Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
6.9.2010 | 17:57
Er lítið að marka bréf Eftirlitsnefnar með fjármálum sveitarfélaga?
Sveitarfélög vilja gjarnan sleppa við að fá aðvörunarbréf frá Eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga. Það vekur jafnan upp frétt í fjölmiðlum og nöfn þeirra sveitarfélaga sem frá bréf eru nefnd. Í hugum margra er það nokkurs konar svartur stimpill á sveitarfélög sem fá sent aðvörunarbréf. Nú er það svo að auðvitað hafa sum sveitarfélög lent í fjárhagsvanda af ýmsum ástæðum og það getur því verið eðlilegt að Eftirlitsnefndin grípi inní.
Hitt vekur aftur furðu að sveitarfélög sem eru ágætlega sett og geta vel staðið við sínar skuldbindingar og veitt góða þjónustu skuli fá bréf. Þetta á t.d. við um Vestmannaeyjabæ, sem upplýst hefur að þar sé ekki um neinn fjárhagsvanda að ræða. Upplýst hefur verið að sveitarfélagið á digra sjóði. Eftirlitsnefndin hefur viðiurkennt þetta með yfirlýsingu um góða stöðu Vestmannaeyjabæjar.
Hvað þá með önnur sveitarfélög? Eru fleiri sveitarfélög ágætlega stæð, sem fengið hafa bréf?
Það hlýtur að vera krafa íbúa sveitarfélaga að Eftirlitsnefndin sé ekki að senda frá sér lista um slæma stöðu hjá sveitarrfélagi nema eitthvað sé til í þeim fullyrðingum.
Sveitarstjórnarmönnum og íbúum sveitarfélags finnt örugglega lítið gaman að lenda á þessum svarta lista Eftirlitsnefndarinnar. Það er því ekki boðlegt að setja sveitarfélög á listann, sem eiga alls ekki að vera þar.
Væntanlega birtir Eftirlitsnefndin nýjan lista eftir að hafa farið yfir málin.
![]() |
Vestmannaeyjabær ekki í fjárhagsvanda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.9.2010 | 11:47
Það þarf nýtt skip milli Eyja og Landeyjahafnar.
Þegar ákvörðun var tekin um byggingu Landeyjahafnar var samhliða tekin ákvörðun um að byggja nýtt og hentugra skip til siglinga milli lands og Eyja.
Eins og kunnugt er var byggingu nýs skips frestað. Það er nú að koma í ljós að núverandi Herjólfur hentar ekki nægjanlega vel á þessari siglingaleið. Það er því alveg ljóst að ríkisvaldið stendur frammi fyrir því að það verður að fá hentugra skip til siglinga milli Eyja og Landeyjahafnar.
Nýr samgönguráðherra verður strax að hella sér í málið.
![]() |
Dýpkunarskip bíður færis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.9.2010 | 21:33
Ánægja með hvaða störf?
Fróðlegt væri að vita hvaða störf það eru sem landsmenn eru ánægðir með hjá Jóni Gnarr,borgarstjóra? Hefur einhver heyrt um vinnu Jóns Gnarr v arðandi hagsmuni borgarbúa.
Fjölmiðlar hafa greint frá reykingaleysi Jóns Gnarr, fígúrumynd af Jóni Gnarr, þar sem hann segir Góðan daginn.Fleiri fréttir í þessum dúr hafa birst í þessum dúr. Og jú ein í viðbót, Jón Gnarr kvartar yfir að Sjálfstæðismenn í borgarstjórn skuli ekki einu sinni brosa að vitleysishúmor borgarstjóra.
Hvað ætli þessi 40% landsmanna séu svona ánægð með??
![]() |
40% ánægð með störf borgarstjóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.9.2010 | 21:18
Góðmennska og hjálpsemi Arion banka við útvalda er óendanleg.
Góðmennska Arion banka við sína vildarviðskiptavini virðist engin takmörk sett. Það skiptir engu þótt menn skuldi 50 milljarða. Samt eru menn leystir út með feitum einskonar viðskiptalokasamningi. Í því felst eingreiðsla,laun í eitt ár,heimild til að kaupa bíla og fasteignir á útsöluprís. Í viðbót eru svo seldar verslanir út úr Hagkeðjunni til höfðingja Bónusveldisins. Ekkert er spurt hvernig Jóhannes í Bónus geti reitt fram 1200 milljónir eins og að drekka vatn.
Til að 50 milljarða skuld Baugsfeðga sé nú ekkert að þvælast fyrir gerir Arion banki kyrrstöðusamning, þannig að bankinn er ekkert að ónáða þá feðga um ókominn tíma.Ekkert þarfr að greiða og engar innheimtuaðgerðir framkvæmdar.
Nú hljóta viðskiptavinir Arion banka að spyrja hvort þeim standi slíkir lúxuskostir til boða.
![]() |
Arion banki gerir kyrrstöðusamning við Gaum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.9.2010 | 17:16
Icesave. Hvað vill Ögmundur?
Nú fer orðið Icesave að heyrast æ oftar. Maður var eiginlega búinn að gleyma þessu,en Jóhanna og Steingrímur J. vilja endilega semja við Breta og Hollendinga þótt áhöld séu um hvaða lagaskyldu íslenska ríkið ber til þess.
Nú er búið að endurreisa Ögmund og hann kominn á ný í ríkisstjórnina. Nú hefur hann sérstaklega gefið út að hann sé maður málamiðlana.
Það verður því fróðlegt að fylgjast með hversu mikið hugsjónamaðurinn Ögmundur er tilbúinn að fórna af sínu til að halda friðinn.
![]() |
Ekkert afráðið um frekari fundi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.9.2010 | 20:23
Garður eina sveitarfélagið á Suðurnesjum sem sleppur við aðvörunarbréf eftirlitsnefndar.
Slæm fjármálastaða margra sveitarfélaga hefur verið fyrirferðarmikil þessa dagana í fjölmiðlum. Greint hefur verið frá að 12 sveitarfélög séu búin að fá aðvörunarbréf frá Eftirlitsnefnd sveitarfélaga vegna slæmrar skuldastöðu. Einnig hefur verið greint frá því að 10 sveitarfélög til viðbótar muni f´ða sent bréf.
Athygli vekur að hér á Suðurnesjum fá sveitarfélögin Reykjanesbær,Sandgerði, Vogar og Grindavík öll bréf frá Eftirlitsnefndinni.
Sveitarfélagið Garður er eina sveitarfélagið á Suðurnesjum sem ekki fær bréf.
Reyndar er það svo að Sveitarfélagið Garður hefur aldrei fengið bréf frá Eftirlitsnefnd sveitarfélaga vegna skuldamála eða rekstrarerfiðleika.
Fyrri bæjarstjórnir Garðs reyndu ávallt að gæta mikils aðhalds í rekstrinum og fara skynsamlega í framkvæmdir. Eitt af því sem á stóran þátt í hversu vel Garðurinn stendur að ekki var farin sú leið að selja fasteignir og leigja síðan af fasteignafélaginu.
Árið 1993 var byggð stór og glæsileg Íþróttamiðstöð í Garðinum og 15 ára lán tekið til þeirra framkvæmda. Nú á sveitarfélagið þetta glæsilega mannvirki skuldlaust. Á þennan hátt var einnig staðið að öðrum framkvæmdum.
Auðvitað skipti það miklu á síðasta kjörtímabili að eign sveitarfélagsins í Hitaveitu Suðurnesja var seld. Bæjarstjórn síðasta kjörtímabils virðist einnig hafa haldið uppi skynsamlegri stefnu og ekki ætt út í neina vitleysu.
Með þessa sterku stöðu á Sveitarfélagið Garður mikla möguleika verði sömu stefnu áfram viðhaldið.
2.9.2010 | 19:16
"Heimilisketti fórnað fyrir villikött"
Samfylkingin virðist hafa ketti á heilanum. Frægt varð þegar Jóhanna talaði um að smala köttum en þar átti hún við órólegu deild Vinstri grænna.
Í kvöld sagði Kristján Möller að talað væri um að fórna heimilsketti fyrir villikött og væntanlega er Kristján í hlutverki heimiliskattar og Ögmundur er þá villikötturinn.
Já þetta er nú meira Kattholtið hjá Samfylkingunni.
![]() |
Ögmundur tekur við dómsmálaráðuneyti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.9.2010 | 17:26
Ögmundur slær Jón Gnarr út í brandarakeppninni. Segist vera samvinnuþýður í öllum málum.
Jón Gnarr,borgarstjóri,keppist við að segja brandara og vera sniðugur.Ein sniðugheitin hjá Jóni Gnarr er að velja kjörorð dagsins t.d. góðan daginn daginn. Spurning hvort einn dagurinn verði, Góði Dagurinn. En nú hefur Jón Gnarr fengið verulega samkeppni. Ögmundur hefur sinn endurreista ráðherradóm á því að segja brandara septembermánaðar. Ögmundur segist vera samvinnuþýður í öllum málum.
Þennan brandara getur Jón Gnarr tæpast toppað.
![]() |
Samvinnuþýður í öllum málum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.9.2010 | 13:24
Jón Bjarnason og Ögmundur í aðlögun að ESB.
Þá er búið að endurreis Ögmund. Hann er á ný kominn í Vinstri stjórnina. Ekki hefur heyrst að hann hafi gert kröfur um eitt að neitt til að setjast aftur í ráðherrastól. Enn er allt á huldu hvernig fer með Icesave. Jóhanna og Steeingrímur J. hafa varla breytt um skoðun að hlusta verði á og hlýða kröfum Hollendinga og Breta.
Ekkert hefur breyst varðandi ESB. Við erum á fullu á leiðinni inn samkvæmt því sem Össur segir.
Það er ríkisstjórninSamt sem áður held í heild sem sækir um. Við erum í aðlögun segir Jón Bjarnason. Samt sem áður heldur hann áfram í ríkisstjórninni.
Hver hefðin trúað því fyrir nokkrum mánuðum að það yrðu Jón Bjarnason og Ögmundur sem leggðu ofuráherslu á að koma okkur í ESB.
Já, þeir eru góðir þessir ráðherrastólar.
1.9.2010 | 23:58
Hverju ætlar Ögmundur að kyngja í Icesave fyrir ráðherrastól?
Eins og menn rekur eflaust minni til hljóp Ögmundur Jónasson úr Vinstri stjórninni fyrir tæpu ári. Hann sagði þá að það væri vegna Icesve.
Samkvæmt fréttum er Ögmundur aftur á leið í ríkisstjórnina þrátt fyrir að ekkert liggi fyrir um samkomulag við Breta og Hollendinga í Icesave.
Hvaða tryggingu hefur Ögmundur fyrir því að Jóhanna og Steingrímur gangi frá því máli í anda Ögmundar.
Eða er kannsi svo komið að Ögmundur sé reiðubúinn að kyngja meiru en áður varðandi Icesave í skiptum fyrir ráðherrastól. Spennandi að fylgjast með á næstu vikum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
-
gumson
-
nkosi
-
addi50
-
baldher
-
kaffi
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
artboy
-
gattin
-
carlgranz
-
diesel
-
gagnrynandi
-
einarbb
-
ellidiv
-
eyglohardar
-
ea
-
fhg
-
gesturgudjonsson
-
gretarmar
-
gudbjorng
-
lucas
-
dramb
-
gylfig
-
fosterinn
-
smali
-
helgi-sigmunds
-
helgimar
-
helgigunnars
-
himmalingur
-
hjorturgud
-
ibvfan
-
jakobk
-
johannp
-
jonmagnusson
-
jonsnae
-
kolbrunerin
-
ladyelin
-
lotta
-
liljabolla
-
altice
-
ludvikludviksson
-
maggij
-
iceland
-
redlion
-
rynir
-
heidarbaer
-
sigurjon
-
sv11
-
sigurdurkari
-
siggith
-
steffy
-
stebbifr
-
eyverjar
-
svanurg
-
tibsen
-
vefritid
-
nytthugarfar
-
nautabaninn
-
hector
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
iceberg
-
tbs
-
doddidoddi
-
valdivest
-
malacai
-
annabjorghjartardottir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
eeelle
-
gauisig
-
elnino
-
zumann
-
gp
-
morgunblogg
-
minos
-
daliaa
-
johannesthor
-
stjornun
-
jonlindal
-
bassinn
-
kuldaboli
-
kristjan9
-
maggiraggi
-
odinnth
-
omarbjarki
-
oskareliasoskarsson
-
skari
-
siggus10
-
siggisig
-
steinn33
-
valdimarjohannesson
-
thjodarheidur
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 829260
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar