Brandari ársins. Mun halda áfram að vinna að hag fólksins í landinu segir ættarhöfðingi Baugs.

Svei mér þá varla hafa menn ímyndað sér að Jóhannes ættarhöfðingi Baugs væri svona mikill grínisti og það stuttu eftir hrunið. Jóhannes segist ætla áfram að vinna að hag fólksins í landinu. hefur hann ekkert heyrt um bankahrunið,sem Baugs voru með eitt af aðalhlutverkunum. Hefur hann ekkert heyrt um útrás Baugsmanna með skelfilegum afleiðingu.

Ætli Jóhannes ættarhöfðingi Baugs hafi ekkert hugsað útí það hvers vegna komið er svo illa fyrir íslenskri þjóð eins og raun ber vitni.

Halda Baugsmenn virkilega að það sé hægt að tefla fram góðlátlegu andliti Jóhannesar gamla og telja almenningi trú um það að þeir hafi alltaf verið að vinna eingöngu að hag fólksins í landinu og ætli áfram að gera það.

Almenningur óskar ekki eftir að sömu aðilarnir og settu þjóðina á hausinn fái eignirnar á brunaútsölu með milljarða afskriftum til að geta hafið sama skollaleikinn með þjóðina á nýjan leik.


mbl.is Segir viðmót viðskiptavina Haga annað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Ég ber mikla virðingu fyrir Jóhannesi í Bónus. Hann hefur gert meira fyrir launþeganna en verkalýðsfélögin hafa nokkru sinni gert. Jóhannes á ekki sök á þessu hruni frekar en ég og þú.

Sök á þessu hruni liggur hjá stjórnvöldum, eftirlitsstofnunum og ekki síst Seðlabankanum. Þetta kemur reyndar fram í skýrslu rannsóknarnefnd þigsins. Stöðvum nornaveiðarnar á meðan skýrslan er ekki komin út.

Guðlaugur Hermannsson, 24.2.2010 kl. 04:08

2 Smámynd: Elle_

Já, satt segirðu, Sigurður.  Hver á sök á hátt í 50 milljarða skuldum Baugs, Guðlaugur???  

Elle_, 24.2.2010 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 828308

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband