Setjist niður í alvöru og semjið.

Það gengur hreinlega ekki að það komi til verkfalls slökkviliðsmanna og sjúkraflutnigsmanna. Það gengur ekki að öryggi almennings sé sett í mikla óvissu og hættu vegna þess að ekki er hægt að ná lausn í kjaradeilu.

Það gengur ekki að þegnum sveitarfélaganna sé boðið uppá það að ekki sé hægt að ná samningi á rúmu heilu ári.

Samninganefndir beggja aðila verða nú að setjast niður í fullri alvöru og semja. það hlýtur að vera hægt að ætlast til þess af báðum aðilum að sanngirni verði sýnd og menn mætist. Báðir aðilar verða að gefa eftir.

Við viljum að þessi stétt hafi laun í samræmi við það mikla mikilvægi sem starf þeirra er. Kjósendur sveitarfélaganna hafa örugglega skilning á því að leiðrétta verður kjör þessarar stéttar.

Eitthvert gæluverkefni má örugglega bíða s.s. eins og að kaupa ísbjörn eða eitthvað álíka.


mbl.is Dapurleg niðurstaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ellert Júlíusson

Merkilegur launaójöfnuður á milli starfsstétta. Annars vegar bankastjóri og næstu yfirmenn hans sem enga ábyrgð bera sama hvað ber út af og hversu glæpsamlegt það er VS menn sem eru í orðsins fyllstu með lífið okkar í lúkunum en fá langt frá því greitt skv því.

Já, það er margt skrýtið í kýrhausnum.

Ellert Júlíusson, 22.7.2010 kl. 00:45

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Það er sorglegt að þessi mál séu í þessum farvegi.

Virðingarleysið gagnvart þessum stéttum er algjört -

Sveitarfélögin munu hafa boðið 1.?% hækkun -

Hversvegna ráku þau þetta fólk ekki úr vinnu? 1,?% hækkun er ekkert annað en helber dónaskapur.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 22.7.2010 kl. 04:51

3 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Sigurður, eg er þer innilega sammala, það a að að semja við slökkviliðsmenn og sjukraflutningamenn strax. 

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 22.7.2010 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband