Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
9.12.2010 | 10:52
Minnst til velferðarmála á Íslandi hjá Vinstri velferðarstjórninni.
Samkvæmt norrænni úttekt kemur það í ljós að Ísland ver minnst af norðurlöndunum til velferðarmála.
Jóhanna og Steingrímur J. hafa gortað af því að á Íslandi væri loksins komin norræn velferðarstjórn. Á Íslandi væri hreinræktuð Vinstri stjórn sem setti hagsmuni hinna verst settu í fyrsta sæti. Á Ílsandi væri sem sagt virkileg velferðarstjórn að norrænni fyrirmynd.
Nú kemur blaut og köld tuska í beint í andlitið á Jóhönnu og Steingrími J. Það er sýnt fram á það svart á hvítu að Ísland er í neðsta sæti hvað varðar fjárhæðir til velefraðarmála.
Nú held ég að Jóhanna og Steingrímur J. þurfi að finna eitthvað annað nafn á ríkisstjórnina.
![]() |
Ísland ver minnstu til velferðarmála |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.12.2010 | 23:57
Enn verður spurningamerkið stærra og stærra. Hvernig gat þetta gerst?
Að hlusta á og lesa fréttir um skollaleikinn í Glitni er með ólíkindum.Á morgun er svo sagt frá svipuðum skollaleik í Landsbankanum. Og allt er þetta gert í skjóli að því að talið var virtar endurskoðunaskrifstofur.
Enn stækkar spurningamerkið. Hvernig gat þetta allt saman gerst. Hvernig var hægt að fá alla með í leikinn. Hvernig var hægt að blekkja allt heila kerfið. Eða vissu menn og spiluðu með?
![]() |
Segja að Landsbankinn hafi staðið mun verr en bókhald sagði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.12.2010 | 15:11
Bankaránið innanfrá. Tengdir aðilar Glitni fengu yfir 200 milljarða hrunárið 2008.
DV greinir frá upplýsingum úr leyniskýrslu,þar sem fram kemur að Glitnir lánaði ýmsum félögum 366 milljarða hrunárið 2008. Tengdir aðilar Glitni fengu af þessu rúmlega 60% eða yfir 200 milljarða.
Af þessum milljörðum fengu félög Jóns Ásgeirs 35 milljarða. Flott að fá þetta svona rétt áður en allt hrundi.
Og nú er bara að bíoða eftir yfirlýsingu frá Jóni Ásgeiri um vonda fólkið sem alltaf er að reyna að skaða hann.
8.12.2010 | 11:52
Hækkun er ekki hækkun segir Steingrímur J.
Hann er oft skemmtilegur hann Steingrímur J. Þegar olíufélögin koma til með að tilkynna enn meiri hækkun á eldsneyti eftir áramót vegna skatta ríkisins þá er það ekki hækkun. Þeir sem sjá að verð á llítranum hafi hækkað um 5 krónur þá er það ekki hækkun segir Steingrímur J. Þótt við þurfum að borga fleiri krónur þegar fyllt er á tankuinn þá er það ekki hækkun segir Steingrímur J. Þetta er bara verðlagsþróunin og auðvitað verður ríkið að fá bætur í samræmi við þróun vísitölunnar.
Merkileg rök hjá fjármálaráðherra. En hvers vegna gilda þessi rök ekki þegar kemur að skattleysismörkunum. Hvers vegna má þá ekki láta verðlagsþróunina ráða. Hvers vegna má ekki láta verðlagsþróun ræða þegar um er að ræða örorkubætur o.s.frv.
það gilda sem sagt önnur rök þegar ríkið þarf að fá sitt en þegar greiða þarf þegnunum.
![]() |
Ekki verið að auka álögur á eldsneyti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.12.2010 | 00:03
Hver á að skipa hlutlausa upplýsinganefnd um aðildarumsóknina í ESB?
Nú hefur meirihluti fjárlaganefndar ákveðið að verja 40 milljónum króna í til hlutlausrar upplýsingaveitu vegna aðildarumsóknar Íslands í ESB.
Ætli Samfylkingin ætli að sjá um hina hlutlausu upplýsingaveitu? Á kannski Össur utanríkisráðherra að sjá um hina hlutlausu upplýsingaveitu?
![]() |
40 milljónir til hlutlausrar upplýsingaveitu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.12.2010 | 20:07
Góður bónus fyrir Þráinn þingmann Vinstri grænna.
Þráinn Bertelsson hvatti þingmenn til að hætta svartsýnisrausinu og vera jákvæðir og bjartsýnir. Það hefur sem sagt legið vel á Þránni í dag og kannski ekkert skrítið þar sem hann var að fá 1.575 þúsund krónur bónus. Flott hjá þingmanni að fá svona aukagreiðslur fyrir að vera listamaður til viðbótar við sín föstu laun frá Alþingi.
Vinstri menn hafa nú margir hverjir boðað að þingstarfið væri nógu mikið starf þannig að ekki ætti að vera í öðrum stöðum. Þráinn tekur þetta ekki til sín.
![]() |
28 listamenn fá heiðurslaun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
RUV hefur verið að segja frá peningaflutningi á nokkrum milljörðum hingað og þangað, sem þrír af okkar ástkæru útrásarvíkingum voru að leika sér með. Haldið er fram að peningarnir hafi svo endað í vösum þeirra sjálfra eftir alls konar kúnstir í fyrirtækja og kennitöluleikjum ásamt afskriftum.
Þessi umfjöllun varð til þess að hinn heilagi Jón Ásgeir er yfir sig hneykslaður. Hvermnig getur nokkrum heilvita manni dottið í hug að Jón Ásgeir stundi vafasöm viðskipti. Þetta er maðurinn sem ber hag almennings og þjóðarinnar fyrir brjósti. Hann hefur alla sína tíð gjörsamlega fórnað sér í þágu almennings og sættir sig lítil fjárráð bara ef hann á fyrir Diet Coce. Ef allir Íslendingar hefðu lifað eftir kenningum Jóns Ásgeirs væri efnahagsvandinn ekki mikill, þá væru fjölskyldur ekki í neinum vanda.
Það er með ólíkindum hvernig fjölmiðlar ráðast sífellt á Jón Ásgeir og væna hann um miður gott siðferði í viðskiptum. Hefur ekki Jón Ásgeir sagt að hann ætli að borga allar sínar skuldir. Það er því óskiljanlegrt hvers vegna bankar eru að pína Jón Ásgeir með því að afskrifa tugi milljarða.
Auðvitað eiga fjölmiðlar ekkert með það að vera að ráðast á Jón Ásgeir fyrir bankaviðskipti, útrásarsukk, verslunargloríur erlendis. Auðvitað vill almenningur á Íslandi taka á sig auknar byrðar fyrir hinn heilaga Jón Ásgeir.
Hvers vegna láta sumir fjölmilðar svona. Ekki hamast Stöð 2 svona gegn Jóni Ásgeiri. Ekki er Fréttablaðið með svona leiðindaskot á Jón Ásgeir. Nei meira að segja borga 365 miðlar Jóni ráðgjafalaun. Væri nú ekki nær fyrir RUV að bjóða Jóni Ásgeiri að annast einhvern fræðsluþátt um viðskiptasiferði heldur en djöflast svona í honum.
7.12.2010 | 14:33
Er stjórnarandstaðan með í Icesave?
Áður hefur komið fram í fjölmiðlu að Bretar og Hollendingar ætla sér ekki að skrifa undir nýjan Icesave samning nema tryggt sé að mjög breið samstað sé um hann meðal þingmanna á Íslandi. Nú er verið að tilkynna að samningar séu að nást. Lítið sem ekkert hefur verið fjallað um það hvort stjórnarandstaðan er með í þessu plotti öllu saman eða hvort hún er ekkert upplýst eða með í viðræðunum.
Miðað við hvernig þjóðin hafnaði síðasta samningi tel ég að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi mjög vel að skoða hug sinn áður en hann skrifar undir eða mælir með nýjum samningi. Ég er sannfærður um að fleiri og fleiri hér á landi telja að almenningi beri ekki nokkur skylda til að taka á sig skuldbindingar vegna Icesave. Bretar og Hollendingar geta hirt eigur gamla Landsbankans í sínum löndum uppí skuld og þar með er dæminu lokið.
Annars er fróðlegt að velta fyrir sér hvernig Steingrími J og Jóhönnu líður nú þegar samningur er á borðinu sem er allavega 150 milljörðum hagstæðari en sá sem þau vildu skrifa undir. Bera þau enga ábyrgð á sínum gjörðum? Telur Alþingi enga ástæðu til að kanna hvað lá að baki slíkum vinnubrögðum hjá Steingrími J. og Jóhönnu.
En auðvitað er aðalatriðið að okkur ber ekki nokkur skylda til að greiða skuldir sem einkabankar stofnuðu tiol í Bretkandi og Hollandi.
![]() |
Icesave-samningur í dag? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.12.2010 | 23:57
Jólakortastyrkur ríkisstjórnarinnar gott mál en 700 milljónir hefðu líka komið sér vel til þeirra sem höllum fæti standa.
Það er hið besta mál hjá vinstri stjórninni að senda ekki jkólakort heldur verja andvirðinu í að styrkja félagasamtök sem aðstoða þá sem höllum fæti standa.
Það hefði einnig örugglega komið sér vel fyrir þá sem höllum fæti standa að fá 700 milljónirnar sem verja á í Stjórnlagaþingið.
![]() |
Andvirði jólakorta til bágstaddra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.12.2010 | 13:05
Hvar er fjallað um tengslin og styrkveitingar frá Baugsveldinu til Samfylkingarinnar? Gleymdist það í umbótaskýrslunni?
Samfylkingin reynir nú allt sem hún getur til að hvítþvo sig af öllu sem miður hefur farið í þjóðfélaginu. Samfylkingin segist ekki hafa áttað sig á Sjálfstæðisflokknum,það sé allt honum að kenna og svo auðvitað Davíð. Væntanlega er núna allt sem miður fer Vinstri grænum að kenna, nema að nærvera Davíðs í Morgunblaðinu sé enn að trufla góðan vilja Samfylkingarinnar.
Annars er merkilegt í þessu mikla umbótauppgjöri Samfylkingarinnar að ekki skuli vera gerð grein fyrir nánum tengslum við Baugsveldið. Margir halda því fram að frá Baugsveldið hafi streymt ómældir fjármunir bæði beint og dulbúnir til kosningabaráttu Samfylkingarinnar.
Flokkur eins og Samfylkingin, sem vill að allt sé gagnsætt og uppi á borði á eftir að gera kjósendum grein fyrir hvernig þessum málum öllum var háttað.
Það getur varla talist nóg að sú ágæta kona Steinunn Valdís þurfi ein að bera ábyrgð á spillingarmálum í Samfylkingunni.
Svo er það auðvitað merkilegt að Samfylkingin hefur nú ákveðið að hverfa frá sínu helsta lýðræðistali oo í framtíðinni verða prófkjör aðeins fyrir innvígða Samfylkingarmenn. Áður sagði Samfylkingin að hún stæði framar öllum öðrum því öllum stæði opið að velja frambjóðendur flokksins.
![]() |
Ekki tekið á einstaklingum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
-
gumson
-
nkosi
-
addi50
-
baldher
-
kaffi
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
artboy
-
gattin
-
carlgranz
-
diesel
-
gagnrynandi
-
einarbb
-
ellidiv
-
eyglohardar
-
ea
-
fhg
-
gesturgudjonsson
-
gretarmar
-
gudbjorng
-
lucas
-
dramb
-
gylfig
-
fosterinn
-
smali
-
helgi-sigmunds
-
helgimar
-
helgigunnars
-
himmalingur
-
hjorturgud
-
ibvfan
-
jakobk
-
johannp
-
jonmagnusson
-
jonsnae
-
kolbrunerin
-
ladyelin
-
lotta
-
liljabolla
-
altice
-
ludvikludviksson
-
maggij
-
iceland
-
redlion
-
rynir
-
heidarbaer
-
sigurjon
-
sv11
-
sigurdurkari
-
siggith
-
steffy
-
stebbifr
-
eyverjar
-
svanurg
-
tibsen
-
vefritid
-
nytthugarfar
-
nautabaninn
-
hector
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
iceberg
-
tbs
-
doddidoddi
-
valdivest
-
malacai
-
annabjorghjartardottir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
eeelle
-
gauisig
-
elnino
-
zumann
-
gp
-
morgunblogg
-
minos
-
daliaa
-
johannesthor
-
stjornun
-
jonlindal
-
bassinn
-
kuldaboli
-
kristjan9
-
maggiraggi
-
odinnth
-
omarbjarki
-
oskareliasoskarsson
-
skari
-
siggus10
-
siggisig
-
steinn33
-
valdimarjohannesson
-
thjodarheidur
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.9.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar