Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Sigmundur Ernir að gefast upp á Vinstri stjórninni.

Fram hefur komið í fjölmiðlum að Sigmundur Ernir er að gefast upp á aðgerðarleysi Vinstri stjórnarinnar í atvinnumálum. Hann segist gefa Vinstri stjórninni nokkrar vikur til að gera eitthvað raunhæft í uppbyggingu atvinnumála.

Ég bjóst nú frekar við að heyra yfirlýsingar í þessa átt frá þingmönnum Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.

Þetta sýnir samt að sem betur fer eru til þingmenn innan Samfylkingarinnar sem sjá að það gengur ekki að  hafa afturhaldsöflin í VG í ríkisstjórn.

 


Jón Gnarr kynnir sig sem klám borgarstjóra.

Fleiri og fleiri hljóta nú að gera sér grein fyrir hvers konar borgarstjóra hofuðborg Íslands situr uppi með þetta kjörtímabil. Framan af fyrra kjörtímabili var allt á fullu í klúðri og veseni, en það var þó eingöngu á innanlandsmarkaði.

þetta kjörtímabil byrjar sem allsherjar skrípaleikur hjá borgarstjóra. Hann virðist telja það skyldu sína að halda áfram að leika einhverja trúða. Það er eins og hann geri sér enga grein fyrir að hann er kominn í eitt áb yrgðarmesta starf landsins. Það getur ekki gengið að svara og tala sem einhver trúður. Það má vel vera að sumum finnist þetta voða sniðugt hér á okkar litla landi,en að borgastjóri skuli vekja athygli á erlendis fyrir það að helsta áhugamál hans á netinu sé að horfa á klám. Það bara gengur ekki fyrir mann í stöðu borgarstjóra að koma þannig fram.

Ömurlegt er það hjá stjórnmálamanni eins og Degi, sem vill láta taka sig alvarlega að hafa gert Jón Gnarr að borgarstjóra, sem kynnir sig sem einhvern klámáhugamann erlendis.

Og hver eru svo viðbrögð borgarstjóra. Áfram trúðsháttur. Hann segist koma heim sem dónakall og ætli aldrei aftur til Brussel.

Auðvitað var fyrri hluti síðasta kjörtímabils skelfilegt fyrir Reykjavík en sem betur fer endaði Hanna Birna,borgarstjóri það með því að njóta stuðnings 70% borgarbúa. Það er því grátlegt að Jón Gnarr skuli hafa fengið stuðning svo margra kjósenda að Samfylkingin fékk tækifæri til að setja trúðsleikara í stól borgarstjóra.

 

 


mbl.is Ætlar aldrei aftur til Brussel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýjan Herjólf í vegapakka ríkis og lífeyrissjóða.

Fram hefur komið að ríkisvaldið á í samningaviðræðum við lífeyrissjóðina að fjármagna stórverkefni í vegagerð næstu ára. Hér er verið að tala um pakka uppá 30-40 milljarða, sem lífeyrissjóðirnir myndu leggja til í vegaframkvæmdir sem éndurgreitt yrði arf ríkinu.

Bent hefur verið á að við gerð Landeyjahafnar var samhliða gert ráð fyrir að smíða nýtt skip til þeirra siglinga. Það vissu allir að núverandi Herjólfur hentaði alls ekki tilo þeirra siglinga. Eins og kunnug er var smíði nýs Herjólfs frestað vegna hrunsins.

Nú er rætt um að hefja sóknina í vegagerð með tilkomu lífeyrissjóðanna. Rætt hefur verið um margar stórar framkvæmdir eins og Suðurlandsveginn,Vaðlaheiði, Reykjanesbrautina o.fl.

Í upptalningunni heyrði ég ekki minnst á nýjan Herjólf. Það er alveg nauðsynlegt að séð verði til þess að smíði skips sem hentar í siglingu milli Eyja og Landeyjahafnar verði sett í vegapakkann.

Öll undirbúningsvinna að nýju skipi hefur farið fram og nú vita menn enn meira um þessa siglingaleið,þannig að drífa þarf strax í þessum hlutum.

Bæjarstjórn og þingmenn kjördæmisins verða nú þegar að taka höndum saman og þrýsta á vegagerðina,samgönguráðherra og ríkisstjórnina að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að hentugra skip fáist í siglingar milli Eyja og Landeyjahafnar.


mbl.is Herjólfur siglir til Þorlákshafnar næstu daga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað ætlar Samfylkingin á Suðurnesjum að gera?

Samfylkingin á Suðurnesjum þarf að gera sér grein fyrir því að flokkurinn er í ríkisstjórn. Samfylkingin á Suðurnesjum ber ábyrgð á því að ekkert gerist til að lyfta upp atvinnulífinu á Suðurnesjum.Þingmenn Samfylkingarinnar á Suðurnesjum hljóta að geta barið í borðið og sem skilyrði að ríkisstjórnin hætti því einelti sem á sér stað gagnvart sveitarfélögum á Suðurnesjum og vilja þeirra til að auka atvinnuframboð.

Það gengur ekki lengur að Vinstri stjórnin drepi og stöðvi allar hugmyndir sem eru til atvinnuuppbyggingar hér á Suðurnesjum.

Samfylkingin á Suðurnesjum ber ábyrgðina á þessari afstöðu Vinstri stjornarinnar.


mbl.is Samfylking í Reykjanesbæ stendur með Kristjáni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var Þráinn kosinn til að ganga í Vinstri græna?

Eins og margoft hefur komi fram er VG samansett úr tveimur eða fleiri örmum sem hafa mjög ólikar skoðanir til hinna ýmsu stóru mála eins og ESB, Icesave sjávarútvegsmál,landbúnaðarmál o.fl. Það eina sem sameinar flokkinn er að vilja skattahæpkkanir og vera á móti framförum í atvinnulífinu.

Spurning í hvaða deild Þráinn ætlar að skipa sér. Verður hann ósköp þægur og þiggur sín listamannalaun með þingfararkaupinu eða ætlar hann aðö skipa sér í órólegu deildina. Nú eða kannski verður hann í einhverri sérdeild innan VG.

Reyndar er umhugsunarefni fyrir kjósendur hvort þeir hafi með atkvæði sínu til Þráins ímyndað sér að þar með vær þeir að efla Vinstri græna.

Annars er Þráinn trúlega best geymdur í þingflokkii VG.

 


mbl.is Þráinn gengur í VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingrímur J. er sá sem ætti að skammast sín.

ótrúlegt að lesa um ósvífni Steingríms J. fjármálaráðherra og formanns Vinstri grænna. Það er eins og hann geti alls ekki þolað aðmenn hafi aðra skoðun en hann og leyfi sér að gagnrýna.

Orðbragð eins og Steingrímur J. viðhefur um Árna Johnsen og Þór Saari er til háborinnar skammar fyrir ráðherra og formann stjórnmálaflokks.

Forseti Alþingis hefði átt að víta Steingrím J.fyrir óvirðingu við Árna Johnsen og Þór Saari.


mbl.is Og skammastu þín Árni Johnsen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svavar Gestsson semur nýja Icesaverevíu. Gerir Davíð og Ögmund að hetjum.

Einn er sá maður sem búast hefði mátt við að hefði hægt um sig eftir að hafa gjörsamlega klúðrað Icesave samningunum á sínum tíma. Svavar segir núna að mjög almenn ánægja hafi verið með þann Icesave samning sem hann skrifaði undir. Reyndar hafa nú fáir heyrt talað um ánægjuyfirlýsingar hjá öðrum en Steingrími J. og Jóhönnu verkstjóra.

Það er ótrúleg níræfni hjá Svavari að koma nú fram á sjónarsviðið og ætla að gorta sig af Icesaveklúðri sínu. Svavar kennir Ögmundi um að samningurinn fékk ekki endanlegan stimpi og þjóðin þyrfti að blæða. Einnig kennir hann Davíð Oddssyni um að Svavarssamningurinn komst ekki á koppinn.

Með þessum skrifum er Svavar að gera hlut Ögmundar og Davíðs Oddssonar ansi stóran. Hann er raunverulega að segja að þessir menn hafi bjargað því að Íslendingar voru ekki látnir greiða Bretum og Hollendingum tugi milljarða sem okkur ber engin skylda til.

Eflaust hefur tilgangur Svavars með revíukenndum skrifum sínum verið að gera hlut Ögmundar og Davíðs líktinn og sýna fram á skemmdarfíkn þeirra. Það er eins og hann átti sig ekki á því að með skrifunum gerir hann hlut þeirra félaga að bjargvættum í Icesavemálinu.

Samkvæmt skilgreiningu Svavars er það Davíð og Ögmundi að þakka að Íslendingar sluppu við S vavarssamninginn. Gott að fá þetta staðfest af fyrrverandi formanni Icesave samninganefndarinnar.

 


Ólafur Ragnar í útrás á ný.Leiðréttingameistarar í startholunum.

Forsetinn er allur að hressast. Nú er hann byrjaður á útrásinni á ný. Eflaust er þetta mun leiðinlegra nu þegar hann hefur ekki hina gömlu "góðu" útrásarvíkinga með sér.Nú er ekkert um einkaþotur og slíkan lúxus.

Nú verður Ólafur Ragnar, forseti, að láta sér nægja að spjalla við flokksbræður sína kommaleiðtogana í Kína.

Nú þurfa leiðréttingameistarar íslensku ríkisstjórnarinnar að vera í startholunum.

Í síðustu heimsóknum Ólafs Ragnars hefur ávallt þurft að senda leiðréttinu vegna ógætilegra yfirlýsinga forseta íslands á erlendri grundu.

 


mbl.is Ólafur Ragnar í Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúlegir fordómar formanns Miðflokksins í Færeyjum.

Leitt er til þess að vita að formaður stjórnmálaflokks í Færeyjum skuli sýna forsætisráðherra okkar slíka vanvirðu að vilja ekki sitja í sama kvöldverðarboði og hún. Ótrúlegt að enn skuli vera til svona fordómar hjá frændþjóð okkar í Færeyjum. Að maður sem er formaður stjórnmálaflokks skuli leyfa sér slíkan dónaskap við forsætisráðherra Íslands sem er í heimsókn í Færeyjum er gjörsamlega óskyljanlegt.

Hvaða máli skiptir það hvort Jóhanna er samkynhneigð eða ekki? Sem betur fer hefur miklu af fordómum verið rutt úr vegi hér á Íslandi og kynhneigð forsætisráðherra hefur ekki áhrif á okkur þegar við metum störf forsætisráðherra.Við gagnrýnum hana mörg, en það er vegna hennar starfa í stjórnmálum og hvernig hún tekur þar á málum.

Framkoma formanns Miðflokksins í Færeyjum er algjör dónaskapur við forsætisráðherra landsins og þar með alla Íslendinga.


mbl.is Neitar að sitja veislu með Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árni Johnsen ótrúlega framsýnn.

Árni Johnsen þingmaður var fyrstur með hugmyndina um að gera Landeyjahöfn. Reyndar sneri Árni svo aðeins við blaðinu og vildi jarðgöng til Eyja. Ekki fékk það nú nægjanlegan hljómgrunn,þannig að Landeyjahöfn er raunin.

Nú er það upplýst að í framtíðinni muni Bakkafjara umlykja Eyjar. Þá verða Vestmannaeyjar bara hluti af Íslandi og ekki þörf fyrir nokkur göng.

Já, framsýni Árna Johnsen er hreint ótrúleg. Þótt hugmyndinni um jarðgöng væri slátrað, þá verður í framtíðinni hægt að bmalbika flottan og breiðan veg a sandinum.

Reyndar er stóra spurningin hvað við þurfum að bíða lengi. Það er kannski ekki alveg öruggt að það verði Árni Johnsen sem klippir á borðann,en kannski minnist borðaklipparinn á framsýni Árna í byrjun 21.aldar.

 


mbl.is Mun Bakkafjara umlykja Eyjar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 829260

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband