Til fyrirmyndar að almennir stuðningmenn velji framboðslistann. Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Reykjanesbæ og Sandgerði.Hvað með Garðinn?

Prófkjör til að ákveða framboðslista er ekki fullkomin leið.Hún er samt mun lýðræðislegri aðferð heldur en að fámenn uppstillinganefnd raði á framboðslistann. Prófkjör Sjálftsæðismanna í Reykjavík er spennandi og gefur nýjum frambjóðendum tækifæri til að komast í forystusveitina. Auk þess mun prófkjörið mæla styrk þeirra sem fyrir eru. Flest stefnir í að Hanna Birna borgarstjóri nái glæsilegri kosningu í fyrsta sætið og það verður örugglega gott vegarnesti fyrir baráttuna um að halda völdum í Reykljavík.

Hér á Suðurnesjum hafa Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ ákveðið að hafa prófkjör þar sem mikið af nýjum frambjóðendum gefa kost á sér. Árni Sigfússon,bæjarstjóri,hefur verið gagnrýndur harkalega af mörgum, en ég er sannfærður um að kjósendur í Reykjanesbæ munu áfram treysta Árna fyrir forystuhlutverkinu. Árni hefur staðið sig gífurlega vel í að byggja upp gott og öflugt sveitarfélag í Reykjanesbæ.

Sjálfstæðismenn í Sandgerði ætla einnig að viðhafa prófkjör. Nú liggur fyrir að Samfylkingin og K-listi ætla að bjóða fram sameiginlega. Miðað við úrslit síðustu kosninga ættu þessir tveir listar sameiginlega að ná hreinum meirihluta.

Það verður því á brattann að sækja fyrir Sigurð Val núverandi bæjarstjóra. Það er því skynsamlegt hjá Sjálfstæðismönnum að efna til prófkjörs og leita til almennings um val á sterkum framboðslista.

Ekki veit ég hvaða aðferð Garðmenn ætla að viðhafa í framboðsmálum. Nái Sjálfstæðismenn saman um framboðslista eins og vonir standa til tel ég það vera skynsamlegt að eftnt verði til prófkjörs og þannig leitað til hins almenna stuðningsmanns að setja saman sterkan framboðslista.

Það er aukin krafa á öllum sviðum að almenningur fái að koma meira að ákvörðunum í hinum ýmsu málum.Það liggur því alveg ljóst fyrir að það er sjálfsagður hlutur að leita til hins almenna stuðningsmann flokks eða framboða til að velja frambjóðendur á listann. Það er eðlilegt að almenningur fái að ráð því hvern hann vill í forystuhlutverk fyrir sitt sveitarfélag.

Vonandi fáum við prófkjör í Garðinum.

Vonandi


mbl.is Prófkjör farið vel af stað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 828258

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband