Björgólfur Thor segist ætla að greiða sínar skuldir að fullu. Hvað með Icesave?

Samkvæmt því sem fjölmiðlar hafa eftir Björgólfi Thor þá segist hann ætla að greiða sínar skuldir að fullu. Ef hann meinar eitthvað með þessum yfirlýsingum sínum þá er það auðvitað gott.

Vegna þessara yfirlýsinga Björgólfs Thor hlýtur maður að spyrja, ætlar hann líka að greiða Icesave skuldirnar.

Það eru jú þær skuldir, sem hefur verið vísað beint í vasa almennings. Það eru þær skuldir semalmenningur þarf að greiða á næstu árum.

Það er þessi sami Björgólfur Thor sem tók við peningunum á Icesave reikningunum og notaði í eitthvað allt annað en að ávaxta þá fyrir viðskiptavinina og tryggja að þeir gætu fengið sína peninga.

Komi yfirlýsing frá Björgólfi Thor að hann ætli að greiða Icesave væri ástæða fyrir almenning að fagna.

Ég hef ekki séð slíka yfirlýsingu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ingi Kristinsson

Sæll

Þetta er ekki sanngjarnt hann segist ætla að greiða þann hluta sem hann fékk. Annað en sumir sem monnta sig af því að hafa komið sínum skuldum í einkahlutafélög og sé þær þar með þeim óviðkomandi eins og einkahlutafélagið hafi tekið lánið að eigandanum forspurðum.

Kveðja 

Ingi

Guðmundur Ingi Kristinsson, 19.4.2010 kl. 23:10

2 Smámynd: Hamarinn

Hann ætlar að gera upp skuldir sínar við lánadrottna, það þýðir ekki að hann ætli að greiða þær allar.

Hamarinn, 20.4.2010 kl. 00:39

3 Smámynd: Dingli

Björgólfi kemur þessi Icesave della bara ekkert við. Eignir bankans standa fyrir skuldinni. Það er ekki hans sök, að kengruglaðir afglapar sem farnir voru á taugum,fóru að skrifa undir viljayfirlýsingar og bulluðu eins og höfuðsóttarrollur.

Þegar Bretar tóku bankann yfir þá hirtu þeir að sjálfsögðu skuldir jafnt sem eignir. Ok. ekki málið gerum þennan banka skratta upp og standi eitthvað útaf að því loknu, skulum við borga það til þess eins að halda friðinn. Þetta eða álíka viðbrögð hefðu verið það rétta í stöðunni.

Framhaldið þekkjum við. Að láta það hvarfla að sér að greiða alla upphæðina út og taka á sig mörg hundruð miljarða vaxtagreiðslu, í stað þess að láta eðlilega skipameðferð fara fram, er svo óskiljanlegt að það slær flest út í þessu annars galna máli öllu saman. Eftir undirskrift Árna Matt. Borguðu H&B reiknings eigendum út og rukka okkur nú um vextina.

Dingli, 20.4.2010 kl. 06:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 828251

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband