Heilbrigðisráðherra hlýtur að hlusta á Suðurnesjamenn.

Þau voru ansi skýr skilaboðin sem komu fram hjá fundarmönnum í dag í Fjölbrautarskóla Suðurnesja um málefni HSS. Suðurnesjamenn komu því skýrt á framfæri að það er ekki hægt að sætta sig við enn einn niðurskuðrinn og skerta þjónustu.

Fundarstjórinn Ellert Eiríksson hafði þann háttinn á að það voru eingöngu almennir borgarar sem settu fram sínar spurninga. Hvorki Alþingismenn eða sveitarstjórnarmenn töluðu. Þetta var mjög gott hjá fundarstjóra að heilbrigðisráðherra heyrði beint frá grasrótinni sjálfri hvað íbúar hér telja nauðsynlegt að búa við öfluga heilbrigðisþjónustu enda íbúar rúmlega 22 þúsund á svæðinu.

Þegar segir sína sögu hversu alvarlega íbúar líta á hugmyndir um skerta þjónustu að í lok fundar voru ráðherra afhentar um 10 000 undirskriftir þar sem skerðingu á þjónustu er mótmælt harðlega.

Heilbrigðisráðherra hlýtur að hafa fengið beint í æð hvernig Suðurnesjamenn líta á málin. Viðbrögð hennar hljóta að verða þannig að hún endurskoði fyrri ákvarðanir.


mbl.is Fjölmennur borgarafundur á Suðurnesjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Þetta er tæplega helmingur íbúa..Ef einhverntíma á að hlusta þá núna!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 9.2.2010 kl. 23:15

2 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Hvernig dettur þér það í hug ?

Sveinn Elías Hansson, 9.2.2010 kl. 23:30

3 identicon

 hún er að tala um að tíuþúsund undirskriftir séu tæplega helmingur íbúa reyndar búa 14,000 íbúar í reykjanesbæ og 10,000 íbúar eru þá um 71 prósent íbúa.

   10,000 af 14,000 = 71,42 %

Njáll (IP-tala skráð) 9.2.2010 kl. 23:35

4 identicon

þetta eru undirskriftir af öllu svæðinu þar sem búa um 22000 þannig að þetta er tæpur helmingur. 

ég (IP-tala skráð) 10.2.2010 kl. 00:06

5 identicon

fáránleg komment hérna, er virkilega aðal málið úr fréttinni og blogginu hvort Sigurbjörg hafi reiknað rétt eða? ég hefði haldið að niðurskurðurinn sem slíkur væri aðalmálið.

Suðurnesjamenn hafa á undanförnum árum tekið á sig þónokkra skelli þó þetta sé ekki á það bætandi og vonandi verður tekið tillit til þeirrar samstöðu sem fjölmennið á fundinum og fjöldi undirskrifta undirstrika.

Bjarni Þór (IP-tala skráð) 10.2.2010 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 828249

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband