Skrípaleikur hjá Samfylkingunni. Vilja ákæra fv.utanríkisráðherra en sleppa fv.bankamálaráðherra.

Samfylkingin eða réttara sagt hluti hennar stundar alveg ótrúleg vinnubrögð um þessar mundir. Hluti þingmanna Samfylkingarinnar ætlar að ákæra Ingibjörgu Sólrúnu fv.utanríkisráðherra en sleppa Björgvini fv. bankamálaráðherra.

Þetta er gjörsamlega óskyljanlegt. Rökin eru saögð vera að Björgvini ghafi verið haldið utanvið upplýsingar og þess vegna hafi hann ekki getað gripið til neinna aðgerða. Bíddu við, erum við ekki að tala um fv.viðskiptaráðherra. Bar honum ekki skylda til að setja sig inní málin. Átti hann ekki að sýna frumkvæði og fylgjast með þeim stofnunum sem tilheyrðu honum.

Til viðbótar hefur Ingibjörg Sólrún upplýst að hún setti Björgvin inní málin. Ingibjörg Sólrún hefur einnig upplýst að hún gerði þingflokknum grein fyrir stöðu mála. Hún srifaði einnig undir yfirlýsingu fh. Jóhönnu.

Ef á annað borð á að ákæra fyrrverandi ráðherra getur það ekki staðist að Ingibjörg Sólrún verði ein ákærð af Samfylkingarmönnum. Björgvin, Össur og Jóhanna hljóta einnig að vera í þeim pakka.

Þessi vinnubrögð innan Samfylkingarinnar sýna betur en allt annað hvers konar skrípaleikur er á ferðinni í vinnubrögðum meirihluta Atlanefndarinnar.

Svo er það stóra spurningin. Væri þingmönnum og ráðherrum ekki hollara að snúa sér að vandamálum, sem skipta hag almennings einhverju máli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband