Úrbætur strax. Nú reynir á Ögmund.

Það gat enginn gert ráð fyrir eldgosi þegar Landeyjahöfn var hönnuð. Gosið í Eyjafjallajökli hafði á sínum tíma veruleg áhrif á allt flug um allan heim. Nú eru afleiðingar gossins að segja til sín í Landeyjahöfn. Að sjálfsögðu verður að bregðast við þessum vanda með því að fá öflugan dælubúnað eða nýtt dæluskip.

Að sjálfsögðu þarf að hefja nú þegar undirbúning að nýju og hentugra skipi.

Eyjamenn hafa sýnt þessum byrjunarörðugleikum mikinn skilning og þolinmæði. En þetta ástand gengur ekki til lengdar.

Nú verðum við að treysta á að Ögmundur ráðherra bregðist skjótt við og gripið verði til nauðsynlegra ráðstafana,


mbl.is Vill aðgerðir strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og hver borgar ?

Kjartan (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 14:30

2 Smámynd: Sigurður Jónsson

Sá sami og borgar fyrir lagfæringar á þjóðvegum landsins og sem norgar einnig snjómokstur á þjóðvegum landsins þ.e.Vegerðin (Ríkissjóður). Siglingaleiðin milli lands og Eyja er þjóðvegur.

Sigurður Jónsson, 28.9.2010 kl. 14:36

3 identicon

Eyjamenn verða að fara að átta sig á því að þeir eru bara rétt rúmlega 4000 talsinsn og að Vestmannaeyjar eru ekki nafli alheimsins. Það er ekki endlaust hægt hlaupa á eftir öllu því sem þeir heimta!

Sigurður (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 14:45

4 Smámynd: Hvumpinn

Endemis frekjugangur í þessu eyjaliði alltaf.

Hvumpinn, 28.9.2010 kl. 15:07

5 identicon

Af hverju var herjólfur ekki bara lengdur á milli lands og eyja

Mummi (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 15:16

6 identicon

Hef lúmskan grun um að þarna verði eilíft vesen með þessa nýju höfn niðri á sandinum.Grétar Mar og fleiri voru búnir að vara við því að þarna yrði byggð höfn.Ameríski herin hafði uppi hugmyndir um að koma þarna á höfn á sínum tíma en rannsóknir þeirra sögðu að það myndi ekki ganga upp vegna mikillar hreyfingar á sandinum,og hvað þá veðurfarið þarna.

Númi (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 15:32

7 identicon

Ég held að menn séu bara að reyna að kenna Eyjafjallagosinu og ösku frá því um ástandið sem komið er upp. Ég er handviss um það að þetta vandamál verður alltaf þarna vegna þess að þarna var, er  og verður alltaf nóg af sandi til að loka þessari hörmungarhöfn. Ég legg til að við leyfum höfninni að fyllast af sandi og sættum okkur við að peningarnir sem við eyddum í þetta séu tapaðir. Þá getum við farið að skoða það hvort ekki sé hægt að fá nýja ferju sem er fljótari að sigla á milli Þorlákshafnar og eyja.

Ómar (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 828301

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband