Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
29.12.2010 | 22:00
Furðulegt hvað margir styðja enn geimveruflokkinn.
Stöð 2 birti í kvöld niðurstöður úr nýrri könnun um fylgi stjórnmálaflokka í Reykjavík. Alveg er það hreint ótrúlegt að Jón Gnarr og geimveruflokkurinn skuli enn hafafylgi í 4 borgarfulltrúa. Stjórn geimveruflokksins hefur svo gersamlega mistekist að maður hefði frekar búist við algjöru fylgishruni.
Þó Sjálfstæðisflokkurinn hafi rétt sinn hlut nokkuð kemur það mér á óvart að hann skuli ekki ná hreinum meirihluta.
Og hvers vegna í óskupunum nær Dagur og Samfylkingin þessum stuðningi.??
![]() |
Sjálfstæðisflokkur sækir í sig veðrið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.12.2010 | 15:26
Klofnar Samfylkingin vegna skaperðar Jóhönnu?
Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra skrifa pistil um stjórnmálin og skapgerð Jóhönnu. Það virðist vera nokkuð mikill samhljómur hjá þeim sem unnið hafa með Jóhönnu er að hún eigi erfitt með að sætta sig við aðra skoðun en sína eigin.Jóhanna hefur beitt hótunum við þingmenn VG að þeir verði skilyrðislaust að hlýða boðskap hennar annars verði stjórnarslit. Nú er svo komið að nokkrir þingmenn VG sætta sig ekki lengur við verkstjórn Jóhönnu. Maður getu rétt ímyndað sér hvað vinnubrögðum Jóhanna beitir gagnvart sínum eigin þingmönnum.
Oft hefur verið sagt frá því að Davíð Oddsson varð að funda sérstaklega með Jóhönnu til að sansa hana þótt búið væri að ná niðurstöðu með Alþýðuflokknum sem þá var í ríkistjórn með Sjálfstæðisflokknum.
Það er örugglega rétt mat hjá Birni Bjarnasyni að Jóhanna mun ekki sjá að hennar tími er liðinn fyrr en þingflokkurinn gerir uppreisn og rekur Jóhönnu.
Aukinn skjálfti fer örugglega um þingmenn Samfylkingarinnar þegar þeir sjá betur og betur að Jóhanna er ekki að ná nokkrum einasta árangri með sinni tæru Vinstri stjórn. Almenningur á Íslandi er gjörsamlega að missa þolinmæða. Það er ekki endalaust hægt að pína launþega landsins til að borga fyrir allt heila klabbið.
![]() |
Björn: Gleyma skapgerð Jóhönnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.12.2010 | 13:24
Framsókn hlýtur að bjarga eigin afkvæmi.
Framsóknarflokkurinn er sá aðili sem ber höfuðábyrgð á því að á Íslandi er tær Vinstri stjórn. Á sínum tíma hélt Framsóknarflokkurinn að hann væri að gera þjóðinni mikið gagn með því að koma á minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinbstri grænna. Það var forsendan fyrir því að við sitjum nú uppi með tæra Vinstri stjórn í landinu.
Sennilega má kenna reynsluleysi Sigmundar Davíðs of fleiri í Framsókn um að þau töldu að hægt væri að treysta orðum Jóhönnu og Steingríms J. Nú eru þau væntanlega reynslunni ríkari.
Samt sem áður má telja verulegar líkur á því að Framsóknarflokkurinn muni leggja mikið á sig til að bjarga þessu vinstra afkvæmi sínu. Ekki þorir Framóknarflokkurinn í þingkosningar. Framsóknarflokkurinn hefur í gegnum tíðina verið tilbúinn að fórna ansi miklu til að komast í ráðherrastólana.
Það eru því yfirgnæfandi líkur á því að Framsóknarflokkurinn lengi líf síns eigin afkvæmis Vinstri stjórnarinnar um nokkra mánuði.
![]() |
Misvísandi skilaboð um samstarf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.12.2010 | 14:10
Jólakveðja úr Garðinum.
Það er aldeilis búið að skreyta mikið í Garðinum. Jólaskreytingar og jólatré sem sveitarfélagið hefur komið upp er mjög flott. Fyrirtæki og einstaklingar eru með fínar skreytingar. Flekkótt jól hérna í Garðinum og smá vindur.
Yfir jólin er best að hverfa frá öllu þrasi um stjórnmál, Icesave, VG vitleysunni og allt í þeim dúr. Nú er bara að borða góðan jólamat og njóta samvista með fjölskyldunni.
Ágætu lesendur síðunnar. Sendi ykku öllum mínar bestu óskir um gleðilega jólahátíð. Stingum niðuir penna milli jóla og nýárs.
23.12.2010 | 16:38
Vinstri grænir velta steinunum í sitt hvora áttina.
Steingrímur J. formaður VG talar um að það sé mikil ábyrgð að velta steinum í götuna. Hann talar um ætlunarverk sitt að koma þjóðarskútunni af strandstað. Hvernig í óskupunum á nú almenningur að taka mark á öllu málæðinu í Steingrími J. þegar hluti af hans þingliði hefur enga trú á að Steingrimur J. sé að koma þjóðarskútunni af strandstað.
Villikettirnir svokölluðu í VG segja Vinstri stjórnina á rangri vegferð. Þeir treysta sér ekki einu sinni að samþykkja fjárlög Vinstri stjórnarinnar fyrir árið 2011. Hvernig á almenningur að hafa nokkra trú á þessari sundurleitu hjörð sem kallast Vinstri grænir. Hvernig getur það gengið þegar þingmenn flokksins velta steinunum í sitt hvora áttina í götuna.
Nei, Steingrímur J. Vinstri stjórnin hefur endanlega tapað þeirri litli tiltrú sem hún hafði.
![]() |
Mikil ábyrgð að velta steinum í götuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.12.2010 | 15:20
Tveir ráðherrar á villikattafundi Vinstri grænna.
Morgunblaðið greinir frá því í dag að ráðherrarnir Jón Bjarnason og Ögmundur Jónasson hafi átt fund með órólegu deildinni hjá Vinstri grænum. Ekki fer á milli mála að þar hafa línur verið lagðar um hjásetu þriggja þingmanna VG varðandi afgreiðslu fjárlagafrumvarps ríkisstjórnarinnar.
Það er einsdæmi að stjórnarþingmenn sitji hjá við atkvæðagreiðslu hvað þá að tveir ráðherrar sitji fund með villiköttunum í VG og kortleggi atkvæðagreiðsluna.
![]() |
Hjáseta kom ekki til greina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.12.2010 | 20:31
Vinstra líf, ný mynd eftir Þráinn?
Þráinn Bertelsson gerði margar ágætar kvikmyndir s.s. Nýtt líf, Löggulíf og hvað þær hétu nú allar. Nú hlýtur Þráinn að fá gott efni eftir að hann gerðist þingmaður og hefur nú líf Vinstri stjórnarinnar í hendi sér. Þrír villikettir hafa nú strokið af VG heimilinu og spurning hversu auðvelt verður að ná þeim í hús aftur.
Eftir nokkurt flokkaflakk hefur Þráinn snúist í heilan hring og hreiðrar nú um sig á VG heimilinu og er nú í þeirri stöðu að hafa líf hinnar tæru vinstri stjórnar í hendi sér.
Jón Gnarr borgarstjóri lét gera trúðamynd um sjálfan sig og nú hlýtur Þráinn að feta í hans f´tspor og reyndar sí eigin og gera mynd sem vel gæti heitið Vinstra líf. Reyndar er það spurning hvort það verður grínmynd,sakamálamynd eða hreinlega hryllingsmynd.
18.12.2010 | 17:13
Lilja styður Vinstri stjórnina en ekki stefnu hennar. Gengur það upp??
Mörgum finnst Lilja Mósesdóttir vera athyglisverður þingmaður. Skoðanir hennar og gagnrýni á vinnubrögð Vinstri stjórnarinnar vekja jafnan athygli. Það er furðulegt að Steingrímur J. og hans hjörð í VG skuli ekki í neinu hlusta á rök Lilju.
Reyndar er það enn furðulegra að Lilja segist styðja Vinstri stjórnina en segist jafnframt vera á móti stefnu Vinstri stjórnarinnar í veigamestu málunum. Þá gagnrýnir hún harðlega vinnubrögð foringja VG og Samfylkingarinnar.
Hvernig gengur það upp hjá Lilju að vera stuðningsmaður Vinstri stjórnarinnar?
![]() |
Segist styðja ríkisstjórnina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.12.2010 | 13:19
Misskildi Jóhanna að allt ætti að vera upp á borði og hélt að allt ætti að vera undir borði ?
Það er ekki í fyrsta skipti sem ráðherrar Vinstri stjórnarinnar eru vændir um það að leyna upplýsingum eða hreinlega ekki gefa upp réttar upplýsingar.
Samfylkingin hefur lagt mikla áherslu á að allt ætti að vera uppi á borði og gagnsætt.
Nú er spurningin hvort skýringin á þessu að Jóhanna gefur ekki upp upplýsingar sé óskup einföld. Sennilega hefur Jóhanna misskilið allt þetta orðagjálfur í Samfylkingunni um að allt ætti að vera upp á borði. Hún hefur örugglega misskilið og haldið að allt ætt að vera undir borði.
Ekki dettur nokkrum manni í hug að heilög Jóhanna vinni þannig að hún sé að reyna að leyna upplýsingum. Hvernig getur nokkrum þingmanni dottið svona í hug?
![]() |
Sakar forsætisráðherra um að leyna upplýsingum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.12.2010 | 14:23
Tríó Lilju hlýtur að yfirgefa Vinstri stjórnina.
Nú hefur það einsdæmi gerst á Alþingi að þrír þingmenn úr öðrum stuðningsflokki ríkisstjórnarinnar neita að samþykkja fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Í raun þýðir þetta að þessir þrír þingmenn Vinstri grænna hafa sagt skilið við ríkisstjórnina. Þingmenn sem ekki treysta sér til að samþykkja fjárlagafrumvarp,þar sem stefna ríkisstjórnarinnar er mörkuð geta ekki lengur talist til stuðningsmanna.
Alveg er það með eindæmum að flokkur eins og VG skuli ekki hlusta á málflutning Lilju Mósesdóttur og félaga. Reyndar hlýtur þetta að vera endapunkturinn á veru hennar og félaga innan VG. Klofningur hjá Vinstri grænum hlýtur að blasa við.
Eflaust getur Vinstri stjórnin hangið eitthvað áfram, en eftir þennan atburð hlýtur hún endanlega að hafa misst það litla traust sem kjósendur báru til hinnar tæru Vinstri stjórnar.
![]() |
Fjárlagafrumvarpið samþykkt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
-
gumson
-
nkosi
-
addi50
-
baldher
-
kaffi
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
artboy
-
gattin
-
carlgranz
-
diesel
-
gagnrynandi
-
einarbb
-
ellidiv
-
eyglohardar
-
ea
-
fhg
-
gesturgudjonsson
-
gretarmar
-
gudbjorng
-
lucas
-
dramb
-
gylfig
-
fosterinn
-
smali
-
helgi-sigmunds
-
helgimar
-
helgigunnars
-
himmalingur
-
hjorturgud
-
ibvfan
-
jakobk
-
johannp
-
jonmagnusson
-
jonsnae
-
kolbrunerin
-
ladyelin
-
lotta
-
liljabolla
-
altice
-
ludvikludviksson
-
maggij
-
iceland
-
redlion
-
rynir
-
heidarbaer
-
sigurjon
-
sv11
-
sigurdurkari
-
siggith
-
steffy
-
stebbifr
-
eyverjar
-
svanurg
-
tibsen
-
vefritid
-
nytthugarfar
-
nautabaninn
-
hector
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
iceberg
-
tbs
-
doddidoddi
-
valdivest
-
malacai
-
annabjorghjartardottir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
eeelle
-
gauisig
-
elnino
-
zumann
-
gp
-
morgunblogg
-
minos
-
daliaa
-
johannesthor
-
stjornun
-
jonlindal
-
bassinn
-
kuldaboli
-
kristjan9
-
maggiraggi
-
odinnth
-
omarbjarki
-
oskareliasoskarsson
-
skari
-
siggus10
-
siggisig
-
steinn33
-
valdimarjohannesson
-
thjodarheidur
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 829243
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar