14.8.2010 | 12:34
Er í lagi að gefa Alþingi rangar upplýsingar?
Jæja, þá hefur siðapostulinn mikli Jóhanna Sigurðardóttir kveðið upp sinn dóm. Það er allt í sómanum þótt ráðherra gefi Alþingi rangar upplýsingar þegar hann svarar fyrirspurn og það um ekkert smámá að ræða.
Jóhanna segir,allt í lagi Gylfi minn þú verður bara ráðherra áfram.
Margir trúðu að Jóhanna væri sá heiðarlegasti þingmaður og ráðherra sem til væri. Nú hefur Jóhanna sýnt sitt rétta andlit. Það skiptir hana engu þótt ráðherra í hennar eigin ríkisstjórn afvegaleiði Alþingi.
Ótrúlegt að Samfylkingin skuli enn fá 24% fylgi kjósenda.
Ekki kappsmál að vera ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svokallaður "heiðarleiki" Jóhönnu hefur á undanförnum áratugum aðallega komið fram í dómhörku gagnvart andstæðingum hennar, sem hún telur hafa farið rangt að, þar með talið æsingaræðum og botnlausri hneykslun Það mætti kannski kalla "neikvæðan heiðarleika". En hvaða sláandi dæmi er að finna um heiðarleika í verkum Jóhönnu sjálfrar, sem til aðgreiningar mætti nefna "jákvæðan heiðarleika"? Það þætti mér gaman að heyra, hvað dæmin eru skýr og veigamikil. Því að ég er bara alls ekki viss um, að hinn "neikvæði heiðarleiki", sem hér er svo kallaður, eigi yfirleitt að teljast með heiðarleika, eins þótt fólk á borð við Jóhönnu sé oft með hann á vörunum. Ég held til dæmis ekki, að ég verði neitt heiðarlegri, þótt ég skammi hana fyrir að hafa farið rangt með launamál Más bankastjóra, og ekki einu sinni þótt ég væri í því máli að segja satt en hún ósatt. Dómari verður ekki "heiðarlegri", þótt hann sakfelli oft og dæmi harða dóma. En hann gæti þótt refsingasamur, miskunnarlaus, dómharður eða jafnvel grimmur.
Sigurður (IP-tala skráð) 14.8.2010 kl. 15:49
Bunaðu nú dellunni svo ört, að þú megir ekki vera að því að fylgjast með því sem er að gerast. Allir vita það nú, nema þú, að þöggunin var ákvörðun ríkisstjórnarinnar í heild. Gylfi las bara upp svar Jóku og Steina.
Dingli, 15.8.2010 kl. 00:34
ALLIR VITA HVAÐ NEMA ÞÚ, HVER DINGLI? KANNSKI VITA ALLIR NEMA ÞÚ AÐ GYLFI ER SEKUR OG STÓRSEKUR. LÍKA JÓHANNA OG CO. OG STEINGRÍMUR. ÖLL MEÐ TÖLU ÆTTU ÞAU AÐ VÍKJA OG KANNSKI MEST VEGNA ICESAVE OG ALLRA LYGANNA OG ÞÓ FYRIR LÖNGU HEFÐI VERIÐ.
Elle_, 15.8.2010 kl. 02:55
Elle, ekki bara Gylfi!! eru öll stórsek. En Sigurður djöflast með það að Gylfi hafi logið að Jóku og Steina.
Offors Sigurðar í árásum á allt sem hugsanlega er utan rörsýnar á pólitískan rétttrúnað er slíkt, að honum er eins og ríkisstjórninni nákvæmlega sama um rétt og rangt ef það bara þjónar tilgangnum.
Lestu nú fyrra innlegg mitt áður en þú ferð að æpa yfir því hvað þar stendur. Annað er svo spaugilega lík því sem ég er að skamma Sigurð fyrir.
Dingli, 15.8.2010 kl. 05:29
Sigurður. ég hef áður sagt að ég undrast það horn í almennri umræðu sem þú, þrautreyndur sveitarstjórnarmaður, hefur valið þér. Úr þínu horni kemur ekkert nema það sem hæfir þínum pólitíska rétttrúnaði, ég vildi að þú gætir hafið þig upp fyrir þann rétttrúnað en það er víst til lítils að ætlast til þess.
Vertu velkominn inn á <siggigretar.blog.is> og lestu pistilinn minn "Hundarnir í Riga (og Reykjavík). Þar rifja ég upp herferð hælbítanna að Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra vegna einhverra ímyndaðra afskipta hennar af launum Más seðlabankastjóra.
Varst þú ekki í hópi hælbítanna sem ætluðu með illu eða góðu, þó aðallega illu, að koma Jóhönnu úr embætti?
Hvað varð um herferð þá? Hún koðnaði niður og nú heyrist ekki lengur tíst um það mál.
Gylfi sagði á Alþingi að gengislán, lán í útlenskri mynt væru lögleg en um vaxtaviðmið yrðu dómstólar að úrskurða sem síðan varð raunin. Hvað var rangt við þetta?
Ég trúi því að hælbítahjörðin muni springa á limminu og þagna smátt og smátt og ég fagna því að Gylfi Magnússon, sá mæti maður, ætlar ekki að láta ykkur, þessa lágkúrulegu hjörð í Davíðstrúarhópi, beygja sig.
Sigurður Grétar Guðmundsson, 15.8.2010 kl. 09:59
Ég las hvað þú skrifaðir, Dingli, og var ekki að æpa, heldur spurði. Fannst þú alltof harðorður.
Elle_, 15.8.2010 kl. 13:00
Gylfi villti um fyrir Alþingi, Sigurður Grétar, hann var ekki spurður um lán í útlendri mynt, heldur lán með útlendu gengisviðmiði og hann svaraði ruglandi allt öðru. Hann vissi líka vel um ólögmæti þeirra fyrir löngu, eins og hin, og þau þögðu. Skil ekki heldur að þú skulir geta varið Jóhönnu Sigurðardóttur, einn hættulegasta stjórnmálamann fyrr og síðar.
Elle_, 15.8.2010 kl. 13:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.