Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
8.11.2010 | 22:27
Geimvera stjórnar Reykjavík.
Margur hefur átt mjög erfitt með að átta sig á því hvernig Jón Gnarr borgarstjóri hagar sér. Í kvöld kom skýringin í Kastljósinu. Jón Gnarr sagðist vera geimvera. Það hlaut að vera. Það er ekkert skrítið að Bandaríkjamenn skuli stunda njósnir á Laufásveginum. Kannski hafa þeir verið komnir á sporið að það væri geimvera sem stjórnaði Reykjavík.Jón Gnarr varð bara fyrri til að upplýsa alþjóð um tilveru sína hér á Íslandi.
Já, þeir eru hálf dularfullir sem sest hafa að á jörðinni frá öðrum hnöttum eins og Jón Gnarr.
Rosalega er ég feginn að það skuli vera Eyjamaður sem er bæjarstjóri í Garðinum en ekki einhver geimvera.
![]() |
Geimvera í íslenskum stjórnmálum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.11.2010 | 16:17
Álfheiður og Ögmundur fundu loksins mál málanna.Njósna Bandaríkjamenn um vegfarendur Laufásvegar? Er þetta með samþykki Össurar?
Álfheiður og Ögmundur hafa verið í hálgerðri tilvistarkreppu í samstarfi Vinstri grænna við Samfylkinguna. Þau hafa eiginlega ekki fundið neitt mál sem gæti nú sameinað alla vinsri menn landsins. En nú gerist það. Álfheiður Ingadóttir hefur komist að því að Bandaríkjamenn hori út um glugga sendiráðs sín í Reykjavík og fylgist með vegfarendum á Laufásveginum.
Ögmundur dómsmálaráðherra lítur þetta mjög alvarlega. Það getur skapast verulega hættulegt ástand hér á landi ef starfsmenn bandaríska sendiráðsins feli sig bak við gardínur og njósni um vegfarendur Laufásvegar.
Það hlýtur að þurfa að loka Laufásveginum fyrir allri umferð bæði gangandi og akandi vegfarenda.
Nú verður að setja vandamál heimilanna og atvinnulífið aftar í röðunina. Þetta hneyksli með njósnastarfsemi Bandaríkjamanna verður að hafa forgang. Alþingi verður að eyða nokkrum dögum í umræður um þetta.
Reyndar segir Ögmundur að þetta mál allt tilheyri mun frekar Össuri utanríkisráðherra heldur en sér.Nú er spurningin,eru Bandaríkjamenn að njósna í skjóli Össurar?
Svona stórmál um njósnir á vegfarendum Laufásvegar geta hæglega valdið verulegum deilum milli Vinstri grænna og Samfylkingar. Hugsanlega gæti svona stórmál leitt til stjórnarslita.
8.11.2010 | 14:52
Ísbjarnarverkefnið á fullu þrátt fyrir niðurskurð og skattahækkanir.
Það hlaut að koma að því að Jón Gnarr,borgarstjóri,ætlaði sér að standa við eitt kosningaloforð. Hann segir að ísbjarnarverkefnið sé á fullu og tíðinda að vænta fljótlega.
Reykvíkingar geta sem sagt tekið gleði sína á ný. Nú hljóta menn að gleðjast verulega þegar í hendurnar koma hækkaðir orkureikningar. Nú hljóta Reykvíkingar að gleðjast þegar niðurskurðurinn verður á fullu í þjónustunni. Það skiptir engu komi ísbjörn í Húsdýragarðinn. Nú hljóta Reykvíkingar að gleðjast yfir hækkun útsvars og þjónustugjalda. Hvaða máli skiptir þó leiksólagjöld hækki ef börnin og foreldrarnir geta séð lifandi ísbjörn í Húsdýragarðinum. Það er allt svo skemmtilegt og gaman hjá Jóni Gnarr og Besta flokknum.
Kannski að Jón Gnarr og félagar úr Besta flokkmnum leiti til hjálparstofnana og standi í biðröð eins og svo margir til að fá matarpoka handa ísbirninum.
Já, Reykvíkingar hljóta að gleðjast mjög að Jón Gnarr skuli ætla að standa við kosningaloforðið um ísbjörninn. Það verður svo gaman að fá hann að allir borga hærri gjöld með bros á vör.
Svo leyfa einhverjir að halda því fram að Jón Gnarr sé ekki alvöru borgarstjóri. Þeir hinir sömu ættu að passa sig ísbirninum.
8.11.2010 | 12:31
Ráðherra gagnrýnir tillögur eigin ríkisstjórnar.
Vinnubrögð Vinstri stjórnarinnar eru með ólíkindum í nánast öllum málum. Það kemur í ljós að málum er hent fram án þess að það liggi fyrir hvort þau hafa stuðning eigin þingflokka eða ekki. Það sem fyllir þó mælinn er þegar einstaka ráðherrar tala gegn tillögum eigin ríkisstjórnar. Það er að sjálfsögðu besta skýringin á því hvers vegna stjórnin er ekkert að gera. Allt virðist illa ígrundað eða alls ekkert unnið.
Tillögur Vinstri stjórnarinnar um niðurskurð í heilbrigðisþjónustunni á landsbyggðinni hafa mætt mikilli andstöðu heimamanna. Það hefur verið bent rækilega á hversu vitlausar þessar tillögur Vinstri stjórnarinnar gagnvart landsbyggðinni séu. Það hefur einnig komið í ljós að í mörgum tilfellum verður um lítinn eða engan sparnað að ræða þegar upp er staðið.
Jón Bjarnason,landbúnaðar og sjávarútvegsráðherra, skrifaði um helgina ágætis grein í Fréttablaðið þar sem hann gagnrýnir mjög þessar tillögur um niðurskurðinn. Allt er þetta rétt og gott sem Jón skrifar.
En spurningin er hvernig gat Jón Bjarnason samþykkt þessar niðurskurðartillögur í ríkisstjórninni en gagnrýnir þær svo opinberlega.
8.11.2010 | 09:59
Geta Vinstrimenn eitthvað lært?
Svavar Gestsson fyrrum einn aðal forystumaður Vinstri manna skrifar grein í Fréttablaðinu í dag undir fyrirsögninni " Geta vinstrimenn eitthvað lært" ?
Eftir að Svavar dróg sit út úr argaþrasi stjórnmálamnna gerðist hann sendiherra og hafði frekar hljótt um sig. Fyrir nokkrum mánuðum komst hann svo aftur í sviðsljósið þegar hann vildi endilega láta þjóðina greiða himinháa upphæð til Breta og Hollendinga fyrir Icesave. Fræg urðu hans ummæli þegar hann sagðist ekki nenna að standa í þessu lengur. Steingrímur J. hélt varla vatni af hrifningu hversu þessi gamli vqinstri höfðingi hefði náð frábærum samningi. Annað átti nú eftir að koma í ljós og þjóðin sagði Nei.
Auðvitað er eðlilegt að fyrrum leiðtogar Vinstrimanna veltu upp þeirri spurningu hvort vinstrimenn hafi nokkuð lært. Þeir sem muna eftir vinstri stjórnum í landinu svara þessari spurningu að sjálfsögðu með stóru Nei.
Vinstrimenn sjá aldrei neina leið aðra en að hækka skatta. Þeir draga úr krafti atvinnulífsins og eru nú á góðri leið með að leggja millistéttina niður. Ástandið verður þannig að allir hafa það slæmt nema einhverjir örfáir sem vita ekki sitt auratal.
Svarið við spurningu Svavars í Fréttablaðinu hvort Vinstrimenn geti eitthvað lært er því miður eitt stórt Nei eins og dæmin sanna þetta tímabil sem þeir hafa nú setið við völd.
7.11.2010 | 22:17
Guðríður og Einar Örn borgarstjórar í Reykjavík?
Ég var að fletta og lesa margt áhugavert í hinu nýja helgarblaði Fréttatímanum. Verst að blaðinu skuli ekki vera í boði hér á Suðurnesjum. Í síðasta tölublaði er viðtal við Jón Gnarr,sem segist alls ekki vera óhæfur borgarstjóri.
Merkilegt er að þrátt fyrir sína fullyrðingu telur hann að Guðríður Arnardóttir,bæjarfulltrúi og Samfylkingarkona yrði góður borgarstjóri og við hlið hans yrði Einar Örn Benediktsson úr Besta flokknum.
Merkileg yfirlýsing frá borgarstjóra, sem er ný sestur í stólinn. Hann fékk umboð kjósenda til forystu, en er strax farinn að leita sér að útgönguleið.
Já, ´starfshættir Jóns Gnarr er óútreiknanlegir.
7.11.2010 | 14:30
Bjarni bar af í Silfri Egils.
Í Silfri Egils í dag mættu Bjarni formaður Sjálfstæðisflokksins, Árni Páll,viðskiptaráðherra og Lilja Mósesdóttir þingmaður Vinstri grænna. Rætt var um lausnir til að komast á beinu brautina og útúr efnahagsvandanum.
Það var virkilega ánægjulegt að heyra hversu vel ígrundaðar tillögur Sjálfstæðismanna eru um uppbyggingu í atvinnulífinu, hvernig koma má í veg fyrir skattahækkanir og hversu skynsamlegt það er að afturkalla skattahækkanir Vinstri gænna.
Bæði Árni Páll og Lilja sátu hálf vanræðaleg í Silfri Egils enda hafa hvorki Samfylkingin eða Vinstri grpnir sett fram nokkra stefnu um lausn mála.
Vinstri stjórnin hefur rúman meirihluta á bak við sig en hefur samt sem áður ekki geta náð saman um nein úrræði til hjálpar illa stöddum heimilum eða að koma atvinnulífinu í gang.
Það er m.a.s. svo komið að þingmaður og fyrrverandi ráðherra Samfylkingarinnar lýsir því yfir að þjóðin komist ekki út úr vandanum með niðurskurði,skattahækkunum og stöðnun í atvinnulífinu.
Mikið rétt hjá Kristjáni, en þetta sem hann nefndi er samt aðalinntakið hjá Vinstri stjórninni. Fleiri og fleiri sjá að það mun lítið þokast upp á við verði Jóhanna og Steinrímur J. áfram við stýrið á þjóðarskútunni.
![]() |
Tekist á um atvinnumál í Silfri Egils |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.11.2010 | 12:25
Steingrímur J.ásamt Árna Þór og fleirum VG vilja Ísland í ESB.
Ég held að Steingrímur J. ásamt fleirum úr forystu Vinstri grænna vilji að Ísland gangi í ESB. Það er örugglega með fullri vitund og vilja Steingríms J. og fleiri úr forystu VG að Ísland er nú í aðlögum að ESB.
Ef Steingrímur J. hefði virkilega viljað fylgja eftir stefnu grasrótar VG hefði hann aldrei látið aðildarumsóknina breytast í formlega aðildarviðræður. Vinstri grænir hefðu getað stöðvað þessa þróun.
Forysta VG talar um lýðræðisleg vinnubrögð. Það var samst sem áður hluti þingliðs VG sem kom í veg fyrir að þjóðin fengi að greiða atkvæði um það hvort við vildum hefja viðræður við ESB eða ekki.
Aðildaraðlögun Íslands að ESB er því að öllu leyti á ábyrgð forystu VG.
![]() |
Meinum ekkert með þessu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.11.2010 | 12:42
Dofri Samfylkingarfrömuður á móti álveri í Helguvík.
Í hádegisfréttum RUV og Byljunnar var sagt frá því að fram hefð komið hjá Dofra Hermannssyni að hann væri alfarið á móti uppbyggingu álvers í Helguvík.Nú er Dofri einn af forystumönnum Samfylkingarinnar og einn af helstu hugsuðum flokksins. Það eru því ekki eingöngu VG menn sem leggjast gegn álverinu í Helguvík. Nú kemur í ljós að hluti Samfylkingarinnar bætist í þann hóp.
Dofri segir eins og sumir vinstri menn. Þið á Suðurnesjunum eigið að gera eitthvað annað.
Nú er það svo að Suðurnesjamenn sjálfir tóku um það ákvörðun að semja við Norðurál að byggja álver í Helguvík. Sveitarfélögin stóðu sameiginlega að þessu. Ekki hefur annað komið í ljós en að mikill meirihluti íbúa á Suðurnesjum séu þessu sammála.
Það er skelfilegt hvernig margir af forystumönnum tala þessa framkvæmd niður. Ég trúi ekki öðru en þingmenn Samfylkingarinnar hér á svæðinu mótmæli harðlega þessum fullyrðingum Dofra og neikvæða viðhorfi gegn framkvæmdum í Helguvík.
5.11.2010 | 16:23
Stendur Besti flokkurinn fyrir svikin loforð,bitlinga og ólýðræðislegra vinnubragða ?
Margir eru orðnir leiðir á fjórflokknum svokallaða og telja nauðsynlegt að til komi einhver ný öfl, til að hressa uppá á lýðræðisleg vinnubrögð. Það sýndi sig í kosningunum í Reykjavík að kjósendur vildu fá nýtt afl.
En hver er nú reynslan af Besta flokknum? Fyrir kosningar kom fram hjá Jóni Gnarr að ekki ætta að hækka útsvarið og að það ætti að lækka álögur á íbúana. Nú er það staðreyndin að gera á þveröfugt við það sem lofað var. Ekki er þetta nú dæmi um ný og betri vinnubrögð.
Frá kosningum er búið að veita fullt af bitlingum og Jón Gnarr boðar m.a.s. að það þurfi að ráða annan borgarstjóra sér við hlið. Stöður eru ekki auglýstar heldur úthlutað beint. Segja má að kannski þurfi þetta ekki að koma á óvart. Jón Gnarr sagðist ætla að stunda klíkuskap og koma vinum sínum í vinnu. En voru kjósendur virkilega að kalla eftir þessu með að kjósa Besta flokkinn?
Eru þetta breytingarnar frá fjórflokknum sem fólk vill?
Nú gerir Besti flokkurinn sér far um að sniðganga minnihlutann og hafa ekkert samráð um vinnu við fjárhagsáætlun og fleiri þætti.
Eru þetta breytingarnar sem kjósendur vilja sjá?
Þa hefur sýnt sig að Besti flokkurinn stundar mun verri vinnubrögð en fjórflokkurinn hefur nokkurn tímann leyft sér að gera.
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
-
gumson
-
nkosi
-
addi50
-
baldher
-
kaffi
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
artboy
-
gattin
-
carlgranz
-
diesel
-
gagnrynandi
-
einarbb
-
ellidiv
-
eyglohardar
-
ea
-
fhg
-
gesturgudjonsson
-
gretarmar
-
gudbjorng
-
lucas
-
dramb
-
gylfig
-
fosterinn
-
smali
-
helgi-sigmunds
-
helgimar
-
helgigunnars
-
himmalingur
-
hjorturgud
-
ibvfan
-
jakobk
-
johannp
-
jonmagnusson
-
jonsnae
-
kolbrunerin
-
ladyelin
-
lotta
-
liljabolla
-
altice
-
ludvikludviksson
-
maggij
-
iceland
-
redlion
-
rynir
-
heidarbaer
-
sigurjon
-
sv11
-
sigurdurkari
-
siggith
-
steffy
-
stebbifr
-
eyverjar
-
svanurg
-
tibsen
-
vefritid
-
nytthugarfar
-
nautabaninn
-
hector
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
iceberg
-
tbs
-
doddidoddi
-
valdivest
-
malacai
-
annabjorghjartardottir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
eeelle
-
gauisig
-
elnino
-
zumann
-
gp
-
morgunblogg
-
minos
-
daliaa
-
johannesthor
-
stjornun
-
jonlindal
-
bassinn
-
kuldaboli
-
kristjan9
-
maggiraggi
-
odinnth
-
omarbjarki
-
oskareliasoskarsson
-
skari
-
siggus10
-
siggisig
-
steinn33
-
valdimarjohannesson
-
thjodarheidur
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.9.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 829249
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar