Hvers vegna fór Össur töskuberi ekki með ?

Það vekur óneitanlega athygli að enginn fulltrúi frá Samfylkingunni fer á fundinn með Bretum og Hollendingum. Vel má vera að það sé bara hið besta mál að enginn fari frá ESB flokknum til fundarins. Samfylkingin myndi væntanlega segja eitthvað sem gæti komið Íslendingum illa.Samt óneitanlega skrítið að enginn skuli fara frá forystuflokki ríkisstjórnarinnar.

Allir vita að Jóhanna verkstjóri Vinstri stjórnarinnar vill ekki fara burt frá landinu,heldur eflaust að allt færi á hliðina á Íslandi. Hún sé svo ómissandi.

Merkilegt að Össur töskuberi skuli ekki fara með í ferðina. Það hefði verið virkilega þægilegt fyrir Bjarna,WSteingrím J. og Sigmund Davíð að hafa Össur með þó ekki væri til annars en bera töskurnar.


mbl.is Utan til funda vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Frábært að láta Samfylkinguna sitja heima, kannski hefur Steingrímur gott af að komast frá Jóhönnu og vera með almennilegu fólki.

Ragnar Gunnlaugsson, 28.1.2010 kl. 21:36

2 identicon

Sigurður. Þú þykist hafa mikla reynslu af pólitkog ýmsu í þeim dúr. Samt skrifarðu ekkert nema skæting. Hvernig stendur á þvi?

Birgir 'Olafsson (IP-tala skráð) 28.1.2010 kl. 21:52

3 Smámynd: Sigurður Jónsson

Birgir. Er það skætingur að það skuli vekja upp spurningar hvers vegna forystuflokkur ríkisstjórnarinnar skuli ekki senda fulltrúa í ansi stóru deilumáli við Breta og Hollendinga. Er ekkert furðulegt að hvorki forsætisráherra eða utanríkisráðherra fari í þessa ferð. Það hafa ekki komið neinar skýringar á því hvers vegna Samfylkingin sendir ekki fulltrúa.Samfylkingin þykist ekki hafa verið í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum,kannski er hún að taka upp sömu vinnubrögð gagnvart VG.

Það var ekki ég sem fann uppá að kalla Össur töskubera. Það var hans eigin skætingur útí forsetann.

Sigurður Jónsson, 28.1.2010 kl. 23:05

4 identicon

Nægir að láta Steingrím J. gæta hagsmuni Breta og Hollendinga. 

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 00:07

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Enga trú hef ég á árangri af þessari för, þar sem Steingrímur er svo mikklu háværari og fláráðari en ferðafélagarnir.  En þó að Jóhanna sé huldukona þá er þetta sérkennilegt með þennan afglapa flokk, en þó sérstaklega með pikkalóinn sem alstaðar þurfti að vera gasprandi hér áður.

Hrólfur Þ Hraundal, 29.1.2010 kl. 00:09

6 identicon

Frá mínum bæjardyrum séð er þetta icesave-mál sennilega það þýðingarmesta sem hefur rekið á okkar fjörur.  Þó svo að þessi fundur sé fyrst og fremst hugsaður til að skiptast á upplýsingum.  Vitaskuld má deila um það hvort utanríkisráðherra eigi beinlínis erindi á slíkan fund en í fljótu bragði sé ég ekkert athugarvert við það.  Það sem er undarlegra er að annar ríkisstjórarflokkurinn skuli ekki vera þarna.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 11:43

7 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Allir vita að Jóhanna verkstjóri vinstri stjórnarinnar vill ekki fara burt frá landinu, heldur eflaust að allt færi á hliðina á Íslandi. Hún sé svo ómissandi. Hvað er þetta annað en skætingur?

Hjörtur Herbertsson, 29.1.2010 kl. 12:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 828286

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband