Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
15.12.2010 | 17:05
Það verður þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave miðað við stefnu Samfylkingarinnar um milliliðalaust lýðræði.
Vangaveltur eru nú um það hvort forsetinn muni vísa nýju Iceave samkomulagi í þjóðaratkvæðagreiðslu ef Alþingi samþykkir hinn nýja samning.
Ég tel þetta algjörlega óþarfa áhyggjur. Auðvitað verður þjóðaratkvæðagreiðsla um hinn nýja Icesave samning sem liggur fyrir. Samfylkingin kvað alveg skýrt um það í stefnu sinni frá 2009 að hún vildi leggja áherslur á þjóðaratkvæðagreiðslur. Í plöggum sínum talar Samfylkingin um milliliðalaust lýðræði.
Varla hefur Samfylkingin verið að boða þessa stefnu um þjóðaratkvæðagreiðslur bara til að ná í kjósendur. Ég vil ekki trúa því að stjórnmálaflokkur eins og Samfylkingin sé svo ábyrgðarlaus. Auðvitað meinar Samfylkingin eiitthvað með þessu tali sínu um milliliðalaust lýðræði.
Það liggur því alveg á borðinu að Samfylkingin mun beita sér fyrir því á Alþingi nú á næstu dögum að þjóðararatkvæðagreiðsla fari fram um Icesave. Það er því algjör óþarfi að vera meðö einhverjar vangav eltur um það hvað Ólafyr Ragnar,forseti,muni gera.
Það er þjóðin sjálf sem mun afgreiða Icesave samkvæmt boðaðri stefnu Samfylkingarinnar um þjóðaratkvæðagreiðslur.
15.12.2010 | 12:50
Það má ekki gerast að rekstri Sólheima verði hætt.
Það er ótrúlegt að sjá frétt um að sé í myndinni að rekstri Sólheima verði hætt. Saga Sólheima er mjög merkileg og þar hefur í gegnum tíðina verið unnið frábært starf. Málefni fatlaðra hafa á síðustu árum notið meiri skilnings og því er það með ólíkindum að það skuli yfirhöfuð vera í umræðunni að hugsanlega verði rekstri Sólheima hætt.
Allior sem hafa eitthvað fylgst með Sólheimum vita að þar er unnið frábært starf. Á Sólheimum er frábært samfélag og alveg öruggt að íbúum þar líður mjög vel.
Þingmenn og sveitarstjórnarmenn verða nú að taka höndum saman og sjá til þess að reksturinn á Sólheimum verði tryggður um ókomin ár. Það væri mikil skömm fyrir ríki og sveitarfélög ef rekstri S´ðolheima yrði hætt.
Reyndar tel ég það hljóti að vera fjarlægan möguleika. Sveitarstjórn á svæðinu hljóta að sjá til þess að það gerist ekki.
![]() |
Verður rekstri Sólheima hætt? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.12.2010 | 20:14
Á að greiða Jóni Ásgeiri og félögum skaðabætur fyrir að hafa komið Glitni á hausinn?
Já það ætlar að sannast enn einu sinni að margt er skrítið í kýrhausnum. Nú ætlar Jón Ásgeir og félagar hans að höfða mál og krefjast skaðabóta vegna andlegs og fjárhagslegs tjóns sem þeir telja sig hafa orðið fyrir.
Er þetta ekki alveg hreint stórkostlegt. Mennirnir sem settu þjóðina nánast á hausinn krefjast skaðabóta fyrir hvað illa sé farið með þá.
Hvað ætli mörg þúsund Íslendingar hafi orðið fyrir andlegu og fjárhagslegu tjóni vegna vinnubragða þeirra Jóns Ásgeirs og félaga.
Ætlar Jón Ásgeir og félagar að bæta öllum þeim hópi skaðann? Ætli það.
![]() |
Höfðar líklega skaðabótamál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.12.2010 | 12:53
Draumur Vinstri grænna um Kúbu hlýtur að rætast.
Vinstri grænir er margklofinn flokkur í mörgum málum. Í einu máli er þó 100% samstaða meðal þingmanna VG þ.e. hækkun skatta. Það virðast engin takmörk fyrir því hversu langt Steingrímur J. og félagar ætla að ganga í skattahækkunum. Beinir skattar hækka óbeinir skattar hækka, þjónustugjöld hækka, hækkanir á bifreiðar hækka, skattahækkanir á fyrirtæki. Auknar byrðar á sveitarfélögin.
Allar þessar skattahækkanir hafa svo á örskömmum tíma leitt til 16 milljarða hækkunar skulda heimila á aðeins 8 mánaða tímabili. Þrátt fyrir þessa staðreynd boðaðr Vinstri stjórnin áfram hækkandi álögur.
Það virðist vera draumur Vinstri grænna að koma á Kúbu ástandi hér á landi. Draga alla niður þannig að almenningur hafi ekki úr neinu að spila. með sama áframhaldi og vinstri stjórn í landinu mun Steingrími J og félögum takast að gera Ísland að Kúbu norðursins.
![]() |
Skuldir hækkað um 16 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Síðustu daga hafa fjölmiðlar rifjað upp ummæli Steingríms J. um glæsilega samninga varðandi Icesave. Steingrímur J. sparaði ekki stóru orðin hversu gífurlega hagstæðum samningum fyrir íslensku þjóðina Savarsnefndin hefði náð að landa á sínum tíma. Þegar gagnrýni kom fram sagðist Steingrímur J. bera alla ábyrgð á nefndinni og þar með samningnum.
Nú hefur komið í ljós að umræddur samningur var herfileg mistök,sem stjórnarandstöðinnunni,almenningi og forsetanum tókst að stoppa.
Það hefur komið fram að nýr samningur sem nú liggur fyrir er hagstæðari fyrir Ísland sem er á bilinu rúmir 100 milljarðar til 400 milljarða.
Steingrímur J. stóð manna fremst í því að draga Geir H.Haarde fyrir Landsdóm og láta þar reyna á ráðherraábyrgð.
Það er því ekkert undarlegt að menn spyrji núna, hvað með Steingrím J. Gildir spurningin um ráðherraábyrgð núna. Ætlar Steingrímur J.að standa við orð sín að hann beri ábyrgð á því að hafa ætlað að láta almenning greiða nokkur hundruðum milljörðum meira en þörf var á. Gildir reglan um ráðherraábyrgð ekki núna?
Reyndar er alveg fullvíst að Steingrími J. dettur ekki í hug að vera samkvæmur sjálfum sér í þessu máli frekar en mörgum öðrum.
![]() |
Nú er þetta allt orðið ég einn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.12.2010 | 13:58
Er minni áhætta í að fjármagna blómabúð heldur en vegi?
Lífeyrissjóðirnir koma nú fram mjög ábyrgðarfullir og sgjast ekki geta lánað fjármagn í vegaframkvæmdir á vegum ríkisins nema að fá ákveðna ávöxtun. Það sé þeim hreinlega óheimilt samkvæmt lögum. Þeir verði að gæta hagsmuna rétthafa lífeyrissjóðanna. Mikið dásamlega er þetta allt fallegt. Þeir tala núna eins og lífeyrissjóðirnir hafi aldrei tapað krónu á vafasömum fjárfestingum. Er þetta þá bara allt kjaftæði að lífeyrissjóðirnir hafi tapað hundruðum milljóna vegna misheppnaðra fjárfestinga og áhættusamra viðskipta með verðbréf. Það er þá skrítið að skerða þarf lífeyri hjá þó nokkrum lífeyrissjóðum.
hafi menn nú lært af biturri reynslu að fara beri að lögum og aðeins að stunda fjárfestingar og lánastarfsemi sem gefur ákveðna ávöxtrun er undarlegt að enn standa lífeyrissjóðirnar í áhættusömum rekstri.
Hvaða þörf er t.d. á því að lífeyrissjóðirnir vilji standa í að reka blómabúð eða byggingavöruverslun. Það er ekki hægt að halda því fram með nokkrum rökum að þessi verslunarrekstur gefi ávöxtun fjármagns sem lífeyrissjóðirnir fullyrða að þeir verði að skila.
Hversw vegna höfðu menn það ekki í huga á sínum tíma og hvers vegna hafa menn það ekki enn í huga að áhættubisness réttlætir ekki áhættuna á að lífeyrissjóðirnir fórni réttindum lífeyrisþega í nútíð og framtíð.
Það er allavega lágmark að lífeyrissjóðirnir séu samkvæmir sjálfum sér þegar þeir gefa út hástemmdar yfirlýsingar um hversu vel þeir gæti hagsmuna sinn lífeyrisþega.
![]() |
Hart sótt að lífeyrissjóðunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.12.2010 | 21:43
Ætlar Jóhanna Sigurðardóttir að biðjast afsökunar á sínum eigin mistökum.
Jóhanna Sigurðardóttir formaður Samfylkingarinnar setti upp sinn mikla og drungalega alvörusvip á flokksráði og bað þjóðina afsökunar á öllu í aðdraganda hrunsins. Reyndar var hún nú aðallega í afsökunarbeiðni Samfylkingarinna að kenna Sjálfstæðisflokknum.
Nú er spurningin hvort Jóhanna ætlar að stíga fram og bið'ja þjóðina afsökunar á því að hafa ætlað að þröngva samningi uppá íslenskan almenning sem hefði kostað hundruð'um milljarða meira heldur en það sem liggur á borðinu núna. Tryggvi Þór telur að nýja samkomulagið kosti 423 milljörðum minna heldur en það sem Jóhanna ætlaði að pína íslenskan almenning til að greiða.
Stóra spurningin nú er hvort Jóhanna ætlar að biðjast afsökunar á sínum eigin mistökum.
![]() |
432 milljarða kr. munur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.12.2010 | 17:04
" Ég ber ábyrgð á Svavarsnefndinni" sagði Steingrímur J. Og hvað svo ? Ætlar hann að axla ábyrgðina og segja af sér?
Næu liggur það ljóst fyrir að samningur sá sem Svavar Gestsson í Cesave málinu eru einhver stærstu mistök´, sem gerð hafa verið í samningagerð við erlend ríki. Það sem verst er af öllu er að forystumenn ríkisstjórnarinnar Steingrimur J. og Jóhanna dásömuðu þennan Svavarssamning mjög með hástemmdum lýsingarorðum. Þau ætluðu að láta Alþingi samþykkja þennan samning bara svona einn tveir og þrír án þess að þingmenn fengju að lesa hann yfir.
Nú liggur á borðinu samningur sem er margfalt hagstæðari þannig að það munar allt að 200 milljörðum.
Eftir að allt þetta er komið upp á borð hlýtur sú spurning að vakna hvernig Steingrímur J. telur sig geta setið áfram í ráðherrastól. Hann gaf út í mars 2009 að hann sagðist bera fulla ábyrgð á Svavarssamningum.
Ekki getur Alþingi horft uppá það aðgerðalaus að þau Steingrímur J. og Jóhanna starfi áfram eins og ekkert hafi í skorist.
Það er til nokkuð sem heitir ráðherraábyrgð. Það er hægt að kæra ráðherra og draga þá fyrir Landsdóm vegna afglapa í starfi. Er hér ekki komið borðliggjandi dæmi um Steingrím J. og Jóhönnu.
Aelþingi hlýtur að ákæra þau og draga fyrir Landsdóm. Reyndar eiga þau að sjá sóma sinn í að segja af sér´.
![]() |
Ég ber ábyrgð á Svavarsnefndinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.12.2010 | 13:15
Enn fagnar Steingrímur J. nýjum Icesave samningi. Lítið að marka fögn Steingríms.
Steingr´ðimur J. fagnar nú í þriðja sinn samningi við Breta og Hollendinga. Alltaf segir Steingrímur J. að um einstaklega góðan og hagstæðan samning sé að ræða fyrir´Íslendinga. Svo hefur í ljós að alltaf er hægt að ná hagstæðari samningi. Nú hljóta margir að setja upp spurningamerki. Er þessi nýjasti samningur svona rosalega hagstæður núna.
Og eftir situr. Hvers vegna í óskupunum þarf almenningur að borga skuldir einkabanka. Þór Saari þingmaður tók meira svo sterkt til orða að gamli Landsbankinn hefði verið rekinn sem glæpafyrirtæki. Þá þess heldur að almenningur þurfi að bera skaðann.
![]() |
Mikil áhætta ríkissjóðs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.12.2010 | 20:51
Hvers vegna vildu Steingrímur J. og Jóhanna láta almenning borga 200 milljörðum meira?
Það hlýtur að hafa farið hrollur um marga við að horfa á fréttirnar í kvöld þar sem rifjað var upp er Jóhanna og Steingrímur J. voru að dásama fyrri samninga sem gerðir höfðu verið við Breta og Hollendinga.
Annars eins samningamaður og Svavar Gestsson hafði ekki fundist á jarðkringlunni og sennilega ekki í alheiminum.
Nú liggr á borðinu samningur sem sagður er vera 200 milljörðum hagstæðari en Svavarssamningurinn svokallaði.
Maður hlýtur að spyrja, geta Steingrímur J.og Jóhanna setið áfram í ríkisstjórn eftir að hafa ætlað að þröngva uppá Íslendinga 200 milljarða skuldbindinga.
Geta þau virkilega setið í sínum ráðherrastólum áfram eins og ekkert sé?
![]() |
Kostnaður 50 milljarðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
-
gumson
-
nkosi
-
addi50
-
baldher
-
kaffi
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
artboy
-
gattin
-
carlgranz
-
diesel
-
gagnrynandi
-
einarbb
-
ellidiv
-
eyglohardar
-
ea
-
fhg
-
gesturgudjonsson
-
gretarmar
-
gudbjorng
-
lucas
-
dramb
-
gylfig
-
fosterinn
-
smali
-
helgi-sigmunds
-
helgimar
-
helgigunnars
-
himmalingur
-
hjorturgud
-
ibvfan
-
jakobk
-
johannp
-
jonmagnusson
-
jonsnae
-
kolbrunerin
-
ladyelin
-
lotta
-
liljabolla
-
altice
-
ludvikludviksson
-
maggij
-
iceland
-
redlion
-
rynir
-
heidarbaer
-
sigurjon
-
sv11
-
sigurdurkari
-
siggith
-
steffy
-
stebbifr
-
eyverjar
-
svanurg
-
tibsen
-
vefritid
-
nytthugarfar
-
nautabaninn
-
hector
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
iceberg
-
tbs
-
doddidoddi
-
valdivest
-
malacai
-
annabjorghjartardottir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
eeelle
-
gauisig
-
elnino
-
zumann
-
gp
-
morgunblogg
-
minos
-
daliaa
-
johannesthor
-
stjornun
-
jonlindal
-
bassinn
-
kuldaboli
-
kristjan9
-
maggiraggi
-
odinnth
-
omarbjarki
-
oskareliasoskarsson
-
skari
-
siggus10
-
siggisig
-
steinn33
-
valdimarjohannesson
-
thjodarheidur
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 829243
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar