Skattahækkanir á eldsneyti skila ríkissjóði ekki auknum tekjum.

Verð á eldsneyti er nú í sögulegu hámarki. Verulegur hluti af miklum hækkunum er skattpíningarstefna stjórnvalda.´Ríkisstjórnin hefur á stuttum tíma hækkað skatta um a.m.k. 20 krónur á hvern bensínlítra. Þetta er mikil hækkun til vioðbótar við mikla skatta sem fyrir voru á eldsneyti. Það er eins og hin tæra Vinstri stjórn haldi að sífellt sé hægt að fara dýpra og dýpra í vasa almennings til að ná meiri peningum í ríkissjóð.

Nú er það upplýst að skattpíningarstefna á eldsneyti skilar ekki þeim auknu tekjum sem ríkissjóður ætlaði sér að ná í. Almenningur er tilneyddur að draga úr notkun bifreiða sinna. Fyrirtækin verða að leggja sínum bílum vegna þess að engar framkvæmdir eru í gangi.

Það er alveg klárt mál að ef ríkissjóður drægi til baka þessar hækkanir kæmu hærri tekjur í kassann en nú er raunin.

Það hefur sannast rækilega að hugmyndafræði Indriða H.Þorlákssonar aðstoðarmanns fjármálaráðherra um skattpíningarstefnu og nýja skatta er ekki að skila ríkissjóði auknum tekjum,heldur þvert á móti. Indriðastefnan mun smátt og smátt draga úr öllu í þjóðfélaginu bæði hjá einstaklingum og fyrirtækjum.

Það er alveg sama hversu djúpt Steingrímur J. og Indriða kafa eftir peningum í vasa sem eru tómir. Það kemur ekkert uppúr þeim.


mbl.is Olíuverð á hraðri niðurleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Skilar kannski ekki auknum tekjum en þeim líður líklega öllu betur sjálfum.

Árni Gunnarsson, 24.2.2010 kl. 16:59

2 identicon

Ég tek alveg undir það að of mikil skattheimta fer að vinna gegn sjálfri sér og minni tekjur koma í ríkissjóð. Það getur verið erfitt að finna hinn gullna meðalveg þar á milli. En hvað varðar bensínhækkunina, held ég að samdráttur hefði orðið á bensínsölu þó engin hækkun hefði orðið á bensínverði. Allur annar samdráttur í þjóðfélaginu hefði séð til þess.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 24.2.2010 kl. 18:12

3 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Það ætti kanski að loka á alla hagfræðinga sem eru að ráðleggja svona aðfarir að tómu vösunum okkar???

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 24.2.2010 kl. 19:33

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þessar skattahækkanir lenda fyrst og fremst á þeim sem búa í dreyfbýli. Fólk sem naut ekki hagsældarinnar meðan Hrunadansinn stóð á Íslandi. Þetta fólk hefur litla eða enga getu til að draga saman notkun á sínum bílum, er þegar löngu búið að ganga eins langt og hægt er í því. Þetta fólk þarf að sækja vinnu, nauðþurftir og annað sem ekki verður hjá komist. Ekki hefur það kost á almenningssamgöngum þannig að það verður að nota eigin bíl.

Fyrir allmörgum árum hélt ágætur stjórnmálamaður því fram að best væri fyrir Ísland að flytja alla landsmenn á suð vestur hornið. Það myndi sparast svo mikið við það. Það er spurning hvort þessi hugsanaháttur hafi grafið um sig í huga einhverra og sé þeirra hugsjón þó þeir þori ekki að tjá sig um það opinberlega.

Gunnar Heiðarsson, 24.2.2010 kl. 20:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband