Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Eftir tvö ár er enn verið að reikna út hver staða heimilanna er.

Hvernig getur ríkisstjórn, sem kennir sig við norræna velferð boðið almenningi uppá að eftir tvö ár frá hruni sé loksins verið að reikna út hver staða heimilanna er. Á meðan er ekkert hægt að gera.

Jóhanna verkstjóri segir eftir mótmælin að auðvitað verði að grípa til almennrar leðréttingar. Annað gangi eftir. Þá koma bankafurstarnir og fjármögnunarfyrirtækin á hennar fund og segja. Þetta viljum við ekki. Og hvað segir Jóhanna. Nei auðvitað er ekki hægt að fara í almennar aðgerðir til að lækka skuldir heimilanna. Það eru einhverjir á móti því.

Tvö ár hafa  liðið. Og nú er verið að reikna langt fram á nótt. Þetta kemur eftir helgi segir Jóhanna. Hvaða helgi hún á við er ekki ljóst. Allavega hafa nokkrar helgar liðið.

Og svo heldur Jóhanna að mótmæli almennings beinist alls ekkert að Vinstri stjórninni og aðgerðarleysis hennar.


mbl.is Raunveruleg staða verði könnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhanna segir mótmælin alls ekki beinast að sér og ríkisstjórninni.

Jóhanna Sigurðardóttir er furðulegur stjórnmálamaður. Í hennar huga er samráð að fara eigi eftir hennar tillögum. Reyndar er það nú svo að alls ekki liggur fyrir hvaða tillögur það eru sem Vinstri stjórnin er með. Það hlýtur því að vera erfitt að eiga að hafa samráð við ráðlausa ríkisstjórn sem hefur engar tillögur og ekki þann styrkleika að geta komið sér saman um lausnir.

Það er því ódýrt trix hjá Jóhönnu að ætla að kenna stjórnarandstöðunni um. Stjórnarandstaðan hefur sett fram mjög vel útfærðar tillögur um lausn mála.

Stjórnarandstaðan hefur boðist til að koma þannig að borðinu að mynduð verði þjóðstjórn í stuttan tíma til að leysa úr vandamálum heimilanna og koma atvinnulífinu í gang.

Þá bregst Jóhanna þannig við að hún hrópar, komið með vantraust á ríkisstjórnina. Ef stjórnin hefði lagt fram tillögur til lausna og haft meirihluta fyrir þeim væri ástandið annað.

Jóhanna slær svo öll met með því að segja að mótmælin snúist ekki gegn henni heldur sé verið að mótmæla Alþingi.

Næst má kannski búast við því að Jóhanna túlki tunnuslátt,slagorð og hróp almennings sem stuðningsyfirlýsingu við versktjórn sína í Vinstri stjórninni. Þa væri eftir öðru.


mbl.is Jóhanna má halda annað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað verða margir eftir á Íslandi ef Jóhanna situr út kjörtímabilið?

Jóhanna Sigurðardóttir,formaður Samfylkingarinnar og forsætisráðherra hótar nú landsmönnum að ætla að sitja út kjörtímabilið. Þessí yfirlýsing Jóhönnu hlýtur að magna upp mótmælin sem fram eiga að fara í dag. Þeir eru örugglega ekki margir sem geta hugsað sér að Jóhanna stjórni landinu í rúm tvö ár til viðbótar.

Almenningur hefur séð að ekkert hefur gerst þau næstum tvö ár sem Jóhanna hefur sjórnað landinu.

Verði það staðreyndin að Jóhanna stjórni landinu út kjörtímabilið er spurning hvað verða margir eftir á Íslandi. Nú þegar hefur ansi stór hópur yfirgefið landið.

Nei, Jóhanna hefur fengið sitt tækifæri og það sjá það flestir að hennar tími er liðinn.


mbl.is Jóhanna: sit út kjörtímabilið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað varð um yfirlýsingar Jóns Gnarr um hin góðu áhrif kristinnar fræðslu?

Á sínum tíma vakti það þó nokkra athygli þegar Jón Gnarr gaf yfirlýsingar um trúmál og hvað kristin trú hefði gert honum gott.Eftir öll þau fallegu orð Jóns Gnarr hefðu nú flestir talið líklegt að hann myndi frekar vilja efla samstarf kirkjunnar og skóla heldur en leggja það niður.

Hvað gengur eiginlega vinstra liðinu í Reykjavík til með þessu háttalagi?

Hvað hefur eiginlega komið fyrir Margréti Sverrisdóttur. Margir höfðu heilmikið álit á þessari konu, sem stjórnmálamanni. Eftir að hún yfirgaf Sjálfstæðisflokkinn fór samt að fjara undan hjá henni. Allt fór í rugl hjá Frjálslyndaflokknum, enn versnaði ástandið eftir veruna í Íslandshreyfingunni og nú virðist Margrét algjörrlega breytt manneska eftir veruna með Samfylkingarfólkinu að maður tali nú ekki um áhrifin frá Besta flokknum.

Ótrúlegt að það skuli vera eitt helsta baráttumál Jóns Gnarrs og Dags að vilja útrýma öllu samstarfi við Þjóðkirkjuna.


mbl.is Trúmál ekki í enn einn stýrihópinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver tók ákvörðun um að fresta framkvæmdum við álver í Helguvík?

Eftir að hafa hlustað á Steingrím J. og Kristján Möller í Stapanum fyrir nokkrum dögum hélt maður að nú væri bjartara framundan. Maður fékk á tilfinninguna að ná væri stutt í að framkvæmdir við álverið í Helguvík færu á fulla ferð.Fyrsti þingmaður kjördæmisins Björgvin G. tók það skýrt fram að ekkert stæði í veginum að framkvæmdir færu nú á fullt.

Nú gefur Seðlabankinn það út að framkvæmdum í helguvík verði frestað til ársins 2012 og 2013. Varla gefur Seðlabankinn út slíka yfirlýsingu nema að höfðu samráði við Vinstri stjórnina.

Það var sem sagt ekkert að marka það jákvæða sem fram kom í tali Steingríms J. Kristjáns Möllers og Björgvins G. á fundinum hér á Suðurnesjum.

Fólk getur sem sagt ekkert treyst yfirlýsingum forystumanna Samfylkingar og Vinstri grænna. Eru menn svo eitthvað undrandi að mikill hiti sé í fólki á Suðurnesjum.


mbl.is Framkvæmdir við Helguvík frestast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það styttist í aðra byltingu.

"Það styttist í aðra byltingu að óbreyttu."  Þetta segir Jón Baldvin einn af leiðtogum og einn helsti hugmyndafræðingur Samfylkingarinnar. Jón Baldvin segir að Jóhönnu Sigurðardóttur,formanni Samfylkingarinnar og forsætisráðherra sé fyrirmunað að geta rætt við fólk. Rétt er að vekja sérstaka athygli á að þetta eru ekki fullyrðingar frá Sjálfstæðismönnum heldur talar þarna einn af helstu áhrifamönnum Samfylkingarinnar.

Jóhanna Sigurðardóttir kemur fram hvað eftir annað og segist vera reiðubúin í samráð við alla flokka um lausnir til bjargar þjóðfélaginu.

Sjálfstæðismenn hafa sett fram vel ígrundaðar tillögur í mörgum liðum,þar sem bent er á leiðir til að vinna sig útúr vandanum. Margir stjórnarsinnar hafa hrósað Sjálfstæðismönnum fyrir að leggja fram tillögurnar og segja margt mjög gott í þeim þó þeir séu ekki sammála þeim öllum.

En hver voru viðbrögð Jóhönnu við tillögum Sjálfstæðismanna. Jóhanna hafði allt á hornum sér og taldi tillögurnar ómögulegar. Þetta er eins og búast mátti við af Jóhönnu. Hún getur ekki samþykkt að aðrir en hún geti komið með tillögur. Hennar samráð felst í því að aðrir eigi að samþykkja það sem hún segir.

Auðvitað er það rétt hjá Jóni Baldvin að það styttist í aðra byltingu að óbreyttu. Almenningur hefur ekki endalausa þolinmæði og mun innan tíðar gera uppreisn.

Vilji Jóhanna gera þjóð sinni gagn á hún að drífa sig á Bessastaði og biðjast lausnar.


Vildu endilega borga 100 milljörðum meira í Icesave.

Enn er Icesave deilan óleyst. Fréttir berast nú af því að í vændum sé mun hagstæðari samningur en áður og munar þar um 100 milljörðum.

Það hlýtur að vekja upp margar spurningar hvernig standi á því að Steingrímur J. og Jóhanna skuli hafa verið reiðubúin að samþykkja samning, sem hefði skapað okkur 100 milljarða aukna greiðslubyrði.

Hvers vegna ganga fjölmiðlar ekki hart að þeim að svara slíkri spurningu.


Hverju ætli Steingrímur J. lofi AGS núna?

Lilja Mósesdóttir þingmaður Vinstri grænna hefur bent á að í raun sé það Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sem ráði mestu um efnahagsstefnuna hér á landi. Lilja hefur lagt á það áherslu að við eigum að senda AGS heim.

Það hefur komið fram að AGS hefur staðið í vegi fyrir því að gripið væri til almennra aðgerða til hjálpar illa stöddum almenningi í landinu.

Á sínum tíma talaði Steingrímur J. mjög gegn AGS en hefur nú snúið við blaðinu í þessu máli eins og fleirum.

Hver hefði trúað því að Steingrímur J. yrði aðal talsmaður þess að við fengjum AGS til landsins og samþykkt að Ísland væri í aðlögunarferli inní ESB.

Það er því stóra spurningin, hverju ætli Steingrímur J. lofi AGS í þetta sinn.


mbl.is Sendinefnd AGS á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stuðningur við mótmæli og stuðningsleysi við Samfylkinguna fer saman.

Merkilegt að hlusta á Jóhönnu formann Samfylkingarinnar. Hún segist alls ekkert óttast fylgishrun Samfylkingarinnar undir sinni forystu en hafi verulegar áhyggjur af þeim mikla stuðningi sem mótmælin njóta.

Það er ótrúlegt og lýsir kannski ástandinu best að Jóhanna virðist alls ekki gera sér grein fyrir hverju fólk er að mótmæla. Það er eins og Jóhanna geri sér enga grein fyrir að almenningur er að mótmæla ástandinu og aðgerðarleysi stjórnvalda.

Stuiðningur við mótmæli mun halda áfram að aukast of fylgi Samfylkingarinnar mun halda áfram í frjálsu falli svo lengi sem ekkert gerist til bjargar íslenskum almenningi.

 


Trúðsuppákoman í Reykjavík heldur áfram.

Eitt helsta rannsóknarefni stjórnmálafræðinga í framtíðinni verður örugglega hvernig það gat eiginlega gerst að Jón Gnarr og hjörðin í kringum hann gat unnið kosningasigur í borginni árið 2010.

Framboð Jóns Gnarr var stofnað í fíflagangi og ekkert kom fram hvernig hann og hans fólk ætluðu að leysa úr vandamálum borgarinnar. Engin framtíðarsýn nema trúðslæti. Samt sem áður kaus fólk Jón Gnarr.

Nú kemur sem sagt í ljós að tilgangurinn var að gera kvikmynd um fíflaganginn.Jón Gnarr og hans hirð á örugglega eftir að græða vel á trúðslátunum.

Efalust verður ekkert á það minnst hvernig stuðningurinn við Jón Gnarr hefur hrunið eftir kosningar þegar kjósendur hafa kynnst honum og séð að það passar illa að hafa trúð í starfi borgarstjóra.

Reyndar sjá það allir að maðurinn sem kjósendur höfnuðu er hinn raunverulegi borgarstjóri þ.e. Dagur B. Eggertsson.

 


mbl.is Frumsýning á myndbút úr Gnarr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.9.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 829251

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband