Hver segir ósatt? Er það forsætisráðherra? Er það formaður bankaráðs? Er það Seðlabankastjóri?

Umræðan um launamál Más Seðlabankastjóra eru með ólíkindum. Már segist hafa fengið loforð um að lækka ekki í launum. Er maðurinn að búa þetta til. Ég verð ný að segja að rosalega finnst mér það ótrúlegt að maður í hans stöðu viti ekki hvort honum var lofað að halda óbreyttum launum eða að engin loforð hafi verið gefin.

Hvers vegna tekur Lára formaður bankaráðs það upp á sitt einsdæmi að koma með tillögu um 400 þús. kr. hækkun ámánuði. Ekki er nú mjög líklegt að formaður bankaráðs taki það upp á sitt einsdæmi að lofa Seðlabankastjóra launahækkun.Miklu líklegra er að hún hafi fengið skipun að ofan.

Jóhanna forsætisráðherra segir af og frá að hún hafi lofað Má Seðlabankastjóra einhverjum sérkjörum. Er hún að segja satt eða ósatt?

Er Jóhanna ekki hinn frábæri verkstjóri vinstri stjórnarinnar. Eru ekki meiri líkur en minni að hún hljóti að hafa vitað af þessu tilboði eða loforði til Más.

Miðað viðþetta mál er ekkert undarlegt að almenningur skuli vera orðin ansi leiður á stjórnmálum.

Hvers vegna í óskupunum getur ekki einn af ofantöldum sagt það hreint út hver lofaði Má. Hafi engin lofað þá er Má Seðlabankastjóra varla mögulegt að sitja áfram.

Þær flokkssystur Lára og Jóhanna hljóta að verða að stíga fram hvort önnur hvor þeirra eða báðar hafi lofað Seðlabankastjóra eða hvort Már er að búa þetta allt til.

Einhver hlýtur að bera ábyrgð.

 


mbl.is Kvartað undan skorti á svörum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er nauðsynlegt að fá á hreint hver segir satt og hver er að ljúga og láta þá sem eru með lygar í þessu máli taka pokann sinn.

Gunnar Heiðarsson, 6.5.2010 kl. 14:04

2 Smámynd: Njáll Harðarson

Hver er að segja ósatt sem situr á ákvörðunarstól? Allir my friend.

Njáll Harðarson, 6.5.2010 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband