Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Skattpíning og kyrrstaða eða atvinnuuppbygging á Suðurnesjum.

Það er virkilega gott framtak hjá Ásmundi bæjarstjóra í Garði að senda þingmönnum og ráðherrum hugvekju um ástand mála hér á Suðurnesjum.Las bréfið á vef Víkurfrétta. Stjórnvöld verða að fara að átta sig á því að sú stoðnun og stopp sem ríkir hér varðandi atvinnuuppbyggingu verður alvarlegri með hverri vikunni sem líðir. Atvinnuleysi er hér mikið, beiðnum um nauðungarsölu fjölgar. Það sem er fylgifiskur alls þessa er vonleysi. Þeir bsem geta vilja koma sér eitthvað annað jafnvel til útlanda í von um betri tíð.

Það er mikið rétt að lausnin fellst í atvinnuuppbygginu. Við það dregur úr atvinnuleysi, tekjur sveitarfélaga aukast og bjartsýni fólks eykst.

En það er verið að takast á í hugmyndafræði. Vinstri halda í trú sína að besta lausnin sé að hækka skatta og leggja meiri byrðar á fyrirtækin.Þeir eru á móti öllu sem heitir einka og sjá ofsjónir yfir að atvinnulífið verði byggt upp með erlendu fjármagni. Þetta eru hugsjónir vinstri manna og nú fara þeir með stjórn landsins.

Til viðbótar fer það svo í taugarnar á mörgum ráðamannönnum vinstri flokkanna hversu sterkur Sjálfstæðisflokkurinn er hér á Suðurnesjum.

Það er nöturlegt að lífeyrissjóðirnir liggja með 1800 milljarða í sjóðum sínum og það sem þeir sjá helst í atvinnuuppbyggingu er að kaupa Húsasmiðjuna og Blómaval. Það er með ólíkindum að fjármagnið skuli ekki frekar nýtt til nýsköpunar og aukningar á atvinnutækifærum.

Sveitarfélag eins og Garðurinn er mjög fjárhagslegar sterkt. Það þarf nú á þessum erfiðu tímum að huga vel að því hvernig það getur létt íbúum róðurinn. Sveitarfélagið getur t.d. flýtt að fara í framkvæmdir sem eru á dagskrá á næstu árum. Þannig skapast aukin atvinna. Sveitarfélagið getur allavega tímabundið tekið ákvörðun um að skólamáltíðir skuli vera ókeypis fyrir börnin í grunnskóla. Sveitarfélagið getur tekið ákvörðun um að auka niðurgreiðslur á leikskólanum tímabundið.

Ofantaldar aðgerðir myndu hjálpa barnafólki mjög mikið.

Voandi verður bréf Ásmundar bæjarstjóra til að ýta við þingmönnum og ráðherrum. Það er einnig gott að sem flestir Suðurnesjamenn láti í sér heyra.


mbl.is Vill athafnir í stað orða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrst að ákæra svo að spyrja.

Hvað er nú eiginlega í gangi hjá Samfylkingunni? Nú ætlar þingflokkur Samfylkingarinnar að efna til réttarhalda og boða alla 4 fyrrverandi ráðherra, sem sumir vilja að kallaðir verði fyrir landsdóm.

Er Samfylkingin að lýsa yfir efasemdum um að fulltrúar flokksins í þingmannanefndinni þau Magnús og Oddný hafi unnið sína vinnu. Sem kunnugt er vilja þau sleppa Björgvini en ákæra Ingibjörgu Sólrúnu auk Geirs og Árna M.

Hvað ætli Jóhanna og Össur leggi til.

Ætli aðrir stjórnmálaflokkar ætli einnig að setja upp svona réttarhöld innan sinnan raða.


mbl.is Samfylkingin frestar þingflokksfundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefði ekki verið skynsamlegra að hlusta á Ingibjörgu Sólrúnu áður en hún var ákærð af nefnarmönnum Samfylkingar ?

Skrítin eru vinnubrögðin hjá Samfylkingunni. Fulltrúar Samfylkingarinnar í Þinmannanefndinni ákveða að ákæra eigi Ingibjörgu Sólrúnu og draga fyrir landsdóm en sleppa Björgvini G.Sigurðssyni. Nefnarmmenn Samfylkingarinnar segjast hafa komist að þessari niðurstöðu ein og sér. Sumir hafa litlab trú á þessu og telja Össur avera með puttana á fullu til að hafa áhrif í þá átt að Björgvin sleppi en Ingibjörg Sólrún sitji uppi með ákæru.

En eftir eftir að nefndarmenn hafa komist að þessari niðurstöðu ætlar þingflokkur Samfylkingarinnar að kalla á Ingibjörgu Sólrúnu til að hlusta á hennar skýringar og hennar hlið á málinu.

Maður spyr, hefði nú ekki verið viturlegra að hlusta á þá sem eru ákærðir áður heldur en gera það eftirá. Eða er kannski leikflétta Samfylkingarinnar þannig að mynda meirihluta til að ákæra Geir H.Haarde og Árna M. en sleppa fyrrum ráðherrum Samfylkingarinnar.

 

 


mbl.is Ingibjörg Sólrún ræðir stöðu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Holskefla nauðungaruppboða. Er þetta Skjaldborgin?

Öll orka og tími þingmanna og ráðherra mun á næstu vikum fara í umræður um rannsóknarskýrsluna og niðurstöðu þingmannanefndar. Umræðan meðal þingmanna mun snúast um það hvort ákæra á einhverja fyrrverandi ráðamenn og draga þá fyrir landsdóm.

Sama niðurstaðan og áður. Stjórnvöld eru síellt að ræða einhver önnur mál og telja sig þar af leiðandi ekki hafa orku eða tíma til að sinna hagsmunamálum heimilanna. Kannski vantar viljann.

Nú berast fréttir um holskeflu nauðungaruppboða. Hunruð af nauðungarsölum hefur þegar farið fram og framundan er gífurlegu fjöldi af nauðungarsölum.

Fjármálafyrirtækin sem stundað hafa vafasöm viðskipti, brotið lög og hreinlega platað fólk í viðskiptum ræðst svo af hörku á almenning og hirðir íbúðir og aðrar eignir.

Allt þetta gerist undir Vinstri stjórn, sem lofaði að slá skjaldborg um heimili almennings í landinu.

Auðvitað þarf að gera upp málin varðandi einkavæðingu bankanna, ábyrgð margra embættismanna og stjórnmálamanna, en það er skelfilegt að á meðan það allt stendur yfir eru tugþúsundir í verulegum fjárhagsvanda og mun missa sínar eignir. Lítið hefur sést að raunverulegum aðgerðum til hjálpar illa syöddum almenningi.

 


Jón Gnarr mótmælir en Ólafur Ragnar smjaðrar fyrir Kínverjum.

Já, nú tek ég hattinn ofan fyrir Jóni Gnarr,borgarstjóra. Flott hjá honum að vekja athygli á mannréttindabrotum sem viðgangast í Kína.

Það er ólíkt sem þeir hafast að borgarstjórinn og forsetinn.

Jón Gnarr, borgarstjóri notar tækifærið til að mótmæla en Ólafur Ragnar,forseti, fer í Kínaferð til að smjaðra fyrir alræðisstjórn Kommúnistaflokksins þar í landi.


mbl.is Jón Gnarr gagnrýnir Kínverja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað ætli félagi Össur segi nú? Neitar örugglega að skrifa á merkispjöld Ólafs Ragnars.

Eins og flestir vita er Össur Skarphéðinsson,utanríkisráðherra Íslands. Það er því óneitanlega athyglisvert þegar forseti Íslands bregður sér til Kína og rekur allt aðra stefnu heldur en Össur utanríkisráðherra boðar.

Bæði Össur og Ólafur Ragnar eru örugglega vel að sér í kínverskum kommafræðum,því á sínum tíma aðhyltust þeir báðir rótttæka stefnu, sem Kínverjar halda enn fast í.

Athyglisvert er Það svo ekki sé sterkara trekið til orða hvernig Ólafur Ragnar reynir að brosa til Kínverjanna og gefa þeim undir fótinn að frekar viljum við nú eiga samskipti við þá heldur en þennan ógurlega klúbb sem ESB er.

Þarna spilar Ólafur Ragnar út spilum þvert á stefnu íslensku ríkisstjórnarinnar.

Á sínum tíma neitaði Össur sem utanríkisráðherra að fara í opinbera heimsókn með Ólafi Ragnari. Sagðist ekki ætla að vetra neinn töskuberi fyrir Ólaf Ragnar. Nú er ég alveg sannfærður um að Össur mun neita að skrifa á merkispjöldin á töskum Ólafs Ragnars.

Já, þeir ná illa saman fyrrum fóstbræðurnir Ólafur Ragnar og Össur.


Rannsaka á bankana fyrir og eftir hrun.

Eðlilegt er að fram fari fullnaðarrannsókn á einkavæðingu bankanna á sínum tíma. Hvers vegna var hætt við dreifða eignaraðild og bankarnir afhentir útvöldum. Hvernig var staðið að málum? Auðvitað er nauðsynlegt að rannsaka þessa hluti upp á nýtt. Það er ekkert smámál að þeir sem eignuðust bankanna settu landið nánast á hausinn.

Það er einnig nauðsynlegt að láta fara fram rannsókn á bönkunum í hruninu sjálfu og það sem hefur gerst eftir hrun. Hefur almenningur enn verið upplýstur um það hverjir eiga núna bankana.

Hverjum hafa fyrirtæki sem bankarnir eignuðust verið seld? Upp á borðið með allt saman.

Á hvaða kjörum fengu nýju bankarnir skuldabréf o.fl. frá gömlu bönkunum.

Það er nauðsynlegt að kafa djúpt í öll þessi mál. Það er margt örugglega mjög gruggugt bæði fyrir og eftir hrun sem þarf að komast upp á yfirborðið.


mbl.is Breið samstaða náist um rannsókn á einkavæðingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólafur Ragnar og Davíð syngja sama lagið.

Það er ótrúlegt hvað getur gerst í pólitíkinni. Hefði einhver sagt fyrir nokkrum misserum að sú stund rynni upp að Davíð Oddsson og Ólafur Ragnar myndu verða fóstbræður í einhverju stærsta máli sem hefur komið á fjörur landsins hefði sá hinn sami verið talinn stórskrítinn.

En nú er þetta að gerast. Ólafur Ragnar syngur nákvæmlega sama lagið og Davíð. Almenningur á Íslandi á ekki að borga Icesave. Það er engin ríkisábyrgð. Við eigum ekki að ganga að svívirðilegum kröfum Breta og Hollendinga.

Já, undur og stórmerki gerast í pólitíkinni. Davíð og Ólafur Ragnar orðnir fóstbræður í Icesavemálinu og ekki nóg með það Ólafur Ragnar hefur efasemdir um ESB. Allir vita andstöðu Davíðs við ESB.

Já þeir félagar eru orðnir miklir samherjar. Hver hefði trúað því.


mbl.is Hvers konar klúbbur er þetta?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er rétt að draga Jóhönnu og Steingrím J . fyrir landsdóm vegna vinnubragðanna í Icesave?

Flestir ef ekki allir geta tekið undir það að auka beri sjálfstæði þingsins gagnvart framkvæmdavaldinu. Flestir geta örugglega einnig tekið undir að við þurfum ýmislegt að læra af hruninu,þannig að álílka atburðir hendi sig ekki aftur.

En það hlýtur að vera stórt spurningamerki við það hvort senda á fyrrum ráðherra fyrir landsdóm. Ef það er vilji meirihluta alþingis þá hljóta menn að spyrja, hv að með þingmenn sem sátu í hruninu á Alþingi.Áttu þeir ekki að gera sér grein fyrir vandanum og leggja til að gripið yrði til aðgerða. Ætla menn virkilega að halda því fram að þessi mál hafi aldrei verið rædd á þingflokksfundum. Það hefur verið upplýst að staða mála var rædd á þingflokksfundi Samfylkingarinnar á sínum tíma. Væntanlega hefur það einnig verið gert hjá öðrum þingflokkum.

Hvað með ráðherra eins og Jóhönnu og Össur,sem sátu í ríkisstjórninni þegar allt hrundi. Hvers vegna eiga þau a sleppa?

Hvað með fyrrum ráðherra Framsóknar sem stóðu að einkavæðingu bankanna,bera þeir enga ábyrgð?

Það hefur komið fram að hrunið er fyrst og fremst vinnubrögðum bankanna að kenna. Það er stór spurning hvernig ráðherrar á Íslandi áttu að koma í veg fyrir það. Svo má ekki gleyma því að það varð víða hrun í löndum erlendis, sem hafði áhrif hingað.

Ef þingið ætlar að feta þessa leið að það sé ekki nægjanlegt að ráðherrar beri pólitíska ábyrgð á gjörðum sínum, heldur verði þingmannanefnd að rannsaka gjörðir ráðherra, þá erum við komin á skrítna braut. Á þá meirihluti þingmanna að geta sent ráðherra fyrir landsdóm, sýnist þeim svo.

Hvar endum við þá?

Ætli Atli Gíslason og fulltrúar Samfylkingar,Framsóknar og Hreyfingar væru reiðuibúin að taka að sér að rannsaka vinnubrögð Jóhönnu og Steingríms J. varðandi Icesave. Eru þau tilbúin að rannsaka allan feluleikinn, samskiptin við erlenda ráðamenn og hvernig samningi þau ætluðu að þröngva upp á almenning á Íslandi. Er það ekki gott dæmi um afglöp í starfi.

Ég er ekki að mæla með því að þau verði dregin fyrir landsdóm, en ætli meirihluti Alþingis að draga ráðherra fyrir landsdóm hljóta þeir hinir sömu að láta það sama ganga yfir alla.

Jóhanna og Steingrímur J. hljóta því að verða dregin fyrir landsdóm.


mbl.is Auka verður sjálfstæði þingsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geir H.Haarde var samviskusamur og heiðarlegur stjórnmálamaður.

Það hljóta margir að vera hugsi yfir því hvert meirihluti þingnefndarinnar um rannsóknarskýrslunnar stefnir.Ætli þingmenn að taka ákvörðun um að kæra 4 fyrrverandi ráðherra fyrir landsdómi. Hvað á eiginlega að vinnast með því. Dettur einhverjum í hug að Atli Gíslason sé að vinna ópólitískt í þessu máli?

Ef á annað borð á að fara að ákæra einhverja stjórnmálamenn fyrir hrunið þarf þá ekki að fara mun aftar í tímann. Ætla Framsóknarmenn ekki að taka á sig neina ábyrgð?

Eigum við að standa frammi fyrir því að einhverjir fyrrverandi ráðherrar verði ákærðir en þeir sem ollu öllu hruninu útrásarvíkingar og bankamenn sleppi.

Að mínu viti er fáránlegt að ætla að brigsla Geir H.Haarde um vanrækslu. Ég er viss um að allir sem eitthvað þekkja til starfa hans vita að þar er á ferðinni samviskusamur maður og heiðarlegur.

Það er skelfilegt þegar þingmenn úr öðrum stjórnmálaflokkum geta lagst svo lágt í von um sundarvinsældir að ætla sér að kæra Geir fyrir landsdómi.

Vonandi áttar meirihluti þingmanna sig á að svona vinnubrögð munu engu skila. 


mbl.is „Röng niðurstaða“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 829260

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband