Sterk staða Ásmundar. Verður bæjarstjóri hvort sem D eða N fær meirihluta.Spurning hvað gerist ef L-listi kemst í oddaaðstöðu.

Hún er dálítið sérkennileg staðan í bæjarpólitíkinni í Garðinum. Það er eiginlega nákvæmlega sama staðan uppi hvað varðar ráðningu bæjarstjóra hvort sem D-listinn eða N-listinn fær hreinan meirihluta. Núverandi bæjarstjóri verður áfram.

Reyndarveit ég ekki hvað gerist ef L-listi allra Garðbúa kemst í oddaaðstöðu.Ég hef ekki séð neitt frá þeim hvernig þeir hugsa sér að standa að ráðningu bæjarstjóra.

D-listinn er með Ásmund sem bæjarstjóraefni. N-listinn segist ætla að auglýsa eftir bæjarstjóra. Það hlýtur að vera til málamynda. N-listinn réði Ásmund fyrir um ári úr hópi 52 tveggja umsækjenda.Ef N-listinn fær meirihluta og auglýsir eftir bæjarstjóra hlýtur Ásmundur að sækja um því hann er með bestu meðmælin frá N-listanum sjálfum, sem valdi hann úr hjópi 52< umsækjneda sem hæfastan til að setjast í stól bæjarstjóra. Þetta er því alveg pottþétt.

Komist L-listinn í oddaaðstöðu eins og vel gæti átt sér stað veit ég ekki hvernig þeir ætla að standa að ráðningu bæjarstjóra. Þeir hljóta að upplýsa það í vikunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband