Ólína segir þann sem samdi reglurnar misskilja sjálfan sig.

Það er alveg hreint ótrúlegt hvernig forysta Vinstri flokkanna lætur. Þau þykjast vita allt best sjálf og neita að viðurkenna að best er fyrir þjóðarhag að nota þann mikla stuðning sem við fáum núna til að semja uppá nýtt í Icesave.

Frægt varð á dögunum þegar Jóhanna verkstjóri sagði Ragnar Hall, hæstaréttarlögmanna, ekki skilja sjálfan sig.

Nú bætis Ólína Samfylkingarþingmaður í hópinn og segir Lipietz Evrópuþingmann, sem var í Silfri Egils, misskilja málið. Merkilegt að þessi ágæti maður skuli misskilja sjálfan sig því hann er þó einn af höfundum reglugerðarverksins.

Það er ekki heillavænlegt fyrir lausn þessa stóra máls þegar forystufólk Vinstri flokkanna þykist eitt vita hvað er rétt og neita að hlusta á sérfræðinga.


mbl.is Segir misskilnings gæta hjá Lipietz
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Nei maður er alveg hættur að botna í þessu fólki. Væri nú ekki nær að safna liði hér heima og erlendis og snúa vörn í sókn. Það virðist vera óhugsandi fyrir þetta lið að skipta um skoðun,heldur skal berja hausnum við steininn.

Ragnar Gunnlaugsson, 11.1.2010 kl. 11:27

2 identicon

Þó hefur ekki fylgst með fréttum Sigurður.

Lipietz tók ekki sæti á Evrópuþinginu fyrr en 5 árum eftir að þessi reglugerð var samin.

Hinsvegar hefur hann átt þátt í  öðrum reglugerðum, þar á meðal árið 2002 um hömlur innan EES á starfssemi  fjármálafyrirtækja frá löndum utan EES.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 11.1.2010 kl. 13:05

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bíddu en var hann ekki að tala um dótturfélög. Mér heyrðist það í gær. Var einmitt að velta þessu fyrir mér. Hann talaði um t.d. lönd utan EES og ESB þau geta ekki verið með útibú inn á evrópska innri markaði. Þannig að þetta er nú kannski bara eðlileg athugsemd hjá Ólínu.

Svo er líka ágætt að benda á að vinir okkar sem skrifa nú okkur til stuðnings fara nokkuð frjálslega með. T.d. tala þeir alltaf um að okkur sé gert að greiða allar innstæðurnar sem Bretar og Hollendingar borguðu en það er nú svona helmning ofaukið því að þeir greiða allt yfir 20 þúsund  evrum. Sem gerir um helming heildar upphæðarinar.

Finnst nú draumórarnir vera orðnir fjandi miklir þegar nú í dag koma meira að segja fréttir um að ESB eigi að borga skaðabætur vegna gallaðra reglna. Það kannski endar með að við stórgræðum á þessu.

Magnús Helgi Björgvinsson, 11.1.2010 kl. 13:09

4 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Eva Jólí er vonandi síðasti jólasveinnin þessi áramótin. Nóg var að fá Ólasvein Grís í heimsókn. Ég er hættur að trúa á jólasveina.

Gísli Ingvarsson, 11.1.2010 kl. 16:51

5 identicon

Ég sé á mbl.is að Lipietz segir að það sé misskiningur að henn sé einn af höfundum áðurnefndrar reglugerðar.

Hins vegar segist hann hafa komið að endurskonun á henni árin 2005 og 2009.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 11.1.2010 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 828249

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband