Fáum við sama grautinn í sömu gömlu skálinni?

þegar maður sér svona frétt um að Ólafur Ólafsson eignist Samskip eftir endurskipulagningu vaknar sú spurning hvort allt verði eins hjá okkur eftir nokkra mánuði. Sömu aðilar komi til með að fá til baka megnið af því sem þeir settu á hausinn. Bónusfeðgar haldi að mestu sínu. Björgólfsfeðgar haldi sínu, Pálmi , Bakkabræður ,og hvað þeir heita nú allir þessir víkingar verði þeir sem eigi allt eftir nokkra mánuði.

Þeir einu sem koma til með að tapa og þurfi að borga verði íslenskur almenningur.

Já, þetta með Ólaf er sennilega byrjunin á endurreisn hinna svokölluðu athafnamanna.


mbl.is Ólafur heldur Samskipum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Eigum við að standa á hliðarlínunni eins og alltaf eða gera eitthvað í málinu? Ef fer sem horfir þá verður allt við það sama eins og þú skrifar um nema okkur almenning blæðir.

Sigurður Haraldsson, 27.1.2010 kl. 23:26

2 identicon

Ég vil benda fólki á að Samskip og Landflutningar samskip fóru ekki a hausinn í kreppunni og skilja ekki eftir sig tugi miljarða gjaldþrot handa landsmönnum eins og Eimskip/flytjandi gerir, Svo núna þegar búið er að fella niður skuldir Eimskip þá fara þeir að undirbjóða samkeppnisaðilana og á endanum fara þeir aftur í gjaldþrot, (með undirboðum á ég við að þeir eru að flytja frakt um og undir kostnaði) sem er ekki gott til lengdar. Flytjandi var um daginn að kaupa nýja flutningabíla sem er ekki frásögufærandi nema hvað að bílakaupinn hefðu frekar hentað 2007, Þeir sem sagt keyptu bíla sem voru ekki af ódýru gerðinni, Þessi framkoma og aðgerðir Flytjanda benda til þess að þeim er nokk sama þó svo að þeir fari aftur í þrot, Svo að ég hvet fólk til að flytja frekar með Landflutningum.

Fólk kannski hugsar hvað með það að ég sendi með flytjanda ég fæ ódýran flutning, það segir ekki alla söguna því að þessi ódýri flutningur gæti orðið miklu dýrari ef þeir rétta þjóðinni tugi miljarða flutningsgjaldareiknin.

Benedikt Helgason (IP-tala skráð) 28.1.2010 kl. 00:08

3 identicon

Benidikt, ert þú gjörsamlega siðblindur? Eða ert þú innvinklaður í Samskip og allt svínaríið í kringum Ómar Elton Ólafsson. Þetta er einn af stótu útrásarvíkingunum sem við bláeygur almenningur eigum að borga fyrir. Þessi maður á að vera til heimilisfesti á Litlahrauni að mínu mati, það sem hann á ólifað.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 28.1.2010 kl. 00:24

4 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Þegar Hafskip var sett á hausinn fyrir margt löngu snarhækkaði Eimski ( óskabarn þjóðarinnar ) alla sína taxta.

Það voru hroðaleg umskipti sem kostuðu alla þjóðina óhemju fé - tollar lögðust á fragtina -  svo og vörugjöld - síðan heildsöluálagningin og smásöluálagningin og söluskatturinn ---tilbúið dæmi - hækkun á fragt - 1000.- 35% tollur upphæðin komin í 1.350.- - vörugjald 20% - komið í 1.620.- heildsöluálagning 30% - komið í 2.106.- smásöluálagning 70% (stundum mun hærri) talan komin í 3.580.-

Ólafur Ingi Hrólfsson, 28.1.2010 kl. 00:38

5 identicon

Ómar ert þú þá svo innvinklaður í Eimskip að þú þolir ekki sannleikann?

Benedikt Helgason (IP-tala skráð) 28.1.2010 kl. 01:12

6 Smámynd: Sævar Einarsson

"Arion banki segi að engar skuldir hafi verið afskrifaðar." HAHAHAHAHAHA váááááááááá hvað bankastjórafíflin halda að Íslendingar séu mikil fífl ... ehemm við erum fífl sorry ! ætlum við að nöldra um þetta netinu eða ætlum við að GERA EITTHVAÐ !!!!

Sævar Einarsson, 28.1.2010 kl. 02:39

7 Smámynd: Sævar Einarsson

Ólafur, það er 2010 núna, ekki 1983 ... það eru fleiri að flytja vörur með skipum en Eimskip og Samskip.

Sævar Einarsson, 28.1.2010 kl. 02:41

8 identicon

Allt þetta pakk er að fá allt í hendurnar aftur, þeir keyra um á glæsibílum að glæsivillum sínum.

Almúginn missir allt sitt, skattpyndur upp í topp.. meira en topp.. ég segi það og skrifa; Ef þetta fær að viðgangast þá erum við einfaldlega fífl með hor og slef.

DoctorE (IP-tala skráð) 28.1.2010 kl. 08:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 828262

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband