Varið ykkur á hókus pókus trixi ESB.

Daníel Hannan þingmaður breska íhaldsflokksins fundaði hér á Íslandi um ESB mál. Merkilegt að RUV skuli ekk telja neitt fréttnæmt af fundinum. Stöð 2 sagði frá fundinum.

Daniel Hannan sagði að á lokastigi viðræðna myndi ESB draga fram hókis pókus aðferð og segjast geta fallist á viðbótarsamning þar sem Íslendingar ráði yfir fiskimiðunum. Allir voða kátir og íslenska þjóðin tilbúin að samþykkja. Varið ykkur á þessu hókus pókus bragði, kanínan sem dregin er upp er ekki eins og hún sýnist.

Verði þetta samþykkt mun fljótlega spánskur eða portúgalskur togari sigla inná Íslandsmiðin og hefja veiðar. Íslendingar munu að sjálfsögðu kæra til Evrópudómstólsins. Dæmt verður eftir lögunum og Brussel samningnum sem segir að ESB ráði yfir miðunum og því sé þessum togurum heimilt að veiða. Það vigtar ekkert þó einhver viðbótarsamnngur sé gerður.

Varið ykkur á þessu sagði Daniel Hannan.

Hann sagði jafnframt að það væri trú ESB forystunnar að Íslendingar væru nú gjörsamlega á hnjánum og myndu samþykkja hvað sem er til að komast í ESB klúbbinn. Þetta fer vel saman við það sem Samfylkingin setur á oddinn.


mbl.is Útifundur gegn ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll vinur (eitthvað fær mig til að hugsa um að kanski væri vitleysingur réttara orð en látum vininn standa)

Það er ekkert Hókus Pókus við það sem nú þegar er vitað, að samkvæmt reglum og lögum ESB um hlutfallslegan stöðugleika þá á ekkert annað ríki tilkall eða rétt til að veiða innann 200 mílnana þar sem að enginn annar en við höfum veitt þar síðustu 30 árin.

Á það núna að kallast eitthvað töfratrix sem að á að koma í ljós á lokasprettinum?

Hvað er fólk annars að hlusta á hvað Daniel Hannann er að segja, hann virðist aðallega vera upptekin í stjórnmálum við að skipta um flokka eða vera rekinn úr þeim

Einar Tryggvason (IP-tala skráð) 16.7.2010 kl. 22:34

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Einar, Daniel Hannan er ekki sá eini sem er að aðvara okkur. Fjöldi manna, bæði menn innan ESB og utan þess.

Gunnar Heiðarsson, 16.7.2010 kl. 22:45

3 identicon

Einar Tryggvason: Þú þekkir greinilega lítið til ESB og regluverk þess.

Reglan um hlutfarslegan stöðugleika: Er vinnuregla og er því réttlægri en t.d. fjórfrelsið. Útgerðir hafa komist hjá reglunni með því sem kallað er kvótahopp þ.e. þú skrár skip þitt í því landi sem úthlutun fer fram og verður færð við það jafn mikinn kvóta og heimamenn. Bretar reyndu að stöðva þetta með því að binda í lög ákvæði er kröfðu útgerðir að landa í Bretlandi og ráða breska borgara á áhöfn skipa. Franskar og Spænskar útgerðir kærðu Breta þar sem þetta taldist brot á fjórfrelsinu. Evrópudómstólinn dæmdi útgerðum í vil og Bretar þurftu að greiða 100 milljarða í bætur og lögin voru ógild. Allt frá því hefur reglan um hlutfarslegan stöðugleika ekki verið virk og því í nýjustu skýrslu ESB um sjávarútveg, Grænbók ESB, er mælt með afnámi reglunnar.

Hókus pókus trykk: Stofnsáttmálar ESB, nú Lissabon-stjórnarskráin, eru sambærilegir stjórnarskrá ríka í þeim skilningi að vera rétthæsta réttarheimild ESB. ESB getur því sett inn viðauka í samning sínum við Ísland um undanþágu á t.d. fiskveiðum líkt og þeir gerðu með undanþágu við Breta um fjölda vinnustunda á viku. Þar sem hins vegar stofnsáttmálinn er rétthærri réttarheimild en aðildarsamningar ríkja hefur Evrópudómstólinn dæmt undanþágur sem brjóta í bága við stofnsáttmála ESB ógilda. Nú er sjávarútvegsstefnan útlistuð í stofnsáttmála ESB og því væru allar undanþágur ógildanlegar ef evrópudómstólnum. Það kallast hókups pókus trikk.

Einar Tryggvason ég mæli með því að þú kynnir þér stjórnarskrá ESB áður en þú ferð að tjá þig um regluverk ESB: http://www.eudemocrats.org/fileadmin/user_upload/Documents/D-Reader_friendly_latest%20version.pdf

Landið (IP-tala skráð) 16.7.2010 kl. 23:19

4 identicon

Ég skal lesa þetta takk fyrir það, þið hafið sýnt mér ljósið, endilega bendið mér hvar ég fæ Vaselín fyrir næstu gengisfellingu í boði LÍÚ

Evrópusambandið getur aldrei nokkurn tíma farið jafnilla með íslensku þjóðina eins og valinkunnir íslenskir herrar hafa farið með hana síðan 1944 í boði lyga og þvættings.

Ég hef engann áhuga á að endurstilla klukkuna og bíða eftir næsta hruni sem að ætti að vera væntanlegt í kingum 2035 með áframhaldandi alíslenskum meðulum

Einar Tryggvason (IP-tala skráð) 17.7.2010 kl. 00:03

5 identicon

Það er eitthvað Hókus Pókus í þesum link frá þér Landið hann bendir ekki á stjórnarskrá Evrópu?

Einar Tryggvason (IP-tala skráð) 17.7.2010 kl. 00:17

6 identicon

Æi ég nenni ekki að ræða við fólk í sértrúarsöfnuði Einar minn. Þú verður bara að tilbiðja ESB í friði.

Ég skil ekki af hverju þetta fólk sem er svona hrifið af ESB er ekki löngu flutt út til Brussel. Ég hef líka heyrt að það sé rosalega gott að búa á Spáni, Grikklandi, Ítalíu, Eistrasaltslöndunum, Bretlandi, Íralndi, Finnlandi, Rúmeníu, Búlgaríu o.fl. löndum sem eru gjaldþrota eða á leiðinn í þrot.

Landið (IP-tala skráð) 17.7.2010 kl. 00:33

7 identicon

"bíða eftir næsta hruni sem að ætti að vera væntanlegt í kingum 2035"

Það verður aldrei aftur hrun á Íslandi, ég skal lofa því! Ég skal taka dæmi... Ef þú ert að labba og dettur, og stendur ekki upp, getur þú þá dottið aftur ef þú ert þegar liggjandi? Ísland er hrunið og verður hrunið hvort sem við verðum í ESB eða ekki.

Kjartan (IP-tala skráð) 17.7.2010 kl. 02:14

8 identicon

You are to send his wife or a gift for her mother to worry about it? If you have enough money, I suggest that you can buy a Prada handbag for them, because the bag is a necessity for women, with prada handbags, what cosmetics, small accessories, cell phone, wallet like all can be placed in bags, the more convenient ah, if do not like the bag, you can buy a Prada Shoulder Bag.Now ,prada bags is my dream, I believe that my vision can not be wrong.

prada handbags (IP-tala skráð) 19.7.2010 kl. 02:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband