Smá smjörþefur af því sem koma skal hjá ESB.

Evrópusambandið ætlar að mæta Íslandi af hörku vegna þess að við leyfum okkur að veiða makríl.Auðvitað vill ESB ráða því hvort og þá hvað mikið af makríl við veiðum.

Svo geta menn haldið því fram að það verði nú ekki mikið vandamál fyrir okkur að semja um sjávarútvegsmál og fiskveiðar við ESB. Þeir muni sko aldeilis sýna okkur skilning. Já, makríllinn er gott dæmi um það eða hitt þó heldur.

Stækkunarstjóri ESB hefur sagt að engar varanlegar undanþágur verði gerðar á stefnu ESB hvorki í sjávarútvegsmálum eða öðrum. Merkilegt að enn skuli Samfylkingin leiða okkur inní þennan klúbb.


mbl.is ESB lætur hart mæta hörðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Held að við verðum nú að fara að læra af atburðum undanfarinna ára og hætta að fara fram með ofstopa og frekju eins og illa vaninn krakki. Við erum að afhjúpa okkur sem ein versta rányrkjuþjóð heimsins í sjávarútvegi.

Serafina (IP-tala skráð) 27.9.2010 kl. 18:44

2 identicon

Svona geltandi undirgefnir hundar sem smjaðra fyrir auðvaldinu eins og sá sem geltir hér að ofan vilja ábyggilega helsta láta auðlindir okkar beint í hendur Breska heimsveldisins sem reyndi að hafa þær af okkur. Það er þeirra siðferði. Sjúklegur Stockholms Syndrome að sleikja sig upp við þá sem hafa margoft reynt að gera út af við okkur.

Jó (IP-tala skráð) 27.9.2010 kl. 18:56

3 identicon

Athyglisverð staðhæfing sem Serafina leggur á borðið að Íslendingar séu "versta rányrkjuþjóð heimsins í sjávarútvegi". Ef þetta er staðreynd, afhverju er þá sagt frá því í fréttum þegar innganga íslands inní evrópusambandið ber á góma, að ráðamenn innan sambandsins hafi mikinn áhuga fyrir samstarfi við íslands vegna þess hve vel íslendingum hefur tekist upp með fiskveiðistjórnun. Á sama tíma er áhugavert að skoða hvernig evrópusambandið hefur hagað fiskveiðistjórnun innan sinnar lögsögu. Þar er allt meira og minna steindautt vegna ofveiði... og Gvuð hjálpi okkur ef við göngum þarna inn og þeir munu enda með að hundsa leiðbeiningar íslendinga um hvernig skal haga fiskveiðistjórnun með verdun stofnanna í huga. Af hverju er evrópusambandið svona áhugasamt um að innlima ísland í evrópusambandið. Hver mun hafa mestan hag af slíku? Ísland???

hilmar Andri Hildarson (IP-tala skráð) 27.9.2010 kl. 19:04

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"Við erum að afhjúpa okkur sem ein versta rányrkjuþjóð heimsins í sjávarútvegi." Serafina: færðu kikk út úr því að rakka niður þína eigin þjóð?

Já, það voru nefninlega Íslendingar sem einir saman tæmdu öll fiskimið við meginland Evrópu og fengu við það enga hjálp frá Spánverjum, Portúgölum eða öðrum Evrópuríkjum. Og gott ef við berum ekki ábyrgð á hruni þorskstofnsins við austurströnd Kanada líka. Og kannski hlýnun jarðar í kaupbæti?

En kannski er það einmitt vegna þess hve Íslendingar eru þekktir fyrir rányrkju að núna er rætt um það innan ESB að taka upp fiskveiðistjórnunarkerfi að íslenskri fyrirmynd. Hlýtur að vera, eina rökrétta niðurstaðan, ekki satt?

Guðmundur Ásgeirsson, 27.9.2010 kl. 19:07

5 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

Það er ekki frekja að veiða fisk sem er innan okkar lögsögu í miklu magni,  sérstaklega þegar við höfum reynt að komast að samningaborðinu í nokkur ár án árangurs.

Jóhannes H. Laxdal, 27.9.2010 kl. 19:10

6 identicon

Rányrkjan á Íslandsmiðum fór fyrst á flug þegar skuttogaravæðingin óhefta hófst í byrjun áttunda áratugarins. Eftir það var ekki öðrum þjóðum um að kenna. Enn frekar var hnykkt á þessu með hinu illræmda kvótakerfi, sem hefur leitt til fáheyrðs brottkasts, sem þið LÍÚ þjónar viljið ekki kannast við. Allt upp í 8000 hestafla togarar eru búnir að svíða botninn og eyðileggja uppeldisstöðvar fisksins, ofan á allt annað. Framganga okkar í þessum málum öllum er í sama stíl og fjármálabólan, sem bankamenn hérlendir stóðu að og hafa gengisfellt almenningsálit heimsbyggðarinnar á okkur svo mjög, að við erum komin niður fyrir sígauna í því efni, enginn treystir okkur fyrir fimmeyringi fyrir horn. Er það að tala niður sína eigin þjóð að segja sannleikann? Það er eitt af sérkennum íslenskrar þrætubókarlistar að skjóta sendiboðann og snúa sannleikanum upp á andskotann.

Serafina (IP-tala skráð) 27.9.2010 kl. 19:51

7 identicon

Bíddu er ekki í lagi með Serafina!!!!!!!

Er klár á því að þessi manneskja er með dreddlokka og býr  i 101 RVK.

Óskar (IP-tala skráð) 27.9.2010 kl. 19:57

8 identicon

Það er nú eitt og annað til í því sem Serafina segir. Við Íslendingar erum nú ekki barnanna bestir þegar kemur að því að veiða t.d. utan lögsögu. Við getum rifjað upp Smuguveiðarnar á 10. áratugnum. Þar var ryksugað upp eins og hægt var.

Svo er það nú ekki til að sýna mikla röksemdarfærslu að tala niðrandi um einstakling sem tjáir sig þvert á skoðanir annarra.

Þetta segi ég alveg burtséð frá allri ESB umræðu.

Guðmundur (IP-tala skráð) 27.9.2010 kl. 20:12

9 identicon

Að sjá ykkur öll. Við erum nýbúin að skíta upp á bak í þessu Icesave máli og öllum ætti að vera ljóst að við erum ekki manna klárust þegar kemur að því að reka banka. Dettur ykkur virkilega ekki í hug að það sama gæti gilt í sjávarútvegsmálum? Ég held að Serafina sé nú fyrst og fremst að benda á einmitt þetta að við ættum að prófa oftar að líta í eigin barm áður en við tökum einhliða ákvörðun um að við höfum alltaf rétt fyrir okkur.

Bara smá hugarfóður.

Jón Flón (IP-tala skráð) 27.9.2010 kl. 21:04

10 identicon

Ég er alveg sammála áliti þínu á sjálfum þér herra Jón, þú ert vissulega flón.

Eins og Mussolini sagði "Múgurinn er eins og mella sem sefur hjá þeim sem er ríkastur".

Þarna lýsti hann rétt innræti aflanna sem keppast nú um að selja ömmu sína, sál sína og þjóð sína. 

JS (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 03:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 828349

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband