti einnig á hvað þarf að gera til að koma þjóðinni á réttan kjöl.

Jóhanna sagði reyndar misheppnaðan brandara. Jóhanna talðai um að stjórnm,álamennirnir ættu að hætta þessu karpi. Hver hefur nú stundað annað eins karp og Jóhanna sjálf. Þeir eru vandfundnir á Alþingi sem hafa stundað annað eins karp og Jóhanna sjálf. Það trúir ekki nokkur maður að Jóhanna vilji hætta karpi. Jóhanna lítur svo á að samstaða felist í því að allir hlýði hennar tilskipunum. Málamiðlanir í hennar huga eru ekki til. Það eitt er rétt sem hún segir.

Svo kemur þessi sama Jóhanna og segir að stjórnmálamenn eigi að hætta þessu karpi.

Jóhanna hefur hingað til verið þekkt fyrir annað en vera húmoristi. Það breyttist ekkert í dag.


mbl.is Hættum þessu karpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Springur Vinstri stjórnin strax eftr áramót?

Stóra spurngin í byrjun árs 2011 er hvort fyrsta stóra fréttin verður að Vinstri stjórnin sé sprungin. Það fer auðvitað mikið eftir því hvað Villikattartríóið í VG gerir. Ef þau segja skilið við VG hangir líf Vinstri stjórnarinnar á bláþræði.

Þá er komin upp sú staða að Ögmundur getur ráðið öllu. Spurning hvort Jóhanna treystir sér að vinna undir slíkri pressu. Þráinn Bertelsson væri þá einnig komin í oddaaðstöðu og spurning hvort nokkur ríkisstjórn treystir sér að starfa við þannig aðstæður.

En það er sem sagt Villikattartríóið semræður mestu um lífdaga Vinstri stjórnarinnar að viðbættum stjórnandanum Ögmundi.


mbl.is Ríkisráðsfundur í morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bankastjóri Englandsbanka sagði að Icesave-krafan yrði afskrifuð.

Alltaf er eitthvað nýtt og athyglisvert að koma upp á yfirborðið varðandi Icesave. Alltaf eru að koma upplýsingar sem sannfæra öruggega fleiri og fleiri um það að almenningur á Íslandi á ekki að borga skuld sem einkabanki stofnaði til.

Það er athyglisvert sem kemur fram í viðtali við Davíð Oddsson,þar sem hann segir frá yfirlýsingu bankastjóra Englandsbanka um að Icesave-krafan verðoi afskrifuð, Davíð segir að þessi yfirlýsing sé til.

Eftir svona upplýsingar hljóta margir að velta fyrir sér hvers vegna í óskupunum Jóhanna og Steingrímur J. leggja svona gífurlega mikla áherslu á að almenninur á Íslandi greiði Bretum og Hpllendingum Icesave skuld gamla Landsbankans.


mbl.is Davíð: Ekki starfhæf ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 829243

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband