Á virkilega að henda sterkasta vopninu?

Alveg eru vinnubrögð Steingríms J og Jóhönnu ótrúleg. Að undanförnu hefur náðst breið samstaða um hagsmuni Íslands gegn Bretum og Hollendingum. Nú virðist að Steingrímur J. og Jóhanna séu svo hrædd við þjóðaratkvæðagreiðsluna 6.mars að þau séu í einhverjum skollaleik til að geta flautað hana af. Þau gefa Bretum og Hollendingum það fyllilega í skyn að þau séu sama sinnis að allt verði að gera til að koma í veg fyrir að íslenskur almenningur fái að segja sitt álit.

Það er með ólíkindum að gefa þannig undir fótinn að við séum reiðubúin að henda okkar sterkasta vopni þ.e. þjóðaratkvæðagreiðslunni.

Það er alveg fáránlegt ef þau Steingrímur J. og Jóhanna ætla nú að rjúfa samstöðuna og fallast á einhverja tilslöklun Breta og Hollendinga eingöngu til að koma í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu.

Það hefur sýnt sig að ef þjóðin og stjórnmálaflokkarnir standa saman gegn Bretum og Hollendingum þá næst árangur. Fáránlegt ef Vinstri forystan ætlar að rjúfa það nú rétt fyrir atkvæðagreiðsluna.


mbl.is Án samráðs við stjórnarandstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband