Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
19.9.2010 | 16:19
Lilja þingmaður VG segir að við komumst á blöð sögunnar meðal þjóða fyrir hvað mörg heimili verði sett í þrot.
Fáir innan Samfylkingar og Vinstri grænna virðast vilja hlusta á Lilju Mósesdóttur,þingmann VG. Lilja hefur margoft lagt til að gripið verði til aðgerða til hjálpar illa stöddum heimilum í landinu. Lilja furðar sig á að Vinstri flokkarnir ætli ekki að standa við sín kosningaloforð.
Lilja segir að fari fram sem horfir mun Ísland komast á blöð heimssögunnar fyrir að slá öll met hvað varðar að setja heimili landsins í þrot.
19.9.2010 | 10:53
Vinstri grænir stöðva alla uppbyggingu á Suðurnesjum.
Fjárhagsstaða Reykjanesbæjar er verulega slæm og eflaust eru margar skýringar á því. Eitt er þóalveg ljóst að hefði tekist að koma í framkvæmd ýmsum hugmyndum um atvinnuuppbygginu væri staðan allt önnur.
Ný atvinnutækifæri skapa auknar tekjur fyrir sveitarfélögin.
Það er með ólíkindum hvernig Vinstri grænir hafa lagst nánast gegn öllum hugmyndum um atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum.
Það lítur út fyrir að það sé mikill þyrnir í augum Vinstri grænna hversu Sjálfstæðismenn eru sterkir á Suðurnesjum.
Fyrst og fremst beinist andstaða Vinstri grænna gegn Árna Sigfússyni bæjarstjóra Reykjanesbæjar. Það virðist pirra VG óskaplega hversu vinsæll og sterkur leiðtogi Árni er. Hann náði glans kosningu síðast. Mikill meirihluti íbúa treystir Árna til að takast á við þessi mál.
Það sem er alvarlegast í þessu öllu að stjórnarþingmenn Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi skuli sætta sig við hvernig VG stöðvar allt.
![]() |
Skera niður um 450 milljónir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.9.2010 | 00:20
Mörður vill fella niður ákærur á þá sem ráðast á Alþingi, en ætli hann vilji ákæra Ingibjörgu Sólrúnu?
Já, það er ekki annað hægt að segja að viðhorf sumra þingmannaer dálítið einkennilegt. Merði Árnasyni finnst sjálfsagt að fella niður ákærur á einstaklinga sem urðu uppvísir að því að ráðast á Alþingi og setja starfsmenn í hættu. Það er ekki von að mikil virðing sé borin fyrir þingmönnum sem hugsa eins og Mörður.
Það verður fróðlegt að fylgjast með hvort þessi sami Mörður ætlar svo að samþykkja ákærur á Ingibjörgu Sólrúnu fyrrverandi ráðherra og fyrrverandi formann Samfylkingarinnar.
![]() |
Mörður: Hættið vitleysunni og fellið niður ákærur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.9.2010 | 21:18
Atli í pólitíksum lögguleik.
Ég hef sjaldan verið sammála Ingibjörgu Sólrúnu í stjórnmálunum. En fáránlegt finnst mér að ætla henni að hafa sýnt af sér vanrækslu eða að hún væri vísvitandi að gera eitthvað sem skaðaði landið. Auðvitað urðu henni á mistök eins og öllum sem vinna á Alþingi eða stjórnsýslunni. Að ætla að ákæra stjórnmálamann eins og Ingibjörgu Sólrúnu og draga hana fyrir landsdóm er skrípaleikur. Hvað gengur Atla eiginlega til? Hvers vegna er hann í þessum lögguleik?
Ég hef áður sagt að það er fáránlegt að ætla að halda því fram að ráðherrar var í flokki sem þeir standa séu vísvitandi að vinna þannig að þeir vilji skaða sitt land. Auðvitað gera þeir mistök. Ég er líka viss um að Atli hefur gert mistök.
Vonandi vanda þingmenn sig vel og taka fram fyrir hendurnar á mönnum eins og Atla Gíslasyni, sem er í einhverri furðulegri herferð gegn pólitíksum andstæðingum sínum.
![]() |
Ingibjörg: Betra að veifa röngu tré en öngu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.9.2010 | 17:17
Jón Gnarr,borgarstjóri, dæmir Héraðsdóm í burtu.
Hann telur sig aldeilis orðinn valdamiknn hann Jón Gnarr,borgarstjóri. Nú ætlar hann að vísa Héraðsdómi Reykjavíkur út úr húsnæði sem Ríkissjóður á.
Já hann er aldeilis stór kall þessi Jón Gnarr. Hann hefur líka boðað að hann ætli að eyða öllu ofbeldi og óspektum úr borginni, bara si svona. Þá þarf náttúrulega engan Héraðsdóm.
Nú bíða menn spenntiur, hvað næst. Er nokkurt vit að hafa svona leiðindahús í miðbænum eins og Alþingi, þar eru menn alltaf að rífast.Kannski væri hægt að hafa þar trúðamiðstöð. Væri ekki hægt að breyta þessu húsi í markað. Og að þvælast með stjórnarráð í miðbænum, það gengur ekki. Nær að hafa þar málverkasýningar.
Já hann er aldeilis flottur hann Jón Gnarr.
Svo er spurnimng,hvort eitthvert annað sveitarfélag er ekki tilbúið að taka við þessum stofnunum eins og Héraðsdómi, Alþingi eða Stjórnarráðinu. Það þarf að létta þessari byrði af borgarstjóranum.
![]() |
Jón Gnarr: Héraðsdómur flytji sig annað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
18.9.2010 | 12:52
Fáránlegt útspil Steingríms J. til Hollendinga.
Hvers vegna í óskupunum er Steingrímur J. að gefa út svona yfirlýsingar áður en niðurstaða er komin í Icesave. Er ekki algjör óþarfi að vera með svona yfirlýsingar. Það er alls ekkert sjálfgefið að við eigum að borga og borga allt, sem einkaaðilar bera ábyrgð á.
Það er ótrúlegt hvaða áherslu Steingrímur J. leggur á að við borgum sem mest. Hefði hann fengið að ráða værum við búið að skrifa undir samning sem hefði reynst þjóðinni ansi erfiður. Það var ekki honum að þakka að það tókst að afstýra þeim gjörningi.
Er Steingrímur J. búinnma að lofa AGS einhverju varðandi Icesave? Er Steingrímur J. búinn að lofa ESB einhverju til að liðka fyrir aðlögun að bandalaginu?
![]() |
Steingrímur: Íslendingar munu borga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.9.2010 | 14:29
Á að ákæra og draga Steingrím J. og Jóhönnu fyrir landsdóm vegna embættisafglapa í Icesave?
Vinsælast á Alþingi núna er hengingaleikru. Atlanefndin leggur mikla áherslu á að nokkrir fyrrverandi ráðherrar verði dregnir fyrior landsdóm. Örugglega hafa þessir embættismenn eins og aðrir gert mistök og ekki tekið réttar ákvarðanir. Ég er samt viss um að allir þessir ráðherrar töldu að þeir væru að vinna eins og best þeir gætu fyrir þjóðina. Hvar endum við ef ráðandi stjórnvöld ætla að beita þeirri aðferð að draga menn fyrir landsdóm telji þeir menn hafa tekið rangar ákvarðanir.
Alveg eins má segja að draga beri Steingrím J. og Jóhönnu fyrir landsdóm vegna embættisafglapa þeirra varðandi Icesave. Þau ætluðu að láta almenning í landinu greið miklu,miklu meira heldur en niðurstaðan verður. Er það ekki ámælisvert?
Ég er samt alveg sannfærður um að þau töldu sig á þeim tíma að vera að gera rétt og það væri best fyrir íslensku þjóðina. Þess vegna á ekki að draga þau fyrir landsdóm.
Þau munu þurfa að verja sínar aðgerðir fyrir kjósendum.
Það gengur ekki að menn ætli að beita pólitískum meirihluta til að draga menn fyrir landsdóm, þótt finna megi að ákvörðunum eða að ekki var tekin ákvörðun.
Það er lítill sómi að vinnubrögðum Atla Gíslasonar og félaga hans í þessu máli.
![]() |
Icesave deilan upp á borði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
17.9.2010 | 13:01
Þingmenn eiga að taka ákvörðun en neitað um gögn.
Vinnubrögðin á Alþingi eru stundum hreint ótrúleg. Mikið hefur verið rætt um þá gífurlegu ábyrgð sem þingmenn standi frammi fyrir þ.e. hvort ákæra eigi 4 fyrrverandi ráðherra og senda mál þeirra til landsdóms eða ekki.
Nú er það upplýst að Atla nefndin svokallaða ætlar að hafa ýmis skjöl og pappíra bara fyrir sig. Atli segir að um trúnaðargögn sé að ræða, sem lögð verði fyrir landsdóm þegar búið sé að ákæra fyrrverandi ráðherra.
Hvernig eiga þingmenn að geta tekið afstöðu til jafn alverlegs máls og að kæra fyrrverandi ráðherra ef þeim er neitað um að fá að sjá öll gögn.
Vinnubrögð Atla er með ólíkindum.
![]() |
Þungbær skylda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.9.2010 | 21:03
Er þetta innantómt snakk hjá Árni Páli eða er eitthvað jákvætt raunverulega að gerast?
Nú styttist í tveggja ára afmæli hrunsins og enn bíða tug þúsundir heimila eftir að eitthvað jákvætt gerist til hjálpar.
Ég hlustaði á Árna Pál, ráðherra, í Kastljósþætti kvöldsins. Þar var spjallað við hann um dóm Hæstaréttar í vaxtamálunum. Árni Páll boðar lagasetningu og dregur upp fallega mynd sem hjálpar skuldsettum heimilum.
Nú er það spurningin hvort sett verða þannig lög að lántakendur hinna erlendu bílalána fái sjálfklrafa leiðréttingu sinna mála án þess að hver og einn þurfi að standa í stappi.
Það eru örugglega margir sem hafa ákveðnar efasemdir þótt þeir heyri svona fagurgala eins og í kvöld. Vonandi er það þó staðreynd að loksins komi eitthvað sem hjálpar almenningi í landinu.
Satt best hafði maður trú á að Hæstiréttur myndi fella öðruvísi dóm en Héraðsdómur í vaxtamálum varðandi ólögmætu gemgistryggðu lánin.
Hreint ótrúlegt að samningsvextir skulu ekki standa.
Almenningur féll fyrir lánum fjármálafyrirtæpkjanna t.d. til bílakaupa þar sem boðið var uppá lán með mjög lágum vöxtum. Það var fyrst og fremst vegna þessara lágu vaxta sem fólk tók frekar erlendu lánin heldur en að taka þau í íslenskum krónum.
Einhvern tíma var sagt að samningar skulu standa. Hæstiréttur lítur sem sagt öðruvísi á málin. Hæstiréttur stillir sér upp með kerfinu gegn almenningi.
Í þessum dómi varðandi bílalán er engin smá munur. hefðu samningsvextir staðið hefði viðkomandi þurft að greiða rúmar 120 þús.kr., en samkvæmt dómi Hæstaréttar skal maðurinn greiða Lýsingu 800 þús.kr.
Það er alveg augljóst að Hæstiréttur styður stjórnvöld í því að það skuli vera hinn almenni borgari í landinu sem skal borga brúsann vegna hrunsins,sem fjármálafyrirtælin bera höfuðábyrgð á.
Nú er spurningin, hvað getur almenningur gert. Þjóðin getur ekki látið fara svona með sig.
![]() |
Staðfesti dóm héraðsdóms |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
-
gumson
-
nkosi
-
addi50
-
baldher
-
kaffi
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
artboy
-
gattin
-
carlgranz
-
diesel
-
gagnrynandi
-
einarbb
-
ellidiv
-
eyglohardar
-
ea
-
fhg
-
gesturgudjonsson
-
gretarmar
-
gudbjorng
-
lucas
-
dramb
-
gylfig
-
fosterinn
-
smali
-
helgi-sigmunds
-
helgimar
-
helgigunnars
-
himmalingur
-
hjorturgud
-
ibvfan
-
jakobk
-
johannp
-
jonmagnusson
-
jonsnae
-
kolbrunerin
-
ladyelin
-
lotta
-
liljabolla
-
altice
-
ludvikludviksson
-
maggij
-
iceland
-
redlion
-
rynir
-
heidarbaer
-
sigurjon
-
sv11
-
sigurdurkari
-
siggith
-
steffy
-
stebbifr
-
eyverjar
-
svanurg
-
tibsen
-
vefritid
-
nytthugarfar
-
nautabaninn
-
hector
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
iceberg
-
tbs
-
doddidoddi
-
valdivest
-
malacai
-
annabjorghjartardottir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
eeelle
-
gauisig
-
elnino
-
zumann
-
gp
-
morgunblogg
-
minos
-
daliaa
-
johannesthor
-
stjornun
-
jonlindal
-
bassinn
-
kuldaboli
-
kristjan9
-
maggiraggi
-
odinnth
-
omarbjarki
-
oskareliasoskarsson
-
skari
-
siggus10
-
siggisig
-
steinn33
-
valdimarjohannesson
-
thjodarheidur
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.9.): 1
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 829260
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar