Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
17.1.2011 | 20:23
Magma á ekki auðlindirnar. Skrípaleikur Jóhönnu nær hámarki.
Það er stórkostlegt hvernig hefur verið hægt að koma því í huga margra að búið sé að selja orkuauðlindina á Reykjanesi til Magma. Auðlindirnar hafa ekki verið seldar,heldur er það nýtingarétturinn sem Magma fjárfesti í. Auðvitað má ræða það hvort stytta á leigutímann.
Það sem liggur fyrir er að unnið er eftir lögum, sem Jóhanna vissi vel um. Vinstri stjórnin gat hvenær sem er gripið inní á ferlinum hefði verið vilji til þess. Það er eftir öðru hjá þessari tæru Vinstri stjórn að ætla að grípa til einhverja aðgerða til að taka til baka löglega samninga.
Er Vinstri stjórnin að boða eignarnám með tilheyrandi skaðabótum?
Svo er það auðvitað stórkostlegt að helsta baráttumanneskja, Jóhanna Sigurðardóttur, að koma Íslandi í ESB skuli ætla að nema úr gildi löglega samninga sem erlendir fjárfestar gera á Íslandi.
Þegar það hentar boðar Jóhanna að afhenda ESB hitt og þetta á Íslandi, en haldi Jóhanna að það sé fallið til vinsælda faðmar hún Björkl að sér og segist vera sammála henni að alls ekki megi fá erlenda fjárfestingu inní landið í orkugeirann.
![]() |
Björk afhenti undirskriftir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.1.2011 | 17:27
Er óeðlilegt að útgerðarmenn vilji vita stöðu sína áður en samið er ?
Þrátt fyrir falleg orð forystumanna Vinstri stjórnarinnar um frið og sátt í þjóðfélaginu er framkvæmdin allt önnur.Það er stefna Vinstri stjórnarinnar að ráðast á allt sem hægt er og skapa ófrið og óvissu í stað sáttar.
Er eitthvað undarlegt að útgerðarmenn vilji vita hvað er framundan í fiskveiðistjórnarmálum. Ætlar Vinstri stjórnin að kollvarpa kerfinu og fara þáleið að hirða kvótann af núverandi útgerðarmönnum.
Að sjálfsögðu hlýtur það að vera eðlileg krafa útgerðarmanna að fá vitneskju um áform Vinstri stjórnarinnar. Staðan er núna þannig að engum útgerðarmanni dettur í hug að eyða í viðhald eða nýframkvæmdir, sem er skiljanlegt miðað við óvissuástandið.
Ætli Jóhanna sér að kollvarpa kerfinu með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir sjávarútvegspláss landsins verður hún að upplýsa það. En hvers vegna í óskupunum var þá verið að leggja áherslu á sáttaleið í fiskveiðistjórnunarmálunum.
Furðulegast af öllu er að þegar aðilar koma sér saman um að fara samningaleiðina þá blæs Jóhanna á það og heimtar fyrningaleiðina.
Svo talar þessi kona um að það eigi að ná sátt í þjóðfélaginu.
![]() |
Ólíðandi að tengja saman kjarasamninga og kvótakerfið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.1.2011 | 13:18
Gott hjá Ólafi Ragnar að vekja athygli á hryðjuverkum Browns.
Það er virkilega gott hjá Ólafi Ragnari,forseta,að vekja athygli á hryðjuverkastarfsemi Gordons Brown,fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands í garð okkar Íslendinga. Auðvitað sköðuðu yfirlýsingar Browns hagsmuni Íslendinga á sínum tíma. Brown á að sjálfsögðu að biðja íslensku þjóðina afsökunar á því tjóni sem hann hefur valdið Íslandi.
Það furðulega í þessu öllu er svo að vilji Jóhönnu og Steingríms J. er að berjast fyrir því að við borgum Bretum vegna Icesaveskuldar gamla Landsbankans. Bretar hafa valdið okkur nógu miklu tjóni þótt almenningur fari nú ekki til viðbótar að borga þeim milljarða.
![]() |
Brown ætti að biðjast afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pólitík lýðskrumarans Jóhönnu Sigurðöardóttur er ótrúleg ósvífni. Í áramótaávarpi sínu til þjóðarinnar boðar hún að allir eigi að vinna saman. Menn eigi að hætta þessu endalausa rifrildi og vinna saman. Allt ofasalega fallegt og hljómar vel í eyrum landsmanna en er þetta þá ekki allt í sómanum.
Nei, það lítur hreinlega út fyrir að einhver allt önnu Jóhanna hafi samið áramótaávarpið heldur en sú Jóhanna sem gegnir starfi forsætisráðherra.
Samkvæmt öllum fréttum fjölmiðla liggur það nokkuð ljóst fyrir að Jóhanna ætlar ekki að standa við samninga um að fara samningaleiðina hvað varðar sjávarúitvegsstefnuna.
Hvers vegna í óskupunum ætlar vinstri stjórnin að helypa öllu í loft upp í sjávarútvegsmálum þegar möguleiki er að ná sátt í stefnunni milli hagsmunaaðila.
Hver er tilgangurinn?
![]() |
Standi við sátt um samningaleið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.1.2011 | 09:59
Hvers vegna má ekki upplýsa hverjir fengu 30 milljónir?
Upplýst hefur verið að starfsmenn félagsvísindasviðs Háskóla Íslands fengu 30 milljónir króna fyrir vinnu að beiðni ráðuneyta.
Jóhanna Sigurðardóttir,forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar,neitar að gefa upp hvaða sérfræðingar í Háskólanum hafa fengið þessar greiðslur.
Hvers vegna er það eitthvert leyndarmál? Er það eitthvað óþægilegt fyrir Samfylkinguna að almenningur fái upplýsingar um það í hvað skattpeningarnir eru notaðir?
Lýðskrumarinn Jóhanna talar á góðum stundum um að Samfylkingin vilji hafa allt upp á borði. Það eigi allt að vera gagnsætt í stjórnsýslunni.
Hvers vegna má þá ekki greina frá því hvaða sérfræðimngar það eru sem þegið hafa 30 milljónir úr ríkissjóði fyrir vinnu hjá ráðuneytunum.
12.1.2011 | 22:32
Þjóðin á að greiða atkvæði um Icesave.
Það virðist vera nokkuð ljóst að þau samningsdrög sem nú liggja fyrir eru margfalt betri heldur en þau sem Steingrímur J. og Jóhönnu vildu pína í gegn. Mismunurinn nemur mörgum tuga milljarða ef ekki hundruðum milljarða. Það er því eðlilegt að mikil btreyting sé á viðhorfi fólks um að semja.
Í áramótaávagrpi sínu gaf Ólafur Ragnar,forseti,það fyllilega til kynna að hann muni vísa samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann sagði það hafa sýnt sig að þjóðinni er fullkomlega treystandi til að meta hlutina og greiða atkvæði af ábyrgð.
Forystuflokkuir ríkisstjórnarinnar hefur mikið talað um íbúalýðræði og þjóðaratkvæðagreiðslur. Jóhanna hlýtur því að leggja til á Alþingi að nýjustu samningsdrögin verði sett í þjóðaratkvæðagreiðslu.
![]() |
Tæpur helmingur vill samþykkja Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lýðskrumarinn mikli Jóhanna Sigurðardóttir fagnar nú mjög undirskriftalista varðandi áskorun um að koma í veg fyrir söluna á HS Orku. Reyndar alveg einstakt að forsætisráðherra skuli fagna áskorun að koma í veg fyrir það sem þegar er búið og gert. Fyrir liggur að allt var gert löglega.
Ekki varð nú þjóðin vör við jafnmikinn áhuga á þjóðaratkvæðagreiðslu þegar undirskriftalistar lágu fyrir um Icesave- klúður hennar og Stingríms J. Þá sat Jóhanna heima og sýndi þjóðaratkvagreiðlu vanvirðingu. Einstakt að forsætisráðherra sýni lýðræðinu slíka lítilsvirðingu.
Jóhanna hlýtur einnig að taka mikið mark á mótmælendalistum vegna fyrirhugaðra vegatolla. Líklega leggur Jóhanna til jóðaratkvæðagreiðlsu um það mál eða hvað?
![]() |
Jóhanna fagnar undirskriftum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.1.2011 | 15:09
Steingrímur J. og Árni Þór verða að hætta skrípaleiknum í ESB.
Þolinmæði margra í Vinstri grænum er á þrotum vegna skrípaleiks Steingríms J. og Árna Þórs í ESB málum. Það kemur greinilega fram hjá Lilju Mósesdóttur að Ísoland verði að fara að setja fram sín skilyrði varðandi ESB umsóknina.
Skrípaleikur Steingríms J og Árna Þórs er óþolandi að mati margra VG manna. Það virðist vera að fornmaður VG og þingflokksformaðurinn vilji spila leikinn við ESB og alls ekki styggja Samfylkinguna með því að setja fram einhver skilyrði.
Ef Steingrímur J. og Árni Þór ætla ekki á neinn hátt að koma til móts við þá þingmenn VG sem vilja fara eftir stefnu flokksins í ESB getur það ekki þýtt neitt annað en að Vinstri grænir klofni í tvo flokka.
![]() |
Verður að setja fram samningsskilyrðin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.1.2011 | 11:25
Fær villiköttur í VG ráðherrastól?
Enn halda átökin áfram innan Vinstri grænna. Maraþon fundir eru haldnir, sem sagðir eru til að ná sáttum í þingflokknum. Forystumenn í báðum þingflokkum VG eru orðnir pirraðir og svara spurningum fréttamanna með skætingi.
Eflaust hefur Steingrímur J. og félagar talið það nægjanlegt að endurreisa ólátabelginn Ögmund og koma honum í ríkisstjórn til að lægja öldurnar í villikattadeildinni. Svo virðist nú aldeilis ekki vera,enda um mjög djúipstæðan ágreining að ræða. Þremenningarnir geta ekki sætt sig við að forystan svíki stór grundvallarstefnumið. Þremenningarnir hafa örugglega mikinn stuðning í baklandinu.
Margir velta fyrir sér hver er hlutur Ögmundur í þessari allsherjardeilu og uppgjöri innan VG. Srendur hann á bak við villikettina þrjá? Er það Ögmundur sem leggur línuna?
Verður Steingrímur J. að bjóða villikattadeildinni ráðherrastól og aukin áhrif til að kægja öldurnar?
Vitað er að Katrín menntamálaráðherra fer í barnaeignafrí, þannig að þar gefst tækifæri til að manna einn ráðherrastól.
Svo er auðvitað spurning hvað gerist með Jón Bjarnason. Hann blæs á stjórnarsáttmálann, sem gerir ráð fyrir sameiningu ráðuneyta í atvinnumálaráðuneyti. Jón ætlar ekki að gefa eftir stólinn átakalaust.
Vandamál VG eru því alls staðar og spurning hvort Steingrími J. tekst endalaust að halda þessu ólíka liði saman.
![]() |
Enn tekist á hjá VG |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.1.2011 | 21:30
" Ég nenni þessu ekki strákar mínir."
Það virðist fara gífurlega í taugarnar á Steingrími J. formanns VG að fjölmiðlar hafí áhuga á innansveitarkrónikku í þingliði Vinstri grænna. S teingrímur J. ætti nú að vita það sem gamall íþróttafréttamaður að svona hanaslagur eins og innan VG vekur þjóðarathygli. Það hlýtur að vera nokkuð fréttnæmt þegar þrír þingmenn VG krefjast þess að ríkisstjórnin breyti um áherslur og vinnubrögð.
Það hlýtur að vekja áhuga fjölmiðla að fá upplýsingar þegar þessir þremenningar óska eftir að Árni Þór þingflokksformaður VG biðjist opinberlega afsökunar á ummælum sínum í þeirra garð.
Það var því furðulegt að horfa á Steingrím J. svara fréttamönnum í sjónvarpinu í kvöld þegar þeir gengu á hann varðandi innanflokksátökin hjá VG. Steingrímur J. svaraði um leið og hann reyndi að troða sér inní bíklinn: " Ég nenni þessu ekki strákar mínir."
![]() |
VG heldur áfram fundi kl. 18 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
-
gumson
-
nkosi
-
addi50
-
baldher
-
kaffi
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
artboy
-
gattin
-
carlgranz
-
diesel
-
gagnrynandi
-
einarbb
-
ellidiv
-
eyglohardar
-
ea
-
fhg
-
gesturgudjonsson
-
gretarmar
-
gudbjorng
-
lucas
-
dramb
-
gylfig
-
fosterinn
-
smali
-
helgi-sigmunds
-
helgimar
-
helgigunnars
-
himmalingur
-
hjorturgud
-
ibvfan
-
jakobk
-
johannp
-
jonmagnusson
-
jonsnae
-
kolbrunerin
-
ladyelin
-
lotta
-
liljabolla
-
altice
-
ludvikludviksson
-
maggij
-
iceland
-
redlion
-
rynir
-
heidarbaer
-
sigurjon
-
sv11
-
sigurdurkari
-
siggith
-
steffy
-
stebbifr
-
eyverjar
-
svanurg
-
tibsen
-
vefritid
-
nytthugarfar
-
nautabaninn
-
hector
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
iceberg
-
tbs
-
doddidoddi
-
valdivest
-
malacai
-
annabjorghjartardottir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
eeelle
-
gauisig
-
elnino
-
zumann
-
gp
-
morgunblogg
-
minos
-
daliaa
-
johannesthor
-
stjornun
-
jonlindal
-
bassinn
-
kuldaboli
-
kristjan9
-
maggiraggi
-
odinnth
-
omarbjarki
-
oskareliasoskarsson
-
skari
-
siggus10
-
siggisig
-
steinn33
-
valdimarjohannesson
-
thjodarheidur
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 829243
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar