Heilbrigðisráðherra hefði átt að hugsa fyrst.

Það er mjög gott hjá Elliða bæjarstjóra í Vestmannaeyjum að óska eftir að landlæknir láti fara fram öryggisúttekt vegna boðaðs niðurskurðar stjórnvalda í heilbrigðisþjónusttunni. þessi beiðni Elliða snýra að sjálfsögðu að vestmannaeyjum, en svona úttekt þyrfti örugglega einnig að fara fram varðandi aðra staði á landsbyggðinni.

Það er með ólíkindum að heilbrigðisráðherra skuli hafa samþykkt að leggja fram þessar tillögur um niðurskurð í heilbrigðisþjónustunni á landsbyggðinni. þetta er einhver alvarlegasta árás sem gerð heur verið á landsbyggðina af nokkurri ríkisstjórn. Fólk á landsbyggðinni þarf einmitt á því að halda að búa við mikið öryggð varðandi heilbrigðisþjónustu.

Dæmin sanna að veðurfar á Íslandi er oft þannig að það er ekki auðvelt að ferðast um landið. Það sýndi sig t.d. rækilega að sjálfur heilbrigðisráðherrann treysti sér á dögunum ekki að fara akandi út á landsbyggðina vegna ófærðar. Miðað við þá staðreynd er furðulegt að sama heilbrigðisráðherra skuli detta í hug að setja fram svona tillögur sem skapa mikið hættuástand fyrir t.d. ófrískar konur víða á landsbyggðinni.

Á sama tíma og heilbrigðisráðherra vill skera niður í heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni eyðum við 100 milljónum í dagsfund í Laugardalshöllinni, ríkið ætlar að eyða a.m.k. 500 milljónum í stjórnlagaþing .Við erum á fullu að ausa út peningum vegna ESB umsóknar. Forsætisráðuneytið hefur eytt 500 milljónum í alls konar sérfræðiþjónustu.

Hefði ekki verið nær fyrir heilbrigðisráðherra að hugsa aðeins áður en árásin á landsbyggðina var gerð.


mbl.is Óskað eftir úttekt landlæknis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki gleyma tæpl. 1000 milljónum í sendiherrabústað í London og ca 600 milljónum í sama í Köben,nokkrum tugum ef ekki hundruð milljónir eiga eftir að fara í Landsdóm og allan þann málarekstur. Síðast en ekki síst er fjármálaterroristinn Steingrímur J að undirbúa 60.000.000.000,kr gjöf frá íslensku leiguliðum hans skattgreiðendum til hollenskra og breskra peningabraskara.

Sveinn (IP-tala skráð) 17.11.2010 kl. 13:04

2 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Þetta er fáránlegt, ég seigi ekki annað.

Hér á Blönduósi stendur til að skera enn einu sinni og jafnvel að leggja niður sjúkrahúsið. Ákveðinn drullusokkur(Velferðarráðherra) segir að við eigum að fara á Krókinn eftir læknisþjónustu og sker á sama tíma þar um 45%. Þeir á króknum hafa þegar sagt að þeir geti ekki sinnt öllum á króknum ef af verður, hvað þá þess um 3500 sem búa á blönduósi og nærsveitum? Okkur er sagt að fara bara með sjúkraflugi ef eitthvað mikið er að og á sama tíma er samspillingin í Reykjarvíka að leggja til að lokaflugvellinum því það "henti" ekki Reykvíkingum.

ÞETTA RUGL HELDUR EKKI VATNI, SAMSPILLINGIN ÞARF AÐ VÍKJA

Brynjar Þór Guðmundsson, 17.11.2010 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband